Morgunblaðið - 24.12.1922, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1922, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ G1 e ð i 1 e g j ó 1 ! Vöruliúsið. G1 e ð i 1 e g r a jóla óskar ölluin viðskiftavinum sínum Hvannbergsbræður. Gleðileg j ó 1 ! Jes Zimsen. G1 e ð i 1 e g j ó 1 ! Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Tek á móti pöntunum aö Bjarnar greifunum í dag. G-. Ó. Guðjónsson. Sími 200. Sögn og sannindi Það er óneitanlega um margt rætt og ritað nú á tímum, sem not er að og nauðsynlegt. Bn þó er það ennþá margt, sem 'þjóð vorri væri meiri þörf á að þeltkja og þekkja betur heldur en sumt af því, sem þar er sagt. Það hef- ir altaf verið svo, og vonandi að verði, að guð hefir gefið hverju landi þá menn, sem útbúnir hafa verið mannviti, mannkærleika og margvíslegum hæfileikum fram yfir aðra, sem þjóðin hefir sótt tii þrótt og þrek, og þar af leið- andi margt gott og gagnlegt. Er það þarf ekki að leita svona langt að slíkum mönnum, sem sótt hafa og sækja fram fyrir fjöldann í svo feikna mörgu, sem almenningi er bæði gagn og gæfa að; því að slíkir menn eru alstaðar til, bæði í borgum og sveitum hvers lands. Bn sem oft og einatt er lítið minst nema þá lítilsháttar í lík- ræðum. Það er einn maður, sem jeg vildi með línum þessum minnast lítið eitt á, herra kaupm. Pjetur Oddsson í Bolungavík. Hann hefir nú í rúm 20 ár veitt fjölda manna atvinnu, bæði á sjó og landi, sem skylt er bæði að muna og minnast á, því jeg veit að margur hjer býr að gerðum hans og gæðum. Hann hefir verið hjer fyrsti mað- ur í framkvæmdum og þörfum íyrirtækjum, og nú síðast en ekki síst á næstliðnu sumri, þegar brim brjótsbyggingin hjer var nær því stöðvuð og strönduð, mun hann bafa stutt að því með ráð og dáð, að verkinu væri haldið á- fram, eins langt og til var tekið í fyrstu, enda þótt þetta nauð- synlega mannvirki hefði eflaust getað staðið lengur en það stóð, hefði önnur aðferð verið höfð af þeim, sem starfanum stýrðu. Þá ætti hún að vera ógleyman- leg öll sú hjálp, sem þau lijón bafa auðsýnt bæði einum og öðr- 1,111, ekkjum og einstaklingum, þó jeg ekki telji ein og önnur fyrirtæki hjer, sem þau hafa manna fyrst stutt og styrkt. Þá befir hann verið hjer um mörg ár sáttasemjari og bendir það á, með öðru fleiru, hvað hann hefir viljað vera laus við allar þrætur og þras. Bn aftur á móti hefir hajin verið fróðleik og fræðandi tökum mjög unnandi. I'a verður mjer altaf minnistæð bans Ijetta og lipra lund, þrátt fyrir alt það böl og alla þá bar- áttu, sem hann hefir átt í, við hin skæðu veikindi. Og nú að síðustu tekur dauðinn í burt, hinn trúa og trygga förunaut haus, eiginkoiiuna scm hefir fylgf, hon- um svo ótrauð oð ötul í dáð og dugnaði. Það er svo margt, sem .jeg ^ gæti sagt þessum hjónum viðvíkjandi, en jeg ætlaði aðeins að minnast á örfá atriði sem slanda eius og upplilaðnar vörð- ur á æfileið þeirra. Svona og samskonar menn kuimu forfeður okkar betur að meta, en við gerum nú, því þeir virtu dáð og drengskap fram yfir annað. Bolungarvík í nóv. 1922. Karl i koti. JölaAvextirnlr. Dragið ekki lengur að kaupa þá. Appelsínur frá 12 aurum, Epli frá 70 aurum, Vinber, Bananar, Mandariner. Happdrættiamiði í kaupbæti og bvo annar kaup- bætir til. ? ? Luoana. Gleðilegra jóla óskar sínum kæru viðskiftavinum Halldór Sigurðsson, Ingólfshvoli. -i 4’ > » EftirmazU Eftir Brynjólf ÞorstEÍn Firnliútsson. Nú lioríinn ertu hjartans viuur minn. Já, horfinn upp til ljóssins dýrðarheima. En ljós og fagur lifir orðstír þinn og ljúfa minning um þig vinir geyma. Og köld er liönd og brostin bráin þín, ei bærist lengur göfugmannsins hjarta. Hjer aldrei framar árdagsljóminn skín, sem ávalt lýsti’ af svipnum mikla’ og bjarta. Nii sál þín hýr við sólaryl og blóm á sumarlandi bjartra, nýrra heima, og göfgast þar við gígjustrengja hljóm, en geislar hennar til vor þaðau streyma. I æsku varstu imdra-gáfu barn, svo útlit var þú mundir frægð þjer vinna. En brátt fjell yfir blómareitinn hjarn, svo blómstrin dóu fegurst vona þinna. Þótt forlög grimm þig fjötruðu í bönd, og fánýtt reyndist lánið hjernamegin, þig leiddi altaf Drottins dýrðarhönd um dimma, langa, þyruumstráða veginn. Og þungan, sárau, þrautakross þú barst, en það var sem þú lítið af því vissir. Og eins og bróðir vinum þínurn varst, jeg veit því glögt hvað sjerhver þeirra missir. Með útsjón skýrri, andans vitsku’ og náð þú afarmiklu góðu komst til vegar, og veittir mörgum vinarhjálp og náð því verður margur, sem þig látiun tregar. Svo hreinn sem kristall kærleikur þinn skín, fyrst kominn ertn’ í lífsins hærra veldi, því hjer var göfug lxöfðingslundin þín, og hjartað ríkt af tiifinninga-eldi. Að með þjer gjöful mentadísin bjó það mátti glögt á orðum þínum finna, því rnikil speki, mannúð, festa og ró, var máttur djúpra hugsananna þinna. Og þekking þín var hyldjúpt geislahaf, í hretum lífsins varstu „Pjallið eina‘1. Þú líktist fossi’, er fjöldinn vissi’ ei af, með frelsi, þrótt, og tignarsvipinn lireina. m Þú áttir vöxt hins eflda kraftamanns, ? og ótal margar frægðarsögur kunnir um hraustar, djarfar hetjur þessa lands, því hugprýði og karlmensku þú lumir. Þig, andans lietja, aldrei kjarkinn brast, svo aðdáun hjá mönnum hlautst að vekja- Og rjettum málvuu fylgdir ætíð fast, ■, og færðir rök, seni engmn tókst að hrekja. A kýium stakst, þá kaldhæðinn þú varst, því kýmnisbrosin Ijeku þjer á vörum. í t'lokki vina oft fagur hlátur barst, ■ er fyndnin vakti’ í þínum snildarsvörum, Vjer gleymum þjer ei, góði vinur minil, og geymast munu horfnir tímar ljósir. Og geislar ljóma blítt vun beðinu þinn, þar blómgast fagrar mnmiuganna rósir. Við sjáum þig, það sorgar þerrar tár, er svífum við tíl morgunroðans heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.