Morgunblaðið - 23.08.1925, Page 8

Morgunblaðið - 23.08.1925, Page 8
8 MORC iNBLAÐIÐ Kaupmen n Verið ávalt vel birgir af C H I V E R S sultu- taui og niðursuðuávöxtum. mnmiffli! CKivers Jams Made from the fínest freshly gathered Fruit and refined Sugar only Chivers’ zrm Olde EnóliSi Marmalade cThe .Sfriflocrat of ■ éhe ‘föreahfafl Tabíe’ CKivers Jellies Flavoured with Ripe Fruit Juices— Delicious, Wholesome, and Refreshing. pL. ’ .A1>0 D C/vr» cs V f#l THE ORCHARD FACTORY. oc oons, histon. cambridce. england. luioiiuMunuiiuuiuuiuiuuiuiimiiiuniiiiiiiiiiimiiuiiiuiiuiiuiiiiitiuiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiUiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiimiiiiiiiitiM í heildsölu hjá O. Johnson & Kaaber í 'J mörgu merkilegar bókmentir. Að bvaða gagni kemur unglingnum fræðahraflið, sem hvorki er fugl nje fiskur, ef ekki er vakinn andi nemandans til sjálfstæðrar starf- semi, opnuð augu hans fyrir dá- semdum lífsins og marghreytni mannlegrar sálar ? Til slíkrar vakningar eru saga og bókmentir best fallnar. Þetta verður nú meira og meira atriði í alþýðu- fræðslu nágrannalandanna — og nú í sumar verður haldið mót í Dresden í Þjóðverjalandi, þar sem rætt verður um að koma al- þýðufræðsiunni þar í svipað horf og á Norðurlöndum. Eru boðnir til móts þessa kunnustu og hest reyndu skólamenn frændþjóða vorra. Hjer í Noregi er lögð geysimik- il áhersla á bókmentasögu, eink- nm við lýðháskóla og kennara- skóla. 1 lýðháskólunum eru fluttir hókmentafyrirlestrar 5—6 tíma á viku hverri — og í kennaraskól- unum verða nemendurnir að lesa öll höfuðskáld bókmentanna. Við próf heldur hver þeirra fyrirlest- nr nm það efni úr bókmentasög- nnni, sem honnm fellur í hlnt — og auk þess skrifar hver og einn langa ritgerð nm slíkt efni. Er nemendum ætlað að gera þetta svo ýtarlega, að öllnm hinnm umfangs rneiri rithöfundum er skift í tvö eða jafnvel þrjú verkefni. Á það má benda, að fyrir 20—30 árum las ekki norskur almenningur bókmentir. Nú er þetta að komast meira og meira í svipað horf og verið hefir hjá oss. Sú breyting á alþýðufræðslu yorri — og þá sjerstaklega á ung- lingaskólunum, að saga og hók- mentir skipi þar stærra rúm en áður, er einhver hin mesta um- hót, sem unt er að gera, alþýðu- menningu vorri til gagns. Þá fyrst er sú breyting hefir verið gerð, geta skólarnir leyst af hendi það tvöfalda hlutverk, að koma í stað heimafræðslunnar og skapa nýja og styrka heimilismenningu íland- inu, bygða á gamallri og traustri rót. Bættir ritdómarar, bókmenta- sögulegar ritgerðir og ritverk, (ríkisstuðningnr góðri bókaútgáfu, hrennimerking erlendra sorprita og endurbót á alþýðuskólunnm — þetta mnn á nýjan leik gera al- þýðu jafn hókfúsa og bókvanda og fyr — og vernda oss fyrir mörgum af þeim menningarmein- um, sem aðrar þjóðir þjást af. Kaland í Harðangri, 17. júlí 1925. Guðm. Gíslason Hagalín. Engin stúlka ófríð? Voldug hattabúð í New York auglýsti fyrir skömmu eftir stúlku til aðstoðar við sýningu á höttum. Stúlkan átti að fá mjög hátt kaup og mátti að auki velja sjer hvern þann hattinn úr búð- inni, er hún helst kysi. En það var tekið fram í auglýsingunni, að stúlkan yrði að vera ófríð. Það var enginn vandi, sagði þessi hattakaupmaður, að búa til hatta, sem færu vel laglegum stúlkum. Hitt væri miklu meira um vert að geta húið til hatta, sem gerði ófríðar stúlkur að yndislega fögr- um blómarósum, og þess vegna auglýsti hann eftir ólaglegri stúlku. En hvernig fór. Maðurinn beið og beið eftir stúlkunni, en engin kom. Hann auglýsti aftnr, er það fór á sömn leið.Engin kom, Hvað er þetta, sagði veslings mað- urinn við nágranna sína, er þá engin ófríð stúlka til í allri New York? Varla nokkur, sem viður- kennir það sjálf — benti nágranni hans honum á. Greifahölhmum í Austurríki fer óðum fækkandi. Erfiðleikarnir fara sífelt vax- andi hjá hinum gömlu greifafjöl- skyldum í Austurríki. Daglega má sjá að margar hinar 'gömlu greifahallir, sem árum saman höfðu fylgt gömlu ættinni, eru auglýstar til sölu. Fyrir stuttu voru í einu og sama blaðinu í Wínarborg auglýstar til sölu 18 slíkar hallir, og var verð þeirra 4y2 til 15 miljarða ansturrískra kr. Reynt var að koma því þannig fyrir, að erlend ríki keyptu eitt- hvað af þessum byggingum fyrir bústaði handa sendisveitum, og menn vonuðu að með því móti fengju byggingarnar að halda sínu gamla fyrirkomulagi og stíl. —-—------------- Landráð. „New York Times“ skýrir frá því nýlega, að Japani einn, Suzuki að nafni, er var skrifari í flota- inálaráðuneytinu, hafi orðið upp- vís að því að hafa boðið ameríku- manni kaup á mikilsvarðandi skjölum, er varðaði flota Japana. Ætlaði hann að selja skjölin fyrir 10.000 Yen. Ameríkumaðurmn gerði lögreglunni aðvart um til- tæki Suzukis og varð hann sett- ur í varðhald og verður ákærður i fyrir landráð. Skjöl þau, er selja átti varðaði margskonar tilhögun a flotanum, en eigi voru það „leyniskjöT1, í þeirri merkingu er það orð hefir í hernaði. ------------------- S m æ 1 k i. Umferðin í Ueningrad. Nýlega eru komnar út nýjar reglur um götu-umferðina í Leningrad, eftir þýskri fyrirmynd. Eftir þeim er fótgangandi fólki ekki leyfilegt að ganga yfir þvera götuna, nema í fylgd með lögregluþjóni. Fyrstu dagana vorn 400 manns sektaðir fyrir brot á fyrirmælum þessum. Hvernig maður verður frægur. Til þess hefir einhver góður maður talið þetta helsta ráðið, eða a. m. k. það ráð, sem framkvæm- anlegt væri fyrir hvern og einn. Fyrst að láta það boð út ganga að maður ætli sjer að takast ein- hverja fífldirfsku á hendur, eitt- hvað sem sjáanlegt er, að enginn mannlegur máttnr getur komið í verk, þegar allur almenningur er búinn að býsnast yfir þessari fífl- dirfsku um stund, þá er ekki ann- að en láta það hoð út ganga, að fyrir eldheitar áskoranir vina sinna og velunnara hafi maður hætt við fyrirtækið. Lífið á plánetunum. Prófessor nokkur í Galiforníu, William Champell að nafni heldur því fram, og þykist hafa óyggj- andi sannanir fyrir, að lífverur sjeu á öllum plánetunum. I , Einkennileg útför. Nýjasta tíska á því sviði vestur í Californm: Upphafsmaður hermar dó ekki alls fyrir löngu. Hafði hann verið hermaður í ó- friðnum og e. t. v. fengið ein- hverja óheit á jörðinni sem hvílu fyrir hinar jarðnesku leifar. Lagði hann svo fyrir, að lík sitt skyldi brenna til ösku. — Síðan skyldi fljúga með öskuna hátt yfir hæsta fjallstindinn sem er í nánd við dánarstað hans. Þar í háalofti skyldi dreifa óskunni út í geim- inn . lf I HARBRAUÐ heit á hverjum morgni kl. 8, og; úr því á klukkutíma fresti. Fást einnig á Hótel ísland og Rosen- berg. H.f. Þvottahúsið Mjallhvít, Sími 1401. — Sími 1401. Pvær hvítan þvott fyrir 65 aura Idlóið. Sækjum og sendum þvottinn. Fyrirliggjandi i Trawl-virar, Trawl-garn, Manilla, Bindigarn lli Mkii i Sfml 720. Var þetta gert, sem hann hafði lagt fyrir. 1 Brúðkaupsveisla sem segir sœÉ, var haldin í Lundúnnm fyr- ir skömmu. Boðsgestir voru 500. Yoru þar margir aðkomandi vest- an úr Ameríku. Einn boðsgesta átti 12000 enskar mílur heim til sín. — SPÆJARAGILDRAN Hann greip í skyndi hatt sinn og frakka og ýtti ungu stúlkunni á undan sjer út úr dyrunum. Síðan læsti hann þeim og stakk lyklinum í vasa sinn. Á leiðinni út kveikti hann í vindlingi. 1 forsalnnm kom þjónn á móti þeim. — Það hefir maðnr nokkur, sem nefnir sig Speneer, spurt eftir yður. Jeg ljet hann fara inn í bókasalinn. Fielding hikaði eitt augnablik. — Nú, það er maðurinn, sem ætlaði að selja okknr bifreiðina, sagði hann síðan og sneri sjer að ungu stúlkunni, en jeg hefi ekki sjeð bifreiðina enn. Biðjið þjer manninn að bíða nokkrar mínútur, meðan jeg reyni hana, mælti hann við þjóninn. Við skulum flýta okkur! Unga stúlkan fylgdi honum eftir. Þegar út að bifreiðinni kom, sá hún, að maður nokkur sat við stýrið, og kinkaði Fielding ánægjulega kolli til hans, þó hann væri náfölur af sársauka. — Jeg hefi líklega látið yðnr híða heldur lengi, sagði hann. En getið þjer ekið á móti svona snörp- nm vindi? — Þjer skuluð prófa það, herra minn! Kemur tmgfrúin með? Þau settust upp í bifreiðina, Fielding hjá bif- reiðarstjóranum, en ungfrúin aftur í. Svo seig Dif- reiðin á stað, en um leið komu veiðivagnarnir upp að höllinni. — Við hvörflum frá nokkrar mínútur, hrópaði Ficlding og veifaði til lávarðarins. — Bíðið þjer við. Jeg fer með, kallaði Runton aftur. En Fielding heyrði ekki til hans, að því er virtist. Duneomhe hafði gengið heim yfir akrana stystu leið. En um leið og hann var að fara yfir þjóðveg- inn og á veginn, sem lá heim að húsi hans, varð honum litið upp á hæðadrögin, og sá hann þá að þar kom bifreið með ofsahraða. Möl og steinar þyrluðust út frá henni, og var ekki annað sýnna, en að hún mnndi velta nm koll í sveigjunum á vegin- nm. Duncombe gekk langt úr vegi meðan hún fór framhjá. En alt í einu var eins og hann vaknaði af svefni. Hann hafði sjeð í vagninum nábleikan mann liggjj- andi upp við bifreiðarstjórann. Hann var likastuc deyjandi manni. En aftan til í vagninum sá hann kvenmann. Hún hallaði sjer fram til mannanna, og reyndi auðsjáanlega að tala við þá. Hún var með flakandi hárið og skelfing lýsti sjer í svip hennar. Hún hafði komið auga á Dnncomhe, og um leið lagði höndina á handlegg bifreiðarstjórans. Um leið var bifreiðin stöðvuð. Duncomhe tók á sprett að henni. En þá var stúlk- an komin út á veginn. — Herra Duneomhe — aðvörun yðar kom á elleftu stundu. Alt er komið upp um okkur. Viljið þjer ekki stöðva okkur? — Á hvern hátt get jeg hjálpað yður? spnrði hann rólegur. Hún leit rannsakandi á hann. — Er það ásetningur yðar að hjálpa mjer? — Það vitið þjer vel um. Hún stakk alt í einu umslagi í hönd hans. — Geymið þjer þetta fyrir mig, hvíslaði hún. Látið þjer ekki nokkurn vita um, að það sje í yðar vörslum, þar til jeg sendi boð eftir því. Duncomhe stakk umslaginu í innri vasa sinn og hnepti vandlega að sjer frakkanum. — Nú er það vel geymt, mælti hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.