Morgunblaðið - 08.11.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1925, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÖI©. i«iCalnundl: ,VU)i. sel'andl: F3.sl-H.sr 1 RnyXJ'vrtSs: . lit *tjorar: Jöu Sjartajtacox.. VoJtýr Bt«ffcnm8-o» 4'agílyoingra»tj6rl: El. Bafbarsr. HKrlfstofa Austurstrœtl 8. fSimar: nr. 498 og: 500. Ausrlýslnsastriíst. nr. 700. SJreiMttslan&r: J. K). nr. 748. V. St. nr. 1810. 15. Háfb. nr. 770. Áskrlftagjald' innanlands kr. 1.00 & mánutJi. XJtanlands kr. Z.50. i» Hsas01u 10 onii oint. Straumhvö 'f i stjórnmáluim Evrópu. Eftir Tryggva Sveinbjörnsson. Niðurl. III. Ymsas* frjettir. Markarfljóts-garðurinn, suður af Seljalandsmúla, til varnar vatnságangi á láglendi Yestur- Eyjafjallasveitar, var lengdur í sumar, og eins var gamli garður- iun trevstur nokkuð. Kostaði við- bótin og viðgerðin 8 þús. kr. — Kíkissjóður kostar þessa fyrir- ihleðslu að %. Kirkjubyggingar í Skagafirði. Þrjár steinkirkjur eru nú komnar upp í Skagafirði á síðustu tveim árum, sú síðasta í Glaumbæ. Að Mælifelli og Ríp voru kirltjur fcygðár I fyrra sumar. Rípurkirk- jan er úr r-st.eini Sveinbjörns -Jónssonar, byggingarmeistara á Akureyri. Sá hann uni kirkjusmíð- ina. " Mælifells- og Glaumbæjar- kirkjur eru úr sementssteypu. Á Akranesi hefir ungmennafje- lag gengist fyrir fyrirlestrahaldi. Standa þessir fyrirlestrar nú yfir. Er einn fyrirlestur haldinn á dag, -og verðnr svo fram eftir þessari viku. Frú Svava Þórhallsdóttir á Hvanneyri og frú pórunn Sívert- sen í Höfn, halda þarna fyrir- lestra. Fyrir sauðaþjófnað hefir Jó- hann bóndi í Litla-Dal í Skaga- firði nýlega verið dæmdur. Trúlofun sína hafa nýlega op- inberað frk. Margrjet Raguels, kjördóttir Jóhanns Raguelssonar á. Akuréyri, og Konrad Hansen frá Lyderslev í Danmörku. Frá Hólum í Hjaltadal. Þar eru nú um 30 nemendur. Miðstöðv- arhitun var sett í bæði hús skól- ans í sumar. Rjettarhald var í gær á Akur- eyri í máli Ragnars Olafssonar, gegn ritstjora „Yerkmannsins“, út af grein sem birtist í blaðinu 1 vor um kolasölu Ragnars o. fl. I greininni var m. a. gefið í skyn, að Ragnar seldi óþverra af pakk- húsgólfinu sem kol. Greinin var nafnlaus. Er til málshöfðunar kdm, gaf ritstjórinn Halldór Frið- jónsson það npp, að höfundur greinarinnar væri Gunnar ikaupm. Snorrason. En við fyrri rjettar- hald gaf Gunnar þá yfirlýsingu, . að hann ætti ekkert í greininni. Kapptef lið. Rvík, 7. nóv. ’25. 1 gærkvöldi voru sondir hjeðan leikir á háðum horðunum: Á horði 1 var 7. leikur fsl. (hvítt) D d 1 — d 2. Á horði 2 var 6. leikur ísl. Jsvart) B f 8 — d 6. í greinum þeim undir sama nafni, sem birst hafa hjer í blað- inu, var gert stuttlega grein fyrir aðdragandandum að Locarnofund- inum. Árangurinn af fundinum ■hefir í aðaldráttunum verið gerð- ■ui almenningi kunnur í símskeyt- : uin, en til frekari skýringar skulu I þó meginatriði Locarnosamning- anna endurtekin hjer. Gerðabókin. Það sem líggur eftir fundinn er: Gerðabókin með 6 fylgiskjölum. í gerðabókinni, sem er dagsett 16. október 1925, lýsa fulltrúar Þjóð- verja, Belga, Breta, Frakka, ítala, Pólverja og Tjekkóslóvaka því yf- ic, að þeir sjeu samþvkkir samn- ingsuppköstum þeim, scm fundur- inn samdi og sem snerta nefnd riki. Þann 1. desember eiga fund- armennirnir að mætast aftur í London til þess að undirskrifa samningana að fengnu samþykki þinga sinna. 1 gerðabókinni láta fundarmenn í ljósi, að samningur þessi muni draga úr rígnum milli þjóðanna, og efna til samvinnu | milli þeirra í liverskonar efnum. j Þareð samningarnir þannig stuðli , að friðsamlegum samtökum og sam.eiginlegum framförum, - verk- legnni jafnt og andlegum, muni 1 þeir einnig hrinda. hugmyndinni um takmörkun vígbúnaðar á skrið. Fundarmenn skuldbinda sig meira ao segja til að taka öflugan þátt í starfi Alþjóðabandalagsins á þessn sviði. Rínarsamningurinn. 1. fylgiskjal gerðabókarinnar er hinn svokallaði Rínarsamning- ur, sem fjallar um vesturlanda- mærin. Þegar þvaglið stóð sem hæst í fyrra og í ár um öryggis- jmálið, og þá sjerstaklega um ör- yggi Frakka gegn árás frá Þjóð- verja hálfu, gerði Stresemann Frökkum og Belgum alt í einu tilboð um öryggissamning um vesturlandamærin. Nú er þetta höfðinglega tilboð, sem vakti undrun flestra og aðdáun margra, oi ðið veruleiki. í Rínarsamningn- um viðurk. pjóðverjar, Frakkar, Bretar, Italir og Belgar enn á ný, að ákvæði Versalafriðarins nm landamærin milli Þýskalands og Frakklands og Þýskalands og Bel- gíu skuli haldast óbreytt. Þessi þrjú ríki skuldbinda ,sig til að grípa ekki til vopna gegn hvort pðru, nema alveg sjerstaklega standi á. Þetta er sem sje hugsanlegt, til dæmis ef eitthvert ríkjanna gerist friðrofi og ræðst á einhvern með- lim Alþjóðahandalagsins. Þá eru hin ríkin samkvæmt þaraðlútandi ákvæðum sáttmála Alþjóðabanda- lagsins skyld að taka þátt í aðför að þeim, sem friðinn rýfur. Misklíð milli Þjóðverja, Frakka og Belga skuli til lykta leidd á friðsamlegan háitt. 2. og 3. fylgiskjal eru gerðar- dómssamningar milli Þýskalands og Frakklands og Þýskalands og Belgíu. I gerðardómssamningum þessum skuldbinda nefnd 3 ríki sig til, að liverskonar misklíð milli landanna, er sendiráð þeirra fái ekki greitt úr, skuli leiddi til lykta á friðsamlegan hátt, annað hvo.rt með aðstoð sjerstakxa dóm- ara, er skipaðir kunna að . verða í þessum tilgangi, eða fyrir milli- göngu bandalagsráðsins. Ef, eða þegar leitað verður til ráðsins, eru áðilar skvldir að hlýðnast ' fyrir- skipunum þess og sæta þeim úr- skurði, er það kveður upp. Komi það fvrir, að einhver samningsað- ila geri sig sekan í broti gegn ákvæðum samningsins, eru allir hinir skyldir að veita þeim aðstoð, sem áreittur hefir verið. Gerðar- clómssamningur þessi skal vera í gildi þangað til þjóðabandalags- ráðið samkvæmt tillögu einhvers aðilanná fellur hann rir gildi af því Alþjóðabandalagið álíst að vera nægileg trygging. Þjóðvérjar og Pólverjar. 4. fylgiskjal er gerðardóms- samningur milli pýskalands og Póllands, en ákvæði hans eru hin sömu og gerðardómssamningsins milli áður nefndra ríkja, þó að því undanskildn, að í honum er lckabókun, sem segir, að samning- nrinn snerti ekki kvaðir þær og rjettindi, er aðilar hafi sem með- limir Alþjóðabandalagsins. Þjóðverjar og Tjekkó-slóvakar. 5. fylgiskjal er gerðardóms- samningur milli Þýskalands -og Tjekkóslóvajkíu, algerlega samhlj. samningnum milli Þýskalands og Póllands. Samtakaskyldan gegn friðrofa. Sjerstaða Þjóðverja. 6. fylgiskjal fjallar um 16. kafla sáttmála Alþjóðabandalagsins. — Þessi kafli ræðir eins og kunnugt er um samtaka-skylduna gegn frið rofa; ákvæði hans eru óljós, enda hafa menn verið ákaflega ósam- mála um, hvað víðtæk samtaka- skyldan sje. Nvi er gert ráð fyrir í Locarnosamningunum, að Þjóð- verjar gerist meðlimur Alþjóða,- bandalagsins og þá ná auðvitað ákvæði 16. kapítulans einnig til þeirra. Á Locarnofundinnm hentu Þjóverjar á, að gera yrði undan- tekningar með þá, að því er snerti samtakaskylduna gegn friðrofa, þareð Þýskaland engan her hafi. Um þetta var allmikið þref á fundinum. Að vissu leyti er • krafa Þjóðverja algerlega rjettmæt, en á ' hinn bóginn geta Bandamenn ekki lofað að breyta sáttmála bandalagsins að svo stöddu. — Ákvæði Locarnosamninganna virð- ist benda í þá átt, að tekið verði tillit til, að pýskaland engan her liefir. Árangrinum af Locarnofundin- um hefir verið fagnað, nema af þeim, sem engan áhuga hafá fyr- ir, að viðreisnarstarfið í Evrópu loksins geti byrjað. Engu að síður mun það sannast, þegar á daginn líður, að Locarnófundurinn var fyrsti friðarfundurinn eftir styrj- öldina miklu, og, að með honum byrjuðu straumhvörf í stjórnmál- um Evrópu. Dvölin hjá Schöller verður leikin í dag kl. ,8 síðdegis. Aðgöngurniðar seldir í dag frá kl. 10 til 12 og eftir kl. 2. DAGBÓK. □ Edda 59251110 engiiiM fjm.ur. Sjómannastofan: Guðsþjónusta í dag kl. 6. Allir velkomnir. Gullfoss fór frá Flateyri í fyrra dag, tók þar m. a. á áttunda húndrað tunnur af síld. Hann var á Patreksfirði í gær, en hefir senni lcga farið þaðan í gærkvöldi. Frá Flateyri var símað í gær, að tíðarfár hefði verið hið versta j undanfarið. Hefir ekki á sjó gef- ið um langan tíma þangað til í fyrradag, og aflaðist lítið. Snjóað liefir ofurlítið; en jörð er þó næg enn. j Esjá var á Dýrafirði í gær, og mun hafa farið þaðan í gærkvöldi. Goðafoss er í Kaupmannahöfn; ■ fer þaðan í dag. j Lagarfoss var á Siglufirði í gær. Væringjar og Ylfingar, sem vilja selja happdrættismiða Styrktar- sjóðs sjúklinga á Vífilsstöðnm, ki.nii í Ilafnarstræti 8 kl. 1 í dag. Orkesterhljómleikamir. Athygli skal vakin á því, að ef nokkrir aðgöngumiðar hafa verið óseldir í gærkvöldi, þá verða þeir seldir í Nýja Bíó í dag eftir kl. 1 Hljóm- [leikarnir byrja kl. 4. Villemoes fór frá Patreksfirði í fyrradag til London. Til Strandarkirkju: Frá E. L. kr. 15, konu á Mýrum kr. 10, H. E. kr. 5, frá G. S. H. kr. 7, frá N. N. kr. 2. Til Hallgrímskirkju frá konu í Kí fnarfirði kr. 10. Gjafir og áheit á Elliheipiilið: Austan úr Biskupstungum kr. 5 (álieit í óþurki), Ó. kr. 1.00 (afh. Morgunbl.). G. J. kr. 50. Ónefnd- U3. mikið af klæðnaði. og nærfatn- aði. I Byggingarsjóðinn við heim- sókn sóknarnefndarmanna kr. 100. Bestu þakkir. Har.i Sigurðsson. Enskur togari, Fesostris, kom hingað inn af veiðum, að fá sjer líol. Eru 3 vikur liðnar síðan hann lagði á stað frá Englandi, en þó var afli hans ekki hærri en 100 jkörfur. Hann fjekk hjer fiskiskip- stjóra, Jón Árnason af Heima- skaga, og fór hjer iit í flóann sam- stundis, er hann hafði fengið kol- ir.. FisktökusMp, er Dernes heitir, kom hingað í gærkvöldi og tekur fisk til útflutnings hjá Andrjesi Guðmundssyni. Tyro, fisktökuskip, hefir nú tek ið bjer fullfermi af fiski, og mun fara hjeðan næstn daga. Togaramir. Von var í nótt á Apríl frá Englandi, og Ara af ís- fiskveiðum. Fer hann strax með aflann til Englands. Gerpúlver, Eggjapúlver, Vanlllesykur, Citrondropar, Vanilledropar. Efnagerð Reykjavíkur Simi I75S. Stell allmkonar Postulínsvömr. Glervörur. Leirvörur. Bamaleikföng. Verðið altaf lækkandi. Hýjar vörur tvisvar f mánuði. L tasn > Wnsai Bankastræti. Fermingarböm sjera Bjarna Jónssonar (báðir flokkarnir) eru beðin að koma í Dómkirkjuna á mánudaginn kl. 3. ísland var væntanlegt til Vest- rnannaeyja kl. 10 í gærkvöldi. Og mun því geta komið hingað seinni- partinn í dag. Móðurást, listaverk Nínu Sæ- mundsson, verður sýnd í Alþingis húsinu í dag kl. 1—3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.