Morgunblaðið - 11.11.1923, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
SjóYátryggingarfjelag Islands h.f.
Eiiuskipafjelagshúsinu. Reykjavík.
Sfmar: 542 (skrifstofan), 30 9 (framkv.stjóri).
Sfmn „Lnsurance“.
Allskonar sjó- og stríðsvátryggingar.
ZIZZI Alislenskt sjóvátryggingaríjelag, ........ ..
fiuergi betri og áreiöanlegri uiðskifti.
Heimilið.
Svo komum við inn í litla stofu.
Þar eru tvö þokkaleg og vel um
búin rúm, annað handa henni og
hitt handa börnunum; þau soia
þar þrjú, tveggja- og fimm til
sex ára. Gamall legubekkur er
hafður handa drengjunum tveim-
ur, 8—-10 ára gömlum. Hengilampi
hangir á krók yfir borðinu; á því
stendur saumavjel. Kommóða er
þar og setukista og tveir stólar.
Eldhúsdyrnar eru opnar og það-
an leggur sætan kaffi-ilm inn i
stofuna.
Konan sjálf virðist vera hálf-
fertug að aldri. Hún er mögur og
þreytuleg, en einkar-lagleg, fátæk,
en prúð í framgöngu. Hún starir
á mig dálítið hissa.
Sögulok.
Björgunarsystirin segir henni
þá: pað er kona, sem hefir verið
með mjer allan síðasta sólarhring-
inn, af því hana langar til að
skrifa um, hvernig það er hjerna
— í djúpi örbyrgðar og siðspil]-
ingar! Og nú hefi jeg haft hana
með mjer, Kristín, til þess að hún
geti sjeð, að hjer er von og ljós
— einnig að því er starf vort
Gróði Henry Ford.
Eftir ófriðinn kvarta flest iðnaðar-
iyrirtæki heimsins undan erfiðum á-
stæðum. Stórgróðafregnir stríðsár-
anna hevrast ekki framar, og öll
gróðaæfintýri þeirra tíma heyra sög-
unni til.
Undantekning í þessu efni eru bif-
rciðaverksmiðjur Henry Fords, par
ske enn hin ótrúlegustu stórgróða-
undur, eins og sjá má af síðasta árs-
reikningi fjelagsins fyrir árið 1. júlí
1922 til jafnlengdar 1923.
A þessu ári smíðuðu verksmiðjurn-
ar 1.834.000 vagna, og er það mesta
framleiðsla, sem nokkurntíma hefir
verið hjá Ford. Árið áður var xram-
kiðslan 1.080.000 vagnar. Tekjuaf-
gangur verksmiðjanna var 124 milj.
dollara, eða um 800 miljón ísl krón-
ui. En hlutafje fjelagsins er ekki
r.ema 17 miljón dollarar, og hefir
því gróðinn orðið sjö sinnum meiri
en hlutafjeð. Árið áður var gróðinn
þó enn meiri, þrátt fyrir ininni fram-
Itiðslu, eða 135 miljónir. Yeltan hefir
síðastliðið ár aukist úr 409 upp í
597 miljónir dollara, bókfært verð
verksmiðjanna úr 121 í 221 milj.
dollara; fvrirliggjandi vörubirgðir
úr 56 í 108 miljónir og eign í sjóði
úr 146 upp í 211 miljónir dollara.
Skuldir verksmiðjanna eru 70 milj-
ónir dollara.
SK Ný efni J£
— með hverri ferð.—
I flokks saumastofa
klæðakeri
Halldór Hallgrimsson.
Anöersen & Lauth,
Austuratræti 6.
Borgarinn,
vikublað gefið út í Hafnarfirði
óakar eftir augiý8ingum frá Reyk-
vik8kum auglýaendum.
Islands
Auaturat.’æti 17, veitir auglýa-
ingum móttöku er í Borgarann
eiga að fara.
eitt af elatu og áreiðanleguatu
vátryggingarfjelögum Norður-
landa, tekur húa og allskonar
muni í brunatryggingu
Iðgjald hvergi lægra.
Aðalumdoðamaður fyrir ísland er
Sighvatur Bjarnason.
Amtmannsatig 2.
Húamæður! Slítið ekki eld
húsáhöldum yðar með því að rífa
þau með sandi, kaupið heldur
„ A s k o s “
aluminium fægiduft.
í heildsölu hjá:
A. J. Berteisen.
og var, að jeg væri ástfanginn af
henni og vildi eiga hana- Og þau
grjetu af gleði. Og í fyrstunni fór
alt ágætlega. Yið eignuðumst ann-
an drenginn þarna; hún ljet sjer
lítt ant um hann, jeg tók eftir
því. En hún var nú líka ung þá,
ekki fullra 19 ára. Hún fór iðu-
lega heim til foreldra sinna og
kom þaðan í nýjum fatnaði góð-
um. Jeg hugsaði ekkert út í það
þá, enda þótt það væri ekki beint
eftir henni móður hennar, að gefa
henni silkisokka og skó eftir því
og fleira þess háttar. Mjer þótti
bara vænt um það, því atvinnu-
leysið var mikið og jeg gat ekki
látið hana fá slíkt og þvíl., og ekki
gat hún með öllu án þess verið.
Nú veit jeg betnr, hvaðan hún
hafði þetta; og fyrsta mánuðinn
sem hún gekk með minni dreng-
inn þarna, £>á fór alt að fara út
urn þúfur. Eitt kvöldið hitti hún
svartan formann úti á Vesturbrú
og hjá honum var hún í fjóra
daga. En svo hafði hann orðiðfull
ur og barið hana og þá kom hún
heim. Jeg grjet engu minna en
hún, og hugsaði til þess, að hún
1.-.
væri eigi kona einsömul, og þegar
þær eru í því ástandi, þá verða
þær oft svona undarlegar. Og svo
hjet jeg að gleyma þessu, ef hún
bara vildi vera heima hjá Kaí
litla, og mjer og bíða þess, að
hinn drengurinn fæddist. Og jeg
held líka, að ekkert hafi í skorist
á þeim tíma.
En svo gekk atviimuleysið fram
úr öllu hófi, en Maríanne eyddi
miklu. Svo fórum við á húsnæðis-
skrifstofuna, og fluttum svo í
þessa einu stofu. Og nauðsynleg-
ustu húsgögn Eöfðnm við líka þá.
En svo komst jeg einusinni á
snoðir um það, að jeg gæti feng-
ið atvinnu upp í hjeraðinu, og 80
krónur á viku í kaup. Og auðvit-
að fór jeg þangað. Og Maríanne
grjet af fögnuði; nú var hún
reglulega búin að kenna á því
hvað það er, að hafa tómar hend-
ur tvær; hún kvaðst skyldi ann-
ast börn og bú sem best, meðan
jeg væri að heiman. Nú er jeg
búin að vera missiri að heiman
og sendi henni 50 kr. á viku
hverri. Og svo sendir hún mjer
brjefspjald og sagði, að ekki væri
hörgull á neinu þeirra. Þá það.
Jeg var glaður, þáð var jeg, enda
þótt jeg ætti fult í fangi með
að komast af með 30 krónur fyrir
fæði og húsnæði.
En svo var mjer sagt í kvöld,
ao vjelin þyrfti aðgerðar og ekki
yrði unnið í fjóra daga, þar sem
jeg var. Og þá hugsaði jeg mjer
aö bregða mjer heim og líta til
konu og barna. Jeg kom með síð-
ustu lestinni urn lli/g leytið. Og
þá kom jeg að þessu reiðileysi!
Og kona, sem jeg hitti á tröpp-
unni, sagði mjer, að svona hefði
Ifún hlaupið frá börnunum á
hverju kvöldi, alla þá tíð, sem jeg
hefi verið að heiman, hafi haft
hvítan refskinnssmokk um hálsinn
og verið í nýjum göngubúningi
og haft Paradísarfugl á hattinum,
og að hún sje trúlofuð bílstjóra
einum, sem sje annars á ferð-
inni á Vesturbrú og komi aldrei
heim fyr en að morgni. Nú
þagnaði hann og situr og rær
sjer fram og aftur. Alt í einu
rjettir hann sig upp og segir:
— Jeg vil finna þau, og þrífur
oían í bakvasa sinn; hjerna hefi
.jeg skammbyssu. .. Síðan sprett-
ur hann upp svo að stólgarmur-
iim veltur um, og þeytist langt
fram á gólf, og svo hleypur hann
á dyr. Björgunarsystirin æpir af
ótta og hleypur á eftir honum,
til að aftra honum. En hann er
þegar búinn að skella hurðinni
aftur á eftir sjer, svo að brakar
í, og við heyrum hann hlaupa
niður þrepin.
Löng, löng næturvarðartíð! Á
hverrar hálfrar stundar fresti seg-
ir lautinantinn við mig: Yiljið
þjer nú ekki heldur fara? En jeg
hristi höfuðið við því, og vil enda
sólarhringinn. Og svo sitjum við
þarna, hver á sínum stól, sitt
hvoru megin við matfitugt borðið,
hún með litla drenginn veika, í
keltu sinni, sveipaðan í ábreið-
unni, en jeg aðgjör'ðalaus, sokk-
inn niður í hugsanir mínar, hryll-
andi við þeim heimi, sem jeg er
nú búinn að hafa nokkra nasa-
sjón af.
Nú var dautt á lampanum og
farið að lýsa af degi á gluggan-
um. Fyrir honum var ekki önnur
skýla en gamalt og upplitað pils.
Nú heyri jeg þungt fótatak á
þrepinu Við litum hræddar hver
4 aðra og datt hið sama í hug
háðum.
— Ætli það sje morðingi, mann-
drápari, sem kemur nú innan
stundar inn úr dyrunum?
Svo er hurðinni hrundið npp
og hann hendist \inn grár og út
íir af svefni — en undarlega hljóð
ur. Björgunarsystirin lítur til
hans með angistarfullu, spyrjandi
augnaráði.
— Nei, segir hann, og hristir
höfuðið. Jeg þeytti byssunni í
höfnina. Mjer kom í hug litlu
drengirnir mínir heima. Nú eiga
þeir enga móðir framar, en föðnr
sinn skulu þeir eigi missa- Svo
hnígur hann klökkvandi fram á
borðið.
Björgunarsystirin leggur hönd
á herðar honum:
— Nú förum við, segir hún
hóglega, en við komurn bráðum
aítur. Jeg skal sjá um, að litlu
drengirnir yðar komist á barna-
hælið Gentofte, þangað til þjer
eruð búinn að koma öllu í lag.
Heimboðið.
Svo lokum við hljóðlega hurð-
inni á eftir okkur. Á tröppunni
m.ættum við Violu. Hún átti að
spyrja frá mömmu, hvort við vild-
um ekki þyggja kaffibolla.
— Nú komum við, sagði lautin-
antinn og kinkaði kolli, en Viola
hleypur himinglöð til móður sinn-
ar, en systirin víkur sjer að mjer
og segir:
— Það er ekki til þess að
drekka kaffi, segir hún. Það er
regla okkar að neyta aldrei neins
á þeim heimilum, þar sem við
komum- En jeg vil að þjef klykk-
ið út þennan dapurlega dag með
því að sjá manneskju, fjölskyldu,
sem vjer höfum raunverulega
hjálpað, lítið, farsælt heimili, sem
við björgunarsystur megum gleðj-
ast yfir, sem ávexti af starfi okk-
ar. —
Konan þarna inni á 5 börn.
Maðurinn hljóp frá henni íyrir
tveimur árum; hann var öltapp-
ari. Hún bjóst þá við sínn síðasta,
en hafði ekki viljað biðja nokk-
urn mann hjálpar, heldur heldur
hafði ofan af fyrir sjer eftir
megni með þvottum og öðru sem
til fjell, auk þess sem hún hafði
greitt alt, sem hún gat án verið
og meira en það. Þegar barnið
fæddist, hafði hún ekki peninga
nema rjett handa ljósmóðirinni,
að einni krónu undantekinni. Þá
sendi ljósmóðirin okkur orð. Hjer
var ógurleg fátækt, en hreinna
og þokkalegra en vant er að vera
í þessháttar híbýlum. Börnin voru
að mestu fatalaus, og alt stagað
og bætt, sem þau voru í. Sjálf lá
hún á dýnu 4 gólfínu með ný-
fædda barnið. Hún var ógn ráð-
þrota og örvæntingarfull. Hvernig
átti hún nú og smælingjamir 5
að komast yfir þessa daga, sem
hún þurfti til að leggja, og gat
hvorki útvegað sjer eitt eða ann-
aí. Svo hjálpuðum við henni þessa
daga og útvegnðum henni svo.
vinnu. Hún fjekk saumavjel, og
nú saumar hún, einkum fyrir okk-
ur, bláu baðmullarkjólana og
hvítu forklæðin, sem við höfum,
þegar við erum að verki. Hún er
fátæk, 'en hún er ánægð. Hún hef-
ir nóg að bíta og brenna, eða til
hnífs og skeiðar, þótt mörgum
mundi þykja það skorinn skamt-
ur. Þau svelta ekki, og þau þurfa
ekki beinlínis að krokna í kulda.
srertir.
•— Já, það er satt, segir Krist-
ín, og setur kaffikönirana frá sjer
á borðið. Þessari konu er óhætt
að skrifa, að mörgum, mörgum
manneskjum hafi verið hjálpað
upp úr djúpinu af Hjálpræðis-
hernum. Og að vjer, sem bjargast
böfum, getum aldrei þakkað
björgunarsystrunum það, sem þær
hafa gert fyrir oss.
Ellen Duurloo.
------o-------
Kornframleiðslan.
Síimkvæmt skýrslum alþjóða land-
liúnaðarstofnunarinnar í Róm síðast
í september, ern horfur á því, að
kornuppskera heimsins verði með
ireira móti í ár. Hvað hveiti snertir
voru skýrslur komnar frá öllum lönd-
um Evrópu nema Rússlandi, og útlit
fyrir 5.9 miljón smálesta meiri upp-
skeru meiri uppskeru en í fyrra, eða
21% hærri. í Norður-Ameríku er
talið að uppskeran verði lík og í
ivrra, og á suðurhveli jarðar er bú-
ist við betri uppskeru. — Rúgupp-
skeran er talin að verða 3.7 miljón
smálestum eða 22% meiri en í fyrra
í Evrópu, en dálítið minni í Norður-
Ameríku. — Uppskera bafra er áætl-
iV5 15% meiri og maísuppskeran
raiklu meiri en fyrra ár. Ýfirleitt er
vænst miklu meiri kornframleiðslu
en fyrra ár í Evrópu, en í Ameríku
líltrar uppskeru og áður.
---------o-------
0
Hitt og þetta.
Flugslys.
Franski flugmaðurinn Maynerol,
sem frægur er orðinn fyrir ýms af-
rek, þar á meðal að bafa sett heims-
met í flugútieldni á svifflugi í Eng-
lnndi í fyrra, hrapaði af flugi í
fyrri hluta októbermánaðar, og beið
bana af. Að morgni 13. okt. hafði
hnnn sett nýtt franskt met í hæðar-
flugi. Sama daginn seinni partinn
royndi hann að endurbæta þetta met,
cu þá bar slysið að höndum. Vjelin
hrapaði til jarðar og Maynerol and-
aðist samstundis.
Silfursmyglun.
Undanfarin ár, eftir að gengi j
siensku krónunnar varð miklu hærra
en binnar dönsku, hefir mikið kveðið
að því, að silfurpeningum — einkum
smápeningum, því aðrir eru varla í j
urnferð — væri smyglað frá Dan- j
mörku til Svíþjóðar. Hefir smvglun
þessi haldið áfram íþrátt fyrir boð
og bann og sjerstakt eftirlit yfirvald-
anna, og margar miljónir króna hafa
borist til Svíþjóðar með þessu móti. ,
Til dæmis um hve mikil brögð hafi
verið að iþessu má nefna, að nýlega
var dæmdur smyglaraflokkur, sein
sannast hefir á, að' flutt hafi um hálfa
miljón króna yfir Eyrarsund. Tveir
aðalmennirnir sátu í fangelsi þegav
dómurinn var kveðinn upp og fengu
þeir sex mánaða fangelsi.
o-