Morgunblaðið - 16.11.1924, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1924, Blaðsíða 6
MORGUNBLABIft Alt sr þigar þrent er! Þrjár neðantaldar vörutegundir hafa rutt sjer til rúias um alt land. enda margra ára reynsla fyrir gæðum þeirra. Prjónagarnið þekta, sem allar prjónakonur mæla með. Hin bláu og indigólituðu Scheviot með 10 ájA reynslu að baki sjer, 5 tegundir, verð frá 5—35 krénur. Hið franska alklæði, sem kemu með e.s. ísland i gær. Reynslan er sannleikur, verslið því við okkur, með of« antaldar vörutegundir. Ásg.70. iunnlaugsson 8t Co. Austurstræti 1. Georg Bnandes, ííýlega er komin út bók eftir Georg Brandes. um tíðarandann og helstu viðburði á Frakklandi á 18. öldinni. Nefnir hann bókina „Uimodstaaelige". Er hjer þýtt úr formála bókarinnar, til þess að sjoia hinn einkennilega, fjörlega r'thátt Brandesar, sem hann við- hefir enn í dag, 82 ára gamall: n Svipför um Frakkland á 18. öld. Lífsgleði og ljettúð. Alt fagurt og fágað. Ljósglit fagurra, samstiltra lita í klæðabúnaði. Háttprýði. Karl- menska. Silkiskrjáf. Móða af fegnrð- arfnjóski. Korðaglamur. Ljettúð með drenglund. Loftið þrungið af krydd- ilm ástaræfintýra. Allskonar ástamál, augnabliks og æfilangar trygðir. Alls- konar æfintýri, stundaræsing, afreks- verk og þolinmæðisþrautir. Ástaleikir í áferðarfallegum, stund- um, einkennilegum klæðabúningi.Á þeim árum voru menn oftast ljettklæddir, gagnstætt þeim á 17. ölidnni, sem komu fram í kirfibúning hofmanna. LjetOdæðnaður, til þes3 að fegurðin njóti sín, í morgunfötum, heimabún- ingi. Menn hirtu eigi um stórfenglegt prjálið, ®em mest bar á á dögum Lúð- víks 14. 18. öldin er ó!d kjarnyrðanna. pá er Voltaire. pað er öld hinna næmu tiifinn- inga, öld Rousseau’s. pað er hofmanna-öldin, ástarum- hyggjuöldin, þegar ríkur höfðingi á- varpaði eitt sinn ástmey sína, er hún hugfangin horfði á blikandi stjörnu: „Horfðu ekki lengur á hana, vina mín, jeg get hvort sem er ekki gefið þjer hana“. Kvenþjóðin ræður lögum og lof- um. Kvenþjóðin ræður þá fögrum listum; hún byggir, teiknar, málar og lætur máia sig. Hún verndar rithöf- undinn gegn öfundarmönnum, kemur riiverkum hans á bókamarkað. Bókmentir þeírra tima haf a að geyma háðið, sem skemtir, beryrði, sem æsa, ástríður, sem svíða og brenna; þar eru bókmentir napuryrðanna og frels- isins, þar er uppreisnin falin undir Tilæju ljettúðar og háðs. Og enn eru , þar rit, sem með glensd draga galla þjóðfjelagsins í dagsbirtuna. pað er öld háttprýðinnar, þegar mest er um vert að vera viðmóts- þýður. Ef talað er um mikinn hershöfð- ingja, þá er fyrst spurt hvort hann hafi gott viðmót. pegar náttúrufræðingurinn sest við vinnuborð sitt, prýða kniplingar úln- liði hans. Kveniþjóðin ræður afdrifum leik- lista. Hún klappar, og sorgarleikirnir lifna við, sem annars voru að logn- ast út af. Hún geispar yfir skopleikj- unuin, og þeir eru dauðadæmdir, en voru annars á góðum vegi með að ná sjer á strik. pað eru konurnar, sem koma gáfu- mönnunum ungu á framfæri; þær tal- færa við Gtjórnarherrann; ungi her- maðurinn fær yfirráð riddarasveitar, og ábótinn óreyndi æskilegt biskups- dæmi. Sjálfur Napoleon Bonaparte kemst ekki leiðar sinnar nema að notfæra sjer hylli kvenna. Jósefína kemur að rnáli við fyrverandi unn- usta 'SÍnn, Barras, og Napóleon fær yfirráð yfir Italíúhernum. Meðal æðri stjettanna virðist lífið alt sem leikur og dans. En þar eru líka heræfingar alt frá æskvárum. Annars er lífið við hina helstu hirð Til þess að gera hrein} fyrir sinum dyrum, þarf Sirákúst. Verslunin „Þörf“, Hverflsgötu 56, selur þá fyrir aðeina kr. 1,55. Simapi 24 verslnintai 23 Poulsen, 27 Fossberg Ikjapparstig 29. SárnsmíflauErkfæri. T óbaksvörur o g Sælgæti i miklu úrvali býður lóyjshúsiá Munið A. S. I. Simi 700. í Evrópu eilíft kapp um hylli konungs hjónanna og gæðinga þeirra. Og með iúrðinni sjálfri sífeld barátta, ekki aðeins um ásthylli kvenna, heldur sem óðast um aðdáun helstu og glæst- ufctu hirðmanna. pó lifað. ,sje þar sífeldu flökkulífi ástamála, hafa bestu menn hirðarinn- ar til að bera karlmenskubug í brjósti frá fornum riddaratímum. Svo kemur að því, að Beaumarcbais ieikur sjer með uppreisnar-anda, eins pg menn áður höfðu leikið sjer við ástaratlot og faðmlög. pegar öldinni hallar kemur fall- hnífurinn í ljós yfir höfði á fagur- klæddum, fyrirhyggjulausum fjöldan- um, þrístrendi, breiði fallhnifurinn, sem festur er upp milli tveggja stólpa og sem draga má upp og láta detta. 0g höfuðin fjúka hvert aif öðru. Að lokum staðnæmist hnífurinn, og stuttu síðar kemur í hans ®tað þrí- istrendi hatturinn litli. Undir skygni [hans eru augun, djúpu, sem gegn- skoða, skelfa, skipa, hrífa, gagntaka. M.aðurinn með hattinn þann, endar öldina. Hann yfirskyggir alt í lok hennar, og á með öllu fyrstu áratugi hinnar næstu. "—**&«« Gengið. Rvík í gær. SterH. pd. ........ 28.60 Danekar kr. .........108.91 Norskar kr........... 91.65 Sænskar kr...........165.65 Dollar.............. 6.18 Franskir frankar..... 32.95 Efnalaug Reykjavikur Laiogavegi 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnaí og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi!_______ Sparar fjel Linoleum-gólfðúkar. Miklar birgðir nýkomnar. — Lægsta verð í bænum. Jónatan Þorsfeinsson S í m i 8 6 4. Risa-loftfarið. -x=- Dagbók. Hlutaveltu heldur verslunarmanna- fjelagið „Merkúr“ í dag, og hefst hún kl. 5 í Bárunni. Margir ágætir niunir eru á hlutaveltu þessari, svo sem farseðill á 1. farrými til Kaup- mannahafnar, 100 krónur í pteningum, vasaúr, nýtt, saumavjel, kol og margt fieira. Er þetta í fyrsta skifti, sem fjelagið heldur hlutaveltu, og hefir það auðsjáanlega vandað til hennar. Engin núll eru á hlutaveltunni og er það mikill kostur. Hljóðfærasveit skemtir. Um og eftir miðjan síðasta mán- Uð var naumast um annað meira talað í heiminum en um h'na fyr- irhuguðu ferð Zeppelins-loftfars- ins mi'kla yfir Atl'antshafið. Öll Norður- og Vesturálfan stóð að minsta kosti á öndinni yfír því, hvort þetta risa-loftifar Ikæmist 'heilu og höldnu yfir hafið. Nú hafa menn fengið að þreifa á veruleikanum. Loftfarið komst Ihe'lu og höldnu á áfangastað, og er það talið eitthvert mesta fram- farasporið, sem stígið hefir verið á þessu sviði. petta Zeppelinskip er tröllauki® að stærð — h:ð langstærsta, sem nokkru sinni hefir verið smíðað, og gengur undir nafninu Z. R. III. Pað rúmar 70.000 kúbi'kmetra, og er 200 m. langt. (Til samanburðar má geta þess, að Landsbankinn hjer er 34 m. á lengd). Að þver- máli er loftfarið 30 m. Fyrsta Z eppelin-lof tf arið rúmaði aðeins 10.000 kúbikmetra, og er þá stærð- in orðin sjöföld á tæpum 25 árum. Skrdkkur þessa jötunloftfars er bygður úr alúminium, en er vitan-: lega sikift í marga smáklefa, og eru í hverjum klefa belgir fyltír með „Brint“. Ofan úr sjálfum skrokknum hanga 6 hengiklefar, og eru í hverjum þeirra 200 hest- afia vjelar.Fremst eru farþega- og foringjaklefarnir. Er farþegarúm- ið útbúið eftir ný.justu tísku. par eru skrautlegir fjögra manna klef- ar, og fylgir hverjum þeirra svefn- pláss. Framan við farþegaklefana er svo foringjahústaðurinn, en aft- ast l'iggja eldhús, þar sem alt er unnið með rafmagni, borðsailur, þvotta'herbergi o. fl. Loftskeyta- stöð er og í s'kipinu, sem bæði tckur á móti og sendir þráðlaus skeyti. Burðarmagn slkipsins er 46.000 kíló, svo að á styrjaldartímum er hægt að koma £yr;'ir í því allálit- legri dyngju af sprengikúlum, En sem betur fer á að nota skipið til farþegaflutnings. Og óneitanlega er loftskipið hraðskreitt samgöngu tæki. pað fer 130 km. á klukku- stund, og hefir allan úthúnað til að geta farið í einu 12.500 kíló- metra. pegar skipið kom til Ameríku átti það að losa sig við „Brintið,“ sem hefir borið það yfir hafið. Á síðan að fylla það af öðru efni, sem ekki er eldfimt, en jBrint1 er sjerlega eldf'mt efni. Var skipið því vátrygt fyrir 150 þúsund ster- lingspund á leiðinni til Ameríku, og var öll upphæðin hjá ensikum vátryggingarfjelögum. Guðmundur úr Grindavík tekur enn til máls í Alþýðublaðinu í gær um pólitíska stkólann á Hafnarbakkanum. Fer hjer eins og spáð var, að þeir sem hóað hafi sainan nokkrum ung- lingum í skóla þennan, kveða hátt u.m alþýðumentum og telja sig vinna ií anda hollrar og sannrar mentimar, er þeir árictja unglinga til þessarar „hagnýttu fræðslu,“ er þeir kalla svo. Háðulegt er, að fullorðnir menn, sem í þokkabót þykjast vera færir um að vera kennarar, skuli reyna að telja almienningi trú um að menta- 'þrá og löngun til að fræða almenn- ing, stjórni gerðum þeirra í þessu skóla-máli, þegar þeir sömu dagana, sem þeir bera fram þessar fullyrð- ingar og í sama blaðinu sem flytur þær, reyna mJeð öllu móti að ,;svíkja lit“ á stefnu sinni, með því, að vera eitt í dag og annað á morgun. — peir fela áform sín, und- ir almennri alþýðufrasðslu á sama hátt og þeír fela stefnu sína og fyrirætl anir með fáránlegum hringlandaskap. Á fimtudaginn er Alþbl., andstæbt kommúnistum, á föstudaginn óskar Jiað fjelagi ungra kommúnista til hnmingju nieð heillaríkt starf. Á laug- ardaginn skrifar Guðmundur æsku- lýðsuppfræðari úr Grindavík, og tel- ur það skammaryrði að vera kend- ur við Bolsa. í dag, kemur Alþýðu- blaðið ekki út, og getur því ekki snúist fyrri en á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.