Morgunblaðið - 24.02.1923, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 24.02.1923, Qupperneq 3
stjómarinnar, í því að stofna hana meS starf fyrir augum en ekki kyr- stöðu. Jeg telst til þeirra manna sem álíta að okkur hæfði best eins manns stjórn, en slíkt liggur ekki fyrir, því stjórnarskráin heimilar það ekki, þar á móti heimilar hún vissulega að þeir sjeu ekki nema tveir. Einn athugaverðasti þáttur- inn í pólitík síðari ára hygg .jeg vera samsteypuxtjórnirnar, þvi fyr sem við komumst út úr þokunni, því betur. Mjer er heimilt að segja fyrir mitt leyti og þeirra manna, er að mjer standa að við viljum stuðla a'ð liverri framsóknarviðleitni einnig á þessu sviöi. Þegar þeir menn, sem nú ætla að taka til máls, ha»fa lokið sjer af leyfi jeg mjer að leggja til að umræðunni sje frestað og frumvarpinu vísað til fjárveitinganefndar. --------o-------- Þjörsándalur. Niðurl. Mjög hentugur staður er í Hjálp íyrir sumarbústað eða gestaskýli. Bílvegur þarf að kom- ast alla leið inn að Fossá á móts við Hjálp. Bátur, dragferja eða hestur þyrfti að vera til taks við ána. Hjer væri gott að dvelja 2—3 daga eða lengur. Fara fyrsta daginn inn í Gjá, og þeir sem vildu, að Háafossi. Annan daghin íram í Búrfells- hálsa. Það er álíka vegur og inn í Gjána, um klukkutíma ferð. í Búrfellshálsum er fallegt, skógnr mikill og einkennilegt; þar ,et og Þjófafoss og austan megin við Búrfell eru Tröllkonuhlaup. Þriðja daginn gætu menn skoðað sig um í ökriðufellsskógi o. s. frv. Þeir sem náttúraðir eru fyrir veiðar mundu una sjer við ána, því töluverður silungur er í henni einkum þó seinni part sumars, en vissara er að fá veiðileyfi og leiðbeiningar, hvar helst sje veiðivon. Dalbúar segja að ferðamanna- straumurinn aukist með ári hverju inn í Þjórsárdal. Nauð- synlegt jvau-i því, að bílvegur kæmist sem allra fyrst alla leið inn að Hjálp. A meðan að ekki ei’ komið skýli í Hjálp, væri ekki frágangssök að hafa með sjer tjald og nesti. Fyrir þemur árum fór einn bíll alla leið inn að Ásólfsstöð- um. Vitanlega þyrfti þessi vegur lagfæringar og væri gott að komast í fjelag við Hreppamenn með það um leið og þeir gera við veginn í vor. Hvar á vegurinn að ligjjfja frá Ásólfsstöðum og inn að hliðinu ú afrjettargirðingunni? Um tvær leiðir er að ræða. Önnur er sú, að fara austur yfir Sandá, móts við Ásólfsstaði og svo upp sand- inn austan megin við Sandá. En gljúpur sandur er hjer í árbotn- ii um og sandurinn upp að hlið- inu er þuugur. Hia húðin er að fara upp fyrir austan Skriðufell. líeyndar ér þar nokkur bratti og lcafli sem útheimtir nokkra vinnu, en úr því má líka hafa öruggan .jarðveg inn að hliði, og álít jeg því, að þessi leið verði tryggari. Frá hliðinu og austur að ánni, á móts við Hjálp er fljótgerður veg- ur, því ékki þarf annað en ryðja þann lcaflann. Jeg efast ekki mn það, að út- lendur ferðamannastraumur muni að miklum mun aukast á næst- komandi árum. Ef við erum eins gerðir og aðrar þjóðir, að vilja hæna útlenda ferðamenn að land- íeu okkar, þá verðum við að gera eitthvað til þess að laða þá að okkur. Við verðum að gera meira en að kosta upp á að auglýsa landið sem ferðamannaland í út- londum, við verðum líka að ,punta‘ ofurlítið upp á okkur sjálfa, láta sjást dálítinn menningarbrag hjá okkur — að við höfum eitthvað gert til þess að menn geti með sem hægustu móti komist sem lengst inn í landið, þangað sem eitthvað er að sjá. Ekki kalla jeg því fje illa varið, sem til þess er varið að glæða ástina á landmu sínu. * Flestir útlendir ferðamenn sem til landsins koma, koma fyrst til Reykjavíkur, og ef þeir ættu kost ó að geta farið með hraðferð til Þingvalla, Geysis og Gullfoss, i’.pp í Þjórsárdal og austur í Fljótshlíð, gætu þeir svo dvalið fáa daga á vissum stöðum, þar sem þá langaði til, því altaf gætu þeir fengið ferð fram eða til baka eft- ir því sem þeir vildu. Jeg held að þetta væri góð auglýsing, sem ferðamennirnir sjálfir mundu aug lýsa þegar þeir kæmu heim til sín. Þegar kominn er bílvegur alla leið inn að Hjálp og gott gesta- skýli þar, þyrfti ekki að óttast, að þangað yrði ekki næg aðsókn af sumargestum, og mörgum þeirra mundi þykja þægilegt að geta dvalið þar í fáa daga. Ólafur ísleifsson. Japðypkjan. Eftir Lúðvík Jónsson. Frh. Hestkrafturinn. Hann mun reyn ast oss, eigi síður en öðrum þjóð- um, notadrýgsta aflið við jarð- yrkjustörfin, þegar alt keniur til sögunnar. Vjer stöndum að því kyti betur að vígi en Danir og Englendingar, sem hestaháld vort er ódýrara en þeirra. Það mun sanni nær, að 3 íslenskir akhest- ar mundu duga á móti 2 erlend- um hestum af Ijettari dráttar- kynjum; en 6 íslenskir hestar yrðu sjálfsagt vel haldnir af því vetrarfóðri, sem 2 hinum erlendu er ætlað, auk beitar árlangt. En til þess að hestkrafturinn geti lcomið oss að fullu gagni við jarð- yrkjuna, vantar hjer tilfinnanlega hentug jarðyrkjuverkfæri, því bæði er það, að hin erlendu verk- færi, er vjer eigum að venjast, bíta ekki okkar seiga jarðveg, og annað hitt, að þaii vinna haun ekki með þeim hætti sem æski- legt væri. Og það mun vera und- irrót þess, að menn eru orðnir fráleitir notkun hestkraftsins og rotkun þar til heyrandi verkfæra við jftrðvinsluna, og einblína i þess stað á vjelorkuna. En, að mínu áliti, er það ekki góð úr- lausn þess máls, og aðaltilgangur þessara lína er að vekja menn til íhugunar á þeim efnum og koma fram með nokkrar tillögur í þá átt, hvernig eigi að bæta úr verk- íærancyðinni. Áður en umræddar tillögur koma þfi til greina, verður ekki hjá komist að eyíte nokkrum lín- um til skýrmgar þ ví, hvernig jarð MORGUNBLAÐIÐ vinslunni skyldi háttað, til þess að hún yrði í fullu samræmi við gildandi ræktunaraðferð; því eftir henni yrði gerð hinna nýju jarðyrkjuverkfæra að vera. Hinna ýmsu ræktunaraðferða hefir fyr verið getið, hvar mis- munurinn liggur í þeim og undir hvaða kringumstæðum hver þeirra mundi heppilegast valin. Þar að auki liefir verið tekið fram, að ótgræðslan mundi eiga hjer einna best við og að hún bygðist áþeim grundvelli, að hinum náttúrlega gróðr; veittist góð skilyrði til að spretta á ný. Nú liggur það í augum uppi, að fyrsta skilyrðið til þess að gróðurinn yfir höfuð að tala geti rjett við aftur, er að hann haldi lífi og limum við jarð vinsluna; þess vegna verður allri jarðvinslu að vera lokið, áður en jurtirnar visna eða deyja og vinnubrögðunum þannig háttað, að sem mest af gróðrinum hafi dálitla rótfestu og sje ekki sund urtætt frá rótinni með verkfær- unum. Hið síðamefnda sakar þó m.nna þau grös, er æxlast af rót arskotum, því þó þau væru skor in frá rótinni, mundi nýr gróður spretta upp af rótskotunum, sjeu þau liggjandi í yfirborði jarðveg- arins og góð vaxtarskilyrði fyrir hendi. Slík róthögg mundu þó að líkindum seinka rippgræðslunni, og til að forðast þau of nærri gras stilknum, þyrftu jarðyrkjuverk- færin að ristá grassvörðinn lóð- rjett niður og sem allra minst á j: verveginn. Næst grassverðinum er jarðveg- urinn jafnan aðgengilegastur fyr- ir jurtagróðurinn. Sje moldar- hnaus stunginn úr jörðu (helst i túni), þá sjest að efsta jarðiag- ið 3—5 þuml. niður, er oftast nær öðruvísi litt (dekkra) og myldnara eu undirlagið. Sumir skilgreina tjeð jarðlög með þeim hætti, að kalla efra lagið „frjómold11 en undirlagið „dauða mold“ ; og það má til sanns vegar færast, því um yfirborð jarðvegarins leikur ljós og hreint loft, þar starfar hið smá gerða jurtalíf að rotnun jarðveg- arins og þangað senda grösin ræt- ur sínar eftir frjóefnum jarðar- innar. í undirlaginu er fánýtara jurtalíf en í yfirborðinu og frjó- efni jarðvegarins þar einatt íþeim efnasamböndum, sem óaðgengileg eru fyrir jurtiruar í óhreyfðri jörð. Því er skiljanlega best þeg- ar um rótgræðslu er að ræða, að sem allra mest af frjómoldinni og grasrótinni lendi við jarðvinsl- nna í yfirborði jarðvegarins, til þess að uppgræðslan geti óhindr- uð gengið fyrir sig á ný, við fyrsta tækifærl. Og með tjeð vinnubrögð fyrir augum verða til- lögur hjer gerðar um breytingar og nýsmíði á jarðyrkjuverkfærum. Um vinnu þúfnabanans er það að segja, að hann mylur jarð- veginn og blandar mætavel, jafn- ar í flaginu og' skilar allmikilli grasrót ofanjarðar. Slík vinnu- brögð nálgast markmíði'ð. En jeg efast mikið um það, að um- rædd jörð endurgrói eins fljótt og menn hafa ímnyndað sjer, sökum þess, að hjer sje nm of róttæka eyðileggjng að ræða á grassverðinum. Margar grastætl- urnar, er liggja ofanjarðar, eru svo moldarlitlar og þunnar —- svipaðar heymúsum, — að vafa- samt er, hvort þær festa rætur og græða landið á ný, eða visna upp og deyja. Bn látum reynsl- una skera úr því atriði. Hvaða sápu á jeg að nota? Fedora-sápan hefir til að bera alla þá eiginleika, sem eiga að einkenna fyllilega milda og góða handsápu, og hin mýkjandi og sótthreineandi áhrif hennar hafa sanm- ast að vera óbrigðult fegurðarmeðal fyrir húðina, og varnar lýtnm, eins og blettum, hrukkum og roða í húðinni. í stað þesss verður húðin við notkun Fedora-sápunnar hvít og mjúk, hin óþægilega tilfinning þess, að húðin skrælni, eem stundum kemur við notkun annara sáputegunda, kemur alls ekki fram við notkun þessarar sápu. Aðalumboðsmenn: R. KJARTANSSON & Co. Reykjavík Sími 1004. Plógurinn. Hann gengur fyrir öðrum jarðyrkjuverkfærum og brýtur landið. Ef maður athugar mi vanalegan plóg og vinnubrögð hans, þá dylst manni ekki, að hjer sje um klumpslegt og bit- lítið verkfæri að ræða. Og þegar land er plægt, byltist plógstreng- urinn á grúfu; en þarmeð lendir grasótin neðst og dauða moldin efst í flaginu. Tjeð verkfæri og vmnubrögð, eiga vel við erlenda jarðrækt, því þar er jarðvegur- irm jafnan svo gljúpur (sem uuninn er á eins eða fárra ára fresti), að slíkt verkfæri bítur hann, og jarðlagið eða plæging- arlagið, sem er í veltunni, er jafn frjósamt og myldið neðst sem efst, svo einu gildir, hvort jarðlagið upp snýr með það að gera. Þar að auki á gróður sá, er á landinu sprettur, þegar það er lagt undir plóginn, allá jafnan að tortímast með plægingunni; því er eðlilega best að dysja hanu undir plógstrengjunum. Beri maður nú tjeða ræktun- araðferð saman við það, sem áð- ui hefir sag't verið um rótgræðsl- una, þá sjest, að hún kemur í andstöðu við hana, því þar var aðal mergurinn málsins að gras- rnturnar og frjómoldin lijeldust í yfirborði jarðvegarins, í stað þess að lenda undir plóglaginu. Þar af leiðir, að hin almenna plægingaraðferð á ekki við rót- græðsíuna. En er þá nokkur leið að breyta plógnum þannig, að plægingin verði af hendi leyst ems og æskilegt er? Jeg efast ekki um að það megi, og til að gera mönnum ljóst í hverju sú breyting ætti að vera fólgin, verð jeg fyrir fram að gera grein þess, hvernig umrædd plæging þarf að vera. Fpumnapp til kosningalaga fyrir Reykjavik. Frumvarp þetta var samþ. á síð asta bæjarstjórnarfundi, og með staðfestingu þess, t’alla þá úr gildi þau lög, er áður liafa gilt hjer um kosningar í bæjarmálum. 1. gr. Kosningarrjott viö bæjar- stjórnar- og borgarstjórakosningar svo og við kosningu annara nefnda eða opinberra starfsmanna, er vinna í bæjarins þarfir og kjósa ber með almennum kosningum, hafa allir bæjarbúar, sem eru 25 ára eða eldri og liafa verið heimilisfastir í bæn- um í eitt ár þegar kosning fer fram, hafa ófleklcað manuorð, eru fjár síns ráðandi og standa ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk, sem veitt Búsmæður! Reynslan munsamnaað „S márasmjörlikið" er bragðbe8t og notadrýgst, til við- bits og bökunar. — Dæmið sjálfar um gseðin. Skakan lítur þannig út: ptóSmjórlikhgsrfon i Rykjayik^ Síðustu nýungar í músik frá „Skala“, Vinterpaladset“, „Phönix“ o. fL. komið með Botiúu, bæði á nótum og plötum, svo að hægt sje að heyra það á staðn- um. — Best er að koma fyrir hádegi. Allar skóla- og kenslubækur, og besta ný og gömul músik (Klas- isk Músík) fyrirliggjandi. Hljóðfæpahúsið. Hvitkál. — Appelsínur — ágætar á 15 aura stykkid UEr5l. 5. Bunnar5anar. ur hefir verið af öSrum ástæðum en heilsubresti, ómegð eða atvinnu- leysi. Kjörgengur er hver sá, sem kosningarrjett hefir. 2. gr. Kjörskrá sú og aukakjör- skrá, sem árlega eru samdar yfir kjósendur til Alþingis, skulu og gilda fyrir kosningar í bæjarmál- efnum, fvrir sama tímabil og til al- þ.ingiskosninga. 3. gr. Þegar kosning á fram að fara, skal borgarstjóri auglýsa dag, stað og stundu, með 6 vikna fyrir- vrara, og samtímis leggja fram eftir- rit af gildandi kjörskrám yfir þá Ivjósendur, sem ekki bafa kosningar- rjett til Alþingis. Sknlu ski'árnar liggja til sýnis í 14 daga, og má inn- an þess frests kæra yfir því, að ein- hver sje oftalinn eða vantalinn á kjörskrá. BæjarstjórnÍD úrskurðar kærur á sama hátt og kærur yfir að- alkjörskrá, og síðan skal semja við- bótarskrá samWæmt úrsknrðunum, Skal viðbótarkjörskráin fullger ekki síðar en 14 dögum á.ður en kosning fer fram, og eftir að bæjarstjórn hefir gengið frá henni má ekki hæta neinu nafni á kjörskrá, nje strika nokkuft nafn út áf henni. 4. gr. Kosningu stýrir 'kjörstjórn og eru í henni borgarstjóri, sem er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.