Morgunblaðið - 12.07.1925, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1925, Blaðsíða 8
MORCUNBLAÐIÐ 8 MnniÖ efir þessu eina innlenda fjelagi Þegar þjer sjó- og bruna- tryggið. Simi 542. Pósthólf 417 og 574. * SfimnefnÍB Insurance. Uppbo0sauglýsing. Eftir ákvörðun skiftafundar í þrotabúi Pjeturs Þ. J. Gunnarssonar kaupmanns verða útistandandi skuldir frá heildverslun hans, að upphæð kr. 54083,43, seldar á opinberu upphoði, sem haldið verður í bæjarfógetaskrif- stofunni í nr. 4, við Suðurgötu, mánudaginn 13. þessa mánaðar kl. IY2 síðdegis. Listi yfir skuldirnar liggur frammi til sýnis s.st. laugardaginn 11. þ. m. klukkan 10—12 árdegis. Bæjarfógetinn í Reykjavík 6. júlí 1925.. 3óh. 3óhannesson. Stœrstu pappírsf ramleiðendur á Norðurlöndum Dnion Paper Co, Ltd. Osló Afgreiða pantanir, hvort heldnr b'eint erlendis frá eSa af fyrir- liggjandi birgðúm í Eeykjavík. Einkajsali á íslandi. Garðai* Gislason. munnm, hvert í sinni sveit. Ýms peirra hjeldu smásýningar heima fyrir, og sendu úrval frá þeim að Pjórsárbrú. Stærst mun hafa ver- ið sýningin á Eyrarbakka 16. til 18. maí, 460 munir. Smásýning- arnar hafa án efa haft mikla þýð- ingu í þé átt að efla áhuga á að- alsýningunni og vandað val til hennar. Á sýninguna við pjórsárbrú komu samtals 532 munir, af flest- um tegundum heimilisiðnaðar. — Mátti heita að þeir væru allir prýðilega unnir og sumir afbragðs vel. Langsamlega mest var þetta kvennavinna, og lofar það ekki iðni og ástundun karlmanna hjer eystra. Langmest bar á þrenns konar iðnaði: Vefnaði, prjónlesi og útsaumi. Er það gleðilegt ,tákn tímanna1, að útsaumur taldi hjer ekki flesta muni, eins og oft vill brenna við á sýningum. pað er vert þess, að því sje á lofti haldið, að hjer voru: 146 munir ofnir, 135 munir prjónaðir, og 127 munir saumaðir. pessi sigur vefnaðarins má vera hverjum manni ánægjuefni, og efcki síst okkur ungmennafjelög- um. Hjer sást mjög glögglega á- rangur af styrk þeim, er Hjeraðs- sambandið „Skarphjeðinn“ veitti 5 stúlkum (75 kr. hverri), til þess að sækja vefnaðarnámsskeið Heim ilisiðnaðarfjelagsins í Kvík í fyrra Einnig sannaði sýningin það, að gamall vefnaður hefir jafnan ver- ið og er enn við lýði í hjeraðinu, einkum í Rangárvallasýslu. Vefn- aður frú Herdísar Jakobsdóttur og nemenda hennar á Eyrarbakka, frá s. 1. vetri, vakti mikla eftir- tekt, einkum fyrir smekkvíslega litablöndun og fögur munstur. Af einstökum ofnum munum þótti mest koma til blárrar einskeftu frá Múlakoti í Fljótshlíð, bekk- ábreiðu, með sauðarlitum, sjerlega vel blönduðum, frá Torfastöðum i sömu sveit, og flossessu frá Eyr- arbakka. 1 prjónlesinu kendi margra grasa, alt frá grófum vetrarpeys- um upp í hárfín langsjöl og tog- sjöl. Einna mest var tekið eftir sokkum, sem Skúli læknir í Skál- holti hafði prjónað, og þóttu best lagaðir sokkar á sýningunni, og sjerlega fallegum vetlingum eftir Ólínu Andrjesdóttur skáldkonu. pá varð og mörgum starsýnt á togsokka frá Selfossi, næfurþunna og gljáandi. Verður ekki betur sjeð, en að þeir sjeu sjerlega vel til fallnir að koma í stað aðfluttra ísgarnssokka og silkisókka. Mikið þótti og varið í prjónanærföt frá bankastjórafrúnni á Selfossi. Sýndu þau glögglega, að heima- gerð nærföt úr íslenskri ull, geta verið engu síður mjúk, þunn og voðfeld, en aðkeypt ,normal‘ -föt. 1 útsaumnnum kom í ljós stór- mikil listfengi, og var unun að horfa á mörg sessuborðin, vegg- tjöldin og veggmyndirnar. Lang- mesta aðdáun vakti þó mynd af Múlakoti, er ung stúlka þar, Ás- gerður Guðmundsdóttir, hafði saumað með íslensku bandi. Mikla eftirtekt vakti einnig svart kirkju- sjal með ísaumi eftir frú Guðrúnu Bjarnadóttur í Laugardælum, og veggtjald eftir Katrínu Jónsdótt- ur á Stokkseyri. Margt var á sýningunni prýði- legt, fleira en það, sem ofið var, prjónað og saumað. T. d. er vert að geta þeirra undra, að besta band, sem þar var, var eft- ir kornunga kaupstaðarstúlku, póruúni Gróu Ingvarsdóttur á Eyrarbakka. Af öðrum sjerstak- lega eftirtektarverðum munum vil jeg aðeins nefna: Ríkisskjaldar- merki Islands, skorið í trje, eftir Gunnar Bjarnason, unglingspilt af Eyrarbafcka; silfursm'íði eftir Odd Oddsson á Eyrarbakka, og sýnis- ,horn af handavinnu stúlkna og drengja úr Barnaskóla Eyrar- bakka. pess er áður getið, að U. M. F. söfnuðu munum til sýningarinnar, hvert á sínu fjelagssvæði. Vil jeg til fróðleiks nefna 5 fjelög, sem flesta muni sendu: U. M. F. Eyrarbakka 130 muni. U. M. F. Sandvíkurhrepps 50 muni. U. M. F. Biskupstungna 49 muni. U. M. F. Dagsbrún, Austur- Landeyjum 44 muni. U. M. F. Hvöt, Grímsnesi 29 muni. Aðeins eitt fjelag sendi ekkert. Húsrúm það, er sýningin hafði til afnota, salurinn á pjótanda, var altof lítið til þess að sýning- armunirnir gætu notið sín sem skyldi. Varð þar að þjappa öllu saman. Var þó öllu prýðilega fyr- ir komið, enda var sýningarnefnd- in ágætlega valin og naut forstöðu og leiðbeininga frú Herdísar Jak- obsdóttur handavinnukennara. í sambandi við sýninguna sýndu þau Haraldur Árnason kaupmað- ut' og frú Valgerður Gísladóttir prjónavjel og sýnishorn af prýði- legu vjelprjóni. Einnig sýndu klæðaverksmiðjurnar „Álafoss“ og „Gefjun“ þar framleiðslu sína, og fanst mönnum mikið til um, KAFFI frá kaffibrenslu 0. idHosi 8 Kaaber. er viðurkent fyrir gæði af öllum þeim, sem reynt hafa. N ýtt: Bollapör með áletrunum Mjólkurkönnur Kökudiskar Barnadiskar Barnaboltar Kaffikönnur * Súkkulaðikönnur Toile(tt-sett Barnaleikföng o. fl., o. fl., o. fl. K. Eina S Biðrnssi Bankastræti 11. Sími 915. Sími 915.. sem von er, hversu fögur og á- gæt fataefni vinna má úr íslenskri ull. Sýningin var opin dagana 3.,. 4. og 5. júlí. Sóttu hana um sex hundruð gestir. Er það von. margra, að hún veki nýja og sterka áhugaöldu 5 iðnaðarmálumt „austan fjalls.“ Væri þá vel. A. S. SPÆ JARAGILDRAN — Jeg fjekk í morgun brjef frá mjög háttsett- um manni hjer á landi, manni, sem jeg stend í mik- illi þakkarskuld við. Hann krefst þess, að jeg hætti við alla frekari rannsókn í þessu máli og veiti eng- um hjálp til þess að rannsaka það. Jeg fullvissa þig um, að jeg varð máttlaus af undrun. En þetta er enginn draumur. Jeg hefi brjefið hjer í vasanum. — Eru ensku systkinin nefnd með nafni? — pað stendur þannig í brjefinu: „Viðvíkjandi unga Englendingnum, Guy Poynton og hvarfi hans og systur hans“. — þetta hlýtur að vera nægilegt til að sanna þjer, að þú þarft ekki að vænta neinnar áðstoðar af lögreglunni, því sá, sem brjefið skrifar, hefir vald til að krefjast fullkominnar hlýðni af henni. Duneombe varð blóðrauður í andliti. Hann var Breti í berg og bein, og þrákelkni hans óx eftir því sem örðugleikarnir sýndust verða meiri. — Pví meiri ástæða er til, eftir því, sem jeg get sjeð, að jeg haldi áfram leitinni á eigin ábyrgð og með þeirri hjálp, sem jeg get aflað mjer, sagði hann rólega. pessi systkini eru landar mínir, og jeg ætla mjer ekki, ef jeg get við ráðið, að láta þau ienda í klónum á frönskum þorparalýð, þó þau hafi verið svo óheppin að verða á vegi hans. Jeg hætti «kki leitinni, Spencer. Spencer ypti öxlum. — Jeg hefi, svo sem géfur að skilja, fulla sam- úð með þjer, Duncombe, en jeg verð þó að ráð- Ieggja þjer að nota skynsemi þína. pú þekkir París nógu vel til þess að vita, að þú hefir ékki einn af þúsund möguleikum til þess að komast fyrir þetta leyndarmál. Annars eru Frakkar enginn þorpara- lýður, og hafi vinur þinn lent á einhverjum refil- stigum, þá er það sennilega honum að kenna. ,•— En systirin? Finst þjer, að jeg eigi að láta einhvern tartaralýð hjer í borginni fara með hana eins og honum líkar ? — pú þarft ekki að vera svona stórorður, sagði Spencer. Jeg skal játa, að hún stendur ver að vígi en bróðir hennar. En sá maður, sem jeg kalla besta vin minn, og skrifaði mjer brjefið, sem við lásum áðan, er ekki vanur að halda verndarhendi sinni yfir tartaralýð. Athugaðu nú málið með skynsemi, Duneombe. petta unga enska fólk er þó ekki þjer skylt ? — Nei, ekki er það. t— Eða gamlir vinir? Hvað þekkirðu ungu stúlk- una t. d. mikið? Duncombe leit upp, — Þessi unga stúlka-er, ef guð vill, tilvonandi kona mín. Spencer tók kipp í stólnum. — Fyrirgefðu mjer, Duncombe! — en jeg hafði engan grun um þetta, þó mjer hefði átt að detta þetta í hug. peir borðuðu um stund án þess að mæla orð frá vörum. En þegar þjónninn var kominn með kaffið, og þeir höfðu kveikt í vindlingunum, hallaði Spen- cer sjer yfir borðið til vinar síns og sagði: — Segðu mjer hvað þú ætlar að gera, Dun- combe. ,— Jeg ætla að fara í Montmartre-kaffihúsið í kvöld. Á slíkum stað hljóta að vera sníkjúdýr, sem vita um það, sem fram fer á hverjum tíma. Jeg ætla að reyna að ná tökum á þeim. Jeg er nógu ríkur til þess að borga hærra en þeir, sem hafa keypt þá til að þegja. — pá verðirðu að vera nógu ríkur til að kaupa líf þeirra, sagði Spencer alvarlega. pví lánist þjer að rjúfa þagmælskueið þeirra um leyndardóm þessá merkilega kaffihúss, þá munu þeir, áður en liðinn er hálfur mánuður, verða meðal hinna dauðu í La, Morgue. — pað verða þeir að bera ábyrgð á sjálfir, sagði Duncombe kuldalega. Jeg fylli vasa mína í kvöld af peningum, og jeg býð hátt í hvern þann, sem eitt- hvað getur sagt mjer með sanni um landa mína. Jeg læt vita um það á gistihúsinu, hvert jeg fer. Og fcomi eitthvað alvarlegt fyrir mig — ja, þá get jeg ekki skilið, að Montmartre-kaffihúsið verði sjer- lega vel liðið framvegis. , ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.