Morgunblaðið - 21.07.1925, Blaðsíða 2
MORGUjNBLAÐIÐ
Höfum fyrirliggjaiicli
Apricots, þurkaðar,
Epli, þurk.,
Ferskjur, þurk.,
Sveskjur,
r* Rúsínur,
p' Gráfíkjur,
Döðlur.
Súkkulaði, ,Consum,‘
— „ísafold,“
— „Vanille,“
— „Fin Vanille No. 5,“
Cacao,
Kaffi,
The.
ur
á Laxárneaávfihi f Kjós, fást leigðar.
Upplýtiugar á Pkrifstofu
Geo Copland. — Sími 406.
Ágætur umbúða-prentpappír,
ekki blaðapappír,
ódýrt til sölu ef tekinn er strax. Uppl. á skrifstofu
9
Isafoldarprentsmiðju h. f.
M.b. „Skaftfellingur"
hleður tilr
Eyrarhakka. Vestmannaeyja, Vikur og Skaftáróss.
Siðasta ferð til Skaftáróss.
Flutningur afhendist nu þegar.
Nic. Bjarnason.
Géifdúkar.
J Miklar b’rgðir.
I L'egst vejrð.
' Mm Pielun s Gs.
»
AðalumboSsmenn:
I. Brynjólfsson & Kvaran.
ur<
Notið farfa
VALDIMAR ÁRMANN
kaupmaður á Hellissandi.
sem eykur birtu í herbergjum.
„Kronos“-Títanhvítan
gerir það ríkulegast og ód/rast.
UuiboSsmenn:
Árni Jónsson, Reykjavik.
Bræðurnir Espholin, Akureyri.
Pappirspokar
lægst verð.
Herluf Clausen.
Siml 39.
Nýkomlð nukið
fflf' úrvralaf heutugum
\ liueii-suniarDlússuin
(úr alullarefni, hald-
góðir litir.
jiawrfdMjfanatom
I gær heilbrigður í dag liðið lík.
Þannig bérst sorgarboðskapurinn
j til vina og ættingja, en oss finst
svo erfitt að skilja þetta, það kom
svo óvænt, oss setur hljóða um
stund — merkjum vjer sársauk-
i ann hið innra með oss, skiljum að
vjer ekki framar fáum að sjá vin-
inn kæra, eða heyra hann framar
bjóða oss velkomna á heimili sitt,
með þessu einlæga brosi, sem góð-
ir menn fagna með vinnm sínum,
og þessum látna vini vorum var
svo innilega eiginlegt.
Þeir verða æði margir, á Snæ-
fellsnesi og víðar, sem sakna vin-
ai, er þeir koma næst á Sand, er
Valdimar heitinn ekki framar kem
ur á móti þeim og leiðir þá inn
ti! sín, þar sem allir voru vel-
komnir og öllum fagnað. Margir
þeir sem þá fyrst skilja til fulls
hve mikils er mist.
iValdimar heitinn var enn á ung
um aldri, milli þrítugs og fertugs
og miklar vonir tengdar við hann,
ekki aðeins af konu og börnum,
og nánustu ættingjum, heldur öll-
um sem þektu nokkuð til & Snæ-
fellsnesi, því hann sameinaði í sjer
svo marga góða hæfileika; hann
var áræðinn framtaksmaður á
sama tíma og hann var hygginn
og’ hagsýnn kaupsýslumaður, var
ábyggilegur og samviskusamur svo
hann naut trausts hvers manns,
var ljúfur og lipur í allri fram-
komu við æðri sem lægri og því
öllum kær. Enda hygg jeg að þeir
mnnu fáir, sem jafnt verður sakn-
að af öllum heima í sínu bygð-
arlagi og hans mun nú saknað
þar vestra.
Frá æsku vann hann sífelt að
verslunarstörfum, varð verslunar-
stjóri milli tvítugs og þrítugs og
hefir stjórnað verslun Bræðranna
Proppé á Hellissandi frá byrjun,
enda var hann meðeigandi að
henni. Hann var stærsti útgerð-
armaður á út Snæfellsnesi og
byrjaði fyrstur að láta veiða síld
í Jökuldjúpinu til útflutnings. —
Auk þess var hann framkvæmdar-
stjóri fyrir íshúsfjelag Hellissands
um mörg ár. Alt virtist hepnast
vel, er hann tók sjer fyrir hendur,
verslunin blómgaðist ár frá ári,
útgerðin hepnaðist honum þar
manna hest og nndir stjórn hans
var íshúsfjelagið eitt með arð-
bestu hlutafjelögum landsins. Jarð
rækt og búskap hafði hann mikla
ánægju af, en hafði ekki mikinn
tíma til þess að sinna því, er
hann auk annara starfa sinna varð
að sitja í ýmsum nefndum, svo
sem sóknarnefnd og heilbrigðis-
nefnd (ef jeg man rjett), og víst
enn fleiri.
Hann var þannig lang mesti
framfara og starfsmaður á Snæ-
fellsnesi utanverðu og jeg skil
ekki í svip hvernig Sandur fær
bætt það skarð í hráð, sem nú er
höggvið þar, er Valdimar er hnig-
inn til foldar.
Og þó skilur enginn eins til fulls
hve mikið er mist og kona hans,
sem naut daglegrar umhyggju
hans, og gat rólega varpað öllum
áhyggjum fyrir sjer og börnum
þeirra fimm, sem enn eru öll í
bernsku, á herðar honum, sem
líka var óhætt, því betra og elsku
legra heimili en þau hjón áttu er
ekki á hverju strái, þau voru svo
einstaklega samhent í því að gera
þar bjart og hlýtt, eins og æfin-
lega verður þar sem ást, kærleik-
ur og traust eru ljósastikur heim-
ilisins og hlýja hugsanir margra
vina auka gleði þess.
En þótt störfin værn mörg og
einstök umhyggja hans fyrir konu
og börnum þá hafði þó Valdimar
oftast einkar góðan tíma til þess
að hugsa um hina fátæku, hlusta
á Guðs orð og tala um eilífðarmál-
efnin, sem iágu huga hans mjög
nærri alt frá æskudögum; og mjgr
er óhætt að fullyrða, að ekki var
sá brestur í fari hans, sem hann
ekki þráði að geta hætt og lagað;
að hann stefndi með djúpri þrá
að fullkomnunartakmarki krist-
inna manna.
Guð huggi Og verndi ekkju og
börn þessa kæra látna vinar á
degi sorgarinnar og á öllum dög-
um lífsins, er ósk og bæn margra
vina.
Guðm. Einarsson pr.
MINNINGARSJÓÐUR.
Oss undirrituðum er kunnugt
um, að Skagfirðingar hafa heima í
hjeraði byrjað á samskotum til
minningarsjóðs, er beri nafn Ólafs
sál. Briems frá Álfgeirsvöllum, og
varið verði, á sínum tíma, til al-
menns gagns fyrir Skagaf jarðar-
sýslu, eftir því sem ákveðið verð-
ur í væntanlegri skipulagsskrá fyr
ir sjóðinn, er sýslunefnd semur.
Þareð vjer teljum líklegt, að
Skagfirðingar, sem búsettir eru nxá
utan hjeraðsins, og ef til vill fleiri,
muni einnig vilja heiðra minningn
liins látna sæmdarmanns með því,
að leggja einhvern skerf í þennan
/sjóð, leyfum vjer oss að láta þess
getið, að herra bankastjóri Eggert
Claessen í Reykjavík, hefir góð-
fúslega tekið að sjer að veita mót-
töku væntanlegu samskotafje hjer
syðra, til sjóðsins.
Vjer búumst við að sjóðurinn
verði stofnaður á 75 ára afmæli
Ólafs sál Briems, 28. janúar næst-
komandi, og verði ávaxtaður í
Söfnunarsjóði íslands.
p.t. Reykjavík 12. júní 1925.
Sigfús Jónsson, Jón Konráðsson,
Amór Ámason, A. Kristjánsson,
Herm. Jónsson.
Pökk !
Hjartans þöklc votta jeg hjer-
með öllum þeim, er auðsýndu mjer
hjálp og hluttekningu á margvís-
lcgan hátt, þegar jeg varð fyrir
þeirri sáru sorg að missa manninn
minn 20. júní s.l.
IÞað yrði altof langt mál að telja
þá alla upp, en jeg get þó eigi
stilt mig um að nefna nokkur
þeirra, ber mjer þá ekki síst að
minnast ljósmóðurinnar, Þórunn-
ar Björnsdóttur, sem fyrst manna
hóf máls á hjálparbeiðni handa
mjer. — Henni voru og heimilis
kringumstæður mínar vel kunnar,
þar sem hún var nýbuin að gegna
1 j ósmóðurstörfum á heimili mínu,
og þakka jeg henni ekki hvað
síst hina ósegjanlegu alúð og ná-
kvæmni, sem hún sýndi mjer og
nýfæddu barni mínu. Þá hlýt jeg
að nefna lícknana, sem stunduðu
manninn minn svo vel í hinni
ströngu banalegu hans, Matthías
Einarsson, sem hefir þar að auki
rjett mjer og börnunum sannar-
lega hjálparhönd.
Magnús Blöndahl kaupmaður og
sonur hans komu heim á heimili
mitt og færðu mjer höfðinglega
fjárupphæð, sömuleigis verkafólk
þeirra í Haga, sem skaut saman
og gaf mjer rausnariega gjöf. —
Þannig gæti jeg talið áfram, en
jeg læt hjer staðar numið, og bið
Guð, sem þekkir öll nöfn, að launa
öllum þeirn, sem litu til mín, þeg-
ar jeg átti um sárast að binda.
Einarsstöðum 20. júlí ’25.
Katrín Pálsdóttir.
50
sparið þjer, ef þjer kaupiS
gleraugu í Laugavegs-Ap-
óteki.
Notið hið óvenjulega lága
verð.
Stórt úrval af alskonar um-
gerðum.Hin alþektu punkt-
uellu, kúptu gler, sem aS
gæðum þykja betri en all-
ar aðrar tegundir, fást að-
eins í
Laugavags Apoteki
S j óntæk jadeildin.
Drekkið
POLO
Ettskar húfui*
«»g
FlékahattaPf
gott og fjölbreytt úrval
t
Ýmiskonar postulínsvörur með
myndum áf Gullfoss, Geysir,
Heklu og Þingvöllum.
Gjörið svo vel og
litið í gluggana.
í Ei
Bankastræti 11.
Sími 915. Sími 915.
i m ar
, 24 versltuún,,
23 Pouleen.
27 Foasbfcrg.
KJjspparstíg 2ö.
Málning.
1
mæla með sjer sjálf.
Það er ekki nauðsynlegt
að auglýsa: Thiele-gleraugu
eru ódýrust, Thiele-gleraugu
þola samanburð við öll önn-
ur, bæði hvað gæði, gerð og
verð snertir.
Því þetta er staðreynd!
Fæst einungis á Lauga-
veg 2 (gult hús, hlá skilti).