Morgunblaðið - 20.03.1923, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
fiuErs uegna
ei „Smára* ‘ -smjörlíkið betra en
alt annað smjörlíki til viSbits og
bökunar?
Aí því að það er gert úrfjrrsta
flokks jurtafeiti. — Húsfreyjur,
dæmið sjálfar um gæðin.
Hugl. dagbuk
Hreinar ljereftstuskur kaupir ísa-
foldarprentsmiðja bæsta verði.
Divanar, allar gerðir, bestir og ó-
dýrastin, rEúsgagn averslun Beykja-
víkur, Laugaveg 3.
Postulínsbollar 55 aura, Vatnsglös
30 aura, Tauvindur, Taurullur, Mjólk-
urkönnur, Færslubrúsar, Hitaflöskur.
Ódýrt. — Hannes Jónsson, Laugav. 28
14 ára drengur getur fengiö atvinnu
utan-bæjar frá 1. maí til september-
loka. Upppl. í pingholtsstræti 11,
(norSurdyr), kl. 1—2.
Grammófónplötur fyrirliggjandi: —
Söngvarar: Caruso, Titta, Ruffo, Her-
old, Cornelius, Schjaljapin, Dargoni,
Forsell, Ralf & Borgström („Glunt-
hrne“), Geraldine Farrar, Karin Od-
erwald-Lander,, Eggert Stefánsson,
Pjetur Jónsson o. m. f). Fiðlusólóist-
ar: Jaseha Heifetz, M. Michai'loff,
Kubelik, Marjorie Haywood o. fl. —
Pianosóló: Paderewski o. fl. Harmon-
íkusóló: Pietro Deiro, GTÍgorij Matu-
sewitsch o. fl. Balalajka-, Komet-,
flygel'horn-, okkarina-, Hawaiian-guit-
ar-plötur. Orkester, kór, kvartett, dú-
ett. Nú eru síðustu forvöð að kaupa
Caruso-plötur. Hljóðfærahúsið.
Nikkelering á a!ls konar reiðhjóla-
og mótorhjóla-hlutum, er ódýrast í
FÁLKANUM.
Hjólhestar eru teknir til víðgerðar
í Fálkanum.
Kjallarapláss til leigu í húsi í mið-
bænum. Hentugt fyrir vörugeymslu,
verkstæði eða iþess háttar. Upplýsing-
ar i síma 444.
Eftir Halldór frá Laxnesi.
(Bögesö, apr. 1920. Til frk. Oh.)
1- Svo lítill er bærinn, að jafn-
vel hvert barnið meðal íbúa hans
þekkir Seif, hund skáldsins. Þeir
komu báðir frá útlöndum fyrir
einu ári og skáldið hefir getið sjer
frægð fyrir skáldspeki sína, en
Seifur aflað sjer vinsælda vegna
herra síns.
Híbýli þeirra eru í fyrstu hæð
húss nokkurs í Aðalstræti. Skáldið
situr þar oft og þungur 4 svip,
því mörg er raunin í hugheimum.
En á gæruskimii frammi við dyrn-
ar sefur hundur hans, öruggur í
trygð sinni.
Stundum ganga þeir um á
strætum úti; ménn lyfta hattinum
fj'rir skáldinu. En konur og böm
gæla hundinum og hann diliar
rófunni og brosir svo innilega sem
hundar einir geta brosað.
Seifur er skotskur að kyni:
feldurinn síðhárr og stríkend loðn
an, Og svipurinn fullur af vin-
áttu svo alla langar til að strjúka
honum um langa trýnið. Þrifinn
er Seifur, kurteis og inndæll eins
og góður Breti og ber á sjer að-
alsmerki í hundahópi.
Þegar skáldið er boðið til gilda,
hefir hann Seif jafnan í fylgd með
sjer, hvort það er gagnstætt
mannasiðum eða ekki. Því allir
taka vel við Seifi. Hann tyllir
sjer niður og heilsar með hægri
löppinni og með hægri löppinni
þakkar hann allan beina; glappa-
skot verða honum aldrei á. Að
skilnaði kveður hann með hægri
löppinni. Að þetta sje gert í
kurteisisskyni eða þakklætis, kem-
ur Seifi ekki við, en hitt veit
hann, að það var vilji herra hans.
En í' því er gleði Seifs fólgin,
að gera vilja herra síns.
Sjest hefir Seifur undir borðum
með fógetanum og hjeraðslækn-
inum og ýmsu heldra fólki bæj-
arins. Hann var alvarlegur og
kurteis, gjálfraði ekki nje kjams-
aði, en tók þakklátur við bita og
bita frá gestunum og át græðgis-
laust. Á stundum gaut hann aug-
unum til herra síns eins og til að
spyrja, hvort hann hefði nokkuð
út á hann að setja. Að loknum
málsverði gekk hann fyrir hús-
ráðendur og þakkaði fyrir sig
raeð hægri löppinni. — Fátt tek-
ur fram góðum hundi, segja ýms-
ir, án þess þó að hugleiða, hve
satt þeir mæli.
Trauðla fellur meiri hamingja
í hlutskifti hunds en sú, sem Seif-
ur á við að búa: Hann er herra
sínum huggun í ámanum, börn
gæla honum, kvenfólk hefir mæt-
ur á honum, jafnvel dóttir bæj-
arfógetans hefir strokið Seifi. —
Og þó er engin ungra kvenna svo
stolt sem hún; það kvað vera
satt, að hún þoli ekki karlmann
í minna en þriggja álna fjarlægð.
Lækniábörnin hafa faðmað Seif
og kyst, þó þau ekki megi leika
sjer með nágrannabörnunum. En
nágrannabörnin eiga eyrarkarl að
föður og þar að auki eru þau látin
veltast í svaðinu með botnlausa
stígvjelagarma á fótunum og nef-
in ýmist rauð eða blá af eilífum
kulda og óhirðu og vesaldómi.
2. Einu sinni vissu menn til, að
Seifi hefði fatast kurteisin. Það
var í óhemju ríkmannlegu veitsl-
unni stóra heildsalans, þar sem
hvert glas var mölvað að síðustu
skálinni tæmdri. Þegar glasa-
bramlið stóð sem hæst tók hann
að gelta og æða eins og villidýr
i skógi eða eins og hann hjeldi að
ihjer væru allir af göflum gengn-
ir, og sjer væri því leyfilegt að
henda dálítið skop að þeim öllum
saman.
En einmitt í þessari veitslu varð
Seifur vitni þess, að herra hans,
ör af hinum þekku vínum, kysti
dóttur heildsalans á hvíta hönd-
ina.
Þetta skeði á þann veg, að þau
mærin og skáldið sátu bak við
pálmana og töluðust við meðan
hljóðfærin voru slegin. En Seifur
lá á gólfinu við fætur herra síns
og hvíldi trýnið á útrjettum fram
löppunum. Tveir mjúkir fingur
struku um hnakka hans, og þeg-
ar hann leit upp, mætti honum
vingjamlegt augnaráð, það var
meyjarinnar. Seifur dillaði róf-
unni og brost.i, ,en mærin sagði við
skáldið-: Fallegur er hundurinn
yðar, Arinbjörn, tígulegt dýr, jeg
get næstum borið virðingu fyrir
honum. Fje er jafnan fóstra líkt,
— jeg held að hann hafj lært sitt-
hvað af yður.
— Seifur er besti vinur minn.
Og þótt við ekki tölum sama mál-
ið, þá skiljum við hvor annan
eins og 'daufdumbir tvíburar. Jeg
gæti sagt yður margt af okkur
Seifi. — En fólki leiðast altaf
sögur af hundum.
— Nei, þvert á móti: jeg hefi
einmitt svo dæmalaust gaman af
hundum, já, jeg blátt áfram elska
hnnda, einkanlega rottuhunda. Jú,
þjer ættuð að segja mjer ein-
hverja sögu af hundinum yðar.
— Ja, hverja ætti jeg að tína
til! Hundurinn sá arna er helm-
ingurinn af sjálfum mjer!
Framh.
-------Q-----
Leikhúsið.
Víkingarnir á Hálogalandi
Leikfjelagið hefir nú tekið sjer
fyrir hendur að sýna merkilegan
leik, þar sem eru Víkingarnir á
Hálogalandi eftir Hinrik Ibsen.
Þeir voru fyrst sýndir hjer fyrir
rúmum 30 árum, nálægt 1890, en
þar næst, að sögn, fyrir eitthvað
20 árum, skömmu eftir aldamót-
in. Fæstir hjer hafa því sjeð leik-
inn áður. Hann er frá yngri ár-
um Ibsens og er saminn upp úr
íslenskum fornsögum. Viðburðir
eru teknir þar úr Eddukvæðunum,
Egils sögu, Laxdælu o. s. frv. og
tvinnaðir saman í nýja heild, af
líst og með skáldkyngi, svo sem
vænta má af höfundinum.
Leigfjelagið hefir vandað til
sýningarinnar, fengið ný og falleg
leiktjöld og búninga, sem eiga að
nálgast sem mest þann klæða-
burð, sem tíðkaðist á víkindaöld-
inni. Meðferð leikenda á efninu
er öll sæmileg, og sum hlutverkin
eru vel leikin, svo sem Ornólfur
bóndi, Dagný og einnig Hjördís
að mörgu leyti o. fl.
Leikur þessi ætti að verða vel
sóttur. Hann er viðburðaríkur og
stórfengilegur. Og þótt hann fari
fram í Noregi, á hann við forn-
öld íslands engu síður en fornöld
Noregs.
------o-----
Dagbók;
□ Edda 59233207—1 A C.
Pöstuguðsþjónusta í fríkirkjunni í
Hafnarfirði ó morgun kl. 7% síðd.;
sjera Ólafur Ólafsson.
Gullfoss fór hjeðan í gær síðdegis
suður um land til Austfjarða, áleiðis
til Noregs og Danmerkur. Farþegar
voru til Khafnar: E. Nielsen fram-
kvæmdarstj. og frú hans og barn,
Goos stórkaupm., Oddur Rafnar og
Guðm. Vilhjálmsson framkvæmdar-
stjórar, Guðm. Jensson, B. H. Bjarna-
son kaupm., Ó. G. Eyjólfsson fyrv.
kaupm., fröken Hansen, Páll Stein-
grímsson rithöf., frú Kristjana Gunn-
arsson, ungfrú Laufey Gunnarsson,
Gífli Jónsson. Til Bergen fóru: Thor
Jensen stórkaupm. og dóttir hans,
Eristín, Jónatan porsteinsson kaupm.,
Stefán Thorarensen og frú hans, ung-
frú Elín Hafstein, Möller verkfræðing
vr, Halldór Hallgrímsson klæðskeri,
Haraldur Jónsson, Joel Lundberg og
skipshöfnin af „Ynnur“, sem strand-
aði í Vestmannaeyjum. Til Austfj.:
Guðm. Loftsson útibússtjóri og frú
huns, Friðgeir Hallgrímsson kaupm.,
Einar Metúsalemsson kaupm., Guð-
mundur og Davíð Jóhannessynir kaup
menn, Marteinn porsteinsson kaupm.,
Merk/ö "EJdabuska
(Kokkepig'e)
oö p<3ö ep óaýpasta
oó hreJnasta feJt/
fdýrtfðinni.
IHir kauifjElags iniA
verður haldinu í kvikmyndahúainu hjer í bænum föatudaginn 23
þ. m. og hefst kl. 7 síðdegis.
Dagskrá samkvæmt fjelagslögunum.
Hafnarflrði, 13. mars 1923.
St j ó r n i n.
P. QJ. Qacobsen B Sön
Timburverslna. Stefnað 1834
Kanpmannahöfn C, Símnefni: Granfuru.
Carl-Lundsgade. New Zebra Code.
Selur timbur í ítærri og irnœm sendingum fr& Khöfn.
Eik tfi skipasmíða.
Einnig heila skipsfarma fr& Svíþjóð.
Biðjið
tílboð.
A® eins heildsala.
Magnús Bl. Jónsson prestur og P. V.
Jensen.
Trúlofun sína opinberuðu nýlega
Sigrún Konráðsdóttir og Eyjólfur
Eðvaldsson loftskeytamaður.
Lagarfoss fór hjeðan kl. 8 í gær-
kveldi til Englands og Danmerkur.—
Earþegi var Eggert Claessen banka-
stióri.
- Villemoes fer hjeðan í dag vestur
og norður um land til útlanda.
Belgaum kom frá Englandi í Sær-
Mun það vera síðasti togarinn, sem
til Englands fór með fisk-
Maí kom af veiðum í gær.
-------o—-----
Oýraverndun.
Af því að undanfarna daga hef-
ir verið minst á í blöðunum hluta-
veltu þá, sem Dýraverndunarfje-
lagið boðaði til, og menu eggjaðir
á að -láta eittbváð lítið af hendi
rakna, þessu góða málefni til
stuðnings, hefir mjer dottið í hu'g,
hvort það mundi vera svo fjarn
sanni, að dagblöðin birtu við og
við góðar dýrasögur. Mætti það
teljast mikill ávinningur, ef hægt
væri — meðal annars a þann veg
— að opna augu almennings fyr-
ir því, að maðurinn sje í raun og
veru ekki sú eina skynsemigædd
vera; og meira að segja, að hjá
mörgum þessara mállausu syst-
kina okkar, koma greinilega í ljós
þeir kostir, er hjá manninum eru
taldir vera æðra eðlis. Enginn
hörgull ætti að verða á því, að
slíkar sögur bærust til blaðanna,
því að skynsamt alþýðnfólk get-
ur oft sagt vel sögur, sem það
hefir einhverntíma heyrt, og jafn-
vel stungið niðnr penna, þegar
eitthvað liggur við.
Ef þetta yrði til þess að vekja
áhuga hjá fólki, getur verið, að
fleiri gerðust þá líka kaupendur
að „Dýraverndaranum“.
Dýravinur.
-------o—------
800 börn
frá Ruhr til Danmerkur.
Á styrjaldarárunum fluttust,
eins og kunnugt er, fjölda mörg
börn frá Þýskalandi til Danmerk-
ur, um stundarsakir, vegna þeirr-
ar neyðar, sem þá átti sjer stað
víða um Þýskaland. Voru það
einkum danski þingmaðurinn I.
P. Nielsen og guðfræðingurinn
Alfred Jörgensen, sem fyrir þessu
gengust þá.
Enn hafa Danir sýnt það misk-
unnarverk, að útvega 800 þýskum
hörnum, frá Ruhrhjeraðinu, sama-
stað í Danmörku víðsvegar. Komu
börnin þaugað í fyrra mánuði. Er
svo sagt af þeim, sem fyrir þessu
gangast og kunnugir eru ástand-
inu í Ruhr, að það sje hið hörmu-
legasta, og liggi ekkert annað en
hungurdauði fyrir mörg hundruð
börnum, sje þeim ekki bjálpað.