Morgunblaðið - 10.02.1925, Side 4

Morgunblaðið - 10.02.1925, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ Tilkynningar. Vörubílastöð íslands, Hafnarstræti 15, (inngangur um norðurdyr húss- ins). Sími 970. Vinna. Tek að mjer að skrifa stefnur, lcærur, gera samninga o. fl. Heima 10—12 og 6—8. G. (ruðmundsson, Bergstaðastíg 1. VÍSakiftL iSHÍ Morgan Brothers vim Portvín (Jdonble diamond). Sherry, Hadeira, eru viðurkend best. Handskorna neftóbakið úr Tóbaks húsinu er viðurkent fyrir hvað fínt og gott það er. Túlipanar. Amtmannsstíg 5. Sími 141. Hyasinthur kr. 1,25. Amtmannsstíg 5. Lítið hús, óskast keypt. A. S. í. vísar á. Lítið hús verður ke\pt, ef samið er strax. Upplýsingar á Laugaveg 56, uiðri, frá 7—10 e. m. Tulipanar, Hyacintur og kransar, fást á Vestnrgötu 19. Sími 19. ITy. falles clieviotföt til sölu, einuig i Jaeket-föt. A. S. T. vísar á. HúsnæM. íbúð, 3 til 4 herbergi og eldhús vantar mig 14. maí. Engilbert Haf- berg, >ímar 770 og 700. íbúð, 2—3 berbergi, ásamt eldhúsi, óska barnlaus hjón að fá til leigu 1. marsmánaðar, eða 1. apríl (þ. á. Upp- lýsingar hjá M. Frederiksen. Sími 147. Fæíi. Ágætt fæði fæst á besta stað í miðbænum, um lengri eða skemri tíma. A. S. I, vísar á. Ef vjer hugsum oss, að á næstu 50 árum miði ræktuninni jafnt áfram, og engin sjerstök óhöpp koma fyrir, þá má ráðgera: 36 miljónir til bygginga. Sveitabýlin eru 6112, samkvæmt aíðasta jarðamatinu, og við þau eru ræktaðir rúmlega 20,000 lia. Ef til- ganginutn á að ná, væntum vjer, að eftir 50 ár verði býlin orðin 8000, eða að þeim hafi f/jölgað um tæp 2000. pað samsvarar því, að 2 nýbýli yrðu reist í sýslu hverri árlega; á þes-su 50 ára tímabili þarf því að byggja þessi 2000 ný-býli, og jafnhliða því, að endurreisa flest gömlu býlin. Gera má ráð fyrir að 14 þessa starfs verði framkvæmdur, án þesis að láns sje þörf, en 6000 býlum þurfi að fá lán til bygginga. Að hyggja býlin upp, getum vjer eigi áætlað minna en 12000 kr. á býli, einkum þegar tekið er tillit til þess, að kröf- ur til bygginga fara vaxandi, og hjer er bæði að tala um íbúðar- og pen- ingshús. petta myndi því kosta alls 72 milj. kr. 40 miljónir til ræktunar. Eæktunarsjóðurinn á að lána helm- ing þessa, eða 36 milj. kr. En á undan bvggingunum -þarf að auka ræktunina, og ætlumst vjer til, að á hverjum 10 árum sje bætt við jafn miklu og nú er ræktað iá hverju býli. petta er bráðnauðsynlegt, ef fullnægja á kröf- um um aukinn bústofn og velmegun í landinu. Eftir þessari áætlun þarf að rsekta á næstu 50 árum 100.000 ha. að nýju. I sambandi viú það stæðu svo ýmsar aíðrar umbætur, t. d. girð- ingar o. fl. Vænta má, að 1/3 þessara um- bóta yrði framkvæmdar án nokkurra lána, en eftir yrðu þá um 60,000 ha., sem styrkja þyrfti bændur til að rækta. Hve mikið kostar að gera einn ha. að túni, er mjög mismunanid-i, eftir jarðvegi og öðrum ástæðum. Vjer á- ætlum, að (það muni kosta 1000 kr. 3/5 hluta þess þarf að fá að láni, eða alls um 40 milj. kr. Frá þessu sjónarmiði verður því lánsþörfin all-s á næstu 50 árum, 76 milj. kr., eða að meðaltali árlega 1.5 milj. Að sjálfsögðu yrði það minna fyrstu árin, en mun aukast, eftir því, sem tímar líða, og meira verður unnið að um-bótum. Hinum nefndu lánskröfum mun Ræktunarsjóðurinn, eftir því sem vjer frekast getum áætlað, vera fær um að fullnægja. Ef stofnsjóður sá mynd- ast, sem ráðgert er, og sjóðurinn stöð- ugt má bafa sexfalda upphæð hans í vaxtabrjefum. pví þess er að gæta, að hinn upprúnalegi. stofnsjóður vex eftir því sem árin líða, svo sjóðurinn verður einnig fær um að' fullnægja meiri og meiri kröfum, eftir því, sem stundir líða. pess er líka að gæta, að sjóðnum er eigi ætlað að lána til len-gri tíma en 20 ára. Fje kemur því 0g fer um Ræktunarsjóðinn, innan þess tímabils. Vjer treystum því þess vegna, að sjóðurinn ætfð geti baft uægilegt fje fyrir Jietidi, ef aðeins tfkst að afla vaxtabrjefum hans á- lits og trausts hjá landsmönnum, svo að Iþau verði keypt, og þess vegna höfum vjer með tillögum vorum rcvnt að tryggja þau sem best, og farið frnm á, að þau njóti ýmsra sjerrje„t- inda. Alt er þetta gert í þeim til- -gangi, að -gera brjefin útgengilegri og tryggari, og vissari sölu þeirra. Framfarir síðastliðinna 50 ára og framtíðin. Margir munu nú segja, að þessar áætlanir vorar sjeu loftkastalar, og gripnar úr lausu lofti. Satt er það að nokkru leyti, en þessir loftkastalar eru þó lægri en sumir þeir raunverulegu kastalar, sem bygðir hafa verið á síðustu 50 árum. Athugum hve mikið meira er nú unn- U að jarðabótum en fyrir 50 árum. Að jarðabótum var unnið: Arið 1872............... 8,520 dagsv. — 1912.............. 158,000 — — 1922.............. 102,000 — Tölur þessar eru talandi. pær segja að nú sje 12 sirmum meira unnið að jarðabótum árlega, en fyrir 50 árum. Vjer höfum áður gert ráð fyrir, að á næstu 50 árum þyrftum vjer að auka túnin um 100,000 ba. pað sam- svarar, eftir því sem sljettur eru nú metnar til dagsverka, að árlega þurfi aö vinna að þessu einu 400,000 dags- verk. En iþegar vjer nú tökum til liliðsjónar, að á síðustu 50 árum höf- un vjer getað tólf faldað dagsverka- töluna á jarðabótum, og þetta á erf- iðum tímum, þar sem menn hafa orðið að stríða við þekkingarskort, vöntun á hentugum verkfærum og fje til framkvæmda, þá verður oss ósjálfrátt á að hugsa hvort oss eigi hljóti að takast, að gera líkar framfarir á næsta tímabili. Óneitanlega virðast ástæðurnar mikið betri, möguleikarn- ir mieiri á öllum sviðum, til meiri jarðyrkjuumbóta, -á næsta tímabili, en verið hefir. En þó framfarirnar yrðu aðeins hliðstæðar við það ,sem verið hefir, þá ættum vjer á fimta áratugnum, að vinna alt að 1,200,000 dagsverk að jarðabótuin áriega. Af þessum framkvæmdum eru líkur til að lýj gangi til tónyrkju, beint eða óbeint, eða árlega um 900,000 dagsverk. Eft- ir því, sem tíniar líða og þekking vex, þá menn fá betri verkfæri, fara að nota meira hest- og vjelaafl. pá vei'ður margfalt ljettara að framkvæma jarðvrkjuumbæturnar, en verið hefir, og því líklegt að- þær aukist hlutfallslega meir en áður. Pað mætti nefna mörg dæmi þess, a,i bændur hafi tvöfaldað töðufeng sinn á 10 árum, já jafnvel meira. Margir iþessara manna munu hafa verið fátækir, og vantað flest það ei þurfti, til þess að þeim væri lj'ett að framkvæma jarðabæturnar, og um lánsfje hefir vart verið að tala. — Hversvegna megum vjer þá eigi vænta meiri framkvæmda, því óneitanlega eru ástæðurnar og verða í þessiim efnum mikið betri en áður. pað má auðvitað deila um tölur þær, er vjer höfum nefnt, og sem vjer höfum sett -sem mælikvarða fyrir því, hve miklu yrði afkastað í rækt- unarlegu tilliti, á næstu fimm ára- tugum. Mönnum kantn að virðast þess- ar áætlanir vorar vera noikkuð djarfar eins og þær koma fram í nefndarálitirm. En til þess vildi jeg svara því, að mikið hefði mönimm einnig fundist til um það, ef því hefði verið spáð fvrir 50 ár- um, að árleg dagsverkatala 12 faldaðist, og meira en það. Taka verður það og til greina, að þetta er málefni, sem allir laridsbúar verða að sameina krafta sina um, að hrinda í fram- Uvromd. TTjev mega cn'tir pólit-.ik- ir flokkar komast að nrcð reip- tog sitt. í nefndinni var oss þegar fullkomlega ljóst, að h.jer yrði slíkt aðeins til tjóns og tálma. Yið vonum fastlega, að þeir, sem nm mál þetta eiga að fjalla, líti á málefnið eitt, en ekki á menn- ina, sem kunna að því að standa. Við lítum svo á, að allir leið- andi menn þjóðarinnar, 'eigi að hlúa að þeirri hugsun, að rækta og byggja landið. Koma verður hirmi uppvaxandi kynslóð í skilning um það, hvaða markmið hjer er franr undan. Allir kennarar þjóðarinn- ar, stjórnmálamennimir og blöð- in, eiga að h.jálpast að því, að öll þjóðin leggist hjer á eitt, til að ala hina uppvaxandi kynslóð upp, með það fyrir augum, að hún fá'i áhuga og vilja og þrek til þess að leysa þau verkefni sem hjer liggja fyrir, prýða og bæta fóstur- jörðina. „E11 leiðir eru langþurfa menn,“ segir máltækið. pó al- menningur, og hin upprennandi kynslóð, sje fús til að fórna kröft- um sínum í íæktun landsins, þá er það þó eigi einhlítt, ef eigi er fje fyrir hendi til framkvæmdanna. Fjeð þarf að komast í hringrás, og hún þarf að vera sí-feld og stöðug, því annars er hætt við að reksturinn stöðvist, alt verði þungt og er-fitt og þurfi mikið til þess að koma *eðlilegum rekstri aftur á stað. Takist okkur nú þegar að fá nægilega öflugá lánsstofnun, tij þess að styðja að ræktun og bygg- ing landsins, þá er víst, að kom- andi kynslóðir leggja lag á lag ofan, í þá veglegn þjóðfjelagshöTl, sem sómir landi voru, og vistleg verður öllum laudslýð. Hyrningarsteinana í þeirri bygg ingu, tel jieg vera þessa, að unga kynslóðin hafi óbilandi traust á sjálfri sjer, ævarandi trú á land- inu og gæðum þess, og bjarg- fasta sanfæringu um sigurmátt, málefnisins. Og- að lokum er, fjórði hvrningarsteinninn þrautseigur viljakraftur sem aldnei lætur und- an. Ef þetta er alt fyrir hendi, þá er víst, að éftirkomendur vorir standa í engu forfeðrunum að baki heldur feta röskTega fram á við, og FjaTlkonan mun þá Teiða með sjer alTa hoTl- vætti Tandsins í framtíðarhöTT þjóðarinnar, tiT ævarandi bless- una.r fyrir alda og óborna. Erí. simfregnir Khöfn 7. febr. ’25. FB Frá Ópíumráðstefnnnni. FuHtrúar þeir frá Bandaríkj unum, er taka þátt í Opíumsráð- stefnunni í Genf, hafa yfirgefið hana í reiði yfir því, að þan ríki sem eiga lýlendur þar sem ópíum er ræktað, vilja ekki gera nógu mikla gangskör að því, að tak- marka framleiðslvma strax til lyfja eingöngu, en hinir álíta lnegfara takmörkun hagkvæmnri. Fundnrinn ætlar áð semja álit án undirskriftar Bandaríkjanna. Rússneska stjórnin. Sínuið er fi’á Berlín, að Braun- ráðuneytið prússneska sje aftnr farið frá. Khöfn, 8. febr. FB. Iðjuhöldarnir þýsku. Sírnað er frá B- rlín, að iðju- höidarnif í Ruiir hafi krafist þess í desembermánuði s. I. að ríkið endurgreiddi þeim 715 miljónir gullmarka, til uppbótar á skaða, er þeir höfðu li'ðið, vegna þess að Ruhr-hjeraðið viir tekið herskildi. Báru þeir fyrir sig loforð þáver- andi ríkiskanslara, Stresemann. Nu er komið í 1 jós, að í raun og veru hafa þeir grætt afarmikið á her- tökunni. Ríkisbanlkinn hjái paði þeim og sjerstakur hjálparsjóð-ur var st'ofnaður t il stuðnings þeim, og var iðjuhöldunum lánað yfir 2 miljarða gullmarka, er þeir endur- greiddu í verðlausum pappírsseðl- um, og sluppu þeir einnig hjá að greiða vissa, skatta. pá verandi ríkiskanslari Stres-emann og Lut- iher, sem þá var fjármálaráðherra, eru nú ákærðir um að hafa mis- beitt embættisvaldi sínu í þessum m-álum, enda hafa þeir farið svo að ráði sínu, sem nú er í ljós kom- ið, án vitundar og samþykkis rík- isþingsins. Gengiö Reykjavík í gær. Sterl. pd. .. .. . Danskar kr. .. . Norskar kr...... Sænskar kr. .. . DoLar........... Franskir franlkar 27.30 101.48 87.18 151.25 5.73 31.00 Dagbók. □ Edda 59252107 — Instr.'. Br.\ Y.\ Stv.\ Botnvörpungurinn „Rán" kom inn til Hafnarfjarðar í gær. Hafði lent í veðrinu á sunnudaginn og mist ann- a n bátinn. Skipið var nýlega farið út, og var því aflalaust. 75 ára er í dag Ámundi Ámunda- son fiskimatsmaður, Vesturgötu 26- Sextugur verður á morgun Ellert H. Seliram skipstjóri, Stýrimanoa- stíg 8 a. í ofsanorðanveðrinu á sunnudagina var að heita inátti blíðuveður í Haf°" arfirði, og haggaði þar ekki um neith- hvorki á sjó eða landi. ísland fór hjeðan í gær kl. 6 sA Meðal farþega voi-u: Berens framkv.- stjóri, Kjartan Thors og frú haiA Björgúlfur Stefánsson kaupm. og ft** I hans, Pjetur Ólafsson konsúll, H«r' i aldur Árnason kaupm„ ungfrú Ragnk Blöndal, ungfrú EK11 Ja-kobsdóttíí Walter Sigurðsson verslunami., Oben- baujit heildsali, Ásgeir Pjetursson út- gerðarmaður, Helgi Hafliðason kanp* maður, frú Lydía Guðmuudsso-n, Árn* Piálsson verkfra?ðingur og ungft16' Magnea Einarsdóttir. porleifur H. Bjarnason yfírkenuaú tók sjer fari með íslandf til útlanda> og dvelur erlendis fram á næsta suW' ar Enskur togari kom híngað inn gær; hafði brotnað eitthvað í suniiO' dagsveðrinu, og þarf að fá viðgerð » því. Gulltoppur sendi loftskeyti í gíf'r> og segir frá því, að hann hafi fengi® á sig stórsjó í sunnudagsveðrinu °3- hafi unnar báturinn lirotnað, önnlrf toppstöngin og allar lifrartunnurnaí farið. Stóð eimfremur í skeytinu, að’ nieiri Flreiiidii* hafi or<Si?) íi < >t ekki tiltekið bvérjai- GuIltoppuU var væntanlegur hingað í gærkvöldi- Sljmslit liafa orðið víða og mikil helgina síðustu. Var sambandslausí við ísafjörð í gær, þræðir slitnir sti.u-rar brotnir á tveggja kílómeti’® svæði rnilli Borðeyrar og Hóhnavíkui'- Einnig var mikið slitið við ísafjarðaf djúpið. pá var og slitið milli BorS' | evrar og Sauðárkróks. Og hjer auB' ur undan var meira og minna bila*’- j Hæstárjettur í gær. par var dónitK, u;ip kveðinn í máli því, er rjettvísi^' höfðaði gegn Bertel Signrgeirssyn1' og var dómur undirrjettar staðfest«r ao öðru leyti en því, að refsingin vaf 2 X-5 daga fangelsi við vatn og brauf*’ Aðfinslur fjekk umdirrjettardómarii1^ fyrir meðferðina á málinu. Lista-Kabarettinn heldur 22. kv5l<f -sitt í Iðnó á morgun, miðvikudag- Skemtunin verður afar-sjerkennile?' með fjölbreyttri skemtiskrá. Rússnes^- músík, eftir Iþekt tónskáld: Zigaui1**' vísur og dans. X- --------x---------- Lausairisur. A1 þ ý ð n s t ö k ii r n a r - Oft eru -kvtéðin efnissmá og ekki á rjettum nótum, sem að kveðin eru á eykta- og -gatna-mótum. En þó er gull og gersinlí,r geymd í þessum sjóðum og margt af slíku metið v"ar móti bestu ljóðum. Bjarni Eggertsson, Eyrarbakka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.