Morgunblaðið - 29.09.1925, Qupperneq 5
Aukabl. Morgbl. 29. sept. ’25.
MORGUNBLADIÐ
5
Drekkið
Bjór
Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, Sími 300.
0000*C>000000000000000000000<»0000000-0
Biðjið um tilboð. Að eins heildsala.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá
Kaupmannahöfn. — Eik til skipasmíða.
Einnig héila skipsfarma frá Svíþjóð.
P. CU. Pacobsen & 5ön.
Stofnuð 1824.
Símnefni: Granfuru.
New Zebra Gode.
Timburverslun.
Kaupmannahöfn C,
Carl-Lundsgade.
OCxXÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOO
Heilbrigöistíðinöi.
Almennar frjettir
vikuna 13. til 19. september.
í Reykjavíkurhjeraði fanst einn
sjúklingur með taugaveiki (í Við-
ey), annars er þar ágætt heilsu-
far. Svo er og í öðrum hjeruðum,
að því er jeg best veit, alstaðar
góð sumarheilsa.
22,—9.—’25.
G. B.
Úr bændabygðum.
Matvæli.
Það má segja, að þjóðin lifi
nú við góð kjör og góða heilsu —
ef litið er á liðna tíð. Viðkoman
e:: nú um það bil 1% á ári (þ. e.
f ólksf jölgunin). Og með þeim
þætti tvöfaldast þjóðin á 70 árum.
Jeg hefi einu sinni — fyrir 12
árum — spáð því, að árið 2000
muni 250.000 manns lifa á landi
hjer („Næstu harðindin“ bls. 14).
Bn mjer er nær að halda, að sú
spáfluga springi, fólkið verði
orðið fleira en því nemi. Það er
r.útíðarreynsla, að þjóð sem vegn-
ar mjög vel, æxlast svo fljótt, að
fólksfjöldinn tvöfaldast á 50 ár-
um. Ef nú þar við bætist inn-
ílutningur fólks, þá vex þjóðin
enn örar (Bandaríkin!).
Islenska þjóðin á vafalaust hrað
fara vöxt í vændum — ef hún
sveltur ekki.
Það er sulturinn, það er hall-
æri og drepsóttir, sem hamlað
hafa vextinum alt til skamms
tíma. Og það er ekki langt að
fara. Jeg veit fullar líkur þess,
að í harðindunum 1881—87 muni
bjargarskortur hafa grandað
heilsu og lífi allmargra manna.
Fyrir 50 árum var oft og tíð-
um svo þröngt í búi víða hvar á
vorin, að það sá á fólki. Og það
Ikom fyrir, að slíkt bar fyrir mín
augu fyrstu læknisárin mín hjer í
Reyk j aví kurh j er að i.
Þetta liefir alt breyst til batn-
aðar og okkar að sjá fyrir því,
að það komi ekki fyrir næstu
kynslóð.
En þetta, að matarskortur er
miklu fátíðari en áður, það er
ekki eina breytingin. Jafnframt
hefir orðið stórkostleg breyting
á matarhæíi þjóðarinnar. Hverjar
eru þær breytingar, og eru þær
til bóta?
Aðalbreytingin er í því fólgin,
að notkun þeirra matvæla, sem
aflað er úr jurtaríkinu, hefir aulk-
ist stórkostlega, eu notkun mat-
væla úr dýraríkinu minkað að því
skapi. Þetta er mjög eftirtektar-
vert, ekki síst af því, að mestöll
matvæli lir jurtaríkinu verðum
við að kaupa af öðrum þjóðum.
Hins vegar seljum við þó marg-
falt meira af matvælum út úr
landinu, matvælum úr dýraríkinu
(fiskur, kjöt o. fl.). Hjer fer á
eftir skýrsla um helstu aðflutt
matvæli 1870 og aftur 1920. Hefir
Hagstofan hjálpað mjer til að
tina þær tölur saman.
Helstu aðflutt matvæli.
1870 1920
kílógr. kílógr
Eúgur .. .. 2.556.000 96.000
Eúgmjöl .... 471.900 7.240.000
Bankabygg . 1.115.600 164.422
Bygggrjón .. 50.100 37.394
Lvggmjöl .. 108 15.697
Hveitimjöl .. 27.967 3.659.472
Hveitibrauð 92.874 133.096
Skonnrok . ■ 10.956 130.832
Hrísgrjón .. 233.165 180.778
Baunir .. .. 253.100 210.779
Hafragrjón .. 1.996.115
Kartöflur .. 41.200 1.147.960
Kandíssykur 173.888 168.163*
Hvítisykur 57.206 1.157.968*
Strausykur L.569.368*
Púðursykur 18.960 20.479*
Syróp 9.500 590
Hjer er margs að gæta. Þessar
tölur verður að bera saman við
fólksfjölda. 1870 var fólksfjöld-
inn á öllu landinu 69.763. En 1920
var íbúatalan 94.690.
Það kemur þá í ljós, að 1870
kom,u á mann um það bil 69 kg.
af kornmat og tæp 4 kg. af sykri.
En 1920 komu á mann um það bil
146 kg. af kornmat og 30 kg. af
sykri.
Þessi stórkostlega breyting hef-
ir vitanlega gerst smátt og smátt.
Er hjer ekki rúm til að rekja
þann feril.
Þess ber að gæta, að aðflutn-
ingur matvæla úr dýraríkinu hef-
ir líka aukist að miklum mun, var
lítill 1870, en nam 1920 1.015.070
kg. (ket, feitmeti, ostur, egg o.
fl.) og metið á 2.600.000 kr.
Um allar þessar útkomur má
margt hugsa. Við sjáum til dæm-
is' að rúgurinn kom áður mestall-
ur ómalaður, en nú malaður.
Þetta er ótvíræð afturför. Hveiti-
kaupin hafa aukist stórkostlega á
móts við rúg, og er það vafasöm
framför; sumir telja það beina
afturför, af því að minna er af
fjörefnum („vitaminum") í hveiti
en rúg. Hafrar eru ágæt fæða —
þar er breyting til batnaðar.
Þá verður að minnast á kart-
öflurnar. Við sjáum að aðflutn-
ingurinn hefir aukist stórkostlega.
Jafnframt hefir kartöflurækt tek-
ið afarmiklum framförum hjer á
landi. Þetta er ágæt nýjung, eink-
um til sveita, þar sem tíðast er
fátt um nýmeti (nýtt ket, nýjan
fisk). Það er veglegt verkefni
fyrir Búnaðarfjelag fslands að
hlynna að kartöfluræktinni. Kart-
öflur eigum við ekki að kaupa af
öðrum þjóðum. Það er óþarfi.
Þær geta vaxið víðast hvar í
bæjndabygðum. Kartöflurækt er
nú best stundnð í sveitunum sunn
an undir Eyjafjallajökli og Mýr-
dalsjökli (Eyjafjallasveitum og
Mýrdal), enda hygg jeg að þar
mætti rækta kartöflur í svo stór-
um stýl, að tekið yrði fyrir allan
Ikartöfluflutning frá öðrum lönd-
nm, Þó verður aldrei vart við
kartöflur þaðan að austan hjer í
Reykjavík. Því valda illar sam-
göngur — járnbraut vantar. Al-
staðar stendur járnbrautaleysið
bcstu bygðunum fyrir margvísleg-
um þrifum. Eitt verð jeg að
segja: Verðið á kartöflum hjer í
Reykjavík er nú afarhátt, svo að
kartöflur eru hjer miklu dýrari
en flest önnur fæða, miðað við
næringargildi.
Það mtm þykja harla eftirtekt-
arvert, að sykurátið liefir meira
en sjöfaldast á undanförnum fim-
tíu árum. Sykur er að vísu ekki
mjög dýr fæða, miðað við marga
aðra fæðu. En minna má þó gagn
gera.
Um kornmataraulkninguna er
cðru máli að gegna. Hún er til
bóta, meina jeg. Og svo er annað:
Kornmaturinn er okkar ódýrasta
fæða nú á dögum. Það var öðru
vísi áður, þa var harðfiskurinn
„brauð íslendinga1 ‘, eins og Egg-
ert Ólafsson rjettilega komst að
orði. Skreiðin var á fyrri öldum
ódýrasta fæðan hjer á landi —
það hefi jeg fundið út úr okkar
fornfrægu Búalogum.
Jeg sný mjer þá að matvælum
úr dýraríkinu, þeim sem lands-
mikið til búsins. En rosknir menn
vita vel, að þar hefir einnigmargt
breyst undanfarin 50 ár.
Ketát hefir stórum minkað á
sveitaheimilum. Ketið er orðið
helsta verslunarvara bænda. Það
er orðið dýr fæða. Það er sparað.
En slátri hafa þeir nóg af, meira
en áður. Má segja, að það komi
í stað ketsins. Og þegar um vetr-
arfæjði er að ræða — „gamlan
mat“ — þá er vel verkað súrt
slátur að mörgu leyti ekki lak-
ari fæða en saltket. Sumir halda
því fram, að súrmeti sje hollara
en saltmeti. Hjer er og á það að
minnast, að nú er hrossaket orðið
algeng fæða víðs vegar um land.
Er það vel farið. Það er holl og
góð fæða. A því er enginn efi.
Og það verður bændum miklu
ódýrara en sauðaket eða nauta-
ket. Súrt skyr — gamalt skyr —
verður varla á vegi manns síðan
hætt var að færa frá og hafa ær
í kvíum á sumrin. Það tel jeg vel
farið. Eldsúrt skyr er ill fæða, þó
að nýtt og nýsúrnað skyr sje
ágætur og hollur matur.
Þá er harðætið, harðfiskurinn,
skreiðin. Um þá vöru er nú miiklu
minna en áður. Harðfiskur er
næringarmikil og góð fæða, góð
fyrir magahraust fólk, en all tor-
melt. Einn höfuðkostur fylgdi
skreiðinni: Hún þroskaði tennur
barna og unglinga og hjelt þeim
óskemdum. Tannpínan — sú sí-
vaxandi þjóðarpína — stafar vafa
laust af harðætisskorti, aðallega,
en ekki bara af sykuráti, eins og
margir halda.
Eitt er eftirtektarvert. Við sem
höfum svo lítið á borð að bera af
innlendri jurtafæðu, við erum að
hverfa frá ýmsri þeirri jurtafæðu,
sem forfeður okkar neyttu í stór
um stýl. Á jeg þar einkum við
fjallagrös og söl.
Ef nú spurt er um galla á raat-
reiðu sveitamanna, þá verður eig-
inlega ekki fyrir manni nema
einn höfuðgalli, sem sje skortur á
nýmeti mestan hluta árs. Hvernig
á að bæta úr því? Menn hafa bent
á mörg ráð: reisa íshús í sveit-
nm, sjóða niður á haustin,
slátra smám saman árið um kring
til heimilisþarfa (besta ráðið). En
þar er eitt enn. Afarvíða á land-
inu eru silungsvötn þar sem veiða
má eða veiða mætti árið um kring.
Og silungsveiðina mætti vafalaust
auka stórkostlega, með silunga-
klaki og viturlegri veiðiaðferðum
en nú tíðkast. Hver á að vinna að
þeim þjóðþrifum — fiskifjelagið 1
húnaðarfjelagið?
IHjer hefir verið farið fljótt
yfir sögu, örlítið minst á nokknr
atriði í matfangamáli þjóðarinn-
ar, máli sem einlagt liggur of
lang't niðri í láginni.
En jeg get ekki lokið þessu
tuli mínu án þess að minnast á
höfuðhættu þjóðarinnar — hafís-
ir:n. Verstu harðindin, verstu haf-
ísharðindin koma ekki á hverri
öld. En lesið um harðindin á sí-
asta áratug 17. aldar, lesið í bók-
nm Þorvaldar Thoroddsen (Lýs-
ing íslands. Árferði á ísl.), eða
lesið bara lítinn bækling minn, er
heitir „Næstu harðindin“ og kom
út 1913 (fæst enn í bókabúðum).
Og engum mun dyljast, að það
geta komið þau ísár, að alls ófært
I verði fyrir skip að Norður- og
*) Þessar tölur eru teknar úr j menn leggje sjer til munns. Þau! Austurlandi frá því á útmánuðum
verslunarskyrslum fyrir árið 1921,' eru flest innlend. Eru engar skýrsl1 og fram á sumár. Og munið svo,
af því að sundurliðun vantar 1920. 1 ur til um það, hve bændur leggja' að nú er jafnan bjargarlaust í
SYKUE í ‘kössum 25 kg., og
besta hveiti í pokum, sem hægt *r
að fá, selur ódýrast Tersltmin
„Þörf“, Hverfisgötu 56, sími 1137.
Komið sjálf og reynið I
Pfjónagarn
30 litir nýkomnir.
Mll Ein I El
llerðlækkuns
3000 bollapör, postulín á
75 aura.
1000 bollapör á
55 aura.
100 kaffistell 6 manna
á 11,00.
50 þvottastell
á 11,75.
Landsin mesta úrval af al-
úminium búsáhöldum.
Flestar vörur lækkaðar í
verði. —
i Einon * Eiörn.
Fyrirliggjandi i
H BJinssu i ti.
Sfml 720*
Á hlutaveltu
Taflfjelagsins voru dregnir þessir
happdrættisseðlar á skrifstofu bæ-
jarfógetans:
Nr. 5197 Stofuklukka. (
Nr. 3429 Rit Björnsons.
Nr. 2578 Legubekkur.
Munirnir sækist til Ágúsar
Pálmasonar, BergþórugÖtu 20, —
fyrir 30. okt. þ. á.
kaupstöðum um miðjan vetur,
st.ólað upp á miðsvetrarferðir skip
anna. Ef þær bregðast — og þær
geta brugðist, á næstu öld, eða
þessari öld, kannske áður langt
líður — enginn veit það fyrir. En
við vitum það sem af er. Við vit-
um, að það er samgönguteppan
sem verst hefir leikið þjóðina í
þeim heljararum. Samgðngutepp-
an ein (allir aðdrættir bannaðir)
hefir stundum valdið því, að fólk
og fje hefir hrunið niður úr
hungri. Og jeg á ekki bara vi8