Morgunblaðið - 30.03.1926, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1926, Blaðsíða 2
Á MORGUNBXiAÐIB n ,vV' ii' 7irs ■TO®!! /y „ ^.ÍFWj (í iv) Merkilegt rit. VEL AÐ VERIÐ. Pðsbasköna > fengum við með e.s. Lagarfossi. Þar á meðal margar fallegar, nýjar tegundir, bæði fyrir karla og konur. Hvannbergsbræöur. Pðskamatnr! Eins og altaf áður höfum við nóg úr að velja til Páskanna, svo sem: Nautakjöt. Dilkakjöt. Svínakjöt. Hakkað kjöt. Saltkjöt. Rúllupylsur., Endur. KyHinga. Rjúpur. Smjör. Kæfu. Tólg. o. m. fl. Sendið pantanir yðar helst í dag eða á morgun því eftirspurnin er mikil. Herðnbreið. Sími 678. H. T. MOLLER 0 GOMPHHY LEITH, EDINBURGH TGR.-ADR.: „ATMOLLER" Export — Import. Fisk og andre Varer modtages til For- handling i Ind- og Udlandet. Varer sendes retour. Assurancer besörges. Forespörgsler besvares, telegrafisk, naar Svar forudbetales. Diflnir drennr getur fengið atvinnu við að bera út Morgun- blaðið í vesturbæinn. Fyrir nokkrum árum hugkvæmd- * ist ungum, gáfuSum manni, að rita um bæjaheiti á íslandi, rann- sáka uppruna þeirra, sem torskil- in eru, og færa til leiðrjettingar þau, sem afbakast hafa. Maðurinn jer Margeir Jónsson á Ogmundar- ' stöðum i Skagafirði. ! Margeir byrjaði á torskildum | bæjanöfnum í hjeraði sínu. Var ‘það ætlun hans, að gera öllum i.sýslum landsins sömu skil, — en þegar í byrjun kom í ljós, að mikla rannsókn og fyrirhöfn kost kaði, ef leysa skyldi verk þetta vel af hendi. Er nú lokið ritgerðum um Skagafjörð og Húnaþing, og hvor þeirra gefin út í sjerstöku hefti. Hefir höfundurinn kostað útgáfuna styrklaust, og orðið að gefa fje með vinnu sinni, svo e'kki er annað sýnna, en að bið verði á framhaldi. Höfundur þessara, rita hefir hlotið viðurkenningu í orðum vit- urra manna fyrir það, sem unnið er af verkinu. Guðmundur Frið- jónsson segir um fyrsta hlutann, er birtist í íslendingi: • ,,Jeg get ekki talið eftir mjer að tjá þakklæti Margeir Jónssvni og' íslendingi fyrir ritgerðina um bæjanöfn í Skagafirði. pykir mjer hún reglulegt sælgæti, sökum fróðleiks og getspeki höfundarins, og einhver merkilegasta ritgerð, ;sem birst hefir í Akureyrarblöð- "'unum um mörg ár“. i Prófessor Finnur Jónsson o. fl. hafa tekið í sama streng. | Öll rannsókn á sögu vorri og tungu er mikið þarfaverk. Væri j skaði mikill, ef verk þetta þyrfti aðs töðvast; en höfundur þess hef- ir ekki leitað opinbers styrks, og er það að vissu leyti gott, því þau verk eru ekki síður vel af hendi leyst, sem gjörð eru af á- huga eimnn, en hin, sem fyrir fje eru unnin. Og opinber styrkur hefir misjafnlega í verkum endur- goldist. — En svo mætti fara, að . verk þetta þyrfti ekki að stranda á fjárskorti. 1 Ættmenn og átthagar eiga hald bestu ítökin í hugum flestra góðra manna, og verða bernskustöðvar mörgum svo hugstæðar, að þeir lifa sem gestir lengst sinnar æfi, ef að heiman hverfa. Enginn vafi |er á því, að öllum þeim mundi kærkomin ritgerð M. J. um átr- haga þeirra. Sjálfum væri mjer það mikil aufúsa, að röðin kæmi l sem fyrst að mínu fæðingarhjer- aði, og vildi jeg því óska, að höf- 'undurinn sneri strax til austurs, 1 og hjeldi um stund móti sólar- upprás. — Hjer í Reykjavík er meirihluti fólks aðkomnmenn úr ýmsum hjeruðum. Sýslu- og fjórðunga- 'mótin sanna það, að þeir eru fæst- ! ir fullglataðir sínum átthögnm. , Þet,ta ættu þeir m. a. að sýna með því, að kaupa útkomin rit Mar- geirs Jónssonar, sem kosta aðeins fáa aura. Með því tryggja þeir það. að röðin komi bráðlega að þeirrá átthögum. S. K. ,,Þór“ tekur 3 togara í land- 1 helgi og bjargar 2 bátum úr . sjávarháska á sama sólar- hringnum. iP """'"ihíwríur 5»C9Ílf«il“rl urmn„rjoUftO«A-n Aðfaranótt sunnudags s.l., tók ; „Þór“ tvo þýska togara, er voi-u | við ólöglegar veiðar austur við j Ingólfshöfða. Hjet annar togar- ! inn „Tvr“, en hinn „Hans Pick- j enpack.“ — A leiðinni vestnr með j söndunum tók „Þór“ einn frakk- _ neskan togara „Bai.s Rose“, frá j Fécamp, er hafði ólöglegan út- búnað veiðarfæra inni í landlielgi. Það var uin hádegið á sunnu- dag, sem „Þór“ kom til Eyja nieð þessa veiði. Var þá hrostið á hið mesta ofviðri af norðri, en fjöldi báta var á s.jó og margir nauðulega staddir. Þegar eftir komn varðskipsins til Eyja, voru settir varðmenn úr landi um borð í sökudólgana, en varðskipið heimtaði sína menn, því nú var það björgunarstarf- semin, sem „Þór“ bjó sig nndir. Móti roki og sjó iagði „Þór“ nú út, til þess að liðsinna bátunum. pegar leið fram á kvöldið, vorn margir bátar komnir undir Stór- böfða, og lágu þar. en vegna roks- ins treystu sjer ekki að ná til hafnar. f leiðangri sínum, hitti „Þór“ einn bátinn, „Baldur“, er var mjög illa til reika, vjelin biluð og reiðinn brotinn niður. „Þór“ dró bátinn í höfn. Þegar leið fram á kvöldið kom- 'ust ailir þeir bátar, sem lágu und- 'ir Stórhöfða, í höfn. En þá' vant,- aði enn einn bátinn. „Þór“ fór uiú út að nýju til þess að leita hans. Klukkan 10 nm kvöldið náðist loftskeytasamband við „Þór“, og hafði hann þá ekki fundið bátinn. Veðrið var hið sama, og voru eyjaskeggjar orðnir mjög hrædd- ir um bátinn. Menn töldu litlar ilíkur til þess, að ,.Þór“ fyndi hann í því aftakaveðri, sem var um nóttina. Snemma á mánudagsmorgun náðist eun samband við „Þór“, er þá hafði þan gleðitíðindi að segja, að liann hefði fundið bát- inn um miðnættið, og komst með jhann í höfn eftir 12 klukkustunda drátt. / Vel og giftusamlega hefir .pót' tekist hjer, eins og svo oft áður. [ Ekkert tjón hlaust af veðrinu í Eyjum, og má það óefað þakka starfsemi björgunarskipsins. Rjettarhöld yfir landhelgis- brjótunum stóðu yfir í gær. Þjóð- verjarnir voru búnir að játa brot sín, og er búist við, að sá frakk- neski fái „hlerasekt.“ Oitrond; opar eða öðru nafni Citronolía frá Efnagerðinni eru bestu og sterkustu droparnir. eru nú komnir aftur. Háleistar, tii að hafa innan i gúmmí- stígvjel, fást einnig hjá okkur Vörahúsið ciíi3 1 ans m Fyrstw eru koxnnar. — Einnig töluvert af Galll lauGsia. 20,000 Hovedtelefonei* sælges for cirka hafv Prio. De foreligger i förste Klas»'eS Hdförelse med 4 Magneter, niklede med Laxlerremme s0ítt Model N. & K. og er fabrikereá® af en af Tysklands störste F0' briker, foj- Regning et engds Firma, som har standset sine Bet3' linger. Tilbud og Pröver mod erkrav hos Scandínavian Exp°,r Angency, Ltd. Köbenhavn, havn 22. G E N G I Ð Sterlingspund.............. 22,15 Danskar kr.................119,41 Norskar kr................. 97,97 Sænskar kr.................122,33 Dollar....................4,66i/4 Frankar.................... 16,00 Gyllini....................183,17 Mörk.......................108,60 Nýkomið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.