Morgunblaðið - 19.06.1925, Síða 6

Morgunblaðið - 19.06.1925, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ fyrir hvern mun að hverfa frá þessu. En nú er mjer líka farið að renna í skap við klárinn. Nú kemur á dálitlu svæði kargaþýfi og ógreiðfært. Nú er hest að láta þig hafa það, Funi minn hefir þó altaí við þjer. Jeg lem hestinn áfram eins og jeg get, en hann hoppar þúfu af þúfu, ljettur eins og fiðrildi. Jeg er að eltast við hann einan, kominn langt fram úr hinum hestunum, en þá hefir 'hann það til alt í einu að hoppa alveg þvert úr leið og gerir mjer eftirreiðina sem örðugasta. Svona er haldið áfram, komi ógreiðfær •kafli er hamast með hann eins og auðið er. Hann er aldrei nefndur svo, að blótsyrði fylgi ekki með. Einusinni er við áum, tala fje- lagar mínir um það, að nú muni liann vera orðinn það dasaður, að hægt muni vera að ná honum ef við binduin hestana saman og króum hann á milli þeirra. petta er reynt. En hann slítur beislið þar sem hann keinur að — raun- ar var það taumbeisli sem Símon átti og sennilega ekki verið alveg nýtt -- og fer frjáls eins og fugl- inn áfram. Ekki fækkar blótsyrðunum við þetta. Slíkt andsk .... óf jeti sje ekki farandi með í ferðalag. Mjev er nú runnin reiðin sem áðan og jeg fer að reyna að hugsa um hestinn með skilningi. Hvern- ig stendur á stygð í hestum? Staf- ar hún aðeins af vonsku, geð- ilsku? Ekki getur það verið um Neista ininn, seni aldrei hefir gert liið minsta mein af sjer. Er það af þrjósku einni saman? Ja, ef þrjóska er komin inn hjá skepnunni á fftmað borð, hvernig getur maður ætlast til að hún mýkist við þessa meðferð? Eða er það skynsemi skepnunnar sem ræður þessu, að láta ekki þessar mannrolur vera að þrælka sjer, tilgangslaust að því er henni hlýtur að finnast? Mun það ekki vera sanni næst ? Eítir rúmlega tveggja stunda greiða ferð — vegna Neista höf- mn við farið greitt — komum við að dálítilli tjörn. Hjer skal hann út í! Við rekum hann út í, þang- nð til við náum honum á bakkan- um éinhverju megin! í tjörninni er bæði bleyta og stórgrýti. Veslings hesturinn brýst um í henni, en þannig, að hann vekur bæði meðaumkvun og að- dáun. par sem hann kemur upp úr er Símon tilbúinn að reka hann út í á ný. Nei, þarna vill hann ekki út í aftur. Símon gengur að honum. „Nú ætla jeg að verða það ráð- ríkur að taka þrælinn og ríða honum“, segir Halldór við mig. „Jeg skal reyna að kenna honum að lifa. pú yrðir fljótlega fullur vorkunpsemi, enda er jeg þyngri og hann hefir gott af því að das- ast betur“. Við ríðum áfram. En veðra- brigðin urðu æði skjót í huga Halldórs pað varð lítið úr svipu- höggunum, því viljinn var nógur í hestinum. það er vart hægt að hugsa sjer indœlli skepnu að sltja á. Viljinn, þýðleikinn, lipurðin, alt er eins og maður getur best á kosið. í næsta áningarstað fær hann klapp og kjass; það sem á undan er gengið er gleymt. „pað er ekki hægt annað en að láta sjer þykja vænt um svona skepnu!“, segir Halldór. Heldur ljettir til þegar fram á daginn kemur, en nepjan eykst. Hjer liggur leiðin um hraun á nokkrum kafla, og er það eini kaflinn af leiðinni, það sem af er, sem getur heitið ógreiður yfir- ferðar. Við förum skamt frá Fúlu- kvísl. Á tveim stöðum eru ,hlaup‘ í henni, kölluð Neðri- og Efri- hlaup. par rennur hún í svo mjó- um þrengslum, að sem hægast má hlaupa yfir hana. Við komum að Neðrihlaupum. pað er ein'kenni- lega tröllslegt að sjá þetta kol- gráa vatn brjótast þarna um í bölmóði. Djúpir bollar eru sorfnir niður í klappirnar, sem við stönd- um á; það mun áin hafa unnið þegar hún er í vexti, sennilega unnið svona á með sandi og leðju, er hún hefir flutt. Efrihlaup lágu undir skafli, og gátum við ekki sjeð þau. Nepjan eykst og er hann nú orðinn allhvass á norðan. Símon fer að tala utan að því að nú ætti við að fá ærlega hress- ingu; hvenær skyldi slíkt upp taka ef ekki nú? Jeg verð að segja honum sannleikann; jeg I hafi beðið einn heiðvirðan apó- ^ tekara um ferðaapótek, áður en jeg fór, — „en því miður var hann svo heiðvirður að þar er ekkert með af því sem þig van- hagar um núna“. „Skárri er það andsk. heiðvirð- leikinn“, segir Sím;on, og finst jeg hafa verið illa svikinn á apótek- inu. „Ljet hann virkilega ekkert með til að hressa mann á?“ „Ja, þú veist nú hvað okkur er bannað. — Stendur ekkert um það í Alþingisrímunum ? • En hvernig væri arinars að ná sjer í svolítinn harðfiskbita ? Við höf- um tíina til að tyggja hann núna, þegar við getum ekki íarið nema fetið“. • Jú, það var þjóðráð að ná i harðfisk. Símon gleymdi fljótlega apótekaranum, sem hafði þann á- galla að vera altof heiðvirður. Og svo byrjar hann á sjöundu ríma í Alþingisrímunum og kveður hana með fjálgleik miklum allu á enda: Bakltus sjóli sæll við bikar situr á stóli tignar hám; eins og sólin öðling blikar upp í jólna sölum hám. peir sein mega athvarf eiga óbráðfeigum kóngi hjá, fagrar veigar fá að teiga, flest þá geigar bölið frá.----- Emil Rokstad er fiintugur í dag. Allir Reyk- víkingar kannast við manninn, og víðar þekkist hann á íslandi, þó að hann sje útlendingur. Rokstad er Norðmaður. Um landa hans er dæmt misjaínt hjer á landi, sjálf- sagt nokkuð eftir því, hvernig þeir koma fram við íslendinga. Einhver hefir sagt, að til sjeu tvær gagnólíkar tegundir Norð- manna: önnur þeirra tali hátt um ást sína á bræðraþjóðinni, að bræðraböndin tengi þjóðirnar saman, Norðmenn og íslendinga; þessa menn einkenni gortið og þjóðardrambið. En enginn or ann- ars bróðir í leik — að niinsta kosti ekki á fisikimiðunuin. Hin teguridin sje einlæg og glamur- yrðalaus, trygg og fláttskapar- laus. " ? ■ ., peir sem hafa kynst Emil Rok- stad eru ekki í vanda, ef skipa skyldi honum í annanhvorn flokk-: inn. llann er hvorki grobbari, nje glainrari, og liefir aldrei verið með nein fleðulæti við okkur fs- ] lendinga. Hann er yfirlætislaus1 starfsinaður og hefir í íslandi eignast annað föðurland, sem hon- um er jafnsönn ánægja að starfa 1 á og starfa fyrir cins og sitt eigið ^ ættarland; hann er löngu orðinn rótgróinn íslendingur. Emil Rokstad. Rjett að segja tvo áratugina hefir Rokstad nú dvalið hjer, því að árið 1906, fluttist liann hingað til lairds og settist, fyrst að í Lauganesi. Margt hafði hann lagt á gjörfa hönd heiina 'í Noregi, sem bar vott uun starfsþrá og framfarahug, og fljótt tók að bera á því lijer, að hann vildi áfram. Hið fyrsta, sem hanu lagði ;timd á hjer, num hafa verið laxveiði (í sjó). Við báta- smíðar og fleiri smíðar fjekst hann um eitt slceið. pá heyrðist lians brátt getið við lifrarbræðslu suður í Vogum; þá atvinnu rek- ur hanu enn í dag í Reykjavík í fjelagsskap við vin sinn Jes kaupmann Eimsefi. Árið 1909 tók hann land til ræktúnar fyrir inn- an Reykjavík, 20—30 dagsláttur að stæ'rð, og hefir nú fullræktað einar 20 dagsláttur i tún. Rak nú hver framkvæmdin aðra: bræðslu- hús, fjós og hlöður þurfti að reisa. — En ekki gat hann gert sig ánægðan með kúa- búið þarna. Fyrir sex árum keypti hann part úr jörðinni Elliðavatn, og tók alla jörðina á leigu. par hefir hann mikið kúabú — 14 til 16 kýr, — og nokkur hundruð fjár. petta alt þykir Rokstad gott cg blessað. En besti kosturinn á Elliðavatni þýkir honum eflaust stangaveiðin. polinmæði hans við stöngina er ódrepandi; svartbak- urinn og örninn hefir hana ekki meiri. Honum þykri miklu meiri fengur í 4—5 bröndum á stöng úr ánni, en 40—50 bleikjum í net úr vatninu. pegar litið er á allar fram- kvromdir E. Rokstad, muudi ein- hvérjum detta í hug að kalla hann „braskara“. Jæja, það má liver gera, sem vill, en gefi ham- ingjan Islandi sem flesta slíka braskara! Ekki veit sá, er þetta ritar, hvað dregið hefir, eða gint, þenn- an unga inann út á vota vegu forfeðra sinna; ef til vill hefir það verið útþrá æskumannsins ein. Nóg var um viðfangsefnin heima fyrir fjölhæfa liönd hans og huga, en „út vil jeg“ hugsaði hann, og hingað kom hann til að leita gæf- unnar. 'Hana fann hann svo að segja í Rmdtöikunni, því að í Lauganesi hitti hann Ikonuefnið, Jóhönnu Jóhannsdáttur, sem hann gekk að eiga 3. febrúar 1912 og flutti þá um leið í nýbygt hús í landinu sem hauu liafði tekið til ræktunar og gaf bústaðnum -nafn- ið Bjarmalanfl. pað er líklegt að Rokstad eyði þar æfidögum s'ínum til enda í ljósbjarma hjónabands- hamingju og heimilisfriðar. Óskin um að sú spá inegi • rætast, mun verða efst í huga hins stóra hóps vina hans og kunningja, er færa honum liamingjuóskir á fimtugs- afmælinu. v J. Leifur hepni. Norslti myndihöggvarinu Emil Björn, hefir gert myndastyttuna af Leifi hepna, sem ætlast er til að reist verði á EiPÍks-torgi í Brooiklyn. SPÆ J ARAGILDRAN. —- Yfirlögregluþjónninn óskar þessu næst að fá að vita, hvort þjer hafið tekið eftir nokkru óvenju- legu á járnbrautarsporinu í nótt. — S'íður en svo, sagði Guy frekjulega. Mjer þykir hann vera heldur forvitinn. Litli, magri maðurinn steig feti framar og sagði um leið ísmeygilegur: — Við viljum helst af öllu sjá vegabrjefið yðar. Guy rjetti honum það ásamt öðrum skjölum, er sýndu og sönnuðu, hver hann var. — Yfirlögregluþjónninn spyr, hversvegna þjer hafið verið á leið til landamæranna. — Jeg er á heimleið frá Rússlandi — það er alt og sumt. Segið þjer honum, að jeg sje ákaflega hættulaus maður, og hafi aldrei verið fyr erlendis. Túlkurinn þýddi þetta, en yfirlögregluþjónninn skrifaði eitthvað í vasabók sína um vegabrjefið. Svo kvaddi hann virðulega og fór. Og augnabliki síðar glumdi hófatakið við, er hann reið burtu. Litli og magri túlkurinn færði sig nær borðinu, sem Guy_ sat við, og sagði síðan: — pað lítur iit fyrir, að þjér hafið komist í ósátt við yfirvöldin hjer vegua þess, að þjer sáust á járnbrautarsporinu í nótt. Það hefir gengið orða- sveimur um-------nei, það ei' l'íklega best, að þjer fáið engar fregnir af honum. Eu má jeg gefa yður gott ráð ? — Lofið mjer að gefa yður eitt, sagði Guy. Reynið þjer þetta öl. — pakka yður fyrir, jeg Skal gera það með mestu ánægju. En sjeuð þjer hjer á slóðuin, sem hver annar meinlaus ferðamaður — og jeg hefi enga ástæðu til að efast um það — þá látið þjer þennan mann aka yður til Streuen, og farið svo með lestinni þaðan til landahiæra Austurríkis. pað losar yður áreiðanlega við mikil og margskonar óþægindi. — Jeg skal hlýða ráði yðar, mælti Guy. Vín- arborg var upphaflega markmið, sem jeg stefndi að. Viljið þjer segja ökumanninum hvert hann eig'i að fara með mig næsta áfangann. Túlkurinn ljet ekilinn vita um þetta. Og síðan mælti hann: , — Jeg býst við, að menn verði hjer fegnir að losna við yður, þó að yður sje sýnd hæfileg kurt- eisi. En yður að segja, þá hefir járnbrautarvegur- inn á fimm mílna svæði hjeðan verið notaður fyrir leynifund, og á þeim leynifundi hefir verið tekin stórkostleg stjórnarráðstöfun. Enginn veit í hverju sú ráðstöfun er fólgin. Og hjer er þýðingarlaust að vera forvitinn. En hvað yður snertir, þá álíta yfir- völdin, að þjer sjeuð annaðhvort blaðamaður eða njósnari, en þó freinur það síðara. — Civis Britanuicus sum, svaraði Guy og hló. •II. kafli. Kaffihúsið Montmartré — eða spæjaragildra Evrópu Nákvæmleg'a viltu seinna, um nóttina klukkan rúnilega tólf, gekk Guy Poynton, klæddur ágætustu samkvæmisfötuni, inn í kaffihúsið Montmai'tré í París. Hann ruddi sjer braut gegnum mislita þyrp- ingu karla og kvenna, fram hjá rauðklæddum hljóm- listarpallinum, og alla leið inn í eitt bakherbergið, þar sem dúkar voru á borðum. Herra Alfred, eig- andi kaffihússins, tók sjálfur á móti þessum nýja gesti, vísaði honum á lítið borð, f jek'k honum víuseð- ilinn og kallaði á þjóii. Guy bað um kvöldverð, en þó með allmíklum erfiðismununi, því franskan ljet honum lítið betur en þýskan. Svo kveilkti hann sjer í vindli, hallaði sjer makindalega aftur á bak í stólhum og leit yfir herbergi og fóllc. Mest af öllu þráði hann, að koma auga á Englending eða Ame- ríkumann. pað var frennir fáment í kaffihúsinu. pað var ekki orðið nógu áliðið til þess að þar væri orðið fjölment í þessum liluta borgarinnar. pó varð Guy strax var við lauslyndisblæ á því fáa fólki, sem komið var. Og hann var ánægður með það, fanst það frjálslegt. og nýtt. Menn yrtu á náunga sinn við næsta borð, án þess að þekkja liann nokkuð. Loks koin hann auga á Ameríkumann í hinum enda salsins, því lierbergið hans var opið. Og um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.