Morgunblaðið - 06.04.1923, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Muníð
að Mjólkurfjelag Reykjavíkur
sendir yður daglega heim mjólk
rjóma, skyr og smjör yður að
kostnaðarlausu.
Pantið í sima 1387.
Fæst l heildsölu hjá
Bjarni Olafsson & Co.
Akranesi
og A. J. Bertelsen.
Austurstræti 17, Reykjavík
Sími 834.
Hugl. dagbók
Broncelakk gerir gamla skó sem
rvýja. pórður Pjetursson & Co.
Divanar, allar gerðir, bestir og ó-
dýrastin, Húsgagnaverslun Reykja-
víkur, Laugaveg 3.
Góður matarfiskur til sölu. Sími
994. •
Neftóbak skorið. Dósin full með
tóbaki, alt fyrir aðeins 0,75 og 1,00
í Lucana.
Steinolía, sólarljós á 32 aura lít-
irinn í verslun Guðm. Guðjónssonar,
Skólavörðustíg 22. Sími 689.
Fæði fæst á Grundarstíg 12.
Vatnsglös 30 aura, Bollapör 50
aura, Blómsturpottar, Rafmagnsstrau
járn 11 kr. Ódýrar aluminiumvörur.
Hannes Jónsson, Laugaveg 28.
Herbergi óskast til leigu. Upplýs-
ingar á Skjaldbreið nr. 3.
Hver er orsökin?
Mig rekur minni til, að hafa
lesið einhverstaðar eftir Gnðmund
Hannesson „læknislistamann", —
eins og Guðmundur á Sandi
kemst að orði um nafna sinn —
ihvað brýn þörf það sje fyrir
þjóðina, að fundnar verði orsakir
að meinsemdum manna, og að
læknum beri að starfa hjeraðengu
siður en að því að lækna. Verð
jeg að telja víst að þessi skoðun
iæknisins samrýmist vel skoðun-
um .annara lækna landsins og
fjöldans, og að hann og aðrir
læknar starfi hjer að og hirti á-
rangurinn í hinum víðlesnu blöð-
um með þjóðinni.
En orsökin til þess að jeg
sting niður penna um þetta mál
ei sú, að áminst hugvekja lækn-
isins bljoðar, eins og allir sjá
um mjög þarft efni, en óalgengt
tiltölulega — með þessari þjóð.
Og svo er það líka, að jeg fæ
ekki betur sjeð, en að svo nefnd
iiðagigt í öllum sínum myndum,
hryggskekkja m. m., sje að verða
hreinasta landplága vor á meðal.
Þess væri því full þörf, að
iæknar reyndu að finua orsökina
tii sjúkdómsins og birtu niður-
stöðu sína.
Það er án öfga þó sagt sje,
að 4. hver ung stúlka í sumum
bygðarlögum landsins hafi að-
Icenningu af þessum sjúkleik og
á mismunandi háu stigi. Kemur
sjúkdómurinn einkum í ljós á
aldrinum 16—26 ára. Nokkuð
gerir hann einnig vart við sig
hjá piltum, en mun minna, enn
sem komið er.
Sjúkdómurinn er mönnum al-
vöruefni, því þess eru því miður
nokkur dæmi,' að hann hefir ger-
samlega eyðilagt framtíö efnilegra
meyja og gert þær að örkumla
aumingjum, þrátt fyrir mikinn
tilköstnað til hjálpar þeim.
Það virðist og heldur enginn
vafi, að sjúkdómurinn fer hröð-
um fetum í vöxt. Slær því óhug
yfir þjóðina.
Fyrir 15—20 árum bar lítið
eða ekkert á þessum kvilla. Er
því ekki furða, þó mönnum verði
á að geta þess til, aö sjúkdóm-
urinn standi í sambandi við hreytt
lífsskilyrði, frá því sem áður fyr
var, hvað snertir fæði og klæðnað
með meiru. Nú er miklum mun
minna en áður lifað á því, sem
landið gefur af sjer. Það er sam-
eiginleg með fæði og klæönað, að
inest er nú notað útlent.
Vinnulag er einnig mikið
breytt. Börn og unglingar vinna
mikið minna en fyr og virðast
að öllu nú mun betur með farin,
enda allar kröfur til vellíðanar
mikið hærri. Er það þá bætt
líðan líkamans, sem skapar veik-
bygðari æskn og þrekminni
þroskaþjóð? Meira andlegt erfiði
leggnr nútíðin á æskuna en liðna
tíðin gerði, sem fylgja kyrsetur
og sjerstakar líkamsstellingar. —
Hvað líður heilbrigðinni fyrir
þessa breytingu?
Læknar þurfa að rannsaka
þetta. Þeir þurfa að finna or-
sakir til afleiðinga. Orsakir fyrir
liðagigt og öðrum nýjum sjúk-
dómum með þjóðinni. Þeir þurfa
að skrifa um þetta helst á þeim
stað, að margir megi lesa.
1. dag Einmánaðar 1923.
B. F. Magnússon.
-------o--------
Það hygg jeg, að fleirum en
mjer hafi brugðið kynlega við,
er þeir sáu úthlutun stjórnarráðs-
ins á styrk til skálda og lista-
manna á þessu ári. Jeg játa það
að mjer er ekki fullkunnugt, eftir
hverjn «r farið, þegar fje þessu
er skift, en mjer skilst að fara
beri eftir tvennu: listfengi njót-
enda og svo þörf. Og meðan
nefnd sjerfræðinga rjeð mestu um
meðferð fjár þessa, ætla jeg að
á þetta tvent hafi verið litið eink-
um, var og þá lítt fundið að
veitingunni og ekki opinber-
lega, svo jeg muni. En nú tók
alþingi í fyrra nefnd þessa af
og fól alt stjórninni.
Það, sem bneykslar mig mest
er, að þeim Hjálmari Lárussyni:
útskurðarmanni og Jakob Thor-
arensen skáldi skuli hafa verið
neitað um styrlcinn. Þeir hafa
báðir notið hans undanfarin ár,
og gátu vissul. búist við að halda
honum ekki síður en aðrir. Um
hæfileika þessara manna er óþarft
að fjölyrða. Jakob er fyrir ali-
löngu viðurkendur sjerkennileg-
asta og slyngasta skáld hinna
yngri manna, munu allmörg kvæði
hans lifa á alþýðuvörum, en það
rná telja víst mark á um sannan
skáldskap, að hann sje fljótt num-
inn, en seinn að gleymast. Jakoh
mun ekki vera fjesterkur maður,
en hefir allþnngt heimili og þó
það sje vitanlegt að hann mnni
sjá því borgið meðan honnm end-
ist heilindi, með því að vinna
„hörðum höndum“, þá er það
víst að mörgum mundi leitt þykja,
ef hann yrði að leggja kveðskap
sinn niður fyrir óðal vegna strits
og slits. Er hann enn á hesta
þroskaskeiði og mætti enn mikils
áf' honum vænta, ef hann fengi
sín að njóta.
Um Hjálmar Lárusson er það
að segja, að hann má óhætt telja
rneð bestu listamönnnm þjóðar-
innar. Er hann dverghagur á
liönd, en verk hans flest má engu
síður t'elja ágætasta skáldskap en
listasmíð að hagleik til. Var
stjórninni vorkunnarlaust að vita
þetta, því um Hjálmar og verk
hans hefir verið allmikið ritað,
og hafa þaS gert fnllgildir menn,
svo sem Sigurðnr prófessor Nor-
dal o. fl. Gripir þeir, er Hjálmar
hefir gert eru í ýmsra manna
höndum hjer í bæ og víðar, og
ætla jeg að eigendum þeirra þyki
ekki aðrir gripir betri.
Það hefði og stjórnin mátt
vita að Hjálmar var nú í vetur
fenginn til að gera kjörgrip er
nemendur Höffdings prófessors og
heimskekings hins danska, sendn
lionum að afmælisgjöf. Ætla jeg
að þeir, er gáfu, hafi viljað vanda
sem best grip þann, og því feng-
ið Hjálmar til að gera gripinn,
að þeir hafi álitið hann öðrum
hæfari til þeirra hlnta. Höff-
aing' prófessor er nú frægastur
mauðr á Norðurlöndum einhver,og
tel jeg Hjálmar hafa unnið landi
sínu sæmd, með því að gera
grip þann, er boðlegur var þeim
manni. Hjálmar er fjelítill maður,
hefir mikinn þunga ómegðar og
heilsulitla konu. Má því telja, —
þegar á alt er litið — að unnið
hafi verið níðingsverk á honnm
með því að svifta hann styrkn-
um. —
Jeg sje ekki annað en þing
það er nú situr verði- að hæta úr
þessum mistökum stjórnarinnar.
A irðist mjer að það ætti að telja,
sjér það bæði ljúft og skylt. Á
það óbeinlínis sök á þessn með
því af fá stjórninni einræði um
þessa hluti. Er jeg vís þess að
það mundi mælast vel fyrir, ef
þeim Jakob og Hjálmari væri
nú veittur á aukafjárlögum all-
ríflegur styrkur, og á næstu fjár-
lögum einnig; en það er ekki til
neins að skera styrk til þessara
manna svo við neglur sjer, að
hann dragi þá ekkert á götu.
Jeg trúi ekki fyr en jeg tek
á, að alþingi íslendinga vilji eiga
þátt í því, heinan eða óbeinan,
að Hjálmari Lárussyni verði búin
ellikjör og æfilok nafna hans og
afa frá Bólu, en til hans mun
Hjálmar sækja listfengi sitt og
líkjast honnm um marga hluti.
23. mars 1923.
Egill.
Sieuejön Jónssan
B 6 k a - o g pilfangaverslun
Laugaveg 19. Sími 50íi.
Þar eru best bókakaup. — ódýrust allskonar ritföng.
Heildsala. Smásala.
SkiftafunÖur
í þrotabúum kaupmannanna Sigurjóns og Einars Pjeturssona, sem
rekið hafa sem ábyrgir fjelagar verslun hjer í bænum með firma-
nafninn „Sigurjón Pjetursson & Co.“, svo og klæðaverksmiðjuna
á Álafossi, verður haldinn í bæjarþingstofunni þriðjudaginn 10. þ.
m. kl. 10 árd. Verða þar teknar akvarðanir um meðferð eigna og
útistandandi skulda búanna o. fl.,
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 3. apríl 1923.
Jóh. Jóhannesson.
Dagbófc.
I. O. O. F. 104468%. — I. e.
Guðspekifjelagið: Septímufundur í
kvöld kl. 8y2- Efni: Skapgerðarlist
(IV. kafli).
Smávegis missögn hafði slæðst inn
í þingtíðindin í gær, þar sem sagt
var frá umr. um frv. um rjett og
skyldur hjónabands og sagt að frk.
I. H. Bjarnason hefði verið fram-
sögumaður, en það var Jón Magnús-
son, en I. H. B. talaði þar á eftir,
og er þetta hjer leiðrjett eftir ósk
hennar.
Hjónaefni. Ungfrú Ása Briem,
dóttir Sigurðar póstmeistara og
Jón Kjartansson full.trúi, hafa nýver-
ið opinberað trúlofun sína.
»
Af gjöfum þeim, er Morgunblaðið
veitti móttöku í f. m. til fátæku
hjónanna hjer í bænum, liefir gleymst
að geta um kr. 28.15 frá Dýravermd-
unarfjelagi Islands.
Við áður auglýstar gjafir til fá-
tæku hjónanna kr. 178.00 hefir bæst
frá R. kr. 10,00' og frá K. L. G. kr.
10.00.
Hljóðfæraskólinn. Kensla er nú aft-
ur byrjuð í hljómskálanum við
tjörnina. Nýir nemendur verða tekn-
ir, og geta þeir snúið sjer annað-
hvort til O Böttchers, sem er að
hitta suður í skála á kvöldin, eða
til Póls ísólfssonar, Kirkjustræti 4.
Kaup Hæstakaupstaðarins á ísa-
firði, sem frá var sagt hjer í blað-
inu í gær, hafa verið deilumál 'þar í
kaupstaðnum að undanförnu, með því
oð borgaraflokkurinn þar telur það
óráð, að bærinn ráðist í svo stórt
fyrirtæki, sem þar er um að ræða,
cn hann er nú í minnihluta í bæjar-
stjórninni. Brjefritari sá, sem skýrt
hefir frá þessu máli hjer í blaðinu,
er sýnilega kaupunum fylgjandi, en
Morgunilaðið málinu of ókunnugt til
þess, að það geti nokkurn dóm á
það lagt, eftir eigin þekkingu. Nú
hefir það fengið. þær upplýsingar, að
margir af bestu og nýtustu borgur-
um ísafjarðar sjeu kaupunum and-
vígir.
Sá guðrækni í Alþ.bl. er enn á
villigötum. Ef hann vildi líta í sögu
Íslands frá árinu 1000, mundi hann
geta sjéð, að einmitt það var þá
gert með lagaboði, sem hann hyggur
að ógerlegt sje. Líka mætti benda
honum á það, að ummæli hans um
óhelgi eignarjettarins eru ekki aðeins
í ósamræmi við stjórnarskrána, held-
ur líka í ósamræmi við „guðs lög“,
þ. e. 7. boðorðið, sem hann þó vafa-
lanst hefir lesið fyr á árum. — Taki
hann nú pennann enn, heilla-karl-
inn, og segi okkur, hvernig hann
skilur 7. boðorðið.
Signe Liljequist, söngkonau finska,.
sem áður hefir verið getið hjer í blað
inu, hefir nú afráðið að koma hingað
í vor og halda hljómleika. Kemur
hún hingað í byrjun maí.
Hljómleikar próf. Sveinbj. Svein-
bjömsson verða haldnir í Hafnar-
firði annað kveld. Eiga Hafnfirð-
ingar þar von góðrar skemtunar, er
þeir munu fjölmenna á.
Dagskrá Ed. í dag:
1- Frv. til 1. um rjettindi og skyldur
hjóna; 3. umr. 2. Frv. til 1. um vita-
byggingar; 3. umr. 3. Frv. til 1. um
atvdnnu við vjelgæslu á ísl mótor-
skipum; 3. umr. 4. Frv. til 1. um heim
ild fyrir ríkisstjórnina til að banna
dragnótaveiðar í landhelgi; 3. umr.
5. Frv. til 1. um viðauka við 1. nr.
33, 27. júní 1921, um lífeyrissjóð
barnakennara og ekkna þeirra; 3.
umr. 6. Frv. til 1. um takmörkun á
húsaleigu í kaupstöðum landsins;,
frh. 2. umr.
Dagskrá Nd. í dag;
1. Till. til þál. um innlenda baðlyfja-
gerð og útrýmingu fjárkláða; síðari
umr. 2. Frv. til 1. um viðauka við lög
um vegi, 22. nóv. 1907, nr. 57; 3.
umr. 3. Frv. til stjórnarskipunarlaga
um breyting á stjórnarskrá konungs-
ríkisins íslands, frh. 2. umr. 4. Frv.
til 1. um breytingu á samkomutíma
reglulegs alþingis; 1. nmr. 5. Frv. til
1. um útsvarsskyldu vatnsnotenda; 1.
umr. 6. Frv. til 1. um breyting á L
ur. 41; 1. um. 7. Frv. til jarðræktar-
laga; frh. 1. umr. 8. Frv. til hafnnr-
laga fyrir Siglufjörð; 1. umr. (Ef
deildin leyfir). 9. Frv, til !. um
breyting á 1. nr. 43, um varnir gegn
berklaveiki; 1. umr. (Ef deildin leyf-
ir). 10. Frv. til 1. um breyting á 1.
nr. 43, um varnir gegn berklaveiki;
1 umr. (Ef deildin leyfir).