Morgunblaðið - 24.03.1923, Side 2
.iStfS
MORG U N BLAÐIÐ
0; » K fíi{ (CM
Höfum f y r i r I i g g j a n d i:
llúgmjol í y2 pokum,
Hveiti, 3 tegundir,
Hrísgrjón,
Haframjöl,
Kartöflumjöl,
Sagogrjón,
Baunir, heilar,
Maismjöl,
Hænsnabygg, blandað
Sóda, mulinn,
Blegsóda,
Krystalsápu,
Sveskjur,
Rúsínur,
Kanel, heilann,
Epli, þurkuð,
Apricots, þurkaðar,
Gráfíkjur,
Krydd í brjefum,
Möndludropa,
Cítrondropa,
Vanilledropa,
Búðingsefni,
Ávexti niðurs.
Sápuspæni, Handsápur, Stangasápu, Marssille Sápu.
VI-TO Hraff-Skurepul^er,
lanuð 2622 bindi út úr safninu,
en síðat.sa ár voru lánuð um
12,000 bindi. (Á Kgl. bókasafninu
í Kaupmamiahöfn, voru lánuð út
árið 1921 aðeins 26,432 bindi). Á
tíu árum hefir útlánið meir en
ijórfaldast,. og er það bæði gott
c-g gleðilegt. Bókmentaáhuginn ís-
lenski kemur hjer greinilega í
ljós. Jeg hygg að- mönnum muni
þykja fróðlegt að vita, hvei’s kon-
ar bækur fólkið les. Skal jeg því
nefna þá höfunda, sem mest hafa
verið lesnir síðustu árin. Hjer eru
að eins taldir höfundar, sem al-
menningur getur lesið. Strangvís-
irdalegum fagbókmentum slept.
Skal þá byrjað á skáldunum.
Kipling og Hamsun cru mest. lesn-
ir af öllum höfundum og þar næst
Ibsen. Þá koma Wilde, Strind-
berg, Björnson, Pontopiddan,
Lagerlöf, Shakespeare, Pröding,
L. Bruun, Bojer, Tolstoy, Turgen-
jev, Hugo, .Corelli, Maupassant,
Kielland, Dickens, Scott, Wells,
Ouida, Oppenheim, Olíphant,
Heyse, Tagore, Phillips, J. Bull,
Buch'holtz, E. Rasmussen, J. P.!
Jacobsen, H. Bang, Kinch, Lie,;
Ijondon, Aakja'r, Joh. V. Jensen,!
Draehmann, Zola, P. Nansen, Du-'
mas, Shard og Wildemvey. í heim-
speki og fagurfræði eru mest lesn- j
ar bækur eftir Höffding, Plato, j
Kirkegaard, William James, Mc1
Dougall, Ruskin, Brandes, Oollin
og Vilh. Andersen.
Fornsögurnar íslensku eru mik-
ið lesnar og virðist lestur þeirra!
I
vera að aukast. Þannig er sífelt
beðið um Sturlungu og Heims-'
kringlu og ýmsar Islendinga sög- J
ur. Af ísl. fræðibókum frá vorum ■
dögum eru bækur Ágústs Bjarna-
sonar, Þorv. Thoroddsen, Sigurðar
Nordals og Páls Ólasonar líkléga
mest lesnar. Þá er eínnig lánað:
afarmikið af útlendum ferðabók-'
um og æfisögum. Sagnfræðirit eru
cinnig mikið lesin. Einkum þau, j
sem lúta að sögu Norðurlanda og
Englands. Þá eru einnig bækur
um náttúrufræði, guðspeki og
andatrú allmikið lesnar.
Auðvitað eru til allmargir menn j
sem að eins lána skáldsögur og j
þær sumar ekki af betri endan-
nm. En langmestur hluti útláns-
ins eru þó góðar bækur, og fólk-
inu til sóma.
íslensk skáldrit og tímarit eru ■
ekki lánuð út úr safninu. Samaj
gildir auðvitað um handritin. j
Lestrarsalur Landsbókasafnsins
ci opinn kl. 1—7 e. m. á hverj-
um virkum degi arið um kring.
Salurinn er ákaflega mikið not-
aður. Sjálfsagt hlutfallslega miklu
íneira en listrarsalur í nokkru
iiðru þjóðbókasafni í heiminum.
Þau ár, sem aðsóknin hefir verið
mest, hafa komið um 16000 manns
til að lesa á salnum. Til saman-
burðar má geta þess, að á lestr-
arsalinn í hinu mikla konunglega
bókasafni í Kaupmannahöfn (sem
er rúmlega átta sinnum stærra en
Landsbókasafnið) hafa komið 40
þús. þau ár, sem lesendatalan hef-
it verið hæst. í janúarmánuði s. 1.
komu 1900 menn í salinn og var
það heldur með minna móti. Mun
það hafa verið að þakka hlýind-
unum, sem verið hafa.
Á lestrarsalnum er stórt og gott
handbókasafn. Þar er . fjöldi af
erðabókum, tímaritum og alfræði-
orðábókum, sem öllum er heimilt
að nota, án þess að fá leyfi bóka-
varða. Ault þess lána salsgestir
auðvitað bækur innan iir safn-
inn. Þegar lestrarsalslán hefir ver-
ið mest, hafa verið lánuð á einu
ári 28700 bindi fram á salinn.
Vanalega nokkr.u minna.
Þetta má ekki teljast mikið
samanborið við tölu salsgesta.
I' emur þctta til af því, að á
•stríðsárunum varð salurinn að
einsbonar lesstofu fyrir skólalýð-
inn hjer í bænum. Mikill hluti
af salsgestunum hafa verið ung-
I.ngar, 15—20 ára að aldri, sem
koma þangað til þess að lesa
námsbækur sínar. Sumir þeirra
fá aldrei bók að láni, og eiga því
okkert erindi á salinn og ættu
alls ekki að fá leyfi til þess að
koma þangað. Þessi skólalýður
fyllir upp alt rúm á salnum, svo
mikilsvirtir mentamenn, sem koma
seinni hluta dags, fá oft ekkert
sæti og verða að hverfa burt aftur
Þess vegna hafa margir rosknir
menn ha'tt að vinna á salnum
og kjósa heldur að taka bóka-
bunka lieim með sjer, þó að það
sje þeim óhentugra, auk þess sem
það veldur meira sliti á bókunum.
í janúar síðastl. voru lánuð um
1600 bindi og 200 handrit fram
á salinn. Svo af því má sjá að
fjöldi salsgesta hefir ekki fengið
neina bók að láni.
Það er líka nokkuð annar blær
yfir lestrarsalnum, en á sams-
konar stöðum erlendis. Þeir, sem
komið hafa inn í lestrarsffiíina í
hinum stóru bókasöfnum ná-
grannaþjóðanna, munu minnast
hinnar hátíðlegu kyrðar, sem þar
r-kir. En á lestrarsalnum okkar,
er þetta alt öðruvísi. Lesendurnir
eru sífelt hlæjandi og masandi
Og umgenngi þeirra er ekki þrifa-
le^. Óhreinn umbúðapappír, adg-
blaðaslitur og uppköst að stílum
eru skilin eftir á borðunum eða
rifin niður á gólfið. Það er ekk-
ert falleg mynd af menningar-
ástandi höfuðstaðarins, sem sjá
má á þessum stað.
Jeg hefi í 4 ár athugað hvaða
bækur eru lesnar í salnum. Hjer
er auðvitað ekki átti við náms-
bækur. Skal hjer birtur útdráttur
tir þeim athugunum. Þjóðögur
Jóns Árnasonar eru mest lesnar
af öllum bókum. í vetur munu
þær hafa verið lánaðar á hverj-
um degi. Þar næst kortia Haukur
og Nýjar kvöldvökur. Bæði þessi
rit eru orðin svo slitin að hætt
hefir verið að lána þau. Sama
(er að segja um Lögbergs- og
Heimskringlusögur. Varð af þessu
hinn mesti harmur á staðnum,
eins og nærri má geta. Þá erU
Fornsögurnar mikið lesnár og sama
er að segja um íslensk tímarit,
til dæmis Iðunni, Fjölni, Ný Fje-
lagsrit og Syrpu.
Hjer kemur svo listi yfir þær
bækur, sem lánaðar voru fram
á salinn á einum degi í janúar
síðastl. Má telja hann fullgilt
sýnishorn af því hvernig Lestrar-
salurinn er notaður nú á dögum.
Salsgestir voru 90 og lánaðar
voru líka um 90 bækur. Þar af
voru 20 námsbækur við einhvern
skóla, orðabækur og skólaskýrslur.
Er þeim slept, en auk þeirra voru
þessar bækur lánaðar. ísafold 42.
árg., Svrpa I—V, Sindri I Tíma-
lit verkfræðingafjelagsins II—III,
Þjóðhvellur, Æringi, Iðunn
tgamla) I—III, Þúsund og eins
nótt III, Egilssaga, ‘Njála (tvö
eintök), Svarfdæla, Laxdæla,
Landnáma, Fornmannasögur V,
Harðarsaga, Sturlunga I—IV, J.
Ámason, íslenskar þjóðsögur I—
II, Jónas Hallgrímss'on: Ljóðmæli
(tvö eintök), Þorst. Erlingsson:
Eiðurinn, Sögusafn Þjóðviljans 1
—5, 9—11 og 25—26, Valevg lög-
regluspæjari, Garvice: Urskurður
hjartans, Hringur soldánsins,
Haggard: Perlumærin, Sögusafn
Reykjavíkur I—II, Ibsen: Saml.
Skr. V, Brandes: Saml. Skr. X,
J Þorkelsson: Latnesk lestrarbók,
Biilmann: Kemi, Petersen: Kemi,
St. Stefánsson: Plönturnar, sami
f’ran Isl. Vaxtrike I—III, Böving-
Peterscn: Vor Klodes Dyr I—III,
Jespersen: Fransk Læsebog, Jung:
50 Timer i Fransk, Dickens: Da-
c i.d Copperfield I—TIT, Espólín :
Árbækur íslands I—III, Ágúst
Bjarnason: Vesturlönd, Thorodd-
sen: Árferði á fslandi I—II, Safn
til sögu íslands I—III, B. B.:
Sýslumannaæfir I—IV, Faber og
Holst: Lærebog i intern Medicin
I—II. Ennfremur handritin: J.
Sig. 2344to. 2364to.Lbs. 13998vo.ogí
Bruf. 9—164to. (ættartölur Espó-
líns). Ættartölur eru mg,st notaðar
af handritum eins og við er a.ð
búast. Yfirlett er handritanotkun-
in mikil og er altaf að aukast.
Heldur er þetta blandaður lest-
ur, en þó er meiri hlutinn góðar
bækur.
Bókfræðin er ckki á háu stigi
hjá sumum salsgestum. Þannig
hefir verið beðið skriflega um
þessar bækur: Jón Dúason: Dvöl
mín meðal Eskimóa, Ásgrímur
Magnússon: Lilja, Geir Thor-
steinsson: Ensk-ísl. orðabók. Tð-
unn gamla 8.—9. bindi og „ein-
hverja skáldsögu eftir Rudolf
Kypling“.
Niðurl.
Tafaefni
í stóru úrvali fyiirlitrgjandi, enn ineira kemur með »Botniu«.
Föt afgriedd með stuttum fyrirvara hjá
Andersen & Lauth.
Ausiurstræii 6.
I.
Göturnar og innanbæjar.
Reykjavík og þjóðin.
Enga „Epik“ þessu sinni, eða
íslenska þulu í nýju formi.
Hjer skal mælt mál, en fulla
íramsögu um kost og lo.st á því,
som er eða gæti orðið, svo kost-
irnir verði miklir en lestirnir
minni.
Því það er trú mín að perla
sú, er sál kallast, geti glatast í
hirðuleysi eður of lítilli trú manna
á náttúru liennar.
Reykjavík er perla, sem fáir
trúa að í sje fullkomið, verðmæti,
m ef vel er að gáð, þá er hægt
að sanna, að ekki vantar annað
en meiri þrifnað og smekkvísi, til
þess að bær þessi verði einn af
állra fallegustu borgum heimsins.
Það vantar meira dálæti á höf-
uðstaðnum en alment gerist, meiri
ást á bæjarlífinu í götum og
hverfum, meiri þrifnað og virð-
ingu fyrir lífinu sem er.
Við íslendingar höfum lengst
af æfi okkar lifað á mælikvarða
sveitalífsins og fásinni — við
kunnum ekki að lifá í borg. Hvaða
borg á sjer fegurri stað til að
standa á en Reykjavík, hvar eru
eins mjúkar bungur til að byggja
borg á eins og hjer — hvergi; hvar
tr eins dásamlegt útsýni eins og
hjer?—hvergi. En hvað vantar þá?
peninga.
Nei! — Það vantar virð-
ingu fvrir tákninu Borgin. Það
þarf að búa til mælikvarða, sem
t’ólk yfirleitt á að geta farið eftir,
tii þess að byrja . með. Margir
munu segja, að mæliltvarðinn sje
til, nefnilega sorphaugarnir, eða
td da-mis sorphreinsunin á göt-
um bæjarins þegar best lætur,
selflutningur með lága alopna
vagna á fallegustu götunum. um
hábjartan daginn. Þetta má ekki
tiga sjer stað. Eins og við endi-
Iega þurfum að vera þakklátir
fyrir allan klaufaskap hjer norð-
ur á íslandi. Við menningar þjóð-
in, jeg held nú ekki, það er öðru
rær. Þetta má ekki eiga sjer stað,
Mælikvarðinn verður að breytast
nú str'ax; þessi óþrifnaður gerir
ÖJIum mönnum lífið leitt.
Fjöldi höfuðstaðarbúa, sem bein-
línis lifir sterku andlegu lífi, með
okkar fagra útsýni og náttúru lands
ins, förlast algerlega vitsmunir þeg-
ar um sjálfa borgina okkar er að
ræða. Þeim finst nefnilega, inst
inni í hugskotinu, að Reykjavík
cigi ekki fullkominn tilvernrjett
borið saman við bæi annara þjóða
■og fljótt á litið sýnist þetta
vera það, sem beinast liggur fyr-
ir, því tilverurjetturinn glatast í
for og endemi og fyrirmyndar-
leysi.
Við íslendingar eigum einmitt
eina af allra fallegustu borgum
sem nokkru sinni geta orðið til,
en vi5 vitum bara ekki af því,
við höfum nefilega ekki lært. að
sjá fegurðina frá þessu sjónar-
miði. Gaktu niður Bankastræti nm
kvöld, eða í fullu sólarljósi, og
farðu svo til Neapel og sjáðu al-
veg það sama; fegurð, ró, jafn-
vægi, sumt í sama hlutfalla kerfi,
sjmt alt öðru vísi, en fulkom-
lega hliðstætt. En gaktu svo um
Skuggahverfi, Smiðjustíg Berg-
staðastræti og Laufásveg1; altsam-
an ófærar götur í orðsins bók-
slaflegu merkingu. Ef höfuðstað-
<«rbúar halda að málverk og póesi
geti koinið í staðinn fyrir þetta,
þá fara þeir hörmulega vilt. Það
ei' smekkur í almennum skilningi,
sem vantar'; það er fegurra líf,
meiri ást á fegurri raunveruleik.
Gakktu upp fyrir Skólavörðustíg
Og sjáðu hestana, sem draga þar
lullar kerrur af sandi og grjóti,
hestar þessir eru bókstaflega
sundurliðaðir og skjálfandi af
kvölum frá morgni til kvölds.
I staðinn fvrir að flytja í laup-
um á svona vondum vegi, eða þá
gera við veginn, þá er böðlast
; arna- áfram vikur og daga. —-
Kerran er (,,Moderne“), en góði
maður, hesturinn er líka („Mod-
erne‘1) og 'verður altaf. Þetta er
tröilaskapur af allra verstu teg-
und, en ekki manna.
Það er yfir mörgu a‘5 gráta
og því grjetu líka goðin Baldur, en
ekkert dugöi, og því skal nú hjer
ekki gráta lieldur, en vinna í stað-
inn miskunnarlaust með reiðisvipu,
| en með viti og sanngirni.
Það er yfir mörgu að gleðjast,
og þó þakkarlaust, því manneskj-
an hefir nú fengið að lifa í þessu
formi — eins og dýrið á sin.11
hátt — og manneskjan verður
því að nota þennan líftíma sinn
1 til að framkvæma eitthvað, svo
jhenni ekki leiðist — og þessvegna
I cr þakkarlaust þó eitthvað sje
g.ert — Þa*5 er náttúran og guð
sem er að fegra sitt sköpunarverk
— - og þess vegna eiga manneskj-
urnar að vinna vel og lengi —
borgunina fáum við út í hönd í
hvert einasta skifti. sem við vinn-
nm vel. Ef við lærum að skilja
betta, getum við lifað að eilífu.
Gaktu um Vesturgotu — um
Imndakot — og sjáðu það sem
mun gleðja þig mest, er þú lítur
yfir bæinn — sömu hlutföll eru
hjer, og þar sem mest er gumað
af hjá öllum þjóðum — legu höf-
uðstaðar lands hvers. Hjer eru
sömu hlutföllin og í Romaborg —
Edinborg og við Themsen — ná-
kvæmlega sömu hliðstæðurnar. —
Gaktu suður á Mela. Ilorfðu inn
vfir Þingholtin— sama, — álveg
sama, loftið er mun tærara, en í
binum borgunum, nema Róm. —
Þyrping húsanna á þessari fallegu
bæjarbungu, Þingholtunum, er svo
„grandios“ og mettuð af formi
alla leið um Skólavörðu og um
Laufás, að engu er við að bæta,
sjeð frá þessum stað (melunum),
— fjöllin eru eins og þar sera
fegurst er, Freskatifjöllin og
Roco de papa viö Róm — Neapel,
Edinborgarútsýni og Kristjaníu-
fjöllin — okkar land er þó enn
j ákveðnara í öllum línum — en