Morgunblaðið - 25.02.1923, Blaðsíða 2
I
MORGUNBLAÐIÐ
gasiEa.BBiBaigl
Útsala.
Það sem nú er eftir af Vetrarkápum,
Kjólum og Blúsum verður selt með
20°|0—30°|0 afslætti.
^ Egill 3acob5En.
[^ar==ii=iT=i 1=11^1
undir 10.000 smá'lestir að stær'ð,
BErlánin í Rmeríku.
Öldungadeild þingsins í Was-
hington, hefir fyrir nokkrum
dögum samþykt tilhögun þá á
greiðslu • herskulda Breta í Ame-
ríku, sem nýlega var sagt frá
hjer í blaðiuu. Er málið þar með
útkljáð að fullu.
Það má heita nýmæli á þess-
nm síðustu og verstu tímurn
þegar skuldafen þjóðanna eru
orðin svo djúp, að fæstar sýna
viðleitni á að brjótast upp úr
þeim, skuli vera samið um greiðslu
stærstu skuldarinnar, án þess að
biðja um nokkurri afslátt eða
eftirgjöf. Að því er lierlánin
snertir mun þetta vera einasta
undantekning’n. Og enn furðu-
legra verður þetta, þegar litið er
á, að það eru alls ekki Bretar
sjálfir, heldur bandamenn þeirra,
einkum Frakkar og ítalir, sem
fengið hafa þetta fje, sem Bretar
hafa nú samið um gíeiðslu á.
Bretar hafa ekki íengið eitnn
eyri af því.
Herskuldirnar í Ameríku, eru
á þann hátt tilkomnar, að á ó-
friðarárunum fengu bandamenn
ógrynni af vörum frá Ameríku-
mönnum, bæði rnatvæli og lier-
gögn og yfirleitt flest annað, því
framleiðsla hernaðarlandanna
sjálfra varð ekki nema brot af
því, sem verið hafði áður. Fyrst
fiaman af voru þessar vörur
greiddar jafnóðum, en brátt kom
að því, að ekkert var til að borga
með. Tæituðu þá bandamenn, hver
í sínu lagi, eftir lánum hjá Ame-
ríkumönnum en fengu daufa á-
heyrn. Þó fengu þeir á þennan
hátt talsverð lán — allir nema
Bretar — en þau róyndust ekki
nærri uóg. Eítir ítrekaðar lán-
beiðnir svöruðu Ameríkumenn því,
aí þeir skyldu lána bandamönn-
um eftir því sem þörf krefði, ef
Bretar vildu ganga í ábyrgð fyrir
því, að lánin yrðu endurgr. Yarð
það þá úr, að Bretar tóku lánin
framvegis og lánuðu svo aftur
bandamönnum sínum; fengu
Frakkar og ítalir bróðurpartinn.
Þessi ensku lán í Ameríku urðu
að lokum 856 milj. sterlingspund,
ef miðað er við gamalt gengis-
hlutfall sterlings og dollara. Þar
við bættust svo áfallnir vextir,
sem voru um 100 milj. pund.
En með gengishlutfalli því, sem
nú er á milli sterlings og dollara
nemur , skúldin rúmlega einuni
nr.iljard sterlingspunda. Og þessa
upphæð eiga Bretar að greiða
á næstu 60 árum. Vextirnir eru
3% næstu tíu árin en eftir það'
3þh%. i fyrra var á þingi Ame-
ríkumanna gerð ályktun um skuld
þessa, og Bretum þar gert að
greiða skuldina á 25 árum og
gjalda í vexti. Bretar hafa
því fengið stórum betri borgun-
arskilmáia en þar var áætlað.
Nú er að lit-a a afstöðu Breta
gagnvart skuldunautum sínum.
Frakkar skulda þeim 600 miljón
sterlingspund og ítalir 500 milj.
sterlingspund. Þetta verða samtals
i 100 niilj. sterlingspund cða 100
niil.i. meira en Brelar , sladda
Ameríknmönnum. Auk þess eign
Bretar smærri upphæðir hjá
Öðrum bandamönnum sínum, þar
á meðal hjá Rússum. En um
þessar skuldir hafa engir samn-
ingar farið fram og tæplega fyr-
irsjáanlegt að þær verði greiddar
í bráð. Hvað stærstu skuldina,
frönsku skuldina snertir, munu
Bretar yfirleitt ekki búast við
að hún verði greidd fyr en Þjóð-
verjar hafa greitt Frökkum svo
um munar af skaðabótunum.
Bretar hafa boðið Frökkum eftir-
gjöf á þessari skuld ef þeir vilji
gefa Þjóðverjum eftir skaðabóta-
greiðslur að sama skapi, en því
hefir verið sint. Enskir skatt-
greiðendur, sem yfirleitt hafa orð-
ið hart úti á síðustu árum og
mögla sáran, hafa fylst úlfúð í
garð Frakka vegna skulda þess-
ara, og það er þessi úlfúð sem
vaxið hefir svo mjög við inn-
rás Frakka í Ruhr-dalnum. Bret-
ar hugsa nefnilega sem svo:
(„Meðan Frakkar sitja í Ruhr-
daluum greiða Þjóðverjar ekki
uieitt, svo að innrásin verður áreið-
■anlega til að seinka skaðabóta-
greiðslunum. Og ef til vill verður
hún til þess, að Þjóðverjar geta
aldrei borgað neitt. En ef Þjóð-
verjar ekki borga, þá borga Frakk
ar ekki heldur. Frakkar nota
kröfur sínar til að reyna að draga
Rínarlöndin undan Þjóðverjum,
þeir eiga ekkert á hættu hvort
sem það tekst eða ekki tekst. En
Bretar bíða hallann.“
Bretar eru þó yfirleitt glaðir
yfir því, að gert hefir verið út
um skuldirnar í Ameríku. Þeir
óttuðust sem sje, að þær mundu
verða til þess að veikja vinátt-
una milli enskumælandi þjóðanna
vestan Atlantshafs og austan. —•
Samningur’nn um skuldirnar þyk-
'r hafi eytt þeim áhyggjum, og
að vináttan milli Bxæta og Ame-
ríkumanna muni verða styrkari
cn nokkurn tíma áður. Og það
telja Bretar nauðsynjamál, ekki
’síst þegar vinskapurinn við
Frakka er farinn út um þúfur.
-------o------
Vörn Frakka.
Poincaré hefir orðið.
Ýmsir vilja halda því fram,
að tilgangur Frakka með inn-
rásinni í Ruhr sje ekki fyrst og
fremst sá, að „tryggja sjer veð
f.yrir skaðabótunum“ heldur vaki
það fyrir þein, að ná á sitt
vald Rínarlöndunum og annað-
hvort innlima þau í Frakkland
eða koma því fram, að stofnað
verði lýðveldi við Rín, sem að
sjálfsögðu mundi verða undir á-
hrifum Frakka. Franska stjórnin
mótmælir þessum getgátum ein-
dregið; að hennar sögn hefir inn-
rásin aðejns verið gerð til þess,
að sýna Þjóðverjum, að þeir
kæmu sjer ekki hjá skaðabóta-
greiðslunum með undandrætti og
fyrirslætti, heldur vildu Frakkar
reyna hvort ekki yrði betra um
þýskar efndir, ef það sæist að
alvara væri bak við. Fara hjer
á eftir ummæli Poincaré forsæt-
isráðherra um þetta, í viðtali við
ameríska blaðamenn:
Ekkert er fráleitara en að full-
yrða, að Frakkar ætli sjer að
halda vitrstri bakka Rínar um
aldur og jp.fi. Bandamannaher-
irnir liaí'a brúarsporðana viö Rín á
valdi sínu, sem tryggingu fyrir upp-
fyllingu friðarsamninganna og
franskt og belgiskt herlið hefir
tekið Ruhrjhjeraðið, sem frekari
tryggingu fyrir því, að Þjóðverjar
starrdi í skilum með það, sem
þeir eiga að láta af hendi við
bandamenn í vörum. Þegar Þjóð-
verjar sýrra, að þeir vilja halda
samningana og byrja að borga,
verður franska og' belgiska her-
liðið kallað heim frá Ruhr, og
fimtán árum eftir að ákvæðum
friðarsamninganna hefir verið
fullnægt, verður Iiðið kvatt burt
af vinstri bakka Rínar. En svo
að ekki sje um neitt um að
ast skal það tekið fram, að Frakk-
ar fara ekki eitt fet burt fet1
burt úi’ Ruhr-hjeraðinu þó þe’r
fái einhver óákveðin loforð I
þýsku stjóminni. Þjóðverjar verða
að sýna einlægan vilja og við-
ltitni á að borga skaðabæturnar.
Eftir ófr'ðinn 1870 fór prúss-
neska herliðið ekki úr Frakklandi
fyr en síðasti eentíminn af hern-
aðarskaðabótunum var greiddur.
En nú brjóta Þjóðverjar önnur
ákvæði friðarsamninganna, eftir
að hafa neitað fyr'r fult og alt
að greiða frekari skaðabætur. —
Framkoma Þjóðverja sýnir, að
heföi þeim verið gefinn tveggja
ára gjaldfrestur, hefði það ekki
haft aðra þýðingu en að fresta
í tvö ár því sem nú hefir verið
gert, og að Þjóðverjar hefðu ekki
sagt það fyr en 1925, að þeir
ætluðu sjer ekki að rækja samn-
ingsbundnar skuldbindingar sín-
ar. Við höfum stungið á kýlinu
nú, í stað þess að fresta því í
tvö ár.
Frökkum er það ljóst, að or-
usta sú, sem nú er hafin í þeim
tilgangi að láta menn virða Ver-
sailles-samningana, getur orðið
langvinn, og að svo getur farið,
að franskt herlið verði að vera
í Ruhr árum saman. —
Poincaré hafði hinsvegar lagt
áherslu á, að Frakkar væru ávalt
reiðubúnir til að semja v ð Þjóð-
verja um skaðabótamálið, og
mundu taka til yfirvegunar sjer-
hverja skynsamlega tillögu, . sin
fram kæmi. En þau orð hans, að
setuliö bandamanna fyrir vestan
Rín eigi að veröa þar þangað til
15 ár eru liðin frá uppfyllingu
friðarskilmálanna, hafa vakið
mikla athygii. Því í friðarsamn-
ingunum er svo ákveðið um her
þennan, að hann eigi að vera við
Rín, þangað til 15 áru eru liðin
frá því, að friðarsamningarnir
gengu í gildi. En það gerðu þeir,
þegar þjóðir þær er Versailles-
samningarnir vörðuðu höfðu skifst
á lögfestum eintökuin áf sáttmál-
anum, en það var 10 janúar
1920. Þykir þetta benda á, að
Frökkum sje ekki um, að sleppa
tingarhaldi á Rínar-löndunum í
bráð. —
——— o----------
Flotamálaráðherra Ameríku-
manna í stjórn Wilsons, -loseph
Daniels, hefir fyrir nokkru ritað
eftirtektarverða grein í „Ghicago
Tribune“ um áhrif Washingtoii-
réðstefnunnar á takmörkun víg-
búnaðai' á sjó, sem svo mikið var
gert úr og talið mesta afrek fnnd-
arins. Er hann ærið napuryrtur:
— Heiminum verður brátt ljóst,
að afvopnunarráðstefnan hefir
ekki haft neina raunverulega þýð-
ingu, cn er ekkert. aimað en upp
hrópunarmerki.
í nokkra mánuði hefir Harding
forseti átt „leynilegar“ samninga-
tilraunir við stórveldin, um að
takmarka smíði nýrra herskipa,
en á árinu 1923 eiga skattgre’ð-
endur Bandaríkjanna að borga
325 miljónir dollara til endurnýj-
unar og viðhalds flotans. Til sömu
útgjalda var árið 1913, undir
stjórn Wilsons, varið 141 miljón.
Og svo dirfast menn að guma af
afrekum afvopnunarráðstefnunn-
ar!
E:gi virðist það heldur benda í
spa rnaðaráttina, að flotainálastjórn
in leggur til, að smíðuð sjeu 16
10.000 smálesta herskip, fyrir 10
miljónir dollara hvert — eða ný
160 milj. dollara útgjöld á flota-
málareikningnum.
Ennfremur er lagt tii að smíða
kafbáta fyrir 12 miljónir dollara,
o^’ sjeu þeir þannig gerðir, að þeir
gcti lagt tundurdufl; flotamála-
fræðingarnir heimta enn fremur
22 miljónir dollara fyrir nýjar
sæflugvjelar, átta miljönir fyt'ir
fallbyssubáta og loks 19 miljónir
dojlara til að smíða fyrir ný loft-
skip.
Þegar litið er á málið frá
þessu sjónarsviði eru afrek Was-
hington fundarins þessi: Það er
áætlað að verja 331 miljón doll-
ara til nýsmíða handa flotanum
á næstu árum. En hinsvegar nem-
ur sparnaður sá er flýtur af gérð-
um afvopnunarráðstefnunnar 128
milj dollurum.
Stórveldin liafa ennþá leyfi til
að smíða herskip, minni en 10,-1
000 smálestir að stærð, og' inn- ,
an þessara takmarka er ný byrj-
að nýtt vígbúnaðarhlaup
þe'rra. —
Japan rausnaðist við að
að ónýta tvö gönml og
herskip en smíðar í staðinn 8
herskip smærri eu 10.000 sniál.
Stóra-Bretland hlýðir einnig fyr-
irinælum Washington-fundarins út
í æsar, en smíðar jafnframt fjölda
af hraðskreiðum smáskipum und-
ir stærðartakmarkinu og býr þau
sterkari fallbyssum en áður. —
------—o--------
Fylgið.
Það er stundum erfitt að fást
við það, sem Alþýðublaðið segir.
Fjarstæðurnar, sem það flytur, eru
svo gífurlegar, heimska þess svo
hatramleg og' blekkingarnar svo
flæktar liver í aðra, að sannkall-
aða djörfung þarf til þess að tak-
ast á liendur að mótmæla snepl-
inum.
Eina slíka grein, þar sem alt
þetta er saman komið í, flytur
það 22. þ. m., og nefnir hana
„Einokun“. 1 upphafi greinarinn-
ar er sagt, að blöð auðvaldsins
íslenska ..... hafi stagast áein-
okun, þegar þau liafi minst á
einkasölur ríkisins ..... í von
um, að alþýðan væri svo hugs-
unarlaus og fávís, að hún ljeti
hi'æðast til fjaudskapar við eigin
lie'll ....“ Og enn segir svo
í greininni: „En alþýðan liefir
brugðist vonuhi þeirra, sem betur
fer. Hún hefir sjeð í gegnum
blekkingavefinn og veit nú af
livaða toga hann var spunninn
( (
Eftir þessum ummælum blaðs-
verður að líta svo á, að al-
á landi hafi einhuga
f.vlgt þeirri stefnu, sem
Alþýðublaðið og þeir, sem að því
standa, liafa borið fram, og að liún
hafi algerlega hafnað því, sem
andstöðublöð Alþ.bl. hafa brýnt
fyrir henni, því á annan hátt gat
Uerslun til sölu.
Af sjerstökum ástæðum er til sölu versl-
un hjer i miðbænum, ásamt vörubirgdum og
leigurjettindum.
Til mála gæti komið um kaup á nokkrum
hluta verslunarinnar.
Allar frekari upplýsingar gefur
Buömundur Ölajssnn, h.r.m.
Sími 202.
milli þýðan hjer
I
og óskift
lofa
úrelt