Morgunblaðið - 28.05.1924, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1924, Blaðsíða 2
f Heilbrigdistiðindi* MORraiNHLAIII eft:r. Svo fór t. d. fyrir blindum manni, sem stóð til að lærði á blindra skóla. Hann hætt: við námið og sagði þess enga þörf, því nú fengi hann sjónina aftur. pegar þetta brást, sótti á hann þunglyndi og þá sjerstaklega vegna þess, að hann skyldi vera svo trúarveill, að sjón'n hefði ekki komið. Ef hún hefði verið nógu sterk, taldi hann víst að sjer hefði batnað! Eflaust geta margir sjúkdómar iæknast við sterk andleg áhr'f, og óhugsandi er það ekki, að svo geti og verið með líkamlega kvilla. Reynslan ein getur skorið úr þ n, að hvaða gagni slík lækn'ngaað- ferð getur komið. Hingað til hefir það oftast gengið svo, að trúar- lækninga-öldur hafa hjaðnað fljót- lega niður, og reynslan orðið lík því, sem nú er sagt frá. Frjettlr. Hjer á landi er sem stendur gott heilsufar yfirleitt. Inflúenzan, sem áður hefir verið minst á, virðist nú í svipinn vera nm garð gengin. pað vita allir, að hún hefir legið hjer í landi, sem annarstaðar, síðan 1918. En það er eitt sem fáir v.'ta, og það er þetta, sem einlagt kemur betur og betur í ljós, að þær sveitir, sem að undanfömu hafa sloppið best við Inflúenzuna, þær verða nú verst úti. Rólusóttin í Kaupmannahöfn verður fráleitt hættuleg fyrir okk- ur hjer á landi. Síðustu skeytin þaðan hljóða þannig: 22. maí. Síðastliðinn fimtudag var fullvíst að frú Petersen, bú- andi með manni og börnum í pramma við Djævleöen, í sundinu milli Kaupmannahafnar og Amag- «r, hefði bólusótt. Sjúklingurinn1 og f jölskyldan var strax ein- angruð á Eyrarsundsspítala, svo og aðrir mjög fáir, sem höfðu haft mök við fjölskylduna. Enginn annar hefir sýkst. Konan dó í gær. Manninum og syni frú Pet- ersen slept úr e'nangrun í gær. Ófengin enn vissa um hvaðan smitunin er komin. Enginn ótti tijer, en bólusetningar á bólusett- xrm börnum aukast. 2000 bólusetn- ingar alls, undanfarná 5 daga. 23. maí. Annað tilfelli af bólu- sótt fullsannað. Rakið til konunn- ar, sem dó. Traustar varúðarregl- ur gerðar. Símasamband við Höfn er nú mjög erfitt, svo að svar er enn ófengið við skeyti, sem sent var snemma í fyrradag. Annars er óhætt að fullyrða, að Kaupmauna- hafnarbær hefir ekki enn verið bólubannfærður af öðrum þjóðum. Hjm- verður höfð full aðgætsla á því sem gerist í þessu efni. Og það er kannslce vert að vekja at- hygli á þessu tvennu — því enn í dag man ungt fólk „stóru ból- una,“ eftir rúm 200 ár — vekja athylgi á því: 1) að það getur vel komið fyrir þegar minst vonum varir, að bólusótt berist hingað, einkanlega til Reykjavíkur, sem er orðin sannnefndur veraldarbær; 2) að það eru tvær þjóðir til, sem best eru við því búnar að taka á móti bólusótttinni. Fyrst er að nefna pjóðverja, þar næst Islend- inga. pessar tvær þjóðir hafa. lög- boðið tvöfalda bólusetningu á hverri uppvaxandi kynslóð. Svo góðan undirbúning hafa engar aðrar þjóðir. Og svo erum við enn j vel birgir af bóluefni. 27. maí ’24. ö. B. trú og lækningar. „Trú þín hefir læknað þig,“ sagði Jesús við konuna, sem hann læknaði af blóðlátum. pá segir og Nýja testamentið, að hann hafi gefið lærisveinum sínum „vald til þess að lækna sjúka.“ Margar sögur ganga og af alls konar undralækningum í sambandi við tníbrögðin, ekki síst í katólskum löndum. í Vaneouwer í Canada gekk ný- lega yfir mikil trúvakningaralda og var þár meðal annars til frá- sagna, að fjöldi sjúklinga hefði skyndilega læknast. petta varð til þess, að nefnd var sett til þess að rannsaka, hvað hæft væri í þessu. Hún var síst af öllu fjand- samleg trúbrögðunum, því 11 prestar áttu sæti í henni úr ýms- um kirkjuflökkum, en auk þess 8 læknar, 3 háskólakennarar og einn lögfræðingur. Nefnd:n rannsakaði 350 menn, sem leitað höfðu lækn- inga á þennan hátt. Var möun- um þessum skift í tvo flokka: þá, sem þjáðst höfðu af einhverri lík- amlega bilun eða vanheilsu og í h'num flokknum voru þeir, sem veilir voru á skapsmunum eða höfðu taugasjúkdóma, án verulegra líkamlegra vanheilinda. Dómur nefndarinnar var sá, að engum með líkamlega vanheilsu hefði batnað. \ E:nnm sjúkling hafði að vísu batnað, sem hafði skakkan fót, og leit svo út sem þau vanheilindi hefðu verið meðfædd. Rannsóknin leiddi í ljós, að skekkjan hafði myndast þegar sjúklingurinn var 1( ára, og að orsökin var sefa- sýki („móðuvsýki“). Svipað var að segja um bata anuara sjúk- linga. En það kom e'nnig í ljós, að þessar trúarlækninga^- höfðu al- varlegar skuggahliðar. Af þess- um 350 sjúklingum voru 39 dán- ir, er rannsóknin fór fram og 5 voru orðnir geðveikir. Hafði ber- sýnilegt tjón hlotist af því, að margir sjúklingar vanræktu að leita sjer lækninga. Fyrir sum- um hafði farið svo, að vonbrigðin lögðust, þungt á þá, er þeir fengu ekki þann bata, er þeir vonuðu Umsjá unqb *rna eftir Skúla V. Guðjónsson lækni. Vemdið ungbömin. pví færri börn sem fæðast, þess dýrmætari eru þau þjóðfjelaginu og því meira ríður auðvitað á manntúðar- og kærle’ksstarfsemi gagnvart þeim. Getur verið, að menn felli sig betur við að hafa þetta eingöngu fyrir augum þeg- ar ræðir mn umsjá ungbama, og má vel svo vera. I fornöld var mönnum ekki sárt um hvítvoðungana. peir voru bornir út, ef ekki þóttu setjandi á, og var það leyfilegt lengi fram- an af. pau böm sem eftir lifðu, hafa sennilega verið hraust og fá af þeim dáið. pá var barnkoma meiri en nú, og lengi framan af fólksstraumur til landsins. pessi barnamorð hafa því ekki komið að mikilli sök. Nú er bannað að bera út börn; en það er ekkert launungarmál, að önnur barna- morð eru komin í staðinn. Nú deyja ekki hvítvoðungarnir úti á hjarninu eða í urðargjótunum, en þeim er ekki leyft að sjá !jós dags:ns. par sem menning er tal in að standa með miklum bióma, hjer úti í veröld víðri, kveður mest að þessum nýja sið. Heima á Fróni kveður minna að honum, og mun þó ekki örgrant um. Sú mótbára hef:r verið borin fram gegn verndun hvítvoðung- anna, að þá væri bjargað lífinu í vesalingunum og yxðu þeir svo síðar þjóðfjelaginu byrði. Nokkuð er hæft í þessu, og verður aldrei ísaf oldarprentsmið j a leysir alla prentnn vel otr sain- visknsamlega af hendi meti læg-sta veröi. — Hefir bestu sambönd t allskonar pappír sem til eru. — Hennar sívaxandi gengí er besti mælikvaröinn á hlnar miklu vin- sældir er hún hefir unnlö sjer meO áreiöanleik 1 viöskiftum og lipurrl og fljðtri afgrelCslu. Pnpplrs-, umslnga OK prentsýnls- liorn til Kýnis á skrifstofunni. — ------------Stml 48.------------- hjá því komist, að slíkt geti kom- 'ð fyrir, en ávinninguriun er þó mjög , yfirgnæfandi. Sumir hafa viljað hafa í samhandi við þetta einskonar úrvalsstarfseml til ætt- bóta, að svo m'klu leyti sem vís- indaleg þekking og eldarandi leyfa. Slíkt er þó í þessu sam- bandi enn sem komið er auka- atriði. Vjer vitum með vissu, að hvert barn nýfætt er eft:rlæti móður- hjartans, fjársjóður þjóðfjelaginu, og ber að vernda hann og varð- veita betur en sjáaldur auga síns. Hver hvítvoðungur er bjargarlaus horinn í þennan kalda heim. Við- brigðin eru honum geysimik'l. — Hann verður að breyta skyndilega um lifnaðarháttu, og nú hefstbar- áttan fyrir lífinu, sem við aU'r þekkjum. Barninu eru ótal hættur 'búnar,og væri því engin hjálp veitt, lifði það ekki dægurlangt. Oftast eru einhverjar miskunarhendur til að veita þessum vesaling hjálp, einhverjir, sem myndu segja e:ns og stendur í Njálu: ,,ok er fegit orðið hjarta mitt tilkvámu þinni“. En þó þarf meira 11 en ástúð eina; það þarf þekkingu, það þarf efni. Marga skortir annaðhvort og snma hvorttveggja. pað sem heggur stærsta skarð- ið í þjóðirnar, stærra, skarð en styrjaldi* og drepsóttir nú á tím- um, er barnadauðinn á fyrsta ald- ursári. Hann er hár á íslandi, þó að hærri sje hann víða annarsstað- ar. Af þúsundi hverju lifandi fæddra barna deyja 60—70 á fyrsta ári. Á íslandi fæðast lík- lega árlega um 2500 börn lifandi. Deyja þá h. u. b. 170 börn á 1. ári árlega á öllu landinu; í Rvik sennilega um 30—40. Orsakir ungbarnadauðans eru sennilega þær sömu á íslandi og víða, annarsstaðar. Mörg börn deyja af meðfæddiú veiklun, lang- flest úr meltingars.júkdómum og allmörg úr smitandi s.júkdómum, og enn mörg úr lungnasjúkdóm- um. Eru þetta höfuð-dánarorsakir barna á 1. ári. pctta eru einmitt þeir sjúkdómar , að undanskildri hinni meðfæddu veiklun, sem mjög er hægt að verjast með skynsam- legum heilbrigðisráðstöfunum. — Fyrir því hafa menn úti um öll lönd hafið sjerstaka starfsemi í þá átt: Umsjá eða forsjá hvítvoð- unga. (Sáugl:ngs-fiirsor?e und Sauglings-schútz). Pessarar starf- semi er sjerstaklega þörf í borg um. Hennar er i°j°g þörf í Reykja vík, og að því linígur þetta mil niiii. pííð, sem mest hlevP’r fram dán- artbiu hvítvoðunga er,endis eru sumarhitarnir. Sú orsök fellur að miklu leyti í burtu á íslandi. Fyr 3r því ætti þessi dánartala að vera að minsta kosti helmingi lægri hjá , okkur heima. Hversu há tal- an er, er sönnun þess, að meðferð hvítvoðunga hlýtur að vera mjög ábótavant lijá okkur. Krefjast verður vissra, beilsuskilyrða um meðferð ungbarna, svo að vel sj e; geti heimilin ekki veitt þau, af eigin ' ramleik, verður þessi ,hjálparstarfsemi að taka við og jbæta upp það, sem á vantar. — Starfsemin er fólgin í fræðslu, J eftirlit', verklegri bjalp og fjár- ' hagslegri hjálp. Henni er skift í |hina svo kölluðu luktu umsjá og opnu umsjá (Offene Fúrsorge u. geschlossene Fúrsorge). Hin lukta umsjá tekur börnin af heimilun- Sím ars 24 verslunin, 23 Pouleen, 27 Fossbapg. FiskbBrstar ÆÐARDÚN, selskinn, LAMBSKINN, kaupir hæsta verði Jón Olafsson. Túngötu 16. — Sími 606. Best aðauglýsa i Mor gunblaðinu um og elur þau upp á stofnunum'; hin opna nmsjá hefir aðsetur í hjálparstöðvum fyrir hvítvoðunga og teygir arma sína inn á heimili barnanna. pessi umsjár- og hjálparstarf- semi þarf að ná lengra en til hvít- voðunganna; hún þarf að ná til mæðranna, og hinna verðantli mæðra. Umsjárstöð hvítvoðunga hefir þá þessi ætlnnarverk: 1) Læknis- ráðleggingar þunguðum konum, mæðrum og barnfóstrum. 2) Eftir- . lit með hvítvoðungum, sem þess þarfnast. 3) Veita fjárhagslega ihjálp, ef £je er fyrir bendi. 4) Al- menn fræðsla meðal kvenna nm heDsumál. j Síðasta atriðið, hin almenna , fræðsla, þarf þó ekki að vera ibundin við stöðina. Stöðin verður að liggja í þeim hluta borgar, þar jseirt fólk flest býr, er starfsins . þerfnast mest, t. d. í verkalýðs- jhverfum. Bíöjarfjelagið ætti helst jað reka þessa starfsemi, þar næst j velgjörðafjelög, kvenfjelög, ein, ; eða með styrk þess opinbera. Stöð- I in s.jálf verður að hafa yfir að jtáða 2 herbergjum og áhöldiun í iþau. Ekki má hún vera í sama 'húsi og sjúklingar liggja í með j sniitandi sjúkdóma, og aldrei má liafa saman hjálparstöð fyrir herklaveika, og umsjárstöð ung- ibarna. Við stöðina starfa læknir, helst með sjerþekkingu í barna- sjúkdómum, og ef vel á að vera i haf i stöðin á að skipa heilsufræð- i ing, sem hafi hina almennu fræðslu á hendi. Síðan hefir stöð- in einnig hjúkrunarkonu, sem belst þarf að hafa sjerstaka ment- jun til starfsins (í pýskalandi , Fúrsorgeschwester). j yránara talað verður hjálpar- ístarfsem: hvítvoðunga á þessa leið: — . . Frainh. -o— Iflýtt simanúmer: 1566 F. A» T H I E L E Laugaveg 2 Gleiaugnaverslunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.