Morgunblaðið - 22.04.1925, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.04.1925, Blaðsíða 4
4 || Auglýsingadagbók. lllllHII Tilkyraiingar. ÍIUllll Sumarklúbburinn heldur dans- íefingu á sumardaginn fyrsta. — Aðgöngumiðar verða afhentir í Eókaversl. pór. B. Þorlákssonar. Stjórnin. Dansskóli Sig. G-uðmundssonar. Dansæfing í Bíókjallaranum í kvöld kl. 9—1. nilllli Yiðskifti. IIIIIIIIIIIIII SHorgan Erofbers vxm Portvín (donbl* diamond). Sherry, Madaira, ern viðmrkend best. r-i/«§■!■■■■ ................ ■■■ ....... Handskoma neftóbakið í Tó- bakshúsinu, Austurstræti 17, er viðurkent að vera svo gott, sem neftóbak yfir höfuð getur verið. Veggfóður, Loftpappír, Veggja- pappa og G-ólfpappa, selur Björn Björnsson, veggfóðrari, Laufás vegi 41. Sími 1484. 1 Fyrir skósmiði: Sjerlega ódýr, en sterkur tvinni nr. 6 og nr. 12. Sömuleiðis maskínusiíki nr. 12, og óvenju góður maskínu-hörtvinni á 600 metra keflum. ' Guðm. B. Yikar, Laugaveg 5. Appelsínur, verð frá 15 aurum, selur Tóbakshúsið, Austurstr. 17. Við seljum ísl. Smjör, gott og ódýrt á 2.50 pr. % kg. í 2%—5 kg. stykkjum. V o n . Góðar sumargjafir fást í Bóka- verslun porsteins Gíslasonar, Veltusundi 3. Barnavagnar, Barnalkerrur, — Blómsturstativ. Lágt verð. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Smáhögginn molasykur, ódýr. Hveiti og gerhveiti. Danskar kart- öflur. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Illllllllllllllll Vinna. ■líl'lllllllll Stúlka óskast í vist nú þegar eða frá mánaðarmótum til maí- loka, eða miðs júní, á Laugaveg 42. Sími 770. ■■ 2 herbergi og eldhús verða leigð ódýrt, ef maðurinn vill lána dá- litla peningaupphæð. A. S. í. vís- ar á. Dansskóli fDElene Buömundsson heldur æflngu í kvöld frá 9—2 i Bárunni. er brýn, og fje safnast óðum. Hjálpsemi manna og fórnfýsi haldast í hendur og uppfylla boð- ,orð hans, sem sagði: pað, sem þjer gjörið einum af mlínum minstu bræðrum, það hafið þjer gjört mjer. Einhver segir ef til vill sem svo, að það sje nú öðru máli að gegna um ástand barnanna 1 stór- borgum erlendis eða hjer hjá oss, og sem betur fer, vona jeg að við eigum ekki innan þjóðfjelagsins aðra eins eymd og neyð eins og víða á sjer stað annarsstaðar þar sem örbyrgð og neyð vega salt á vogaskálum lífsins. En þrátt fyr- ir það, þá er hjer nóg verkefni að inna af hendi fyrir þá, sem vilja og geta, einmitt á meðal barna, og fyrir þá sök hefir verið hafist handa og starfsemi hafin á meðal vor, börnum til hjálpar á einhvern þann hátt, sem heilla- vænlegast þykir. Og fyrstu sporin eru þegar stígin, eins og heiðraðir bæjarbúar vita, smá spor að vísu, en þó eru það spor, sem geta með guðs hjálp orðið að góðu liði, og rutt braut um óunnin lönd. Eins og að undanförnu verður sumardeginum fyrsta varið til fjársöfnunar í þessu augnamiði. Hver eyrir sem inn kemur verður lagður í sjóð barnanna. Safnast þegar saman kemur. Yiltu muna, að þótt fjárfram- lagið þitt sje ekki stórt, þá getur það orðið að góðu liði, og alt, sem gefið er af toærleiksrlíku hugar-1 fari, á fyrirhéit blessunarinnar. pað verður tækifæri til þess að minnast minstu bræðranna og sy-tranna á sumardaginn fyrsta! Rjettu fram hönd til hjálpar! ■— Guð blessar sjerhvert gott Starf, MORGUNBLAÐIÐ sem unnið er í hans nafni. Guð blessi íslensku börnin, og gefi landi voru og þjóð farsælt sumar. Guðrún Lárusdóttir. HETJUSKAPUR. Mbl. hefir verið send eftirfar- andi grein af Norðfirði: pað hefir verið siður blaðanna að geta þess, þegar einstaklingar þjóðfjelagsins sína af sjer óvenju- legan dugnað og hreysti. Er það vel við eigandi, því á bak við hetjúverkin stendur hetjusáí, en enginn er sönn hetja, nema sá, sem er drenglyndur. Drenglyndi getur komið fram í ýmSum mynd- um, svo sem hjálpfýsi við aðra, fórnfýsi og skyldurækni. Skyldu- ræknin er trúmenskan við það hlutverk, sem maður hefir áform- að að inna af hendi. Tilefnið með þessum línum, er að forða frá gleymsku hetjuverk- um, sem unnin voru hjer á Norð- firði síðastliðið sumar. Maður er nefndur Jón Sigurðs- son, rúmlega 69 ára að aldri, og á heima hjer á Norðfirði. Hann e?. í daglegu tali nefndur Jón „fótalausi,*1 því hann varð fyrir því hörmulega slysi, fyrir mörg- um árum, að missa báða fætur sína, neðan við hnjen. Gerðist það með þeim hætti, að ihann lenti í sjóhrakningum á opnum báti í Seyðisfjarðarflóa. Yarð hann að hafast við undir Skálanesbjargi í fjóra sólarhringa í grimdar- frosti, og snjóbyl, og kólu þá af honum fæturnir. Jón stundar sjó hjer á opnum bát, og rær oftast einn á. Hann stundaði sjóinn af svo miklu kappi síðastliðið sumar, að jeg þekki ekkert dæmi því líkt, og aflaði áfbragðs vel. Sótti hdim mestan aflann suður í Sandvík, en sjóleið þangað er 7—8 sjó- mílur, og ekkert góð, því fyrir ,.Norðfjarðarhorn“ er að fara, en þar er straumasamt og oft úfinn sjór. Jón stundaði veiðina með línu og beitti oftast skelfiski. — Undraðist jeg oft áræði hans að leggja einn á báti í svona langa sjóferð, á gamalsaldri, og eiga svo fyrir höndum að sinna veiði- skapnum þegar á miðið kom. Jeg held, það hljóti að vera fremur vandasamt verk, að róa tveim árum og leggja lóðina jöfnum höndum, jafnvel í logni, hvað þá ií vindi, öldum og straumsjó, eins og oft vill verða. En ekki bar á að þetta færi illa úr hendi fyrir Jóni, því hann aflaði jafnan af- bragðsvel. Man jeg ek)ki eftir að 'aðrir bæru hærri hlut frá borði en hann, þó yngri væru og ófatl- aðir. Hann mun liafa aflað fyrir nokkuð á þriðja þúsund krónur yfir sumarið. Svona framúrskarandi hetju- skap, sem Jón hefir sýnt með sjó- sókn sinni á gainalsaldri er skylt að halda á lofti. pað er ennfremur skylda. þjóðfjelagsins að launa honum í ellinni, þegar kraftarnir taka að þverra, þann óvænta skerf sem hann á gamalsaldri leggur til þjóðarbúsins. Alt sem vel er gert, ber að launa vel. Kunnugur. GENGIÐ Reykjavík í gær. Sterlingspund............ 26.90 Danskar krónur.......102.99 Norskar krónur....... 91.97 Sænskar krónur.......151.69 Dollar................... 5.63 Franskir franlka r....... 29.40 DAGBÓK. Messað á sumardaginn fyrsta í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 4, sjera Ólafur Ólafsson. 100 ára minning Vesturheims- ferða Norðmanna. pess var getið hjer í blaðinu 1 gær, að í sumar færu fram hátíðahöld í Amedíku, til minningar um það, að á þessu ári eru 100 ár liðin síðan Norð- menn tóku að flytjast til Vestur- heims. Hátíðaliöld þessi verða fyrri hluta jtinímánaðar. pau eru að því leyti eftirtekta.rverð fyrir okkur, að konum þeim íslenskum, sem sæk.ia fund alþjóða-kvenna- ráðsins, er haldinn verður í "Was- hington 4,—14. maí n. k., hefir verið boðið að taka þát.t í þeim. Gullfoss fór frá Höfn í gær- morgun áleiðis bingað. Goðafoss var á A'kureyri í gær. Lagarfoss fer frá Hull í dag. Esja var á Dýrafirði í gær. Villemoes var í London í gær. Botnia fór frá Leith í gær. Douro fór frá Hafnarfirði kl. 4 í gær. Barnauppeldissjóður Thorvald- sensfjelagsins. Stjórnendur hans liafa ákveðið að helga daginn í dag fjársöfnun í hann. Verður hún m. a. með þeim hætti, að gefnar verða út og seldar brjós nælur með mynd Thorvaldsens^ Er það jafnframt gert í rtlin"ing,_ um það, að 1 haust verður valdsensfjelagið 50 ára. pá vel a og seld myndaspjöld, skreytt 1° ® merkjum sjóðsins. En um jívöldið' IUCJ. tvj lUli öJl/UiílUot /i verður sýning í Nýja Bíó kl- ’ tii ágóða fyrir Barnauppeldiss.l0^ irn. BarnauppeldissjóðuHnn er nu orðinn rúml. 58 þús. kr., og er tilætlunin að taka til starfa n®* komandi haust. Bæjarbúar ra a miklu um það í dag, hvort sv° verður eða ekki, því leggi ielf eitthvað af mörkum í dag, 1113 vænta þess, að sú hugsjón sto 11 enda ,og stjórnenda sjóðsins r ist — að sjóðurinn geti tekið ti «tarfa í haust; og þvií fyT seD1 hann fer að starfa, þess meiri i von er um það. að uppeldi barnanna hjer komist í betra hörf. i Af veiðum Iiafa komið í %xV' pórólfur með 98 föt, BelganD1 með 88 og Baldur með 98 f°t- s' Franskur togari kom hjer illT1 gær, að fá sjer kol. Mercur kom hingað lí gærm°r^ un snemma. Meðal farþega v° ungfrú E. Paturson frá ^æveJ\ um, ungfrú Dr. Rosa Stoppei ra f i- Hamborg, K, Petersen og „ Bergmann. Skipstjóri þessa rer,. var Togstad; f jekk Krúger lef ^ til að dvelja heima meðan ferð skipsins stæði yfir, því ha átti silfurbrúðkaup í fyrradag- Togstad hefir áður verið hjer me skip í förum. Hrognkelsaveiði hefir verið me^ tregasta móti hjer undanfarið, , er nú töluvert að glæðast, b®ði Skerjafirði og við Akurey. BíiU^, maginn er nú seldur hjer a aura, og lækkar sjálfsagt eUÍ' meir. ,, Gáta‘ ‘ Alþýðublaðsins. M'pb1 ber þá „gátu“ upp í gær, hver“ vegna Morgunbl. hafi ekki ge um ræðu Sig. Jónssonar bjrl11 skólastjóra í frásögn af síóa^ ^ bæjarstjórnarfundi, eins og 3 hinna, sem til máls tókiu. l^or unbl. er skyldast að ráða ÞeS^ gátu og gerir það líka. Pa^ g £ ekki um ræðu Sig. Jónssonar ' þeim ástæðum, að hún kom litlu leyti við því máli, sem Ó,rl lá, Sjúkrasamlaginu, þó mar væri vel sagt í henni. Mbl- 11 svo á, að þegar það flytur ^ ir af bæjarstjórnarfundi, þá yer j það að 'leggja mesta áherslu a> ^ flytja aðalatriði umræðanna, sleppa. því, sem ekki stefnir bel^ á úrlausn þess máls, sem nm rætt í svipinn. EEIÐA-BRÚÐUBIN. — Hvað kemur bakdyralykillirm þessu við ? —- Hann kemur því við "á þann hátt, að meðan þessi kristni apaköttur var að hvíslast á við þig hjer áðan, þá hjekk lykillinn á sínum venjulega stað. En jeg heyrði, að þið rædd- uð nm „kvöldmat“ og „klukkan tíu“. Jeg vildi, að hann háls- brotnaði og losaði mig við að gera það. Svo gefur hann mjer skipun um að fara hjeðan út. .Teg skildi vel, hvað það átti að þýða. p'egar jeg kom aftur, leit jeg inn í herbergið — þá var lykillinn farinn og jeg sá, hvemig í öllu lá. Og nú spyr jeg: Hvernig stendur á því, að greifinn getur ekki komið inn um aðaldyrnar, ef hann hefir engu að leyna? Hvers vegna leyfir þú honum að koma inn um bakdyrnar, eins og hann væri þjófur? Veitingastofan stendur öllum opin. Hvers vegna þarf greifinn að komast hjer inn í húsið með þessari levnd? Leopold varð reiðari og reiðari. Hann var líkastur grimmu dýri, sem býr sig til stökks á byáð sína. En þó talaði hann lágt. En ofsinn sauð niðri í honuro. Og hann hjelt áfram: — pú spurðir rjett áðan, hvað Iykillinn kæmi því við, að jeg fer ekki til Fiume. Samhengið milli hans og burtfarar minnar er það, að þú ert tilvonandi kona mín, og að þú ert af sama kynstofni og jeg, þú ert heiðarleg, eða hefir verið lieið- arleg Gyðingastúlka, guð sje Iof, og ekki ein þessara ljett- Ivndu, sálarlausu kristnu stúlkna. Værir þú ekki heiðvirð, mundi jeg drepa fyrst þig, og síðan mig. Og svo vil jeg breta við: Ilitti jeg einhvern í kvöld, sem ætlar sjer hjer inn — það gildir einu hverskonar þjófur það er — þegar þú ert alein heima, þá, þá------- — < Hann þagnaði og tennumar glömraðu í munni hans eins og í skjáftahroli. En Klara sagði stamandi: — Hvað ætlaðirðu að segja? pví segirðu ekki það, sem þjer býr í brjósti? — Vegna þess, að þú skilur mig, sagði hann rólegri. Jeg er ekki kristinn maður, og er heldur ekki neinn guðs engill. Jeg get ekki farið til hallar greifans eða til þessara kristnu ungversku bænda og barið þá vegna þess, aS þeir ætla að ræna mig því eina sem jeg á, og sem er mjer dýrmætara en lífið. Jeg er Oyðingur, lágt settur Gyðingur, sem aðalsmennimir hafa kúgað eins og allan mirm þjóðflokk. En nú ert þú mjer lofuð, og ætlaði annaðhvort greifinn eða einn þessara bölvuðu bænda að laumast hjer inn til þín um nóttina, þá-------- , / Hann þagnaði enn, en dró upp úr vasa sínum tb , langan biturlegan veiðihníf, og Ijet hann svo renna ni'ö111 vasann aftur. Klara rak upp lágt hra'ðsluóp. Leopold gekk að bo1 /1 l-i r^ljl og helti. vatni í glas og tæmdí í einum teyg. Síðan toK vindlinga npp úr vasa sínum og kveikti í einum. Sv0 1111 hann: ^ — Jeg fer hjerna út fyrir og reyki um stund. sjeð báðar dyrnar þaðan, sem jeg stend. pegar þú hefb’ ^111 ið lykilinn að bakdyrunum, getur þú farið til dansleibfc’1 fyr ekki. Hann leit í kringum sig og bætti svo við: ,jV —Á jeg að kasta þessum drykkjuræflum út fyrir Þ1^ ur en jeg fer? f —Nei — svaraði Klara hægt og eins og utan við sl?‘ ^ er best að þeir sofi vímuna úr sjer. pegar þeir vak113 þeir leiðar sinnar. 0<f Um leið og hún slepti orðinu var dyrunum l°bi® inn kom Andor Lakatos. Leopola kinkaði kolli til hans og svo út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.