Morgunblaðið - 24.02.1923, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.02.1923, Qupperneq 2
MUKGUNBLAÐIÐ Skrifsíofustarf. Ungur og duglogur, vel fær skrifstofumaður getur fengið at- vinnu á einni af stærstu skrifstofum bæjarins. Eiginhandarumsókn ásamt meðmælum, ef til eru, sendist Morgunblaðinu. Fvrirlestur um heimilisiðnað fiytur Jón G. Sigurðsson bóndi að Hofgörðura, sunnudaginn 25. þ. m. kl. 9 e. h. (hósið opnað kl. 8'/*) i Báinnni. Aðgöngumiðar verða seldir í bókaverslun Guðm Gamalíelssonar í dag síðd. ^g við inn- ganginn á morgun. Landsstjórn og alþingismönnum boðið á fundinn. Ódýr bók. 17 árg. (Valtýs) af Eimreiðinni á 15 kr., sem innih. um 450 fræðigr., 160 kvæði, 300 myndir og 50 sögur. Alt skrifað af mentuðum og fjölhæfum fræðira. Notið tækifærið Kr. Kristjánsson, bóksali, Lækjargötu 10. Nýtt skyr frá Hvanneyri og Eskiholti fæst daglega í eftirtöldum mjólkurbúð- um: Vesturgötu 12, Laugaveg 10. Laufásveg 15, Þórsgötu 3, Lauga- veg 49 og Hverfisgötu 50 og kostar pr. »/a kg. 0.60. í sömu búðum fæst: nýn pjómi frá Mjólkurfjelagi Beykjavíkur og Hvanneyri á kr. 3 20 pr. 1. Ennfremur sendum við heim til kaupenda alian daginn mjólk, rjóma og skyr, ef það er pantað í síma 517 eða 1387 Virðingarfylst. Mjólkurfjelag Reykjavikur. Fjármálin.] Ræða fjármálaráðherra, er hann lagði fyrir Alþingi fjárlagafrumvarp sitt 20. þessa mánaðar. Niðurl. Þegar maður tekur fyrir sig „status“ landssjóðs, yfirlit yfir exgnir og skuldir, eins og hann er í landsreikningunum fyrir 1921, í lok þess árs, sjest það fljótt að „tjáir ei við hreptan hag að búa“. Skuldirnar eru þá 16.385,- 000 kr. þar eru líka taldar ýms- ar eignir þannig að umfram skuldir eigi ríkið 13.718.000 kr. Jeg skal ekki rengja þá skýrslu, en maður sjer á augnabliki að þar eru taldar margar eignir, sem ekki eru sambærilegar skuld- nnum, sem aldrei verður hægt að verja til þess að borga skuldir með. Vitarnir eru taldir alt að , miljón kr. virði, en við hvorki getum nje viljum selja þá til þess að borga upp í skuldir. Síma- kerfin eru talin upp undir 3 miljónir, en við hvorki getum uje viljum selja þau fyrir það og þau renta heldur ekki þessa upphæð. Alveg sama er að gegna um eignir til almennrar og nauð- synlegrar notkunar, skólahús, spí- tala og hæli, kirkjur og prests- setur og að mínu áliti einuig um þjóðjarðirnar. í eignum, sem hugsanlegt er og forsvaranlegt að telja upp í greiðslu á skuldum, eigum við í hæsta lagi 6 milj. og eru þá eítir 10 milj. rúmar ai skuldunum, sem við að vísu rneira en eigum fyrir, en sem við ekki eigum arðberandi eignir fyrir, er geti rentað og afborgað skuldirnar. Þessar 10 miljónir verður því að borga af tekjum komandi ára, ef þeim eru ætluð 20 ár, þá y2 miljóu á ári. Jeg er ekki að gera ráð fyrir að engin ný lán verði tekin á þessu tíma- bili, en jeg geri ráð fyrir, að það verði aðeins tekin skynsam- leg lán til arðsamra fyrirtækja, sem þá sjálf borga lánin, eða nauðsynlegra fyrirtækja og sje J)á strax gert fyrir tekjum til rentu og afborgana. En slík lán 1 oma ekkert þessu máli við. Þær 10 míljuóir, sem jeg mintist á, eru tapaðir peningar og verða að borgast af árlegum tekjum. Það var það, sem jeg átti við áðan, að ekki væri allskostar rjett að telja allar lána afborganir frá tekjuhalla eða með til tekju- afgangs hvers árs. Þessar af- horganir eru nauðsynlegar og hagur ríkisins er ekki í rjettu horfi, nema tekjur og gjöld stand- ist á þótt þessar afborganir sjeu taldar með gjöldum. Það hafa heyrst ýmsar skýring- ar á Þvó hvarjar orsakir liggji til þess að fjárhag landsins er komið sem komið er. Jeg skal ekki fara xít í það, en aðeins í fáunx orðum taka. fram það, sem landsreikningar síðari ára ' segja um þetta. Ef maður tek- ux eiginlegar (ordinærar) tekj- m- 0g gjöld fyrir sig og okki Ælur tekjm- af lánum eða rydd- um eignum og heldur ekki gjöld sem verðmæti hefir fengist fyrir, sýnir það sig, áð árlegar tekjur landssjóðs fyrir stríðið 1913 og 1914 nárnu ea. 2 miljnóum, 1915 °g 1916 3 miljónum og gjöld- in stoðust nokkurn veginn á við þetta og sukldirnar voru ríflega £ við eins árs tekjur. En svo fer að fara út um þúfur. 1917 og 1918 eru tekjurnar áfram ca. 3 miljónir, en gjöldin fyrra árið rúmar 5 milj. og síðara árið rúmar 6. milj . Þarna fara þá rúmar 5 miljónir. 1919 eru tekj- urnar loksins samræmdar dýr- tíðinni og standast vel á v:ð gjöldin með hjer um bil 8 milj. króna. En svo fer strax um þver- hak aftur 1920 og 1921; tekjurnar eru þær sömu, rúmar 8 iniljónir, en gjöldin fara, sökum launalaga, dýrtíðaruppbótar o. s. frv. rúm lega þrjár og tæpar 3 milj. fram úr þeim hvort árið. Þarna eru þá komnar þær 10—11 miljóna króna skuldir, sem nú þjaka oss og stafa frá því, að við í hvort tveggja skiftið vorum tveim ár- um of seint á ferðinni með að samræma tekjur og gjöld. Það verðum við að láta okkur að varnaði verða. En það er fleira, sem má lesa út úr reikningum þessara ára og rú sný jeg mjer að ástandi lands og þjóðar yfirleitt og í því er bagur landsssjóðs ekki nema lít- ill þáttur, þó harla þýðingarmik- il] sje. Grundvöllurinn til hags okkar nú er lagður á stríðsár- unum, fyrst hægt, en svo með sívaxandi hraða. Landsreikning- arnir, sem jeg nefndi, bera það m.eð sjer, hvernig dýrtíðin geys- aði yfir landið, taumlítið. Af dýrtíðargróðanum, sem ríkin ann- ars tóku drjúgan skerf af, og stundum því nær allan og vörðu til viðhalds þeim hluta mannfje- lagsins, er íyrir mestum hallanum varð, fjekk landssjóður ekki nema litið og of seint, hafði því ekki fje aflögum til verulegra ráð- síafana móti dýrleikanum og' varð að lána fje til þess að standast þá verðlagshækkun, er beint á honum lenti. Dýrtíðin keyrði fram úr öllu, fjölfróðir menn hafa haldið því fram að Reykjavík um það leyti væri dýrasti stað- urinn á hnettinum. Pjeð, sem ekki var hirt hjá stríðsgróða- mönnunum, lauthinufornalögmáli: „illur fengur illa forgengur“. Þegar svo hrapið kom, tekjur minkuðu og eignir fjellu í verði, er. framleiðslukostnaður og skuld- ir hjeldu fullri hæð, steyptust at- vinnurekendur auðvitað um koll. Með blað og blýant í hendi kon- síateruðu bestu höfuð þjóðarinnar að fiskveiðar og kvikfjárrækt borgaði sig ekki á íslandi. Nú sjá sem betur fer bæði þeir og aðrir að þetta var of alment ti) orða tekið. Blessaður þorsk- urinu og sauðkindin voru saklaus í þessu, það var bara svona máti að reka atvinnu upp á, sem ekk borgaði sig. En við stöndum ftir með tvær hendur tómar og það því minna sem við erum skuld- ugir. Við eruin líkt staddir og ísra- elsbörn í eyðimörkinni forðum. Við höfum dansað kriug um gull- kálfinn, erum að súpa seyðið af honum og verðum nú að fara að draga okkur yfir eyðimörkina i áttina til hiiis fyrirheitna lands. Og við verðnm að finna leiðina sjláfir. Það er engin vou á ský- stólpa eða eldstólpa til að vísa okkur veg, enda gerist þess ekki þörf, því við höfum næga vís- bendingu í því, sem bæði við sjálfir og aðrar þjóðir hafa gert með góðum árangri þegar líkt stóð á. Eftir fyrri styrjöldina miklu á fyrstu árum 19 aldar- iunar og eftir hrun þjóðbank ans danska, þegar við stórtöp- uðum og alt fór í kalda kol eftir því sem farið gat á þeim tímum; var þetta unnið upp aftur á nokkr um árum með atorku, iðju og sparsemi, við lærðum aftur að búa að okkar eigiu framleiðslu frekar en áður, við lærðum að hjálpa okkur sjálfir. Sú kynslóð sem ólst upp í þessum heilsu- sama skóla var grundvöllurini. að öllum þeim framförum, sem við tókum fram um síðustu alda- mót. Líkt stóð á um sama leyti bæði hjá Dönum og Norðmönnum, nema því meira áberandi sem þeir voru komnir lengra á veg og með líkri aðferð komust lengra í fram- förum. Alveg sama dæmið er til hjá Svíum og það líkara okkar sem það er eidra, nefnilega eftir ófarirnar um 1720. Og ef vel er aðgætt, sjáum við hvernig allai' þjóðir, sem eiga sjer viðreisnar von, nú feta þessa erfiðu braut og atvinnuleysið, sem hebt hamlar öðrum þjóðum, á sjer ekki stað hjer í sambærilegri mynd. At- vinnuleysið hjá iðnaðarþjóðunum stafar af því, að þættir, sem þær ekki ráða yfir í atvinnurekstr- inum, erlendir þættir, hafa bilað eða horfið úr sögimni. Okkar atvinnuleysi, að svo miklu leyti sem það kemur fyrir, á sjer að- eins orsök í handvömm og skipu- lagsleysi innanlands. Umfram alt verðum við að vita það, að okkur dugir ekki að hi|gsa um að hlaupast 'íundan bagganum, sem við höfum buud- ið okkur. Við megum ekki hugsa okkur eitthvert alsherjar töfra- meðal, eitthvert þjóðráð, sem á billegan máta og með klókindum geti losað okkur við baggann. Slíkt þjóðráð er alveg áreiðan- lega ekki til; það er ekki til og það væri alveg' óheilbrigt og móti allri hugmynd um rjettlæti hlutauna ef við gætum hegðað_ okkur eius og við höfum gert og losnað við afleiðingarnar á nokkurn annan hátt, en að vinna þær af okkur. Því er alveg eins varið með þjóðir og einstaka menn, sem hafa lent í braski, skuldavafstri og' reiðileysi. Annar tekur sig' til með tápi og vinnur sig upp aítur, hinn grípur eitt- livert „þjóðráð“, skrifar falskan víxil eða eitthvað þvílíkt. Ykkui- er alveg óhætt að leggja út á hina erfiðu braut í fullu trausti þess, að hún liggur til framtíðar landsins okkar. Við eig- um atvinnuvegi, arðvænni og tryggari en flestar aðrar þjóðir og það má bæta við þá því nær ctakmarkað, vinnandi menn okk- ai til lands og sjávar, standa ekki öðrum að baki að dugnaði og atorku, en á sumum sviðum að verklegri þekkingu. Það eru tölu- verðir ágallar á því hversu af- urðir okkar komast á markað, sem eðlilegt, er, því fram að þessu hafa útlendingar sjeð um það, ilð höfum ekki fylgt þeim lengra en að skipshlið, en þetta á fyrir sjer að lagfærast. Innflutning höfum við lengur stundað og fer hauu betur úr hendi. Jeg held við sjeum m.jög skamt komnir í, «ða öllu heldur að okkur alveg vanti efnalega mentun. 3 flokks vörnr renna í okkur eins og nýmjólk fyrir 1. flokks verð. Kaupvilji okkar á útlent skran virðist ekki öðrum takmörkunum bundinn en kaupgetunni og tæp- lega það. Þó starfsemi og fram- kiðsla sje aðalatriðið, má heldur ekki vanrækja að geyma feng- ins fjár. Von mína um efnalega við- reisn þjóðarinnar hef jeg alveg bygt á henni sjálfri, og jeg hef alveg hlaupið yfir öll vanaleg svigurmæli um þing og stjórn, sem leiðtoga þjóðarinnar. Þess- konar orðatiltæki eru orðin úr- elt og alveg röng. Þing, sem byggist á almennum kosningum og stjórn, sem byggist á þing- raði, eru hvorugt svo til komin eða til þess ger, að vera leiðtogar. Þvert á móti er það almenn reynsla í öllum löndum að þau fylgja straumum sem best þau geta. Það er alt önnur og að mínu viti bæði virðulegri og nyt- samari staða, sem þing' og stjórn hafa. Þau eru í þjÓHustu þjóðar- 'nnar, þau vinna fyrir bana, greiða götu hennar ekki með ein- hverjum stórstökkum, sem þjóðin ekki hefir athugað og því síður samþykt, heldur með daglegri og stöðugri starfsemi í ákveðna átt. Um slíka áframhaldandi starf- semi í þjónustu eínalegrar viðreisn- ar var rætt á þinginu í fyrra. Það rjettmætasta : þeirri mótstöðu, er gjörði að verkum að ekbi voru gjörS ar neinar ráðstafanir til þ®SS að styiíja útflulnirig afvirða og til að draga úr innflutniufsóþarfa, hygg jeg hafi verið tilfinning fyrir því að þær uppástungur, sem komu fram, hafi þóti heimta of lítið sam- starf af sjálfri þjóðinni, ráöa of miklu fyrir þjóðina, En jeg er þess fullviss að þingið einhuga og af fremsta megni vildi styðja útflytj- endur til þess aö koma á og fram- fylgja skipulagi, sem þeir sjálfir bindust í'yrir í hinu mjög svo þý'ð- ingarmikla starfi þeirra. Innflutn- ingi má mikið beina í rjetta átt með tollum, þannig að þeir styðji inn- lenda framleiöslu án þess að auka dýrtíð í landinu. Menn eru einhuga um bættar sam.göngur sem skilyrði fyrir aukinni framleiðslu; í því efni kann að vera skoðanamunur á getu en ekki á vilja. Minna er talað um, en ekki síður þýðingarmikið, að al- menn líðan okkar „standard of life“ gttiíhaldistogskánað.Þar rekurmað nr sig undir eins á eitt áhyggju- efnið, húsnæðisvandræðin í Reykja- vík, sem um leið eiga þátt í því, að halda uppi dýrtíð fyrir alt landið. Svona mætti halda áfram lengi og skal jeg ekki við þetta tækifæri þreyta menn á því; hjer liggja fyr- ir verkefni svo ekki sjer út úr. Það má segja um hvert þeirra að það sje smátt, en margt smátt gjörir eitt stórt: framþróun þessarar þjóSar. í slíkri viðreisnarstarfsemi, sem jeg hefi lýst, hefir þingiS sinn ríku- lega verkahring, ekki svo mjög á löggjafarsviðinu, því í eðli sínu er frekar iun framkvæmdarmál aS ræ'ða en löggjafar, heldur meS því að halda uppi stefnunni gagnvart öfgum og tildri, sem á haua er reynt að hengja og gagnvart. skiftandi stjórnum, ineð því aS skera úr hvert málefnið sku I i fremur tekiS þegar um margar nauðsynjar er aS ræSa, sem þó ekki er hægt aS taka allar í einu o,g með því að lieimila fje og' vald til hinna ýmsn framkvæmda. í þessu liggui' að eitt þýSingar- mesta verk þingsins á svona túnum er þátttaka þess í myndun lands-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.