Morgunblaðið - 12.07.1925, Side 3
MORGt NBLAÐIÐ
9
MORGUNBLABIi,
Stofnandi: Vilh. Finsen.
Útgeíandi: FJelae I Roykjayik.
JUUtJðrar: Jön KJartansson,
Valtír Stefánuon.
Anglýsingastjöri: E. Hafbert.
Skrifstofa Austurstrætl 8.
Slmar: nr. 498 og 500.
Auglýslngaskrlfst. nr. 700.
Helmaslmar: J. KJ. nr. 742.
V. St. nr. 1220.
E. Hafb. nr. 770.
Áskriftagjald innanlands kr. 2.00
á mánuSSi.
Utanlands kr. 2.50.
9 lausasölu 10 aura eint.
ERLENDAR SÍMFREGNIR
Khöfn 11. júlí ’25. FB.
Frá Kússlandi.
Símað er frá Tókíó, að rúss-
neska ráðstjórnin hafi farið fram
á það, að senda 70 verslunarráðu-
nauta til Japan, og að þeir fengju
„diplomatisk' ‘ sj errj ettindi. Jap-
anska stjórnin neitaði að verða
við þessu.
Stjórnin leggur það til, að fjár-
framlögin til flotans verði aukin
geysilega míkið á næsta ári.
Forvextir lækka í Frakklandi.
Símað er frá París, að þjóð-
bankinn hafi lækkað forvexti úr
7% niður í 6%.
8 stunda vinnudagur í Belgíu.
Yandervelde, er var staddur í
París í dag, sagði í viðtali við
blaðamenn, að belgíska stjórnin
ynni að því, að fá staðfesta Was-
bington-samþyktina um 8 stunda
vinnudag.
Vattnaflóð.
iSímað er frá Berlín, að Weich-
selfljót hafi umturnað stýflum ná-
lægt Bromherg, og valdið miklu
tjóni. Hefir fjöldi fólks orðið að
flýja úr bústöðum sínum. Afar-
mikið tjón á engjum og ökrum.
Fimleikaflokkar í. R.
Húsavík 11. jiilí ’25. FB.
Leikfimisflokkar íþróttafjelags-
ins komu hingað í nótt að lokinni
skeintiferð frá Akureyri um Vaðla
Jieiði, Vaglaskóg, Ljósavatnsskarð
að Goðafossi, Narfastaði og
Breiðumýri. A Vaðlaheiði sneru
Aíkureyringar aftur og þar þakk-
aði Vilhjálmur pór kaupfjelags-
atjóri sýningarflokkunum komuna.
Sagðist honum vel. Kvöldið áður
en flokkarnir fóru frá Akureyri
buðu þeir á dansleik öllum þeim,
sem greitt höfðu götu þeirra þar
'og gert þeim lífið skemtilegt. —
Hjer á Húsavík eru þeir gestir
bæjarbúa, en búa á Hótel Hiisa-
vík. Sýna hjer S kvöld og fara
hjeðan með Esju á morgun til
áSeyðisfjarðar.
Bystander.
-----«m»-----—
DANMERKURFRJETTIR.
(.Tilk. frá sendih. Dana).
Rvík, 8. júlí. FB.
pegar Struckmann var kominn
áftur til Danmerkur, fór hann
iniklum lofsorðum um viðtökurn-
ár hjer í Reykjavík, í viðtali sem
bírt er í Sósíaldemókraten. Segir
hann m. a. frá hinni veglegu gjöf
hr. Kaabers bankastjóra, sem eins
og kunnugt er, gaf í sl. ríkinu
hið fræga málverík Skovgaards,
sem nú hefir verið hengt upp íi
Alþingishússalnum. — Ennfremur
íninnist hann á, að það hafi kom-
ið sjer á óvart, að nokkur mál-
verk seldust, því hjer var ekki
um sölusýningu að ræða — þá
minnist hann og á liina einstöku
gestrisni og innilegu viðtökur, er
hann hvarvetna sætti og hina al-
mennu ánægju með hina stjórn-
arfarslegu sambúð við Danmörku.
Struckmann segir með hlýleg-
um orðum, að hann hafi þá trú,
að sýningin muni styrkja liina
góðu sambúð milli landanna. —
Segir hann, að þessar 6 vikur,
sem hann dvaldi hjer, sjeu hon-
um ógleymanlegar, og muni sýn-
ingin bera góðan ávöxt.
Rvík 10. júlí ’25. FB.
Verslunarráðstefnan.
Ernest Meyer stórkaupmaður og
Garðar Gíslason stórkaupmaður
sendu konungi kveðju símleiðis frá
þátttakendum í verslunarfundin-
um. Svaraði konungur skeytinu
með heillaóskaskeyti um góðan ár-
angur af fundahöldunum. Barst
skeyti þetta á miðvikudagskvöld,
er setið var í veislunni, sem áður
er um getið. pá er formaður hafði
lesið skeytið bað hann menn hrópa
nífalt húrra fyrir konungi íslands
og Danmerkur. Meyer hjelt ræðu
fyrir minni íslensku fulltrúanna,
en Agúst Flygenring svaraði og
mælti fyrir minni stórkaupmanna-
fjelagsins. — Eggerz bankastjóri
hjelt hlýlega og snjalla ræðu fyr-
ir minni Danmerkur.
í veislunni tóku þátt: Stauning
forsætisráðherra, Borgbjerg ráð-
j herra, Bramsnæs f jármálaráðherra,
' hátt settir embættismenn og ýms-
ir fulltrúar verslana, iðnaðarfyr-
irtækja, banka og skipafjelaga o.
s. frv. Als um 80 manns.
Fyrri hluta dags á fimtudag
hjelt Garðar Gíslason fyrirlestur
um lánstraust. Flygenring stakk
upp á, að stofnuð yrði íslensk
upplýsingaskrifstofa, til þess að
gefa ábyggilegar upplýsingar um
slík mál. Henriksen fólksþings-
maður studdi t.iPöguna, en hann
sagði, að Danir hefðu engar ástæð-
ur til þess að væna íslenska kaup-
menn um óskilvísi.
Ernest stórkaupm. hjet stuðr.-
ingi f jelags síns í þessu máli. Thor
E. Tulinius hjelt fyrirlestur um
vöruskifti og benti á nauðsynina
á að bæta beinu samgöngurnar og
auglýsa meira með vörusýningnm
o. s. frv. Drap hann á ýmsar vöru-
tegundir, sem íslendingar fá nú
frá Ameríku, en sem hann áliti
að væri hyggilegra að kaupa í
Danmörku. Ennfremur mintist
hann á síldarkaup og sölu í sam-
bandi við danskan markað, og
gerði Ditlev Thomsen konsúll
þetta að sjerstöku fyrirlestrar-
efni. Hr. Dahl benti á, að það
'mundi verða hagnaður af að koma
á sýningu :í haúst. Aage Berleme
talaði um skrásetning íslenskrar
ltrónu í Khöfn og var skrásetn-
ingunni hlyntur.
Banlcastjórarnir S. Eggerz og
Magnús Sigurðsson töldu rjett, að
þetta mál yrði enn ítarlega athug-
að af íslensfcu gengisnefndinni og
bönkunum, og gat, Berleme fallist
á það.
Loks talaði Bjarni Nielsen um
símasambandið og óskaði umbóta
á því, einkum fljótari afgreiðslu.
Það er skrifað mjög mikið í
blöðin um fundina og öll þau mál,
sem þar eru rædd, greinar um ís-
lensk verslunar- og atvinnumál o.
s. frv.
Frá norræna stúdentamótinu í Osló.
Hækkun dönsku og norsku
krónunnar.
Hvað veldur?
Álit Carls Thalbitzer hagfræðings.
Furðanleg hefir hún þótt hin
öra hækkun á gengi dönsku krón-
unnar, sem átt hefir sjer stað nú
undanfarið. Margir hafa álitið að
þetta væri ekki nema sveifla, sem
jafnaði sig aftur. Truflanir á at-
vinnulífi Ðana myndi valda, sem
brátt væru úr sögunni.
Viðleitni manna í gengisvand-
ræðunum hefir fram til þessa snú-
ist, um það, að hækfca gengið. —
Takmarkið, sem stefna ætti að
hefir verið að koma krónunni
smátt og smátt. í gullgengi.
En of ör hækkun getur líka
orðið til mikils baga, og það engu
síður en ör lækkun gengis. Hafa
framleiðendur hjer á landi fengið
smjörþefinn af því.
Hin mikla hækkun dönsku
krónunnar undanfarið hefir blás-
ið óróa í brjóst margra Dana. Þ.
. 26. f. m. sfcýrir hagfræðingurinn
t Carl Thalbitzer frá áliti sínu á
þessu máli.
Hann byrjar með því að segja
j frá, að í Danmörku sjeu menn
j orðnir smeykir um, að þeir tapi
öllu haldi á genginu, krónan rjúki
upp úr öllu valdi. Thalbitzer er
j þeirrar skoðunar, að eigi þurfi að
óttast slíkt. Ráð sjeu fyrir hendi
til að draga úr hækkuninni.
Og þareð það sje almenn ósk
manna að krónan nái gullgengi,
sje það einasta gleðiefni, hvernig
húffi hækkar.
Ástæðurnar til gengishækkunar
telur hann þessar:
Vöruverð hefir alment lækkað
í heiminum. Kaupmenn eru því
varfcárari í kaupum sínum —
liggja með sem minstar birgðir.
Bankarnir takmarka lán. Hvort-
tveggja þetta dregur tir eyðslu
og viðskiftaveltu. Von er um á-
gæta uppskeru í Danmörku í ár.
Traust manna á genginu eykst vjð
það. pað sem af er árinu hefir til-
tölulega mikið verið flutt út af
landbúnaðarvörum. Verð land-
búnaðarvörunnar hefir lítið lækk-
að, þegar borið er saman við
vöruverð alment.
pá kemur það einnig hjer til
greina, að þjóðbankinn danski
hefir tekið ákveðna stefnu í geng-
ismálinu, og á að geta ábyrgst
að gengi dönsku krónunnar lækki
ekki meira en að þeim ákveðnu
takmörkum, sem sett voru um
nýárið í vetur.
En þessi trygging pjóðbankans
verður svo trygging þess, að
eigna- og fjáraflamenn utan Dan-
merkur, geta lagt fje sitt í danska
banka, og eiga það ekki framar á
hættu, að fje þeirri rýrni fyrir
gengislækkun.
pá ber að líta á það, að Eng-
lendingar hafa nú komið gull-
myntfæti á hjá sjer. Fleiri þjóðir
feta í þeirra fótspor. Fjárafla-
menn geta því ekfci sett fje sitt
i enskar peningastofnanir með það
fyrir augum, að auðgast vegna
gengishækkunar þar. Er það því
eðlilegt að þeir, sem hafa hug á
slíkum gróða, leiti m. a. til Dan-
merkur, og þeirra þjóða annara,
sem búa við hækkandi gengi.
pjóðbankinn danski hefir notað
sjer aðsókn útlendinga og fengið
drjúgan peningaforða til umráða
og hefir hann til reiðu, ef nokíkuð
ber út af. Og er með því móti
opnuð leið til þess, segir Thalbit-
zer, að gengi krónunnar haldi
áfram að hæfcka.
Ef þetta álit Thalbitzer reynist
rjett vera, verða menn að gera
ráð fyrir, a ð þessi síðasta hækkun
dönsku og norsku krónunnar, sje
engin stundarsveifla, heldur fari
nú gengi þeirra hækkandi úr
þessu, uns gullgengi er náð,
hversu langan tíma sem það kann
að taka.
FERÐALANGAR.
Niðurl.
Kæri lesari!
Jeg var að blaða í dagbókar-
blöðum frá hinni ógleymanlegu
ferð minni um Kjalveg, og til
þess að endurlifa hana tók jeg
mig til að skrifa þau upp. Jeg
hafði ekkert annað að markmiði
með því.
pig undrar eflaust hvernig jeg
hefi getað eytt svona mörgum
orðum um þetta, er segja mætti í
örfáum setningum. En afsökun
mín er þessi: Jeg hafði ekkert
annað markmið en að skemta
sjálfum mjer með því.
En ef þú skyldir hafa enst m
að lesa það alt, og ef þú skyldSij
hafa orðið forvitinn í.að sjá eia-
hverja þá staði, sem jeg kom á,
og ef þú skyldir einhverntímai
eiga kost á því, ef þú skyldiij
blátt áfram ráðast í það að faml
Kjalveg í sumarleyfi þínu, eins og
við fjelagarnir gerðum, þá vildi
jeg að þú hefir lært smávegis af
þessu masi mínu. .»■
pú átt alls ekki að gera það aS
aðalatriði að fara svo hratt yfir,
sem frekast er hægt að ætla þoH
hestanna og sjálfs þín. Þú átfc
fyrst og fremst að hafa það að
markmiði að njóta þeirra staða,
sem þú kemur á. Við fjelagarnir
vorum t. d. ekki heppnari með
veður en svo, að margur hefði
jafnvel farið með miður ljúfar*
endurmihningar af Kjalvegi eftir
slíka „óhepni.“
pú átt að hafa góðan útbúnað,
alls ekki mikinn, heldur góðan.
par á jeg fyrst og fremst við það
,að þú hafir hitunartæki og svefn-
poka. Við höfðum ofurlítinn ferða
prímus, sem taka mátti sundur
og koma fyrir í blikk-kassa, á
stærð við lítinn vindlakassa. —’
Gærupokar eins og okkar þurfa
ekki að verða þjer dýrir, og eru
auk þess ævarandi eignpeir væru
áreiðanlega almennari eign manna
ef þeir væru innflutt vara frá út-
löndum sem kostaði offjár!
Pú átt að hafa haganlegt nesti.
Ef þú hefir hitunartæki þá ~er
ekki vandi að xitbúa það. Harð-
fisfcur, rúgbrauð og haframjöl —
þú hefir sjeð að það má láta sjer
líða vel með það. Mátvendni eða
lystarleysi þarft þú ekki að kvíða,
hversu mjög sem það annars kann
að fylgja þjer! — pess má geta
að við hjeldum ferðinni áfram um
sveitir, nú fylgdarmannslausir, en
matreiddum þó altaf handa okkur
sjálfir og sváfum S pokum okkar.
Okkur leið miklu betur en ef við
hefðum verið að kúldrast á bæj-
um, vorum engum háðir og þurft-
um hvergi að gera átroðning.
pú átt að hafa góða spotta með-
ferðis, ef einhverjar bilanir koma
fyrir, eins til þess að koma í veg
fyrir tafir við stygga hesta.
pú átt að haga ferðinni þannig,
að hún verði þjer ógleymahlegur
þáttur úr lífi þínu, eins og þessi
ferð varð okfcur.