Morgunblaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 3
MORGTJNBLAÐIÐ t MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Finsen. Ötgefandi: Fjelag 1 Reykjavlk. Ritstjðrar: Jðn Kjaitansson, Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðri: E. Hafberg Skrifstofa Austurstræti 8. Simi nr. 500. Auglýsingaskrifst. nr. 700. Heimasímar: J. Kj. nr. 742. V. St. nr. 1220. E. Ilafb. nr. 770. Áskriftagjald innanlands kr. 2.00 á mánuBi. Utanlands kr. 2.50. t lausasðlu 10 aura eintakiT). ERLENDAR SlMFREGNIR Khöfn 13. jan. FB. FRÁ KÍNA. Símað er frá London, að fo<r- rjettindasvæði Englendinga í Han- kow sje stöðugt í höndum Kín- verja. Bionkar Breta og verslanir og skrifstofur þar í horg eru lok- aðar. Ný samningatilraun á milli stjórnarinnar í Canton og Breta hófst í gær. Stjórnin í Canton hvetur Kínverj.a til þess að forð- ast æsingar á meðan á samninga- tilraununum stendur. RÚSSAR RÁÐAST Á RÚMENA Símað er frá Bukarest, að rúss- ueskir hermenn hafi ráðist á *rúm- enskt landamær.alið. Rak landa- mæraliðið Rússa á flótta eftir harðan bardaga. INFLÚENSAN MAGNAST ERLENDIS. Nýtt skeyti frá sendiherra. 1 gær fjekk stjórnarráðið hjer enn skeyti frá sendiherra vorum í Kaupmannahöfn, um útbreiðslu inflúensunnar hjer og þar í álf- unni. 1 því skeyti segw*, að ógern- ingur sje að segja nákvæmleg.a til nm manndauða i Kristjánssandi, en þar sjeu ekki margir dánir. Fimtán hundruð ný sjúkdómstil- felli hafa komið í Kaupmanm- höfn síðustu viku, og er borgin þar með talin „epidemisk“, en veikin e*r afar væg. Þá er og ennfremur getið um það í skeytinu, að heilbffigðismála - deild þjóðab.andalagsins hafi byrj- að nú mjög nýlega að senda út skýrslur um útbreiðslu veikinnar í álfunni. Eftir þeim skýrslum er veikin ekki talin ,,epidemisk“ í Þýskalandi, en aftur á móti í Belgíu og Danmörku, en er væg í Hollandi,'í Noregi og Svíþjóð ekki talin alvarleg, en á Norður- Spáni, Suður-FrakkLandi og Mið- Brakklandi mjög útbreidd og al- varleg. í Sviss er hún sögð skæð nieð lungnabólgu. í Bretlandi og T j ekkósló vakíu er hún ekki sögö meiri en vant er á þessum tíma árs. SN J ÓRUÐNIN GURINN Á HELLISHEIÐAR- VEGINUM. Ruðningsbíllinn nýi hefir und- ánfarna daga verið notaður við snjóruðning af Hellisheiðarvegin- um. Fór hann firam og aftur yfir heiðina í fyrradag, og ruddi öllu nýfenni af brautinni. En í fyrra- hvöld kom hvassviðri mikið af horðri og gerði skafrenningskóf, ■Vo þá fauk 1 slóðina, og *ftun heiðin hafa verið illfær eða ófær í gæ,r. í gær átti tað ryðja af vegin- um frá Kolviðarhóli að Lögbergi. En bíllinn bilaði í Svínahrauni- En sú bilun var ekki meiri en það, að bíllinn getur haldið áfram snjóruðningnum í dag. MAÐUR FÓTBROTNAR. Fjórir menn vinna við snjóruðn- inginn. — Voru þeir í fyffrakvöld inni í skúr þeim, sem bygður hefir verdð á Kolviðarhóli fyrir bíiinn. Þeir voru þar með ljós. Ber.sín- tunna v.ar þar hjá þeim. Kom Ijós bað, er þeiff höfðu, svo nálagt bensíntunnunni, að hún sprakk. Hafði nýlega verið rent úr henní, og hafði hún eigi staðið opin eft- ir. Dreggjamar í tunnunni voru nægilegar til þess tað orsaka spreng ingu. Annar botninn úr tunnunni lenti á fótlegg Magnúsaff Guðjóns- sonar og fótbraut hann. Yar brot- ið slæmt. Læknir var sóttur lijeð- an úr Rvík, og kom hann kl. 3 um nóttima. — Maðurinn var fluttur hingað á sjúkrabifreið í gæ*r. BÍLL YELTUR í KÖMBUM Maður slasast. í fyuradag var bíll á ferð aust- an úr sveitum. Var það vöruflutn ingabíll Vigfúsar Guðmundssomr (Baldursgötu ‘1). Var hann bíl— stjórinn. Einir 10 piltar voru á bílnum, vermenn á leið til Rvíkur úr Bisk upstungum og Flóa. Tveir farþeg- ar vo*ru í stýrishúsi hjá bílstjóra, en hinir lágu á palli bílsins og höfðu dúk yfir sjer til skjóls, því veður v.ar kalt. Neðarlega í kömbum stöðvast vjelin í bílnum- Tekst bílstjóva eigi að stöðva bílinn, og rennur hann aftur á bak eftir veginum, og út »af honum, steypist um koll og veltur ofan brekku. En fyffir staka hendingu velta piltarnir þannig af bílnum, að hann lend- ir ekki með þunga ofan á þeim öllum. En einn þeirra, Ágúst Þor- .valdsson frá Brúnastöðum í Flóa, liggur í klemmu undir bílnum, þegar hinir stóðu á fætur. Tekst þeim brátt að lyfta bílnum af hon um. Piltarnir gátu eigi gert sjer grein fyrir, hve mikið hann hefði meiðst. Bann varð með nokkurri rænu, er hann var reistur upp. — Bíllinn var feffðtafær eftir volkið, og var pilturinn fluttur í honum austur að Kotströnd. Þar fjekk hann læknishjálp. Hann var flutt- ur að Eyrarbakka í gær. Gröf Tutankamens. Errn hafa fnndist nýir fjájrsjóðir í gröf Tutankamens konungs. — Hefir þar fundist nýtt herbergi, sem enginn vissi af. í því voru möffg líkneski í lokuðum skápum og nokkrir log.agyltir bátar skreytt ir með gimsteinum, en í stafni þeirra var líkneski af Tutankamen kongi á dýraveiðum, með spjót í hendi. (Times 4. des.) Gin- og klanfaveikin í Noregi. Þrátt fyrir allar vaffúðarráðstaf- anir Norðmanna — og þær eru mjög strang.ar — breiðist hin skæða gin- og kLaufaveiki þar sífelt út. Síðustu blöð herma, að hún hafi verið komin á 115 bæi, aðallega á Austur-Ögðum og Þela- möffk, en m.argir fleiri bæir voru grunsamir- A hverjum bæ, þar sem veikin gerir vart við sig, er slátr- að öllum búpeningi og ekkert af lionum hirt — alt grafið djúpt í jörð. Fram til nýárs höfðu þanu- ig veffið drepnir 804 stórgripir og um 3000 hænsn á Austur-Ögðum, og nemur endurgjaldið fyrir það kvikfje um 360 þús. krónum. — Mönnum er það enn ráðgáta hverr ig veikin berst, en víða er talið, að liún hafi borist með mjólk úr veikum kúm, eða með fólki. Það er og t.alið, að fiðurfje sje hættuleg- ustu smitunarberar og eru Norð- menn hræddir um að krákur beri með sjer veikina. En þær koma í þúsunda tali noffður til Noregs á vorin, aðallega frá Danmörku, þar sem veikin hefir legið lengi í landi. — Ætla Norðmenn því að hugsa krákunum þegj.andi þörf- ina í vor og drepa þær allar jafn- harðan og þær koma. Eru þegar gerðar ráðstafanir til þess og á aðallega að drepa þær á eitri. — Önnur ný varúðarráðstöfun er það, að Norðmenn hafia bannað innflutning á pylsum frá Dan- mörku- AÐALHÆTTAN ligguff þó í óv.arkárni manna inn- anlands í Noregi og yfirhylmingo, Eitt dæmi um það kom nýlega í ljós. Hjá bónda einum á Austur- Ögðum, sem hafði 21 grip í fjósi, varð veikinnar vart á aðfangacLag. En bóndi vildi eigi gera yfirvöld- unum aðvart. Leið svo vikan, en þá voru 7 kýrnar orðnar fárveik- .ar og tilkynti bóndi þá veikina. En a.lla þessa viku var mjólk frá bænum seld í mjólkurbú í Frede- riksstad. Var bóndi í samlagi við nágranna sinn um mjólkurflutn- inginn og komu þeir í fjósin hvor hjá öðrum daglega. Fjós.amaður bónda fór í orlof sitt milli jóla og nýárs til Sands, var þar á dans- leik og kom víða. Bæði hann og bóndi voru ákærðir fyrir skeyting- arleysi sitt og bíða nú dóms. En þetta sýnir glögt, hve cvrfitt er að halda uppi sóttvörnum eftir -ið veikin er komin í eitthvert land. í SVÍÞJÓÐ geysar veikin afskaplega á Skáni og færist altaf norður eftir. — Hafði hún komist þar á rúmlega 10 þúsund býli fram að 21. des- ember; þar af voffu rúmlega 8000 í Malmeyjarlijeraði. Hafa Svíir varið stórfje til þess að stemma stjgu fyrir veikinni, en ekkert hof ir dugað. í DANMÖRKU fór veikin heldur hægara yfir í desembarmánuði en áður, en það er ekkert ,sð marka, því að dýra- læknar þykjast hafa komist að því, að veikin breiðist liægar út og liggi oft niðri þegar kalt er í veðri. Frá Vestmannaeyjum. (Einkiaskeyti til Mbl.). SJÚKRASAMLAG VEST- MANNAEYJA STOFNAÐ. Vestm.eyjum 13. jan. ’27. Fyrir forgöngu verkamannafjei. Vestm.eyja, ópólitíska fjelagsins, var sjúkrasamlag Vestmannaeyja stofnað lijer í gærkvöldi með 230 meðlimum. Formaður var kosinn Páll Bjarnason, skólastj. og með- stjórnendur bæj.afffógetafni Jó-- hanna Linnet, veffslunarstýra, Sess elja Kjemested, verkamennirnir Antoníus Baldvinsson, Auðunn Oddsson, Steinn Ingvarsson og út vegsbóndi Jón Jónsson, Hlíð- Varamenn Katrín Gunuarsdótt- ir, kenslukona og Brynjólfur Bryn jólfsson, verkamaður. f Á. Vetrar- kápuefni verða seld með 2©°|o alslætSi „FRJÁLSLYNDIR MENN.“ Nokkrir vetrarfrakkar verða seldir óheyrilega ódýrt næstu daga í Tímamenn eru auðsjáanlega orðniff alv.arlega hræddir við samherjana, jafnaðarmenn og kommúnista. Flóttinn hófst þegar eftir að kunn urðu úrslit lands- kosninganna 1. vetrardag. Þá byrjuðu þeir að a f s a k a gerð- ir sínaff; hafa sennilega orðið þess all greinilega v.arir, að bændur undu illa sambúðinni við öfga- flokkana í kaupstöðunum. Margt broslegt hefir komið frarn í sambandi við þessar a f s a k - a n i r þeirra Tímamanna. Einna skemtilegust er< afsökun Jónasar Jónssonar ,alþm. firá Hriflu, sú, er fram er borin í síð<asta blaði Tímans. Jónas heldur því fram, að þetta sem gerðist milli þeirra Tíma- rnanna og jafnaðarmanna, sje ekk ert nýtt; sama gerist alstaðar í öllum löndum. Þeir Tímamenn gerðu hjcv ekkert annað en að halda þeirri stefnu, „sem allír frægustu og viðurkendustu stjórn máLamenn nálægra landa hafa skapað- Og hún er sú, að ef íhaldið er í meiri hluta á ein- hverjum stað, þá taka allir frjáls- lyndir menn Tiöndum saman um það ,að halda- afturhaldinu í skefj um, lama það og losa þjóðina við þá hættu sem af því stafa»r.“ Þannig kemst Jónas ,að orði- Það voru „frjálslyndu menn- irnir“, se m tóku saman höndum móti íhaldinu, .segir Jónas. Það var „frjálslynda stefnan“, sem s,ameinaðist móti afturhaldsstefn- unni. Kúgunarstefna jafnaðármanna og kommúnista á nú að heita „frjálslynda stefnan.“ Hvernig lýsir hún sjer þessi „fffjálslyndi stefna“ ? Fyrsta boðorú hennar ox þjóðnýtingarboðorðið, a'ð ríkið eigi öll framleiðslutæki og fira.mleiðsl an verði rekin af hiun opiu- bera. Einstaklingar meg,a ekkert eiga. Sjómaðuffinn má «kki eiga skipið, sem hann aflar á fiskinn úr sjónuni, hvorf sem það er Tvisttau i svuntur, fallegir litir trn: 31 Siml 800. kJrökin =0Æ[l „Konsum“ súkkulaði „Husholdning“ súkkulaði „Ergo súkkulaði Steinl. rúsínur „Pansy“ Rúsínur Sveskjur Þurk. aprikosur Þurk. epli „Dancow“ mjólk fyrirliggjandi. G. Behrens Sími 21. — Hafnarstræti 21. staklingunum, og „þjóðnýta“, þ. e. að láta ríkið sjálft reka þau Sllipiu> Bei11 11111111 aimr —11 og starfrækja. Sumir þ.essara . , , , , ., , • „frjálslyndu“ manna vilja ganga roðraffbátur, vielarbatra’, þilskip * . . , r J svo ha«rt að emstaklingnnum, sem eð,a togari. Kaupmaðiirinn, eða : kaupfjelagið, má ekki >?iga versl- unarhúsin eða vörurnaff í verslun- unum. Bóndinn má 'ekki eiga jörðina, sem hann býr á, og ekki áhöfnina á jörðinní. Öll þessi framleið slu-„tæki“ vilja j.afnaðarnienn tak a af ein y <*» v , * tpcyMMM DmWl * Skyie ciy pjómi frá Keldaðarnesi, Mjólk allan daginn. framleiðslntækin eiga, að þeir vilja ,nota handaflið1, þ. e. stofna til bylting.ar í landinu, til þess að ná í „tækin.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.