Alþýðublaðið - 29.12.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ i ,mur út á hverjum virkum degi. XTgrelðsia f Alpýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frA ki. 9 árd. lil kl. 7 siðd. Shrifstofa á sarna stað opin kl. 9»/*—lOVs árd. og kl. 8-9 síðd. Símar: 988 (aigreiðalan) og 2334 {skrifstofan). Verðiag: Askriitarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan (i sama húsi, simi 1294). Ákvæðisvinnao við Landspitalann [og Þjóðleik- hússgrunninn. Frásögn Þórðar Guðmundsson- ar og félaga hans. Þórður Guðmundsson, Va di- mar Stefánsson og Sveinn Jóns- ^son komu að máli við ritstjöra AJþýðublaðsins í fyrra dag og báðu þess getið, að mishermi hefði slæðst inn í frásögn Al- pýðublaðsins 21. p. m um ákvæð- isvjnnuna við Landssp'talann. Þeir, sem verkið tóku að sér, hefðu eigi verið „tveir“, heidur fjörir, þ. e. þeir þrír og Sigur- björn Jöhannesson, vininan hefði eigi verið „moldarvinna" eiin- göngu, heldur cinnig vegagerð og fleira þess háttar, og verkamenn- irnir 12—20, en eigi 9—10, og hefðu þeir, sem lengst unnu, haft um 14 vikna vinnu. — Hitt, sem auðvitað er aðalatriðið, að þeir hefðu eigi greitt verkamönnunum nema eina krónu um timann, eða 20 aurum lægra en lágmarks- kauptaxti „Dagsbriúnar“ ákveður, viðurkendu þeir rétt að vera, en kváðu ástæðuna til þessa vera þá, að upphæðin, sem þeir fengu fyr- ir verkið, hefði eigi hrokkið tií að greiða hærra kaup. Enga skrif- lega samninga kváðust þeir hafa gert við verkamennina. — Enn fremur báðu þeir þess getið, að það væri ekki „sömu mennirn- ir“, sem hefðu tekið að sér í á- kvæðisvinnu að grafa fyrir Þjóð- leikhúsinu; þr[r þeirra hefðu að yísu gert tiiboð, hver í sínu lagi, en tilboði Þörðar hefði verið tek- ið og hindr síðan gengið inn í þáð með honum og einnig þeir aðrir verkamenn, sem þar vinna. Ekki kvaðst Þörður hafa gert samning við verkamennina um að þeir taki að sér verkið tneð honum í ákvæðisvinnu, heldur hefði að eins talast svo til með þeim. Viðtal við formannDagsbrúnar. Ritstjórinn átti síðan tal við formann Dagsbrúnar, Héðinn Valdimarsson, Förust honum orð á þessa leið: Það má vel vera, að þeir hafi verið fjórir, en: ekki tveir, sem tóku að- sér vinnuna við Lands- spítalann, og að það hafi ekkí verið moldarvinna' eingöngu, en það skiftir vitanlega engu máli. Hitt er aðalatriði málsins, að verkametinirnir fengu ekki út- borgað nema eina krónu uin tím- ann í stað kr. 1,20, en nokkrir þejrra hafa sagt mér, að þeir hafi átt að fá eftirstöðvarnar þeg- ar ákvæðisvinnan yrði gerð Upp, því að auðvitað ætluðust þeir til þess, að þeir fengi venjulegt kaup. En þessar eftirstöðvar hafa þeir enn ekki fengið. Auðvitað hafa þeir óskertan kröfurétt sinn til fulls kaups, þótt vinnustöðv- uninni við Þjóðleikhússgrunninn hafi verið aflétt, og geta að sjálf- sögðu látið bæjarfógetann inn- heimta það, sem á vantar, eins og hver önnur ögoldin vinnulaun. Þessir menn, sem verkið tóku að sér, eru allir ými-st í „Dagsbnún“ eða Sjömannafélaginu og því verra er það, að þeir skuli hafa gerst til þess að brjöta samþyktir verklýðssamtakanna. Annars hefi ég heyrt, að þeir hafi fengið all- verulega uppbót fyrir vinnuna. við Landsspítalann, en um það veit húsameistari betur. Viðtal við Guðjón Samúelsson. 'Pá hringdi ritstjórimn upp Guð- jón Samúeisson húsameistara. Já, það er rétt, þeir voru fjórir, sem tóku að sér vinnuna við Landsspítalann. Þórður Guð- mnudsson og þrir aðrir — sagði Guðjón, en það sýndi sig svo að segja strax, að tilboð þeirra var á engu viti byggt, heldur gert alveg út í loftið, það var" svo lágt, að þeir hefðu hlotið að stör- tapa á því. Tilboð þeirra var kr. 8500.00, en auk pess fengu peir uppbót, kr. 3663, og prátt fyrir pað hafa peir ekki enn lokið við verkið til fuils. Um vinnuna við Þjöðleikhúss- grunninn er það að segja, að til- boðjð, sem gengið var að, kr. 1,80 pr. ten.met., var frá Þörðij Guðmundssyni e'num, en hann hefir sagt mér, að verkamennirn- ir, sem vinma þar, verði nú í fé- lagi við sig um verkið. Saga máisins er þá þessi: Þörð- ur Guðmundsson og þrír merm með honum taka að sér í -ákv-æð- isvimnu í haust vinnuna við Landsspítalann fyrir 8500,00 kr. Tilboðið er á engu viti byggt, enda kemur það í ljós, að menn- irnir hljóta að stórtapa á þvi. Þeir fá 3600—3700 króna upp- bót, en þrátt fyrir það borga þeir ekki verkamönnum sínum nema eina króniu um tímann, þótt þeir sjálfir séu í verklýðsfélög- um og lágmarkstaxti Dagsbrún- ar sé kr. 1,20; verkinu hafa þeir heldur ekki lokið til fulls. Síðan tekur einn þessara man-na að sér aninað verk fyrir hið opinbera, að grafa fyrir Þjóðleikhúsinu, og segist nú hafa tekið í féLag við sig um þá ákvæðisvinnu alla þá verkameran, sem þar vinna. Ef þetta tilboð hans hefði. verið á álíka miklu, eða réttara sagt litlu, viti byggt og tilboð hans og fé- laga hans í vinnuna við Lands- spítalantn, þá hefði kaup verka- mannanina orðið um 70 aurar um timann. Sjálfsagt var því af Dagsbrún að skerast í leikinn og stöðva vinnuina þar til vi-ssa væri fengin fyrir því, að verkamemn- irnir bæni úr býtum að mS-nsta koisti sem svaraði kauptaxta fé- lagsins, þar sem reynsla var feng- in fyrir því, hver útkoman hcfði orðið í haust í ákvæðisvinnu Þörðar. Þegar svo búið var að fá vissu fyrir því, að verkamenn- irnir bera nú úr býtujm heldur imeira en sem svarar lágmiarks- taxta, var yiranustöðvunmni Iþtt af. Ákvæðisvinna, sem er svo lágt borguð, að verkamenn ná ekki venjulegu kaupi með sæmilegum, vinnubrögðum, er kauplækkun-, kauplækk'un og ekkert annað, hvort sem verkamennimir taka hana að sér allir í félagi eða einn eða fáir menin, sem síðan greiða hinum kaup eftir þvi, hver útkoinan verður. • Verkalýðurinn verður að gæta sín vel fyrir öllum slíkum kaup- lækkunartilrauuum. Félög h-ans verða isífelt að vera á verði'. Kauptaxtinn kemur að litlú haldi, ef hver og einn getur óhindi'aður tekið að isér ákvæðisvinnu og fengið menn til að vinna haraa, án þess að nokkur trygging sé fyrir því, að fjárhæðin-, sem hanin fær fyrir verkið, nægi til þess að greiða verkamönnunum venju- Iegt iágmarkskaup, eða verktak- inn sjálfur geti greitt það, sem á kamn að v-anta. Samþyktir verkiýðsfélaganna erú sama sem Iög fyrir félags- mennina. Þeim ber fyrst og- fremst að halda þeim í heiðrá. Bœiarstjórnarkosnma i Vestmannaeyium. Bæjarstjörnarkosning á að fara fram í Vestman-naeyjum 12. jan. Ur bæjarstjórninni ganga: ísleif- ur Högnason kaupfélagsstjöri af Alþýðuflokksmönnum, Jóhanin Þ. Jósefsson og Sigfús Scheving af íhaldsmönnum. 1 kjöri verða: Á lista Alþýðuflokksins: ísleifur Högnason, Þörður Ben-ediktsson verzluinar- maður, Sigurjön S-igurðsson sjómaður. Á Iista íhaldsmanna: Jóhann Þ. Jösefsson, Ólafur Auðunsson út- gerðarmaður og Sigfús Scheving •skipstjóri. Togararnir. „Baldur“ kom af.veiðum í gær með 1000 kassa ísfiskjar og fór til Englands með aflann. Einnig kom „Skallagrímur“ af saltfisk- veiðum með um 100 tunmur lifr- ar. Samtðkin. Mðinprlaust að fara i at- vinnuleit til Vestmannaeyja. Eins og kunraugt er, hefir hörð launadeila staðið yfir undanfarið milli sjómanna og útgerðarmairana í Vestmannaeyjum. Engar sættir hafa náðst enn þá og ekki lítur út fyrjr að þær náist. — Útgerð- íúrmemi hafa reynst mjög öfúsir til að láta að kröfum sjómanna og sjómenn vilja ekki slaka til í neinu á kröfunum. Stjómendur Sjömannafélagsins i Vestmanna- eyjum hafa því beðið Alþýðublað- ið að tilkynna það, að engum sjómanni þýði að koma til Vest- mannaeyja í atvinnuleit fyr en samkomulag hafi náðst. — Sjö- mannafélagið hefir ákveðið að láta ekki af kröfum sínum, og mun. það því varna því, að nokkr- ir bátar byrji sjösökra áður en kaupkröfur þess hafa verið viöur- ken-dar af útgerðarmönnum. Mun það þegar í stað tilkyrana verk- lýðsfélögunum, ef samkomulag n-æst cða aðk-omumönnuim tjáir að koma þaragað í vinnuleit. VerblíðsfélaB Patrehsfjarðar. Lágt kaupgjald — engar pen- ingagreiðslur, — hátt vöruverð. Svona hefir ástandið verið á Pat- reksfirði til þessa. Hvers veg-na ? Af þVí að verkalýðssamtök hafa þar engin verið. Af því að aðal- atvinnurekandinn og kaupmaður- ánn, Ólafur Jóhaninessora, hefir verið svo að segja eiraiiáður þar um kaupgjald og vöruverð. Kaupgjald karla hefir verið þar 80 aurar um tfrraann í dag- vin-nu og kr. 1,20 í eftir-, raætur- og helgidaga-vinnu, en kvenna 50 og 75 aurar. En jafravel þetta lága kaup hefir ekki fehgiist gredtt í pen-ingum, þrátt fyrir skýlaus ákvæði gil-dan-dá laga um viku- legar kaupgreiðslur, heldur hafa vinnulaunin verið færð í við- skiftareikninga verkafólksins, og það síðan orðið að taka út á þau vörur með því verði, sem kaupmanninum, þ. e. atvinnurek,- andanum hefir þóknast að setja á þær. Má heita, að pen-ingar sjá- ist ekki í þorpinu. I haust stofnaði Halldór Ólafs- son verklýðsfélag á Patreksfirði. Hefdr félagið dafnað ágætlega; meðlimir eru nú orðnir 112 og bætast nýir við á hverjum fundi. Býzt stjórnin við, að meðlima- talan komist upp í 150—160 í vetur, og verður þá svo að segja alt verkafólk í þorpinu komið' í félagið. Þorpsbúar eru milli 5 og 6 hundruð. Enn þá eru í fé- laginu öskiftu verkameran, verka- konur og sjömenn, en í ráði er að stofna sérstaka deild fyrir sjó- meran á raæstunrai. Nýlega hefir félagið' kosið samraingaraefnd, 5 -manna, og hefj-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.