Morgunblaðið - 06.04.1923, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.04.1923, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ Reiðhestur 8 vetra, vakur, töltgengur og ólatur, verður seldur á uppboði næstk. mánu- dag, 9. þ. m. kl. 3 e. h., á Lækjartorgi, upp í áfallinn kostnað við fóðrun hans í Tungu í vetur. — Hesturinn er fallegur og spikfeit- nr. — Til sýnis í Tungu. Fyrir hönd DýraverndTmarf jelags íslands. ión Þórarinsson. leikið um aldamótin 1800, og hann hefir án efa mælt þar fyrir munn margra merkustu Norðlend- inga: „Sjerhver Norðlendingur man til þess og mun lengi muna, er áður var í Norðlendingafjórð- ungi biskupsdómur, *skóli og prentsmiðja, og að Norðurland var í öllu þessu eigi aðeins jafn- snjalt Suðurlandi, heldur og hafði fram yfir það prentsmiðju mjög .svo langan tíma“, ritar hann. Og hann bætir við: „Norðlendingar hJjóta og að muna þann hörm- ungatíma, er Norðurland var öllu þessu svipt, og stóð alrúið í byrjun aldar vorrar. Alt fór suður, og alt lenti síðan suðrí Eeykjavík“. („Norðlingur 1875, 10. tbl.). Hann heldur því fram, að Norðlendingar eigi bæði rjett- ar- og sanngirniskröfu til að fá aftur andvirði stólseignanna, jafn- fckjótt og þeir geti sannað, að þeir hafi eigi viðunanleg not af Beykjavíkurskóla, og það þykist hann gert hafa í greinum sínum. Sjá má dæmi þess í bókmentum vorurn, að NorSlendingar hafa lengi liarmað Hólaskóla. Sjera Matthías, sem sjaldan er stór- orður, orti rjett eftir síðustu íildamót: ,,En verst jeg kveð þau kotungs svikaráð, það kongavit, er reyndist allra tjón, er stól og skóla svifti jöfursnáð, og stofn þinn klipti, gamla Norðurfrón“. Þá er Stefán skólameistari, 1917, reit um mentaskóla á Norð- urlandi, hafði hann að fyrirsögn: „Arftaki Hólaskóla hins forna“. Enginn vinur þessa máls skyldi efa sigur þess. Honum má seinka, en ekki varna. Straumar og stefn- ur skola því aö landi, þótt há- setar og stýrimenn bregðist um sinn. Hví skyldum við altaf búa við einn mentaskóla, er menning vex> efnahagur batnar, íbúum fjölgar? Vjer áttum tvo lærða skola, er landsbúar voru kring- um 50 þiisund., Enginn hefir haldið því fram, að annar þeirra hafi verið óþarfur. Mundum vjer þá ekki þarfnast þeirra tveggja, er vjer erum helmingi fleiri? --------o------- Þingfíðindi. Vatnalög. I Ed. var 5. apríl aöallega rætt um vatnalögin. En lagabálkinn hafði stjórnin lagt fyrir þingið, orðrjettan, eins og stjórnarfrv. frá 1921, en það var aftur á móti bvgt á frumvörpum fossanefnd- arinpar frá 1917 og þingnefndar- innar, sem um málið fjallaði 1919. Er það mál alt kunnugt og hefir mikið verið um það rætt. 1 áliti Ed. nefndarinnar nú segir, að hún hafi athugað málið á 20 fundum og lagði hún það til, að frv. yrði samþ. með nokkrum smávægilegum breytingum. Fram- sögum. nefndarinnar var Guðm. Guðfinnsson, en auk hans töluðu Jón Magnússon, Jónas Jónsson og Kl. Jónsson atvinnumálaráðherra. Snerust umr. bæði um einstakar brtt. og um rjettargrundvöll frv. yfirleitt, og undirbúning málsins. Að lokum var frv. samþ. með ýms um breytingum og sent Nd. Önn- ur mál, sem rædd voru í Ed. voru frv. til laga um berklaveiki í naut peningi, sem áður er sagt frá, og er nú afgreitt sem lög, og um seðlaútgáfu íslandsbanka, afgr. til 3. umr. Dýrtíðaruppbót. í Nd. var 5. apríl rætt um og afgreitt sem lög, að taka upp í simalogin frá 1919 línu frá Þórs- höfn til Skála og ennfremur línu til Gunnólfsvíkur. Ennfremur var afgreitt sem lög, samþyktir um sýsluvegasjóði. Samskonar frv. hafði komið fram seint á þingi 1921, en þá var málinu vísað til stjórnarinnar. í lögum er m. a. kveðið svo á: Heimilt er sýslu- nefndum að gera samþvktir um stofnun sýsluvegasjóða. Kostnað- ur við þær vegabætur, sem að líigum hvíla á sýsluf jelögum, greiðist úr sýsluvegasjóði. í sýslu- vegasjóð skal árlega greiða vega- skatt af öllum fasteignum innan hverrar sýslu. Skattur þessi greiö if-t á manntalsþingi af ábúanda líverrar jarðar, en af eiganda hverrar lóðar eða húseignar í kauptúnum. Sýslunefnd ákveður jafnan fyrir eitt ár í senn, hve hár skatturinn skuli vera það ár, en hann skal vera minst 1*4 af hverju þúsundi af virðingarverði skattskyldra fasteigna, samkvæmt fasteignamati, og má eigi hærri vera en 6 af þúsundi, nema sam- þykki atvinnumálaráðherra komi til í hvert sinn. Skal skatturinn miðaður við áætluð gjöld til vega- bóta, að viðbættri eyöslu umfram áætlun undanfarið ár, en að frá- dregnu tillagi ríkissjóðs, ef til þess kemur. Eönfremur var rætt um at- kvæðagreiðslu fjarstaddra manna við alþingiskosningar, og var par ákveðið, að slíkir menn, sem sakir sjóndepru eða annara líkamslýta 5-ætu ekki kosið sjálfir, mættu fá emhvern annan til þess fyrir sig, og skal þá geta nafns hans um leið. Loks var svo rætt utn auka- uppbót vegna sjerstakrar dýrtíö- ar. Hafði stjórn starfsmannasam- bandsins farið þess á leit, að op- inberir starfsmenn í Eeykjavík fengju 25% uppbót, en meirihl. fjárhagsnefndar lag’ði til, að veitt yrði 15% uppbót í Evík, en 10% í öðrum kaupstöðum; en minni hl. 'lagði á móti allri uppbót, en vildi, ef þörf væri, mæla með | því, að veitt yrði á fjárlögum ein liver uppbót handa þeim, sem harðast yrðu úti, einkum meö húsaleigu. Talaði Jón A. Jónsson fyrir meirihl. og sagði m. a. að .eftir skýrslum, sem birst hefðu um búsaleigukjör opinberra starfs ínanna í Rvík, væri húsaleiga þeirra þriðjungur til helmingur af launum þeirra og stundum meiri. Fyrir minnihl. talaði Magn. Guðm. Lauk málinu svo, að upp- bótin var feld. --------o------- Fri MrsðMrt i gæsr*kveldie Innlimun jarða. Á fundi bæjarlaganefndar liafði borgarstjóri skýrt frá viðtali við allshn. neðri deildar alþingis, viðvíkjandi innlimun jarðanna: EiSis, Bústaða og Breiðholts, Ár- bæjar og Ártúns í lögsagnarum- tlæmi Eeykjavíkur og lagði fram tilboð frá Seltjarnarneshreppi, er vildi ganga að þessu fyrir sitt leyti fyrir 12000 kr. endurgjald, cg frá Mosfellshreppi, sem krafð- ist 55000 kr. endurgjalds, fyrir það eitt, að Elliðaárnar, ásamt lóðabletti kringum rafstöðina yrði lagður undir Reykjavík, en mót- mæltu frekari innlimun. Samþykt var á fundi bæjarlaganefndar að ganga að tilboði Seltjarnarnes- hrepps gegn greiöslu á skulda- brjefi frá bæjarsjóði. Boði Mosfellshrepps var hafn- að, en samþykt að gera gagntil- boð um alt að 20 þús. kr. endur- gjald fyrir það, 'að Elliðaárnar og land kringum rafstöðina verði lagt undir Reykjavík þegar í stað, en jarðimar Árbær og Ártún að ööru leyti þegar ábúendaskifti verða á jörðunum. Á öðrum fundi sömu nefndar var rætt um tilboð Mosfellshrepps og gagntilboð Reykjavíkurkaup- staðar, viðvíkjandi innlimun Ár- bæjar og Ártúns í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur. Hreppsnefnd- in lijelt sjer við sitt fyrra tilboð að öðru leyti en því, að endur- g.iald bæjarins yrði 37000 kr. í stað 55000 kr., og greiddi bæjar- sjóöur þetta með 4% skuldaíbrjefi cr afborgaðist með 1000 kr. árl. Með Elliðaánum skyldi fylgja nauðsynlegt land til byggingar þeirra mannvirkja, er þurfa þvk- ir framvegis til hagnýtingar vatns orkunnar að fullu og vegna lax- veiðinnar og starfrækslu hennar. Fleira ekki gert. Fundi slitið. K. Zimsen. Þórður Sveinsson. Hjeðinn Valdimarsson. Jón Ólafs- son. Pjetur Magnússon. Þ. Magn- ús Þorláksson. Halldór Jónsson. Bogi A. J. Þói’ðarson. Helgi Finn- bogason. Þorbjörn Finnsson. Borgarstjóri gaf þær upplýs- ingar, að allsherjarnefnd alþingis — sem hefði mál þetta til með- ierðar —- mundi ekki vera ófús á að taka að sjer að greiða fyrir framgangi málsins, ef bæjarstjórn in gengi inn á það, að láta fara fram mat á jörðunum, fremur en að samþykkja að greiða 37000 kr. tii Mosfellshrepps. Þórður Bjarna- son hallaðist að mati. P. Halldórs- son mælti eindregið á móti því, að bæjarstjórn samþykti að greiða 37000 kr. fýrir það, að bærinn Jengi umráð yfir nokkrum hluta at Elliðaanum, þeim, sem lægju undir þessar umgetnu jarðir. Kvað hann þetta varasama stefnu ætti bæjarlaganefndin að fara varlega í samningagerð á þessum grundvelli. Þorv. Þorvarðsson var cg á sama máli, að því leyti, að þetta þyrfti að athugast grand- gæfilega, því þessi upphæð, sem krafist væri af Mosfellshreppi, væri ekki sanngjörn. Ó. Fr. gerði ívrirspurn um það, hvort þaS væri venja, þegar hreppshlutar væru innlimaðir í bæjarfjelög, að greiða stórfje fyrir. Kvaðst hann ekki annað sjá, en að það væri siðferðisleg skylda þingsins að fara að vilja bæjarins í þessu efni. Borgarstj. kvað bæjarlagan. hafa verið faliS það á síðasta fnndi að gera tilboð til þessara umgetnu hreppa, og því hefði hún haft frjálsar hendur að gera hreppunum þessi tilboð, svo hún væri ekki ásökunarverð í því efni. Ennfremur kvað hann það venju- legt, að það bæjarfjelag, sem íeng'i einhvem hluta af hreppi innlimaðan í sig, borgaði eitthvað fyrir þaS, eða ljeti einhver hlunn iadi af höndum, og nefndi dæmi til þess. Þá drap hann á það, að það mundi óefað vera hagur fyrir bæjarfjel. Rvíkur að fá þessar jarðir lagðar undir það, og nefndi tii sem ástæðu iitsvar það, sem lagt væri á laxveiðina og raf- magnsstöðina. Taldi hann það af- armikla áhættu fyrir bæjarfjel. að slá hendi við því að fá jarð- irnar undir lögsagnarumdæmið, jafnvel þó greiða þyrfti þessa áð- urnefndu upphæð fyrir það, og sjálfar jarðirnar fengjust ekki, heldur aðeins árnar. Atkvæðagr. fór engin fram. Vatnsveitan nýja. Á fundi vatnsnefndar höfðu ver ið til umræðu tilboðin um píp- ur til vatnsveitunnar. Jón Þor- láksson verkfræðingur lagði fram skýrslu um tilboðin, er komið höfðu 17, og lagði hann til að gengið yrði að tilboði um steypu- járnpípur frá Stanton Ironworks Conpany Ltd. fyrir allar stærðir undir 400 mm. og þeir beðnir aS framlengja tilboð sitt um 400 mm. og 450 mm. til 15. apríl, og yæri sá tími notaður til þess að rann- saka trjepípur í þeirra stað. -r- Nefndin ákvað að síma firmanu fyrirspura um þessa framlengingu áður en frekari ákverðanir væru teknar. Um tilboð þessi urðu miklar umræður og sjerstaklega út af ýmsum fyrirspurnum, sem voru g-erðar um þau. Voru það einkum jafnaðarmennirnir í bæjarstjórn- inni, sem það gerðu, og komu þá um ieið fram með þá meinloku, að það væri atvinnurekendum bæj arins að kenna, að nú yrði dýrara að leggja vatnsleiðsluna, en ef að henni hefði verið unnið á fyrra ári. Borgarstjóri skýrði tilboðin og sýndi fram á, hve miklu dýr- ari tilboðin yrðu nú, í stað þess ef þeirra hefði veriS leitað áður. Mjög illa kom bæjarfulltrúunum saman um það, hvert tilboðið væri ódýrast og þvældu jafnaðarmenn Jengi um það atriði. Vildu þeir slengja saman mörgum tilboðum — taka hluta af einu og annan hluta af öðru. Reiknaðist t. d. H. V. svo til, að það væru 48 þús. kr. gróði, ef þessi aöferð væri höfð. En borgarstjóri sýndi, að það væri 48 þús. kr. tap. Og sló þá þögn á Hjeðinn. Og talaði hann og væri Reykjavíkurbæ bundinn | upp frá því sitjandi um þetta óþarfur og ósanngjarn baggi, og mál. Sími 720. Fyrirliggjandi: E m a i I. s Könnur, Katlar, Mjólkurbrúsar, Diskar, Kastarholur, Balar, Pottar. Verðið mjog lágt. Ulalti Bjðrnsson sCo. Lækjargata 6b. E.s. Gullfoss fór frá Kaupm.höfn 4. apríl að kvöldi. E.s. Layarfoss er í Kaupm.höfn, fer þaðan 10. april austur og norður um land til Reykjavíkur. E.s. Borg fer í dag frá Spáni. E.s. Willemoes fer hjeðan að forfallalausu 25. april til Hull og Leith (í staðinn fyrir Lagarfoss 11. ferð) og tekur flsk til útflutnings til þessara staða, eins og líka til sendingar áfram til Miðjarðar- hafsins. E.s. Esja fer væntanlega frá Kaupm - höfn 13. april til Reykjavíkur og byrjar ferðir sínar 24. april vestur og norður í hringferð. Umboðsmaður: Ingimar Brynjólfsson. SrL símfregnir frá frjettaritara Morgunblaðsins. Khöfn, 4. aprfl. Áfengisbann í Konstantínópel. Símað er frá Konstantínópel að frá í dag hafi algert áfengishann verið lögleitt í borginni. Eru hegn mgarákvæði fyrir brot á lögun- um afarhörð. T. d. skal mönnum, sem sjást ölvaöir, refsað með 30 vandarhöggum. Frakkar taka Krupp-smiðjurnar. Símað er frá Berlín, að í gær hafi mannmargt franskt herlið tekið verksmiðjnr Krupps í Es- sen. Verkamenn hefa gert 24 kl.- stunda verkfall til mótmæla. -------o------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.