Morgunblaðið - 23.08.1925, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.1925, Blaðsíða 4
4 B-ORGUNBLAÐIÐ HHIllll ViSskifti. ilÍllllllllUlllllllfl Nýkomið: Mjög fallegir sport- sokkar á drengi og telpur, hekluð hálsbindi, axlabönd, sportbelti, enskar húfur .og karlmannshálf- sokkar í öllum nýjustu litum og gerðúm. Guðm. B. Vikar, Lauga- veg 5. 35 aura kostar líter af stein- olíu, bestu tegund, Baldursgötu 11, sími 893. Hjól tekið í misgripum við Laugavegs Apótek á föstudaginn var. Skifti fari þar fram. Ólafur Jónsson, læknir. Flóra íslands 2. útgáfa, fæst á Afgr. Morgunblaðsins. líegfóður Höfum nýlega feogið birgðir af veggfóðri, fallegu og ódýru, eina og áður. Loftpappír, Maskínupappír, — Veggpappi, Strigi. H.f. Hiti & Ljós. Nokkur eintök fást enn hjá bóks. af bólcinni „Pagri hvammur,“ eftir Sigurjón Jónsson. Úr umsögnum um þá bók má t. d. taka úr blaðinu „Austur- landi“ : Bókina má telja allpaikla framför hjá höf. Efnismeðferðin er öll greinilegri og frjálsari en áður var.. En oft er mjög mik- ið fjör í frásögninni og ímyndun- arafl höf. virðist mikið en síður tamið en skyldi ennþá.... En þrátt fyrir þetta er bókin all- skemtileg lestrar og hefir sjálfsagt góð áhrif á menn. Stundum eru líkingarnar mjög vel valdar og eumir kaflarnir skáldlegir. Má þar helst nefna kaflann „Milli þátta“, sem er á köflum mjög svo fallegur. Skal þar helst bent á æfintýrið um. garðvörðinn.... Líking þessi er bæði viturleg og skáldleg. Málið á bókinni er gott. Guðm. G. Hagalín. Umboðs. Bókav. Þór. B. Þor- lákssonar. M1 Mr ihr með Hreins Lanolinsápu, sem er besta handsápan sem þjer getið fengið.Húðin helst hrein mjúk og falleg. Biðjið kaup- manninn sem þjer verslið við um hana. Engin alveg eins góð. 1722 er simanúmer mitt Lœkjargtttu 10. Ódýrt: Sveskjukassar 15 krónur Blandaðir ávextir, kassinn 28 kr. Dósamjólk, kassinn 31 kr. Hafra- mjöl, pokinn 29 kr. Púðursykur 35 aura % kg. Hveiti, Hrísgrjón, Victoríubaunir, lágt verð. Ódýr sykur. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. Mikið úrval af Sokkum á karla, konur og bðrn nýkomid Vöruhúsið. Að norðan. (Eftir símtali við Akureyri í gær.) Nýtt læknisembætti. Auglýst befir verið hjer í blaði nýtt læknisembætti. Vilja ólafs- firðingar fá sjer sjerstakan lækni, en hafa undanfarið notið læknis- hjálpar hjeraðslæknisins í Svarf- dælahjeraði. Veitti þingið í vetur ólafsfjarðarhjeraði 2600 kr. til þess að standa straum af lækn- inum, en annað eins ætla íbúar Lreppsins, að leggja fram, svo launin verði á sjötta þús. kr. Auk þessa er lækn- innm heitið íbúð með vægum kjörum. i Síldveiðin. Hjer hefir verið tregur síldar- afli undanfarið, komu öll skipin, sem hjer leggja npp, inn í morg- un, sum aflalaus og önnur afla- lítil. Kom Ýmir með 200 tunnur og var það langhæst. Tvö skip strönduðu hjer úti á firðinum nýlega í sót- þoku en náðnst mjög fljótt út aftur óskemd. Skipin voru „Elj- an“ og „Andey“, lítil gufuskip bæði. Maður slasast hættulega. Fyrir skömmu var maður að nafni Valdimar Sveinbjarnarson að vinna hjer við múrsmíði á húsi, og stóð á palli er festur var ofarlega á húsinu. Brotnaði pall- urinn, og fjell maðnrinn niður á jafnsljettu. Slasaðist hann mikið, og er talið að mænan hafi skemst. Segja læknar að hann muni aldr- ei verða jafngóður, þó hann haldi lífi, sem vafasamt sje. Tíðarfar er hjer og hefir verið gott, en þurkaminna en áður. Hafa komið þokudagar með smáskúrum en stórfeld rigning hefir engin verið. Bændur hafa alliirt töður sínar með ágætri nýtingu, og eru nú komnir á út-engi. \ „Nova.“ Meðan „Nova“ lá hjer, hafði skipstjóri boð inni og bauð til skips ýmsnm borgurum bæjarins. Er þetta, eins og kunnugt er, fyrst ferð skipsins hingað. Mönn- um leist hið hesta á skipið. Lúðrasveit Reykjavíkur. Sá hluti hennar, sem landveginn fór að norðan, kominn hingað. Flokkurinn hinn ánægðasti yfir förinni. - -- Eins og knnnngt er, fór Lúðra- j sveit Reykjavíkur til Vestur- og ' Norðurlands fyrir nokkru og spil- . aði á ýmsum stöðum'. Á Akureyri | skiftust leiðir, fóru 10 menn úr * sveitinni ásamt stjórnanda henn- ■ ar, Páli ísólfssyni, landveg suður, en hinir fóru sjóleiðina. Þeir sem á landi fóru, eru ný- , lega komnir suður. Og láta þeir * hið besta yfir ferðinni að öllu Ileyti' Frá Akureyri fóru þeir Öxna- dalsheiði til Skagafjarðar. — Á Bakka í Öxnadal spiluðu þeir fyrst frá því þeir fóru af Akur- eyri. 1 Skagafirði spiluðu þeir á Víðivöllum og Sauðárkróki. Var þeim tekið með hinni mestu rausn af Skagfirðingum, og settir undir þá gæðingar, og fengnir fylgdar- menn til Blönduóss. Þar spiluðu þeir fyrir miklum mannsöfnuði, er samankominn var víðsvegar að úr sýslunni. Var þar dansleikur um kvöldið, og ljek sveitin þar. Stóðu þeir við heilan dag á Blönduósi. Síðan fóru þeir í bifreiðum fram Vatnsdalinn, að Hnjúki, og spiluðu þar og síðan að Flögu og þá að Undirfelli. Var þar margt fólk samankomið. Þaðan lögðu þeir með 22 hesta og tvo fylgdarmenn suður Gríms- tungu og Arnarvatnsheiði, og yf- ir Kaldadal til Þingvalla, og það- an í bifreiðum hingað. Alstaðar þar sem þeir komu ljek Páll á orgel, ýmist í kirkjum eða heimahúsum. Þótti mönnum hið mesta ágæti að hlýða á hann, og átti spil hans ekki minstan þátt í því að gera för sveitarinnar góða og Norðlendingum ógleymanlega, þó mikla ánægju hefðu þeir af hijómlist sveitarinnar. — Fjöldi raanna, sem á þá hlustaði, hafði, eins og við er að húast, aldrei sjeð lúðra, auk heldur heyrt leik- ið á þá. Mjög rómar sveitin risnu og ihöfðingsskap Norðlinga og nátt- úrufegurð þar nyrðra. GENGIÐ. Reykjavík í gær. Sterlingspund ........... 26,00 Danskar kr. .. v....... 124,88 Norskar kr..............101,03 Sænskar kr..............144,05 Dollar .................. 5,37 Franskir frankar ........ 25,41 Nýjap pósfkorlatsgundir falleg glanskort i . v Bókav. Sigfúsar Eymundisonap. Hin góðkunna Ogstons & Tennant’s Bultermilk Toilet Soap nýkomin í Heildv. Garðars Gíslasonar. Kol. Kol. Kol. Háttvirtu bæjarbúar Veitið athygli: Jeg sel mín góðu viðurkendu hú og skipakol framvegis eins og að undanförnu, krón 10 (skpd.) 160 kg. heimflutt. ódýrasta verð bæjarins í tonna tali. Símar 807 og 1009. G. Kristjánsson, Hafnarstr. 17. (uppi) Inngangur frá Kolasundi. DAGBÓK. Nova, hið nýja skip Björgvinj- arfjelagsins, var á ísafirði í gær. Hún er væntanleg hingað í dag. Nordpol, kolaskip, sem hjer hef- ir legið, fór hjeðan í gær. Togarnir, Baldur og Otur, fóru á veiðar í.gær. Njörður fór á veiðar út í fló- ann í fyrradag, og kom inn í gær. Hann seldi aflann í bæinn. Farþegar á Gullfossi hjeðan í gær, voru aub þeirra, sem áður voru taldir: Praefect Richard, Steindór Gunnarsson prentsmiðju- stj., frú Copland og Mr. Berry og sonur hans. jDánarfregn. 1 fyrradag ljest að heimili sínu, bjer í bænum frú Ingibjörg Grímsdóttir, kona Hann- esar Hafliðasonar, skipstjóra. „Island“ fór frá Færeyjum í gær, og er væntanlegt hingað í fyrramálið. Skipstjóri á Gullfossi þessa ferð til ritlanda er Jón Eiríksson, I. stýrimaður á skipinu. Tekur Sig- urður skipstjóri Pjetursson sjer hvíld á meðan. Sigurður Eggerz bankastjóri og frú hans vorn meðal farþega á Esjunni hjeðan í gærmorgun. Henriette Strindberg, heitir norsk söngkona, er kemur hingað með „Lyra“ á morgun. Hún sýng- ui hjer í fyrsta sinn á föstudag- inn kemní. Ekkjan Sigríður Ólafsdóttir, Lindargötu 17, verður 70 ára á þriðjudag 25. þ. m. Morgunblaðið er 8 síður í dag. Sjómannastofan. Guðsþjónusta í dag kl. 6. Allir velkomnir. Brúnar lili-Stl|F ÖF með 2 Flihbum á 3 kp. Egill lanlsgfl. Málningup bæði mikla og góða höfum vi5 afn ódýra og áður. H.f. Hiti & Ljós. — Hafnarfjarðarhlaupið verður háð í dag og hefst kl. 2, frá Hafn- arfirði. Hlaupið endar á íþrótta- vellinum hjer. Keppendur eru þessir: Guðm. Guðjónsson (Á.) Ingimar Jónsson (Á.) Ingi Árdal (Á.) Magnús Guðbjörnsson (K.R.) Stefán Bjarnason (Á.) Vegalengdin er um 14 km., og vai Magnús hlutskarpastur í fyrra hijóp þessa vegalengd á 47 mín og 8 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.