Morgunblaðið - 01.03.1923, Blaðsíða 4
MUKiiUNBLAÐIÐ
Þingtíðindi. Frh. frá 1. síðu.
stuttar og veigalitlar, enda ura
sraámál, eins og hann sagði sjálf-
ui. Og yfirleitt hefir lítið kveð-
ið að honum í þinginu ennþá að
minsta kosti og lítið farið fyrir
áhrifum hans. Yar það þó altalað
í þingbyrjun, að hann hefði haft
ríkan hug á því, að reyna að
verða forseti, en sagt að fylgið,
jafnvel innan Framsóknarflokks-
ins hafi reynst svo rýrt, að ekki
hafi frekara til þess komið.
Hinn nýkjörni þingmaðurinn I.
H. B., sem ekki hefir setið á
þingi áður, hefir ekki t.alað enn
i deildinni, en að eíns starfað í
nefndum og yfirleitt eru fundir
3.d. miklu styttri og málskrafs-
minni en í n.d.
í neðrí deild var í gœr ein-
göngu rætt um gengismálið, en
þar sem umr. er ekki lokið,
verður ekki sagt frá þeim fyr
en öllum í einni heild.
-----—o---------
BiMiÉin á MMngi.
Því hefir mörgum sinnum verið
haldið fram hjer í blaðinu, að
Jónas alþingismaður Jónsson frá
Hriffu, sem við siðasta lands-
kjör var studdur og framboðinn
af miðstjórn bændaflokksins á
Alþingi og kosinn á þing af
bændum, tilheyrði í eðli sínu
öðru sauðahúsi, „sosialistum'! eða
„kommunistum“ .Þessari fullyrðing
blaðsins var ekki kastað fram
út í bláinn, því öll framkoma
Jónasar, bæði í „Tímanum" og
þar utan, benti ótvírætt í þessa
átt, enda öllum ljóst hans nána
samband við foringja „kommun-
ista“ hjer í bænum.
Mjer kom þessvegna ekki á ó-
vart fyrirspurn sú til stjómar-
innar, sem alþingismaðurinn hefir
nú komið fram með á Alþingi,
um hverjir alþingismenn og dóm-
arar eigi hlut í íslandsbanka og
hvað mikla.
Alþingismaðurinn getur hjer
naumast hafa haft eingöngu fyrir
augum hagsmuni bankans og
þjóðarinnar, því þá hefði verið
heppilegra að hafa fyrirspurnina
nokkuð viðtækari, og spyrja einn-
ig um hverjir alþingismenn og
dómarar skulduðu* bankanum, og
þá hve mikið.
Þessi vingjarnlega fyrirspurn
virðist miða að því, að alþing-
ismennirnir hafi ekki gætt skyldu
sinnar sem fulltrúar þjóðarinnar
á Alþingi, heldur hafi þeir af
eigin hagsmuna hvötum látið hag
hluthafa bankans sitja í fyrir
rúmi fyrir hag þjóðarinnar. Fyr-
irspurnin er að vísu loðin, eins
og fleira úr þeirri átt, en annað
virðist ekki vera hægt að fá úr
henni.En beri þingmaðurinn svona
snikla umhyggju fyrir hag þjóð-
arinnar í þessu máli, hví í ósköp-
nnum spyr hann ekki a sama
máta um, hverjir alþingismenn
skuldi bankanum? Enginn er u eir
háður öðrum, en sá sem á óapp
íyltar skyldnr að inna gagnvart
honum, hvort Leldur það er ein-
staklingur eða stofnun.
Öllum mun það Ijóst, hvaðan
sá liður fyrirspumarinnar, sem
miðast að dómuruuum, er runninn.
Það er áframhald þeirrar heiðar-
legu árásar á Hæstarjett sem
Alþýðublaðið og vinur alþingis-
mannsins þar hafði háð. En sú
Nvkomið:
„Therma“ rafmagnssuðuvjelar og ofnar af
ýmsum siærðum og gerðum. Verdíd er
lækkað.
Kaupið ávalt „Therma11!
Fæst einungis hjá unöiirituðum.
Hailðór Guðmunðsson & Co.
Bankastræti 7. Sími 815-
Tilkynning.
Hjermeð tilkynnist, að jeg undirritaður, hefi selt, hr. Eyvindi
Eyvindssyni og hr. Axel Skúlasyni klæðskerum, klæðskeraversl-
un mína á Laugaveg 21. —
Halldór Hallgrfmsson,
klæðskeri.
Samkvæmt ofanrituðn höfum við undirritaðir, keypt klæð-
skeraverslim hr. Halldórs Hallgrímssonar, og rekum við versl-
unina framvegis á sama stað, Laugaveg 21,
V irðingarfyllst,
Eyvindur Eyvindsson, Axel Skúlason,
klæðskerar.
Húsgögn til sölu.
Dagstofu húsgögn (mahogni póleruð og innlagt), 1 sófi, 4
stólar og tveir hægindastólar og borð, bókaskápar, 2 leður stól-
ar, strástólar og borð. Einn peningaskápur (Milners), eitt skrif-
borð og smærri borð af ýmsum stærðum. Forstofufatahengi, —
Beykhorð (Oriant.), spegill, bókahillur og margt fleira. Eitt átt-
kantað stofnborð.
Húsgögnin eru til sýnis kl. 1--3, í Lækjargötu 6 a. 1., 2. og
3. mars.
árás hefir fyrir löngu að makleg-
leikum fengið fycjrlitnmgu h„á
alþjóð. En ekki öfunda jeg for-
ingja bænda af að taka mi við
starfinu af. vini sínum frá Al-
þýðublaðinu. En verði honum að
góðu. Og til lukku með foringj-
ann, Framsóknarflokksmenn og
bændur. — Kári.
Aths. Morgunblaðið lítur á fyr-
irspurnina, sem hjer er nm að
ræða, eins og hverja aðra vit-
leysu, sem varla geti komið til
mála, að tekin verði til meðferðar
í þinginu, nema þá að það yrði
gert til þess, að hirta fyrirspyrj-
andann þar að makleikum fyrir
flónskuna', Stjórnin getur ekki
haft neina skyldu til þess, að
fara að rannsaka fjárhag þing-
manna, og flestir vita það, að
hmtabrjef Islandsbanka hljóða á
handhafa, en ekki nöfn, svo að
af þeirri ástæðu er óhugsandi,
að stjórnin eða nokkur maður
gæti gefið fullnægjandi svar við
fyrirspuminni. — í ,Tímanum‘
eru gáfnaglefsur áf þessu tagi
á rjettum stað, en eiga síður
heima á Alþingi.
*
--------o-------
Dagbók.
Kórfjelag Páls ísólfssonar. Sam-
æfing í kvöld kl. 8(41). stundvíslega.
Sigurður Sigurðsson, forseti Bún-
aðarfjelags Islands kom hingað í
fyrradag með Sirius úr ferðalagi
um Norðurland.
Verslunarmannafjelag Reykjavíkur
heldur fund í kvöld kl. 8y2 á Hótel
Skjaldbreið. Mörg fjelagsmál á dag-
skrá. Mætið stundvíslega,
Trúlofun &Jína hafa opinherað ung-
frú Jónína Steinsdóttir í Hafnar-
firði og pórður Eiríksson sjómaður
á Grettisgötu 57.
Brunaliðið var gabbað í gær. Hafði
verið brotinn brunaboði inn við Kaupf
ang. Að þessú sinni er það óviti,
sem orðið hefir til þess, að kalla
brunaliðið.
Sigurjón Pjetursson kom heim úr
utanför í fyrradag með togaranum
Walpole.
Bókasafn. Fjelögin Germania, Ang-
lia og Iðnfræðafjelag Islandis hafa
í 'sameiningu leigt sjer lestrarsal í
Lækjargötu 4, Jg geta fjelagar notað
hann framvegis.Eru þar saman komn-
ar þýskar, enskar og iðnfræðilegar
bókmentir. Bókasafn Germaniu er
fjölskrúðugast, en hin fjelögin munu
einnig leggja kapp á, að auka söfn
sín eftir megni, svo að fjetagar
þeirra þurfi ekki að ganga í geit-
arhúis á lestrarstofuna. Guðmundur
Gamalíelsson bófcsali er umsjónar-
maður lestrarstofunnar og ber mönn-
nm að súna sjer til hans lestrar-
stofunni viðvíkjandi.
Próf. Svinbjöm Sveinbjörnsson
ætlar að halda hljómleika í Nýja
Bíó á laugardagskvöldið kemur, og
aðstoða hann pórarinn Guðmunlsson
fiðluleikari og söngfjelag íslenskra
háskólastúldenta. Á hljómleikum þess-
um verða öll viðfangsefni eftir próf.
Sveinbjörn sjálfan. Og fjölbreytni
viðfangsefnanna er meiri en flestum
dettur í hug, því fæstir þekkja fræg-
asta mann þjóðarinnar á sviði tón-
listarinnar at' öðru en sönglögum
hans, þó skömm sje frá að segja.
; Söngflokkurinn syngur sex af lögum
muniQ
efiir útsölunni á Alafoss-
dúkunum,
Þar fáat beatu
dyratjaldadúkar,
púðaefni,
divanteppi og
bordteppi
o m. fl til heimilisprýði.
Komið frekar i dag en
á morgun.
Álafoss- útsalan
Nýhöfn.
fyrirliggjandi hjá
tónskáldsins, pórarinn Guðmundsson
leikur á fiðlu tvö „moments musi-
eaux“, en höfundurinn lei’kur sjálf-
ur undir á pianó og að lokum leik-
ur ' próf. Sveinbjörn vikivaka og ísl.
rapshodi nr. 2. Af þessu má sjá, að
hjer er á boðstólum fjölskrúðugt
sýnishorn af verkum okkar ágætasta
tónskálds, og nú er heim kominn
hingað til okkar aftur í elli sinni,
en þó siungur í starfi því, sem hann
hefir orðið þjóð sinni til ógleyman-
legs sóma fyrir meðal stórþjóðar.
par sem hann kemur fram með list
sína mega íslendingar ekki láta eitt
sæti autt. Og þeir gera það ekki,
þó ckki sje af öðru en því, að þeir
þekkja þjóðsönginn sinn, og eiga því
sjaldgæfa láni að fagna, að eiga
Mifund hatis enn við lýði.
Víkingarair á Hálogalandi. Leik-
fjelag Reykjavíkur hefir ráðist í að
sýna á næstunni leik Ibsen „Yíking-
amir á Hálogalandi". Hafa þeir
verið sýndir hjer áður, en svo langt
ei liðið síðan, að f'lestum mun liðið
ú- minni. Leikurinn er samt mörg-
um knnnnr bæði vegna höfundarins
og eins vegna hins, að efni hans
er Islendingum nákomið, enda hefir
hann verið gefinn út á íslensk í þýð-
ingu eftir Indriða Einarsson og Egg-
ert 0. Briem. Aðalhlutverkin leika
frú Guðrún Indriðadóttir, frú Ste-
fanía Guðmimdsdóttir, Helgi Hetga-
son, Óskar Borg og Ágúst Kvarán.
Ný leiktjöld frá Carl Lund hafa ver-
ið fengin hingað og mun útbúnaður-
inn á sviðinu taka fram því, sem
sjest hefir hjer áður. Má ganga að
því vísu, að sú verði raun á, a'ð
bæjarbúar kunni gott að þiggja og
fjölmenni á þessa leiksýningu.
Man sá það, er muna ber,
sem man, að aaglýsingin er
áhrifamest og allra hag
eflir og bætir sjerhvern dag,
ef birt er hún í blaðinu hjer.
Bara reynið — þá sannið þjer.
Háskólinn. Dr. Kortsen heldur
almennings fyrirlestur um Sören
Kirkegaard í dag.
Flugl. dagbók
Hús til sölu á ágætum stað í
bænum, fyrir rúmlega hálfvirði ef
samið er þegar í stað og útborgað
kr. 4—5000,00. A’. v. á.
Til sölu Buffe, 6 stólar, borð, 2
manna rúm, náttborð, stóll, servantur,
barnarúm á Óðinsgötu 21 (uppi).
Drengur 14r—16 ára óskast til snún-
inga. Húsgagnaverl. ReykjaVÍkur
Laugaveg 3.
Divanar, allar gerðir, bestir og ó-
dýrastii|í, Húsgagnaverslun |Reykja-
vikur, Laugaveg 3.
ísl smjör, ágætt en þó ódýrt. —
Vreslun Gunnars Gunnarssonar, sími
númer 434. — ‘
Stúlka getur gengið leigt herbergi
með annari. pórsgötu 21, uppi.
Privathanken
í Kaupmannahöfn birti ársreikning
sinn fyrir 1922 í lok janúar. Tekju-
afgangur bankans hefir orðið 14.3
miljón krónur, en var 1921 11.2 milj.
Af ágóðanum ganga 7.2 miljónir til
afskrifta á tapi, sem bankinn hefir
orðið fyrir eða býst við, en hluthöf-
um verður greiddur 8 °Jc ársarður.
Halfdan Christensen
fcrstjóri norska þjóðleikhússins í
jvristjaníu hefir nýlega fengið lausn
frá embætti. Ástæðan til þess að
hann hefir beiðst .ausnar er talin
sú, að flest blöðin hafi undanfarið
farið mjög hörðum orðum um stjórn
hans á leikhúsinu og talið hana vita-
verða. Christensen kom að þjóðleik-
húsinn sem leikari árið 1899 og varð
forstjóri þess árið 1911. Er hann
leikart með afbrigðum og gegnir leik-
jtörfum við þjóðleikhúsið.
Foi* Sildesaisonen 1923
slutter vi nu contracter paa le-
vering av hele og halve tönder,
Knn omhyggel'eg forarbeidet em-
balage leveres! Landets störste
prodnetion. Skulde De ikke kjende
mærket J. Ö. saa spörg herr. O.
Thyiies, Siglefjord.
Johannes Östensjö & Co., A. S.
Haugesund, Norge.
H. A. B. 384. Telegramadr. Sjöco„
TilkynnSng
um vöruverö nú:
Dömutöskur úr skinni, fleiri teg.
frá kr. 14.50, do. úr sjerlega góðu
lakki með skinnfóðri, kr. 33.00.
Leikhústöskur mjög þægilegar kr.
12.50. Dömuveski í miklu úrvali
frá kr. 7.00.Dömubuddur, fl. teg.
úr góðu skinni frá kr. 1,25. —•
VISITKORTAVESKI úr
skinni frá kr. 2.00. Dömuseðla-
veski frá kr. 3.50. Herraveski úr
góðu skinni, feikna úrval, frá kr.
3.50. Peningabuddnr fyrir herra
frá kr. 2.50. Barnatöskur, margar
teg. frá kr. 1.00. Nótnamöppur úr
lcðri, frá kr. 16.00. Skjalamöppur
frá kr. 16.00. Saumakörfur með
loki, frá kr. 12.50. Toiletgarniture
frá kr. 11.50. Manicure frá kr. 7.50
o. fl. o. fl.
Bakpokai*
vatnsheldir, hentugir fyrir skóla-
hörn og ferðamenn, í geysistóru
úrvali. Einnig ferðakoffort.