Alþýðublaðið - 21.05.1958, Blaðsíða 4
31
AlþýSublaSið
Miðvikudagur 21. maí 1958
MIG FTJRÐAR Á því hvern-
ig snúið er út úr orðum mímim
S Reykjavíkurbréfi Morgun-
ibiaðsins á sunnudaginn. Gat
folaðið ekki rætt um það mái,
sem ég hafði gert að umíalsefni,
án þess að gex-a mér upp skoð-
iíiir? Gat það ekki komið sínum
eigin skoðunum og flokks síns á
íramfæri án þess? — Ég hafði
g-etið þess að ríkisstjórnin hefði
sent Sjálfstæðisflokknum sem
.stjórnaranclstöðuflokki meginat-
iriðin í frumvarpi því, sem nú
tiggur fyrir um efnahagsmálin í
-alþingi. Flokkurinn hefði haít
ixðstöðu til að athuga það, og
jixví getað áttað sig á afstöðu
sinni til afgreiðslu þess áður en
jþað kom fram.
ÉG LÉT í LJÓS þá skoðun
:mína, að þetta væri góður siður
■og mætti hann verða til þess að
fcoma á nýjum starfsháttum milli
■ stjórnarflokka og stjórnarand-
stöðu, því að nauðsyn væri á
slíkri samvinnu þó að deilt væri.
Mér datt aldrei í hug að halda
því fram, að stjórnarandstaðan
tiefði átt þátt í að semja frum-
varpið eða bæri ábyrgð á því
sjálfu, þó að ég vilji taka það
! skýrt fram nú — og alltaf, að
. Sjálfstæðisflokkurinn ber meg-
tnábyrgðin á því hvernig ástand
ið er í efnahagsmálunum — og
þarf ekki um það að deiia.
Snúið úí úr oröum mínum
Sjálfstæðisflokkurimi —
og fyrirmyndir hans.
Stórbokkar í nútíð og
fortíð.
Selfossbúi skrifar um
fisksölu og brunaboða.
pistli mínum sé verið að reyna
að læða því inn, að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi sinn þátt í frum
varpinu sjálfu. Það hefur mér
aldrei dottið í hug að segja. Það
væri líka rangt og óheiðarlegt
gagnvart Sjálfstæðisflokknum.
Hann vill enga' ábyrgð bera á
frumvarpinu. Hins vegar taldi
hann ,sig geta auðveldað sjálfa
afgreiðslu málsins vegna þess
að hann hefði fyrirfram getað
kynnt sér það. Og þetta er merg-
urinn málsins.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKIJRINN
er stórbokkaflokkur. En hann á
lítið skylt við stórbokkana í
gamla daga. Þeir voru að vísu |
NÚ SEGIR BLA.ÐIÐ, að í 1 harðir í viö'skiptum og vildu láta j
fóikið lúta. sér, en þeir stóðu oft
ats við orð sín, gengu hreint til
verks og voru hreinir og beinir,
yfirleitt hreinlundaðir. — Sjálf-
.stæðisflokkurinn hefur ekki erft
þennan eiginleika þeirra. Hann
virðist fremur hafa tekið sér til
fyrirmyndar ótýnda braskara sið
ustu óratuga, sem nota öll brögð
sér til framdráttar, læðast með
löndum, stela úr netum — og
flækja allt, sem hægt er að kom
ast höndum undir að flækja.
Þetta er eklti svo stórum flokld
samboðið,
SELFOSSBÚI skrifar: „Það
veidur okkur erfiðleikum, sem
eigum heima hér á Selfossi,
hversu erfitt er að fá hér nýjan
fisk. Þó eru hér þrjú stór fiski-
j þorp: Þorlákshöfn, Eyrarbakki
og Stokkseyri — og samgöngur
vxö pessa staði yfirleitt mjög auð
veldar. í vetur hefur mikill fisk-
ur borizt á land á þessum stöð-
um, en ekki hefur það bætt úr
fyrir okkur.
ÞÁ.ER ANNAÐ, sem mig lang
ar að minnast á. Selíoss er allt-
af að byggjast og stækka. Byggð
in breiðist mjög ört út. Hér eru
þó aðeins tvreir eða þrir bruna-
boðar — og er það allt of lítið
fyrii’ svo ■ stort þorp. Hér búa
ýfir hálft annað þúsund manna
á allstóru svæði, og sjá það því
allir sjálfir, að þetta eru allt of
fáir brunaboðar."
KÝ SNYRTIVÖRÚVERZLUN
Á LAUGARDAGINN var opn
aði ný snyrtivöruverzlun í hús-
inu Laugavegi 76, sem rekin er
af þeim systrunum Þóru og Guö
íinnu Þórarinsdætrum.
Er þarna um að ræða litla og
snotra verzlun, sem að mestu ó
-að verzla með snyrtivörur.
Reynt mun að hafa á boðstól-
xim sem flestar tegundir snyrti-
varnings, en enn sem komið er,
■er aðaláherzlan lögð á „Tveed'
.snyrtivörur.
Síðar meir hyggst verzlunin
iaka einnig upp verzlun með
skartgripi.
Nafn hinnar nýju verzlunar er
, .Snyrtivöruverzlunin",
VORTÍZKAN
Vortízkan er nú óðum að
koma á markaðinn erlendis, en
hér heima gengur slíkt öllu hæg
ar.
Army & Navy Stores í Lond-
on hafa t. d. sent frá sér bað-
fcápu þá, er berit er mynd af í
dag.
Þarna er um þægilega bað-
fcápu þá. er birt !er mynd af í
.klæðadregli og er vitanlega
Jhægt að fá hana í ýmsum liturn.
Þegar svo þess er gætt að verð
Ihennar er aðeins £2:17:11, sem
■ef það væri reiknað á réttu
gengi er ekki mjög dýrt, verður
sennilega mörgum heldur hugs-
a.ð til rnöguleikans að kaupa
úandklæðadregil og sauma káp-
ana sjálf.
í næstu þáttum mun verða
sninnzt nánar á vorfatatízkuna,
sem komin er á markaðinn um
jþessar mundir.
VEGGFÓÐUR
Það er eiginlega mesti mis-
skilningur að nauðsynlega þurfi
að kalla veggfóðrið veggfóður.
Það má engu síður klæða með
því svo margt annað en veggi,
t. d. loft.
Það kann að hljóma undar-
iega að nota veggfóður á lofí, e:i
þetta getur litið prýðilega úi.
í sveínherbergjum má t. d.
sgjarnan fóðra loftið með reglu-
búndnum munstrum, þá helzt
annaðhvort röndum eða dopp-
um.
Jafnvel fjölmynstrað vegg-
fóður, með t. d. hlómamunstri
fer ágætlega á loftum í litlum
for.stofum. Lífgar það forstof-
una mikið upp.
Þannig er veggfóðrið engan
veginn eingöngu til að notast á
veggi, því að auk þess sem hér
hefur verið nefnt má nota það
til að klæða með því alls konar
hluti, svo sem kassa, er þá roá
nota sem stóla eða borð allt eít-
ir-stærð þeirra.
-Svona . mætti lengi telja, en
ver.ður hér látið staðar numið að
sinni. Aðeins má þó minnast á,
að síðan ýmsar fullkomnari gerð
ir veggfóðurs og annarra efna
til sams konar nota komu á
markaðinn, hafa alltaf aukizt
möguleikarnir fyrir fjölbreyti-
legri notkun þeirra eins og t. d.
,,Contact“ og „Formiea“.
bifreiða 1958 ií Gullbringu- og Kjósarsýslu
og Hafnarfirði fer fram, sem hér segir:
Fimmtudaginn 22. maí í Gerðahreppi við
barnaskólann
Föstudaginn 23. maí á sania stað
Þriðjudaginn 27. maí í Sandgerði
M-iðvikudaginn 28. maí á sama stað
Fimmtudaginn 29. maí í Njarðvíkum. við
Krossinn.
Föstudagi-nn 30. maí á sama stað
Þriðjudaginn 2. júní á sama stað
Miðvikudaginn 4. júní í Grindavík, við
barnaskólann
Fimmtudaðinn 5. júní í Voguro, VatnsLeysu-
strönd
Föstr.daginn 6. júní á Selíiarnarnesi, við
barnaskólann
Þriðjudaginn 10. júní í Hlégarði
Miðvikudagiivn 11. júní á sama stað
Fimmtudaginn 12. júní á sama stað
Fimmtudaginn 19. iúní í Hafnarfirði, við
Skátaskálann
Fc-studaginn 20. júní á sama stað
Þriðjudaginn 24. júní á sama stað
Miðvikudaginn 24. júní á sama stað
Fimmtudaginn 26. iúní á sama stað
Föstudaginn 27. júní á sama stað
Þriðjudaginn 1. júlí á sama stað
Miðvikudaginn 2. iúlí á sama stað
Fimmtudaginn 3. júlí á sama stað
Föstudaginn 4. júlí á sama stað
Þriðjudaginn 8. júií á sama stað
Miðvikudagirm 9. júní á sama stað
Fimmtudaginn 10. júlí á sama stað
Föstudaginn 11. júlí á sama stað
Eigendur bifreiða í Garða- og Bessastaðahreppi færi
bifreiðar sínar til skoðunar til Hafnarfjai’ðar.
Bifreiðaskoðunin fer fram ofangremda daga frá kl.
9—12 og 13—16.30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög
nr, 3, frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir þvi, að lögboð-
in vátrygging fyrir hverja bifreið sé í giidi og fullgild
ökuskírteini lögð fram,
Eigendum þeirra bifreiða, sem útvarpsviðtæki eru
í ber ennfremur að sýna kvittun fyrir greiðslu afnota
gjalds af viðtækinu,
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður
auglýstum tíma,' verður hann látinn sæta ábyrgð sam-
kvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin telkm úr umferð
hvar sem til hennar næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar
ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber
honum að tilkynna það bréflega.
AthygH skal vakin á því, að umdæmismerki bif-
reiða skulu vera vel læsiieg og er því þeim, er þurfa að
endurnýja númeraspjöld bifreiða sinua, áðlagt að gera
svo nú þegar.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn í GuMbringu- og Kjósarsýslu,
20. maí 1958.
Björn Sveinbjörnsson
settur.