Alþýðublaðið - 31.05.1958, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.05.1958, Blaðsíða 2
s Alþýðubla5i5 Laugardagui' 31. maí 1958 Frakkland (Fri sagt, a'ð dc Gaulle hyggðist heimsækja Algier eins fljótt og auðið vævi, er hann væri orðinn forsætisráðherra. í för með Guy Mollet, er hann fór flugleiðis friá París til fund ar við de Gaulie í dag, var for- maður þingflokks sósíal-radí- kala, Maurice Daixonae. Hafði Deixonne einnig teiiið þátt í viðræðunum við for.setann fyrr um daginn. ' Jafnframt er skýrt frá því <3 Vincent Auriol, fyrrverandi for seti, hafi farið flugleiðis til Coi. ombay-les-Deux-Égiises í dag og hafi de Gauile tekið á móti honum á flugvellinum þar. Þeir hófu strax viðræður, er sagt, KOMMÚNISTAR NEITA AÐ RÆÐA VIÐ COTY Síðar er tilkynnt í Elyséc- höllinnfi, að kommúnistaleið- togarnir Thorez og Duclos hafi afþakkað að ræða við Coty forseta. í bréfi frá þei<n segir, að með tilliti tii þess, að forsetlinn liafi beðið dc Gauile um að mynds stjórn, er augsýnilcga væri andstætt vilja þingsins, væri ekkj að ræða ,um neinar viðræour milli acjila, ,ains og síjórnar- skráin gerði. ráð fyrir. „Við ætlum ekki að taka þátt í sjónarspiíi, sem miðar að því að gefa byíiingunum í Algier og á Korsíku eiinhvern keim af löglegum verknaði, bylt- ingum, sem miðuðu að því að þvinga í gegn, að de Gaulle yrði forsæíisráðherra. Ýmsir fleiri stjórnmálaleið- togar ræddu við Coty í dag. Mollet og Dsixonne hcfu við- dæður sínar við de Gaulle kl. 18,í gær, Fyrsta og önnur útgáfa kom- mún'stabi aðs i ns L’Humani té voru gerðar upptækar í dag. Pulltrúj blaðsins sagði aS út- gláfurnar hefðu komizt gegnum ritskoðunina, en lögreglan hefði brugðið við' vegna grein- ar, þar sem sagði, að herforingj í flughernum, Lionel,- Chássin, hefði undirbúið að taka her- flugvöll með valdi. Greinin vár ekki í þriðju útgáfu blaðsins, sem seid var frjálst. Andkommúnistískir fulitrú- ar í bæjarstjórninni í París, sem eru þar í meirihluta, sendu í dag út yfirlýsingú, þar sem .skorað er á íbúana að vera ró- lega. „Leikið ekk; leik komm- ún'istaflokksins. Hann revnir að koma a'f stað alvarlegum átök- um,“ sagði í yfirlýsingunni. Samtímis kom/ ljós, að boðaðir hcfðu verið fund r gaullista og kommúnista á ChampsElysées kl. 18. Hvorugur fundurinn er löglegur og óvíst hvort nokkuð verður af þeim. HVERJA VELUR DE GAULLE? IVfliklar sögusagnir gengu um það í dag, hvcrja de Gaulle mundi velja með sér í stjórnina. Þeir, sem nefndir voru, eru: Auriol, fyrrverandi forseti, sem ráðlierra án stjórnardeildar, Alphonse Ju- in marskálkur sem landvarna ráðherra, skrifstofustjórinn í utanríkisráðuneytinu, Louis Joke, sem utanríkisráðheífia, Robert Lacoste sem innanrík- isráðherra. Einnig er sagt, að de Gaulle vilji gjarna fá Guy Mollet og íhaldsmanninn An- toine Pinay í stjórnina. 'Stjórnin á Madagaskar hefur sent skeyti til Parísar, þar sem segir, að stjórnin muni bera traust til de Gaulles sem for- sætisráðherra, ef hann verð: með löglegu móti valinn vfir maður umbótastjórnar. FJLDÖAFUNDIR OG VERKFÖLL í París voru í dag dreifðir fjöldafundir til stuðnings de Gaulle, skipulagðir af stúdent- um. Verkalýðssamband komrn- únista boðað; mótmælaverkföli í dag, sem ekki náðu rnikiUi út- breiðslu, Jafnframt gerðu kerrn arar í París og stærri borgum úti á 'landi verkfall til að leggja áherzlu á hollustu sína við lýð- veldið, tóku um 80 pct. kenn- aranna þátt í því. EREYTT AFSTAÐA JAFNAÐARMANNA ' Síðar er tilkynnt, að Vincent Auriol hafi verið viðstaddur fund Miollets og Deixonnes með de Gaulle. Menn, sem vel fylgjast m.eð í París, segja, að það hafí verið bréfaskiptin milli Aauriol og de Gaulle, sem hatfi opnað mögu- leikana á að jafnaðarmenn breyttu afstöðu sinni og féllust að síðustu á, að de Gaulle fengi að mynda stjórn. Þingflokkur- inn féilzt á innihald bréfs Aur- iols, þa.r sem herforinginn var m. a. hvattur til að taka á- kveðlna afstöðu gegn uppreisn- armönnunum í Algier. í svar- bréfi sínu lagði de Gaulle á- hijirzlu á, að hann hefði alls ekki vitað neitt um byltir.garr:- ar í Algier og á Korsíku. Amtmaðurinn. í héraðinu Hau te Pyrenéss leysti í dag upp örygg snefnd, er sett hafði ver- ið á laggirnar í fjailabænum Tarbe, og gaf raeðlimum henn- ar skipun um að hætta störfum. Höfðu verkamenn í bænum mót tltvöpp Ife j/i?j&vífe Dagskráin í dag:: 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurjónsdóttir). 14 „Laugardagslögin.“ 19 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.30 Samsöngur: Mills Broth- ers syngja. 20.30 Leikrit: „Fullkomið hjóna band“ eftir Leonard White. — Leikstjóri og þýðandi: Inga Laxness. 21 „Á báti íniður bláa Dóná“: Guy Luypartes og hljómsveit. 21.40 Upplestur: „Blindur mað- ur að vestan“, smásaga eftir Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli (Karl Guðmunds son leikari). 22.10 Danslög (plötur). Dagskráin á morgun: 9.30 Fréttir og morguntónleíkar. 11 Messa í Neskirkju. 14 Frá útisamkomu Sjómanna- dagsiris við Austurvöll. 15.30 Kaffitíminn. 16 MiSdegistónleikar. 17 ,,Sunnudagslögin.“ 18.30 Barnatími. 19.30 Tónleikar. 20.20 Hljómsveit Ríkisútvarps- ins' leikur. 20.50 Sjómannadagsþáttur. 'um- sjcnarmenn: Loftur Guð- mundsson og (lónas Jónasson. 21.35 Frá skemmtikvöldi Hall- bjar.gar Bjarnadóttur: Söngur og eftirhérmur. 22.G5 Danslög. 1 Dagskrárlok. mælt flugritum, sem nefnain hafði látið dreifa. Frá Algeirsborg berast þær fréttir, að meðlimir öx-yggis- nefndar borgarinnar hafi á- kveðið að segja sig úr þeim stjcrrimálaflokkum, sem þeir hafa verið í. Hafa þeir einnig hvatt meðlimi annarra slíkra nefnda til að gera slíkt hið sama. UTANRÍKISSTEFNA DE GAULLE Stjórn undir forsæli de Gaulle mun að öllum líkind- um ekki taka neina aðra síefnu í utanríkúsmálum en ríkt hefur hjá Frökkum, er álit kunnugra í París. Styðja menn þessa skoðun með tveim ur eftirfarandi staðreyndum: Það sérstaka vald, sem de Gaulle hefur farið fram á að fá, verður honum veitt með þeim skilyrðum, að hann noti það til að leysa Algiervanda- miáljið og koma fram breýt- iugu á Stj órnai'skránni, en ekki til þess að hrófla viö neinum þeini grundvallarregl um, sem rí’kt hafa í utanríkis- stefnu Frakka á síðustu ár- um. Menn, sem átt hafa per- sónulegar viðræður við hers- höfðingjann síðustu daga, hafa fcngið það á tilfinning- una, að hann muni ekki hlaupa frá staðfestum sáttmái um,- sem leggja Frakklandi skyldur á herðar. Um þetta hefur ríkt mikil óvissa. Þeir, sem barizí hal'a fyrir sameiniingu Evrópu, eins og til dæmis Robert Schuman fyrrverandj forsæt- isráðherra og Jean Mivmet höfðu lengj verið andvígir stjórnarmyntlun hershöfðingj ans af því að þeir óttuðusí andstöðu hans v'ið þessa hug- mynd. Bélgíski logarinn ¥an Dycke fekinn í landhelgs. Fregn til Alþýðublaðsins. VE3TM.EYJUM í gær. BELGISKI togarinn V an Dycke var telóinn í landhelgi í morgun og dæmdur í dag í 85 þúsund króna sekt. Afli og veið arfæri voru metin á 146 þúsund krónur og var honúm því gert að greiða samtals 231 þús. kr. Togarinn var tekinn að veið- um í landhelg'i rétt austan við Ingólfshöfð.a og hafði hann jxá fjóra poka af fiski i trollinu, Mikfll fiskur var í togaranurn. Skipstjórinn áfrýjaði dóm- inum. PÁLL. Knattspyrna f ramnsiu at t. slðu hótelstjóri og Ragnar Guðlaugs son veitingamaður, hafa nú fyr irætlanir um kaup á hótelinu í því skyni að stækka það nokk uð og reka það áfram sern gisíi hús, og munu þeir æt]a að stofna hlutaféiag um það. Þeim mun ókleift að ráðast í þessi kaup og stækkun á hótelinu nema fá til þess lán, sem þeir telja ekki féanlegt, nema á- byrgð ríkissjóðs komi til. Ríkisstjórnin vill fyrir sitt leyti greiða fyrir þessu máli og leggur því til, að veitt sé af hálfu ríkisins sú aðstoð, sem felst í þessari þingsélyktunar- tillögu. Þingsályktanir Framhald af 12. síðu. nefndar verði ihraðað svo sem verða miá, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá. Sambykkt með 29 samhljóða atkvæðum. Tillaga um þang- og þara- vfinnslu á íslandi var afgreidd með rökstuddri dagskrá, svo- hljóðandi: Þar sem upplýst er, að Atvinnudeild Háskóla ís- lands og atvinnumélanefnd rík isins vinna að athugun þang- og þaravinnslu og að atvinnumíála nefndin mun beita sér fyrir fullnaðarathugun málsins, og í trausti þess, a ðslíkri fuiinað- arathugun verði hraðað svo sem kostur eri é, tekur alþingi fyrir næsta mál á dagskrá. — Samþykkt með 29 samhljóða at kvæðum, Tillaga urn sjiálfvirka símstöð fyáir ísafjörð og kauptúnin við ísafjarðardjúp var afgreidd með svohljóðandi rökstuddri dagskrá: Þar sem þegar hefur verið gerð kostnaðaráætlun um sjálívirka símstöð fyrir ísafjörð og kauptúnin við ísafjarðar- djúp, sem tiltækilegt þykir að tengja við þá stöð, og í traústi þess, að umræddri stöð verði komið upp eigi síðar en gert er ráð fyr;r í áætlun póst- og símamélastjórnarinnar, tekur alþingi fjT-ir næsta má lá dag- skrá. — Samþykkt með 27 sam hljóða atkvæðum. Tillaga um sjálfvjirka sím- stöð í Vesímannaeyjum var af- greidd með svohljóðandi rök- studdri dagskrá: Með því að landssíminn hefur gert áætlun um að koma upp í Vestmanna- eyjum sjálfvirkri símstöð, sem tekin verði í notkun á árinu 1S82, og í trausti þess, að sú áætlun standist, tekur alþingi fyrir næsta mál á dagskrá. — Samlþykkt með 29 samhljóöa atkvæðum. Tillaga um rannsckn á brúar gerð yfir Borgarfjörð var sam- þykkt með 30 sarr.hijóða at- kvæðum. Fjárveitinganefnu lagði til aði fyrirsögn t llögunn- ar yrði: Tillaga til þingsálykt- unar um rannsókn á möguleik- um til að stytta landleiðina frá Reykjavlík um Borgarfj arðar- hérað til Vestur- og Norður- lands. Breyttist tillagan í sam- ræmi við þetta. Samþykkt. Tillaga um endurskoðun lög- ■gjafar um stjórnarráð íslands var samþykkt með 27 saran hljóða atkvæðum. ; Tillaga um styrk til útgerð'- arfélags flóabátsins BaMurs var samþykkt með 29 sam- hljóða atkvæðum. Tillögugrein' .inni var breytt þannig: Alþingj, ályktar að heimila ríkisstjórn- inni að greiða útgerSarfélagi: flóabátsins Baldurs, SH—ÍGS, kr. 100 000 sem viðbótars tvrk vegna endurbóta. j TIL SÍÐARI UMRÆÐU Tillögu um heimild fyrir rík- isstjórnina til að veita ríkis- ábyi’gð á láni tfyrir Síldar- bræðsluna h.f. á Seyðisf rci til að ljúka endurbyggingu á.verk- smiðju félagsins, var vísað til síðari umræðu. Einnig tiilögtl um' heimild fyrir ríkisstjórnina til að veita ríkisábyrgð á láni' til kaupa og stækkunar á Hótel Borg í Reykjavík. Hennar er getið nánar annars staðar í blað inu. Loks var atkvæðagreiðsltt um tillögu um afnám, áfengis- veitinga á kostnað ríkisins og ríkisstofnaha frestað, en um- ræðum varð lokið. Með því var bæði samherjum og andstæð- ingum Bakkusar á alþi.ngi gef- inn kostur á að smala l:ði til endanlegrar atkvæðagreiðsla Framhald af 4. síðu. 1 af þessu tagi eru hm þörfustii upp'átæki. ( 1 Jon Dan, Larus Palsson og strákarnir. 1 Ekki má ég skilja.st svo vi5 þennan þátt, að ég þakki ekkl Lárusj Pálssyni frábæran upp- lestur á góðú listaverki, fyrs!® sumardag. Það var saga eftih Jón Dan, sem hann ias, sagart um litla drenginn, biesían 4 máli, sem langaði til að láta &4 í s ál s í na. i Þessi sálarlífslýsing Jóns Dani er dásamlega varfærin og næm; honum er, eins og ég' hefi benfc á (í grein í Félagsbréfi Alm, Bf.), einkar lagið að lýsa Sálar- Ii.fi bama og unglinga. Hér í þessum sögukatfla er líka iist- in hrein og ósvikin á ferðinjri, —• ómenguð af tildri og stælir.g um. Meðferð Lárusar var sljk, a3 annað eins heyra menn ekkí nema einu sinni á ári eða jafn- vel með m:klu lengi’a miíli- bili. Snilld upplesarans var a£ því taginu, sem erfitt. er að lýsa; það verður bara að hlusti á það; annað nægir ekki til a® gefa hugmynd um það, sem uni' er að ræða. ( 26.-5. 1958, 1 rjóh. ** I i Framhaltl af 12. aíðu. ar ensku og hafði þar forusíuna frá byrjun október og þar ti! í miðjum marz, en hafnaði að lokum í 4. sæti. Hlaut liðiö 56 stig í 46 leikjum, skoraði 94. mörk gegn 62. KR naut aðstoðar KSÍ við heimboð enska liðsins og hafði enska knattspyrnusambandið milligöngu í málinu. Áður hafði KR m. a. reynt að fá lið frá Sviss, Belgíu og Ungverjabs^ái en svör frá þessum löndum bár ust ekki í tæka tíð. Var þá lcit- að til Englands og var þar mik- ill áhugi á að koma hingað. Bury FC varð fyrir valinu að lokum. Sellótónleikar HINN ágætj sellóleikari Er- iing Blöndal Bengtson lék s. 1. miðivikudagskvöld fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélagsins og leikur á mánudag í Kammer- músikklúbbnum. Undirleik og samleik annaðist frændi hans, Ásgeir Beinteinsson. Fagur tónn og mikil tónlisíar gáifa fara saman hjá ErlÍT^; Blöndal Bengtson og slík er blandan, sem gerir snillingana. Svíta Bachs nr. 3 fyrir einleiks selló var mjög vel leikin af fimi og innsæi. Þeir frændur spiluðu sérlega vel saman són- ötu op. 69 eftir Beethoven. — Fágaður flutningur og músík- alskur. Rapsódía nr. 1 eftir Be’at Barfcok var og mjög vel flutfc og af eldmóði. t Það er mik'll fengur að þsr£ að fá Erling Blöndal Bengtsoh hingað til lands og vonandí kemur hann sem allra fyrst aft- ur. Það er sérlega ánægjulegt, að við skulum hafa svo óvenju- mörg tækitfæri til a,ð hlusta 4 hann að þessu sinni: í Kamm- ermiúsíkklúbbnum og með Sin- fóníuhljómsveitinni auk ofan- greindra hljómleika. ) G. G, J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.