Morgunblaðið - 01.05.1924, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.05.1924, Qupperneq 4
Opinbert uppboö. / í dag 1. maí klukkan 1 eftir hádegi heldur áfram uppboð í Bárubúð. — Verða þar seldir ýmsir munir úr dánarbúi dr. Jóns porkelssonar svo sem: mahogniborð, legubekkur, útskorinn kistill 500 ára gamall, járnkistill, skrifborð, spegill með skáp, tauskápur, saumavjel, reið- týgi og fleira. — Ennfremur verður selt mótorhjól, grammófónn, hefilbekkir, pen'ngakassi (lítill), kaðall, skófatnaður, skósmíðavjel o. tfl. o. fl. Gjaldfrest á uppboðsandvirði fá þeir einir, seín reyndir eru að skilvísi og uppboðshaldari þekkir. Bæjarfógetinn í Reykjavík 1. maí 1924. Jéh. Jóhannesson. Alþlhgi. *ð fjörtjóni. Jeg krefst þess, að norska þjóðin sje eigi skömmuð og svívirt og borin brigslyrðum í opinberum blöðum, fremur en aðrar þjóðir, sökum lögbrota ein- staka Norðmanna hjer við land! Og jeg krefst þess af formanni Piskfjelags íslands, að* hann ininni svo mikla mannasiði, að liann eigi gei’i fjelagi sínu og |?jóð hneisu og mannorðshnekki jneð ósæmilegri framkomu opin- berlega gegn þjóð, sem íslend- ingar eru að semja við, og eiga dkkert sökótt við öðrum fremur. Jeg þykist þora að fullyrða, að lir. Kr. B. mundi t. d. alls eigi dirfast að kasta öðrum eins ókvæð isorðum að ensku þjóð.'nni og harm undantekningarlaust kastar hjer að Norðmönnum, þingi og stjórn — allri þjóðinni! Mjer þykir stórlega fyrir, stöðu hans vegna, að greinar hans skuli verða til þess að bera nafn for- tnanns Fiskifjelags fslands útum allan Noreg á þennan hátt! pað á fjelagið óefað alls eigi sk:Iið. Læt jeg þetta nægja sem inn- gang og almennar athugasemdir. Svar mitt mun jeg reyna að hafa eins stutt og frekast er unt, enda eru eigi rökin að hrekja hjá hr. Kr. B. Grein hans snýst nær öll nm það að kasta hnútum og ill- yrðum að mjer persónulega og svo Norðmönnum, en á sjálfumál- inu tekur hann með sviðnum góm- um. Jeg þarf eigi nema lítillega að rifja upp tilefnið til þessarar deilu. Nægir að benda á, að jeg ritaði grein í „Vísi“ fyrstu daga þessa mánaðar, í tilefni af snjallri, en mjög óvægilega harðorðri grein hr. Ólafs Thórs í Mbl. um kjöt- tollínn og fiskiveiðalöggjöfina. Tók jeg mjer þá fyrir hendur að skýra frá þeim atriðum málsins, sem mest hafa verið rangfærð hjer heima, og menn alment ófróð- astir um: 1. Að það sje alls eigi rjett að úrlausn kjöttollsins hafi strandað á mótþróa og samningatregðu Norðmanna (þings og stjóm- ar), og að því síður að þeir hafi dregið málið í því skyni að kúga oss íslendinga. Færði jeg gild rök að því, hvernig á þessum óheppi- lega drætti málsins stæði. 2 Að það sje eigi rjett, sem fullyrt hafi verið hjer heima, að fiskiveiðalöggjöf vor sje svo lík iöggjöf Norðmanna, að hún í engu fari lengra, heldur skemra en þar sje farið o. s. frv. Sýndi jeg þar einnig fram á með fullum rökum, að í einu aðalatriði (sölubanni) mundi löggjöf vor á þessu sviði fara Iengra en nokkur önnur á Norðurlöndum og víðar, og það svo langt, að orkaði tvímælis. — Taldi jeg þetta óheppilegt og við- sjárvert, eigi síst sökum þess, að nú þegar er fengin reynsla fyrir því, að löggjöf þessi getur ekki komið að tilætluðum notum, enda er Iiún brotin af íslendingum sjálfum opinberlega, án þess að nokkuð sje aðhafst. petta vóru aðalatriði greinar minnar, eins og menn muna, og við þeim hefir hr. Kr. B. ekki reynt að hreyfa með neinum rök- um. En hver eru þá vopn hans ? í raka stað reynir hr. Fiskifjelags formaðurinn að gera mig tór- tryggilegan í augum landa minna fyrir „Norðmannatilbe'ðslu“ ! — Jeg kannast fúslega við það, hvar sem er, að mjer er eðlilega hlýrra til norsku þjóðarinnar en nokk- urrar annarar þjóðar — að frá- tekinni minni eigin þjóð. En mannatilbeiðsla hefir aldrei glap- ið mjer sýn á kostum og löstum einstakTnga og þjóða. Eru þess- háttar aðdróttanir ljeleg vopn í opinberu máli. Og sje auk þess tilætlunin að gefa í skyn, að jeg sje lakur íslendingur af þessum ástæðum, þá eru vopnin eitruð og ósamboðm hverjum sæmilegum manni. En hættulaus eru þau eigi að síður, og mig bíta þau eigi! En mundi þá fremur hægt að telja hr. Kr. B. „óhlutdrægan“ í þessu máli sökum „Norðmanna- haturs“ ? Spyr sá sem ekki ve't. Og mun margur telja þá ástæðu fullnóga. Jeg ætla mjer alls ekki að fara í neinn mannjöfnuð við hr. Kr. B., enda er jeg honum alveg ó- kunnugur. En óhræddur legg jeg fslendingseðli mitt og innræti á sömu metaskálar og hann, og dæmir þá hvorugur okkar um úr- slitin. Persónulegum hnútum hr. Kr. j B. í minn garð læt jeg algerlega ósvarað, þar sem það snertir ekk ert málefnið. Og eigi mun jeg heldur eltast við allar staðleysur hans og meinlokur, þótt þar megi með meiri sanni segja það, er hann reynir að drótta að mjer, að það „dugi ekki að líða hr. H. Y. eða öðrum hans skoðanabræðr- um — ef nokkrir eru — að út- breiða þessa „hedögu einfeldni“ Jeg get vel sætt mig við það, að háttv. núverandi form. Fiski- fjelags fslands vilji hafa einka- leyfi á einfeldninni, þótt fyrir- j rennari hans berðist á móti einka- leyfum af öllu tægi. pykir mjer þó fyrir, að hann skuli flytja svona Ijelega vöru, því heilög er einfeldni hans ekki! Frh. Helgi Valtýsson. Bæjargjöld í. Vestmannaeyjum. Jóh. Jós. flytur frv. um að heim- ila að leggja gjald á lóð:r í kaup- staðnum, t’l þess að standa straum af kostnaði við hafnarmannvirkin. Upphæð gjaldsins er ekki ákveðin í frv. Efri deild. Afnám heimakosninga. pað frv. var afgreitt í gær sem lög frá Alþingi. Frv. um breytingar á þing- sköpum afgr. til Nd. Till. um skipulag á sölu sjáv- arafurða vísað til stjórnarinnar, eftir till. S. E., með 9:5 atkv. i Frv. um stofnun búnaðarlána- deildar vísað til 3. umr. I Neðri deild. Bæjargjaldafrumvarp var af- gre'tt sem lög eins og efri deild gekk frá því í fyrradag. Útsvarsskylda ríkisstofnana.Jör. B. og B. St. fluttu brtt. um að færa gjaldið aftur niður í 5% úr 8%. Tr. p. og atvrh. kváðust ekki þora að samþykkja þessa brtt., þar sem ekki væri víst, að frv. gæti þá orðið að lögum á þessu þingi. Jör. B., M. T. og Sv. Ó. mæltu með brtt., kváðust þeir síðarnefndu leggja minni áherslu á að frv. verði að lögum á þessu þingi, heldur en að gjaldið verði svo hátt. Vildi M. T. og bíða eftir dómi hæstarjettar í máli landsverslunar og bæjarsjóðs. En Jak. M. kvaðst vera á móti frv. jafnt fyrir því, þó að gjaldið verði 8%, þar sem stofnanirnar ættu að vera útsvarsskyldar sem at- vinnurekstur einstakra manna. Var breytingartillagan samþykt með 15:11 atkvæðum og frum- varpið með 18:6 atkv. og end- ursent Ed. Fjárlögin. Einni umr. var ekki lokið seint í gær, en þó átti ekki að slíta fundi, fyrri en geng;ð væri frá málinu. Auglýslnga daglbék. -===- Tilkynningar.---------- ísafold var blaða best! ísafold er blaða best! ísafold verður blaða best. Auglýsingablað fyrir sveitirnar. Allir versla ársina hring, eins þeir stærri’ og minni, ef þeir hafa anglýsing átt í dagbókiimi. *•—” Viískifti. ——— Maltextrakt — frá Ölgerðin Egili Skallagrímsson, er hest og ódýrast. Divanar, borðstofnborð og stólar ídýrast og best í Húsgagnaversinri isykjavíknr. Erlenda silfur- og nikkelmynt — íanpir hæsta verði Guðmnndnr iaðnason gullomiðiir, Vallarstræti 4 Norðnrlandapeningar úr nikkel og úlfri eru keyptlr hæsta verði á Stýri- mannastíg 10. Hreinar ljereftstnsknr kaupir ía*- foldarprentsmiðja bæsta verði. UmbuBapappír dnr „Morgunblaðið“ mjög ódýrt. ===== Leiga. Stór skrifstofa til leigu í Hafnar- stræti 17. Stórt vörugeymsluhús, ásamt stðr- um kjallara, til leigu í Hafnarstrætí 17. Stór kjallari til leigu í Hafnar- stræti 17. Stór búð til leigu í Hafnarstræti 17. Gengið. Khöfn 30. Sterlingspund........ Dollar............ Franskir frankar .. Belgískir frallkar .. Svissneskir frankar . Lírur............. Pesetar........... Gyll'ni........... Sænskar krónnr .. Norskar krónur .. .. apríl. 26,00 5,931/2 38.50 32.50 105,90 26.75 81,90 222,35 156,20 81.75 Rvík 30. apríl, Sterlingspund.......... 32,50 Danskar krónur........124,87 ■ 1 Sænskar krónur........199,05 Norskar krónur........104,55 Dollar.................. 7,58 ------0------ DAGBÓK. ,Jjjósberinn“. jMorgunblaðið' hefir verið beðið að geta þess, að „Ljós- berinn' ‘ komi ekki út á laugar- daginn. Aðalfund heldur Knattspyrnufje- lagið Pram í kvöld klukkan 81/ó á Café Rosenberg, uppi. Eru ýms merk mál á dagskrá auk hinna venjulegu mála. — Togararnir. Af veiðum komu í gær Maí með 87 tunnur og Egill Skalla- grímsson með 100. Enskur togari kom og inn með brotið spil. „Esja“ kom úr strandfer® kl. 6 í gær. Meðal farþega voru: Gunn- laugur porsteinsson hjeraðslæknir, sr. Böðvar Bjarnason Rafnseyri, Ólafur Jónsson bóndi í Elliðaey, Jón Guð- mundsáon gestgjafi, Elías Hólm, Sig- mar Jónsson kaupm., Magnús Mugn- ússon kaupmaður frá Stykkishólmi, Gunnar Halldórsson kaupm., Valdi- mar Ármann kaupmaður. Parþegar voru afarmargir. ,,Botnia“ kom í gærkvöldi kl. 7 frá útlöndum norðan um land. — Farþegar voru: — Magn- ús Thorsteinsson, Steingrímur Ey- fjörð læknir, Jens Eyjólfsson kaup- j maður, Johansen verslunarstj., Bjarni j Benediktsson kaupmaður og norskur prestur, Olsen. Bæjarstjórnarfundur hefir ekki vc-rið haldinn síðan fyrst í apríl — f jell niður vegna sumardagsins fyrsta. En í dag kemur bæjarstjórnin saman á fund klukkan 5 eins og vant er. Eru fimtán mál 'á dagskrá fundarins. Litli-KIeppur. Eigandi hans, Guð- mundur Sigurjónsson, hefir gert bæj- arstjórn tilboð um sölu á Litla- Kleppi með þeirri lóð, sem þarf undir götu og ennfremur með húsgögnum, rúmfatnaði, búsáhöldum og öðrum tækjum. Fasteignanefnd sem hafði málið til meðferðar, hefir látið uppi, að komið geti til mála, að bærinn kaupi lóðina til götubreikkunar og húsið til niðurrifs, en alls ekki inn- anstokksmunina. Leggur hún því til, að tilboðinu sje ekki sint. Fátækramál. Á síðasta fundi fá- f tækranefndar var samþykt svo hjóð- andi tillaga: „Pátækranefndin ákveð- ur að taka á leigu til 14. maí 1925 húsið nr. 20 við Baldursgötu fyrir 225 krónur á mánuði með eldhús- áhöldum og öllum bor/búnaði, og að ráða ekkjuna Jónínu Jónsdóttur til að hafa á hendi forstjóm heimilis þar, sem aðallega væri notað fyrir slæpinga, umrenninga og aðra þurfa- linga, sem bærinn verður að sjá fyr- ir og oftast að greiða mikið meira með, en þurfa mundi á svona heimili“ Verslunarskólanum verðnr sagt upp í dag kl. 4. íslendingabók er til sýnis í skemmunni hjá Haraldi í dag. Gestir í bænnm. porsteinn por- steinsson kaupmaður í Vík og Ólafur Pálsson kennari á Litlu-Heiði í Mýr- dal eru nýkomnir að austan. Helgi Valtýsson hefir beðið Mbl. fyrir grein þá um Kristján Bergs- son sem er í blaðinu í dag út- af grein hans um kjöttolls- málið sem birtist hjer í blaðinn fyrir nokkru. pó Mbl. geti ekki á nokkum hátt fylgt H. V. að málum varð það samkvæmt venju að birta greinina þareð Kr. B. veittist nokkuð að H. V. í grein sinni. Dánarfregn. pau hjónin Kristín Gunnarsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson bankaritari frá Reykholti hafa orðið fyrir þeirri sorg að missa dóttur sína, Helgu, rúmlega árs gamla. p. G. segir í síðustu „Lögrjettu“: En liafa þá þessir útlendingar reynt að hafa nokkur áhrif á blað það, sem hjer er um að ræða, til stuðn- ings erlendum hagsmunúm? segja þeir. — Nei, svara jeg, enda er það líka fram tekið í Lögrjettu-greininni. „Af ávöxtunum sknluð þjer þekkja þá.“ Vingott hefir lengi verið milli Tímans og Alþýðublaðsins, enda þvf lýst yfir af Alþbl. síðastliðið sumar,. að Tíminn hefði verið afleggjari frá því. Mun það rjett vera, enda margt líkt í fari þeirra, er ættböndin sýna. Nú síðustu vikumar hafa blöð þessi tekið ógurlega jóðsótt, svo mikla, að eitthvað hlaut að koma mjög bráð- lega. Nú er fæðingin afstaðin, en eigi er hún burðug, sem vænta mátti, enda fætt fyrir tímann. í gær fædd- ist „Rauði fáninn“, boðandi bylt- inguna rússnesku hjer á Iandi. Ef sagt að snáðinn eigi að sendast bænd- um landsins *í reyfum Tímans með næsta pósti. En hvernig skyldi bænd- um geðjast að afkvæminu? Söngpróf fór í gær fram í Barna skólanum undir stjórn söngkennarans,. Aðalsteins Eiríkssonar. Um 90 nem- endur tóku þátt í prófinu og va* unun að heyra allar þessar bama- raddir, seni mjög vel hefir tekist að æfa saman. v. f. ki. 8y2. Háskólinn. Dr. Kort K. Kortsem flytur í dag kl. 6 erindi nm Holgev Draehmann. Aðgangur ókeypis fyr- ir alla. O. B. Sökjær blaðamaður, sem hjer var á ferð í fyrrasumar kom hingað með Botniu í gærkvöldi. Kom hann með Goðafossi til Akureyrar o g dvaldi þar nokkra daga og hjelt tvn fyrirlestra. Á ísafirði hjelt lianú einnig fyrirlestra. S#kjær ætlar að dvelja hjer rúma viku og mun ha®11 halda hjer fyrirlestra, en einkuin eT það erindi hans að kvnna sjer hier ýms málefni og skrifa nm þau. E* hann nú starfsmaður „Nationaitid- ende.“ Eflaust verður fróðlegt sækja erindi Sökjær, því hann e* margfróður maður og segir vel skemtilega frá. Sýslnmennirnir Bogi Brynjólfsson, M. Jónasson og porsteinn P0*' steinsson komu hingað með Esjn i gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.