Morgunblaðið - 08.11.1925, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1925, Blaðsíða 5
Aukabl. Morgunbl. 8. nóv. 1925. MORGUNBLAÐIÐ iw ,ii>MinwffBH W’i iwffl *a-ceaaaauA.., -. nt^utsss. i>að er Istli dagjleijí skamturinn sem ríður baggamuninn. ekki síst ef sjúkl. liggur heima. Bólusetningin endist í 2—3 ár, og! máske nokkru lengur, en eftir m"~“---------------Tmr m míP Hann syngur í baðinu af því, að hann nevtir „Kruschen Salts“ hvern morgun. Og hann syngur ekki að ástæðulausu, af því að hann er hraustur, sterkur og glaður, af þessum litla skamti af „Kruschen Salti“. Plestir skeyta ekki um að hirða inníflin, en af því stafar: þreyta slæm melting, óhreint blóð, óregluleg efnaskifting og nýru og lifur í ólagi. „Krusehen Salt“ færir líkamanum þá nauðsynlegu Salt- krystalla, sem hreinsa og viðhalda líffærunum og hreinsa blóðið. „Kruschen Salt“ setur meltinguna strax í lag og manni líður þess vegna vel af að neyta „Kruschen Salts“. ff KRUSCHEN-SALT“ fæst í lyfjabúðum og hjá kaupmönnum. Aðalinnflytjendur: O. Johnson & Kaaben. Saumavjelar frá Bergmann & Hiitlemeier eru nú komnar aftur, miklum mun ódýrari en áður. Gæðin þekkja allir, sem reynt hafa. Bnnfremur loftvogir með íslenskum texta, í úrvali miklu, ódýr og góð. Sigurþór Jónsson, Aðaistræti 9. Heilbrigðistíðinði. Varnir gegn taugaveiki. Taugaveiki flyst aðallega á þrennan hátt: 1) við snertingn ruann frá inanni, 2) með mjólk, | 3) með vitni, þó fleira komi og til greina. Smitun mann frá manni er tíð- ari en flesta grunar og fer mest- megnis eftir því, liversu hreinlæti er og húsakynni. Það þarf ekki litla aðgæslu og hreinlæti, til þess að hjúkra taugaveikissjúkling, þegar saur og þvag er morandi af sóttkveikjum, og ef til vill nokknð af þeim í hrákum og nef- sIími.Það hefir og hvervetna kom- ið í ljós, að veikin er að nokkru leyti óþrifnaðarkvilli. Þar sem öllu er haldið tárhreinu þrífst' hún illa. Pyrsta skrefið til að hefta slíka smitun, er að einangra sjúkling- inn eftir föngum, óðar en grunur er um veikina, helst í sjerstöku herbergi. Næsta skrefið er að velja þrifinn og gætinn mann til þess að hjúkra sjúklingnum, og má hann helst ekki umgangast lieil- brigða, síst snerta á matreiðslu. Varlega má treyst sóttvarnar- lyfjum. Saur og þvagi er best aS hella í sæmilega djúpa gryf jn. Um nánari ráðstafanir fer eftir fyrir- mælum læknis. Smitun af mjólk kemur ljósast fram í því, að fleiri sýkjast og hafa allir neytt mjólkur frá sama stað. Er það mesta óráð, að> láta konu, sem nýlega hefir liaft taugá- veiki, mjólka kýr eða starfa að matreiðslu. Alla grunsama mjólk skal flóa. Suðuhitá þola sýklarnir ekki. Oft stafar smitunin i'rá heil- brigðum mjaltakonum, sem eru sýklaberar og er erfitt við slíkn að sjá. Smitun frá vatnsbóli stafar ætíð af því, að sýklar berast í vatnið frá sjúkum mönnum, tíðast við það að föt sjúklings eða sýkla- bera eru þvegin við brunn, eða óhreinindi frá salerni geta síast í hann. Á þessu þarf því að hafa góðar gætur. , Til þess að vel sje, þurfa öll þorp að láta „pastörisera“ (hita) alla sölumjólk og sjá sjer fyrir góðri vatnsveitu. Þá hverfur hætt- an af vatni og mjólk, en eftir er þó allmikil hætta af smitun mann frá manni og við henni er strangt hreinlæti besta ráðið. Við þessi gömlu og góðn varn- arráð hefir fyrir nokkrum árum bæst eitt: bólusetning. Hafa 'menn fundið, að gera má fólk ónæmt fyrir taugaveiki með því að dæla hæfileguiú skamti af dauðum taugaveikissýklum inn í líkam- ann. Bóluefnið er ódýrt en hefir þann ókost, að þrisvar verður að endurtaka bólusetninguna með 5 —10 daga millibili, og allajafna verða menn lasnir í bili eftir hana. íhgi að síður er það hyggilegt, hvar sem taugaveikin kemur upp, að bólusetja alt heimilisfólkið, t þann tíma er hættan oftast um | garð gengin. Þar sem taugaveiki í lig’gur í laiídi, getur jafnvel komið j ti! tals að bólusetja alla hjeraðd- ( búa. Að loíkum má ekki gleyma sýkla j berunum, sjúklingunum, sem j losna seint eða aldrei við sýklana,' þó þeir sýnist algerlega heilbrigð- ir. Hvar sem þeir koma á bæ, t. d. er þeir flytja vistferlnm, sýkja þeir alla jafna heimilisfólkið. Það er sjaldnast á annara færi en lækna, að uppgötva þessa menn, og verður því að leita aðstoðar hjeraðslæknis í þessum efnnm. Jeg vil nefna eitt frægt dæmi þess, hversn sýklaberar flytja veikina. María nokkur matreiðslukona' fluttist. vistferlum 1902. Skömmu eftir gaus upp taugaveiki á heim- ilinu og lögðust 7. Árið 1904 fór hún í nýja vist. Þar sýktust 4. Árið 1906 fluttist hún enn á annað heimili. Þar sýktust 11. Sama ár skifti hún aftur um vist. Þar sýktist einn. Árið 1907 fór hún í nýja víst. pat sýktust óðara 2. Var þá að lokum uppgötvað, að hún yar sýklaheri og saurinn morandi af taugaveikissýklum. Þó hlutust ýms óhöpp af henni síðar, og þar á meðal heill taugavoikisfaraldur, i -m sýkti alls 1300 rnenn. G H. Samskeyti torfs og timburs. Trjesmiður einn hjer í bænum hefir vakið athygli mína á því, að Guttormur heit. Jónsson frá Hjarðarholti hafi notað' það ráð „að rista með torfljá skurð í torf- vegginn fast við þilið, reka galv- aniseraða járnþynnu inn í skurð- inn og negla hana vandlega á þil- ið“, svo hún lokaði gættinni. Jeg efast ekki um, að þetta sje gott : i bili, en torfveggir leita oftast ; til muna út frá veggnum, eink- ; um bfan til, og breikkar þá gætt- j in stórum. Jeg held því að þes3Í j þjetting á gættinni yrði ekki góð I til langframa, og ynqi margt i fleira að því að gera gættina óþjetta. Miklu vissara er - gamla ráðið: að gera gættina þverhand- I ar breiða, rífa úr henni á hverju | vori „svo víðir blási“ og fylla hana á hverju hausti með þurru í torfi. Fyrirhöfn er þetta, en að- ferðin er gömul og góð. G. H. Að fyrirlestraferðunum lokn- um vonast Morgunbiaðið eftir að fii fleiri greinar frá Guðmundi. Wilhjálmur Olgeirsson. Hann andaðist á heimili sínu hjer í bænum, Laugaveg 78, 4. þ. mán. Hann var fæddur 26. apríl 1857 á Vatnsléysu í Fnjóskadal, og var því 68 ára að aldri. Á Vatnsleysu!lins bollapör 0.65, diskar, könntir bjuggu foreldrar hans lengi, þau j ^er sjái?S þjer svart á hvítu Olgeir og Helga, og ólst Wilhjálm lÁörf selur vönduðustu leir- ur upp hjá þeim fram yfir tvítugs j verurnar lang ódýrastar. Það b^rgar >iq að koma vestan úr bæ og sunnáu úr holtum til að versla í „Þörf“, Hverfisgötu 56, því nýkomið e»: Matarstell úr steintaui 32.00. Postulíns-kaffistell 16 st. 20.00. *— Þvottastell, vönduð 16.00. Pftstu- Guðm. Gíslason Hagalín rithöfundur | hefir nú um skeið verið á ferða- lagi um Hörðaland í Noregi. Hef- n hann haldið fyrirlestra um Í3- land, eftir beiðni ýmsra fjelaga þar. Alls hafði hann haldið 37 fyrirlestra, er hann skrifaði Mbl. síðast. En auk þess hefir' hann fengið fyrirspurnir frá fjölda fje- laga í Guðhrandsdal og hannbeð- inn að koma þangað í vetur og halda fyrirlestra um ísl. efni. Blöðin fara mjög lofsamlegum orðum um fyrirlestra Guðmund- aldur. En ungur kvæntist hann Jakobínu Jónasdóttur, systur! ( Svanhildar konu Jörundar bóndai í Hrísey á Eyjafirði, mikilbæfs manns á sinni tíð norður þar., Um þetta leyti stundaði Wil- hjálmur sjómensku á þilskipum af Eyjafirði, og var einnig tim hríð í siglingum til Noregs. Reynd; ist hann jafnan hinn vaskasti mað ui í hverri raun.. En skömmu fyrir 1890 breytti Wilhjálmur um atvinnnhagi og fóru þau hjón vestur um haf. Sett- ust þau að í Winnepeg. Þar misti Wilhjálmur konu sína 1897. - Höfðu þpu eignast 7 hörn. En að- eins tvær dætur þeirra náðu full- orðins aldri, og giftist önnur þeirra, Helga, Leifi Þorsteinssyni, Oddssonar fasteignasala í Winne- peg, en hin,'Olga, Hreiðari Skaft- feld. Helga dó úr inflúensnveik- inni 1918, en Olga var látin nokkr um missirum áður. Átti Helga 2 dætur á lífi, en CÚSa 5 syni. Wilhjálmur kvæntist í annað sinn 12. ágúst 1901, og gekk þá að eiga eftirlifandi konu sína, Jó- hönnu Gísladóttur, systur porst. ritstjóra Gíslasonar og þeirra systkina. Hafði hún flust til Ame- ríku vorið 1899. Bjuggn þau í Winnepeg fram til ársins 1907, en ’fluttust þá hingað. Vitjaði þá Wilhjálmur fornra stöðva í Þing- eyjarsýslu, því þangað hafði hann ekki komið lengi. En síðan settust þau hjón að á ísafirði, og varð Wilhjálmur verslunarmaður hjá Karli bróðúr sínum við Edin- borgarverslun. Á Isafirði var hann, og þau hjóii, þangað til vorið 1919, . en. fluttnst þá til Reykjavíkur og hafa dvalið hjer síðan. Vestra eignuðust þau eitt barn, ert mistu það á unga aldri. Á ísa- firði mistu þau og stúlku, sem þau höfðu tekið til fósturs. Wilhjálmur var hið mesta hraustmenni og dugnaðarmaður á yngri árum. Þótti það rúm jafnan vel skipað, er hann var í. Hann var og drengur hinn besti, og al- staðar vel látinn. SkiftiS því við Versl. „Þörf“. Black 8t Whitc eru clsarettui* hi- na vandlátu, fást aðeiíis i LandsijSrnunni. frá I er Ijúffengast og næi'ing- armest. Biðjið því kaupmenn yð- ar um þessar öltegundir: K. B. Lageröl. K. B. Pilsner. K. B. Porter. Export Dobbeltöl. Central Maltextrakt. Reform Maltextrakt. K.B. Maltextrakt. ' Aðalumboðsmatma íst.a- di & LANDSSPlTALINN. ar. Áður en hann hyrjaði á þessari fyrirlestraferð var hann að ganga frá skáldsögu, sem kemur út í vetur. Nú er svo langt komið, að byrj- að er að vinna að byggingu Landsspítalans, og er gert ráð fyr- ir að í vetur verði unnið að því, að grafa fyrir grunni, viða að byggingarefni ög undirbúa sjálfa bygginguna, sem tekið skal til starfa við með vorinu. Og að þetta mikla nauðsynja-fyrirtæki er nú komið á þennan rekspöl, er ein- göngu því að þakka, að stjórn Nýkomiiií Nærföt, karlmanna, ágæt teguud tiim EqíII laiEtfei Laugaveg Landsspítalasjóðsins hefir. lagt fram fje það, er unnið verður fyr- ir fyrst um sinn, án þess að rík- issjóður þurfi nokkru þar við að bæta. En samkvæmt samningi, er- gerður var síðastliðið vor, milli ríkisstjórnar annars vegar og- stjórnar Landsspítalasjóðsins hins vtgar, leggur ríkissjóður framveg- is fram fje á móti því, er Lands- spítala sjóður nemur, uns bygg- ingu spítalans er lokið. Sje áætl- að að spítalinn kosti um eina milj. króna, má gera ráð fyrir að Lands / \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.