Alþýðublaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Kaupfélag Reykjavikur (gamla Landsbankannm) selur ódýra sumarfrakka 3 teg'undir. Opið bréf til rektors Geirs T. Zoéga. Um Ieid og eg fer alfarinn úr mentaskólanum vildi eg senda yð- ur kveðju mína og þakka yður fyrir samveruna. Einnig vildi eg þá með fám orðum lýsa viðkynn- ingu þeirri, sem eg hefi haft af yður og skólanum þann tíma, er eg dvaldi í lærdómsdeild hans, og hygg eg rétt að þjóðin hlýði á, því að henni er málið skyldast. Eftir þeirri viðkynningu, er eg hefi af skólanum, hlýt eg að álíta, að aðalgalli hans sé skortur á góðu samkomulagi milli einstakra kennara og nemenda, en gott sam- komuiag getur ekki orðið, meðan samlíf kennara og nemenda vantar alla þá hreinskilni og réttlæti, er fræðsla verður að grundvallast á. Sem dæmi þeirrar hreinskilni, er nemendum er sýnd, má nefna framkomu yðar, hr. rektor, við þá fjörutíu og sjö nemendur lærdóms- deildarinnar, er í vor sendu menta- máladeild álitsskjal um endurbæt- ur á skólanurn. Yður var, eins og kunnugt er meðal nemenda, kalt til skjals þessa og létuð það óspart f ljósi við einstaka nemendur, að þeir sýndu þar ósvífni og ókurteisi og bæru út ósannindi um yður og kennarana. Hví töluðuð þér eigi við þá op- inberlega á skólafundi, eða veitt- uð þeim áminningu, ef þeir hafa til þess unnið? Hvort var það af því, að þér treystust eigi til þess að ósanna nokkurt atriði greinarinnar ? Eg var einn þeirra fimm nem- enda, er skipuðu nefnd þá, er út- bjó áminst skjal. Þótti mér það kynlegt af manni í yðar sporum að láta slfkt ummælt, sem þér lét- uð um mig við ýmsa menn, nfl. að þér slcilduð ekki í manni eins Og mér, er hefði lágar einkunnir, að skifta sér af slíkum málum. Hverju skifti þótt einkunn mín væri lág, og hvað má segja um slík orð frá manni í yðar stöðu? Eg vil í sambandi við þetta minnast á framkomu yðar við mig í vor í prófsbyrjun. Kennarar höfðu komið sér saman um, að þér lét- uð mig vita fyrir prófið að vetr- areinkunn mín væri of lág til þess að eg fengi að ganga undir vor- próf. En þér dróguð það og hefði eg efalaust byrjað á prófi ef einn kennaranna hefði eigi af góðvilja sagt mér hvar komið var, án þess þó að honum bæri skylda til, en þér fundust þá hvergi. Af þessari breytni yðar í minn garð verð eg að álykta, að þér hafið sýnt mér meiri lítilsvirðingu en öðrum, sem líkt hefir verið á komið fyrir, með því að ætla að láta mig ginnast til þess að byrja á prófi, svo háðung mín yrði að meiri. Um framkomu yðar við mig, er eg kvaddi yður nokkrum dögum síðar, skal hér eigi fjölyrt, þó vil eg geta þess að þér sýnduð það þá ljóslega, að þér eruð ekki mað- ur til þess að stjórna skapi yðar sem vera ber, þar eð þér vísuðuð mér á dyr, án þess að eg hefði nokkuð til saka unnið. Er þ*ð óhæfa, að þér, sem eruð æðsti dómari í skólanum, skulið þannig láta stjórnast af hug yðar til nem- enda. Eg skýt því undir þjóðardóm hvort slík breytni sé samboðin embætti yðar. Ef til vill hafið þér það yður til afsökunar, að framkoma yðar gagnvart rnér sé eigi eins dæmi, enda hefir mér og fleirum virst stjórn yðar á skólanum að mörgu leyti harla kynleg. Nemendur hafa kvartað undan kenslu og framkomu einstakra kennara, 'en þér hafið eigi sint því. Ætía mætti, að yður væri vel kunnugt um hvernig kenslu er hagað í einstökum námsgreinum og hvernig sambúð kennara og nemenda er f kenslustundum. En allir nemendur vita að svo er eigi. Þér hlustið aldrei á kennara er þeir kenna. Samt vitið þér, þótt þér viljið eigi við það kannast, að kennararnir eru menn sem aðrir og getur skjátlast, enda mun eng- um þeirra leitt að kannast við það. Virðast mætti, sem nemendur ættu eigi að þurfa annað að fara en til yðar til þess að ná rétti sínum, ef á hann er gengið. En þeir finna betur til þess en það verði lengur dulið, að þar eiga þeir tftt lítils réttar að leita. Eg ber það undir dóm þeirra manna, er fyr og sfðar hafa verið í skól- anum, hverju þér hafið til svarað, er þeir hafa borið sig upp við yður undan ruddaskap og ósvífni einstakra kennara í orði og verki, bæði í kenslustundum og endra nær. — Það er orðinn siður hér að láta gamla og farna menn sitja í ábyrgð- armiklum embættum f launaskyni fyrir fyrri dugnað. En það eru að réttu lagi yngri mennirnir, er hafa óeydda lífskrafta og skilja betur kröfur tímanna, sem eiga að sitja í þeim sætum, en ekki láta þá bíða þar til þeir hafa slitið kröft- um sínum annarsstaðar, Einna ljós- ast kemur þetta fram við menta- skólann, þar sem yngri og betri kennararnir bíða, en þeir eldri og þreyttari hafa mestu störfin á hendi. Það er t. d. alkunnugt að skóiinn á framúrskarandi stjórnsaman og duglegan mann, þar sem hr. Jón Ófeigsson er, sem hefir bæði hyllt og virðingu aiira nemenda sinna og skilur kröfur þeirra og anda. Myndi þjóðfélagið hafa mjög milt- ið gagn af því, ef þessi maður væri látinn njóta krafta sinna í æðra embætti, nú meðan þeir eru óslitnir. Jafnframt virðist sem koma mætti kenslunni betur fyrir en nú er. Það er t. d. einkennilegt að hr. Páll Sveinsson, sem hefir ást og virðingu allra nemenda sinna fyrir prúðmensku sína og lægni, skuli ekki vera látinn kenna meira í þeim málum, er hann hefir lagt stund á, en gert er. — i Eg hefi nú að nokkru drepið á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.