Morgunblaðið - 14.04.1927, Side 8

Morgunblaðið - 14.04.1927, Side 8
8 MORGrUNBLAÐIÐ Ofnar, emaill. og svartir eldavjelar, hvítemaill. og svartar þvottapottar skipsofnar ofnrör, steypt og úr smíðajárni eldf. steinn og leir. fyrirlig-g'jandi C. Behrens, Siani 21. lilapreitsniijan Hafnarstræti 18. Sími 1998. Box 675. Einstaklingar, firmu, f jelög, iðn- rekendur og atvinnufjrrirtæki; allir þið, sem prenta þurfið og viljið fá fljóta, góða og ódýra afgreiðslu, mun- ið eftir, að Hólaprentsmiðjan hefir (fyrst um sinn) síma nr. 1998. Gleym- ið ekki að hringja til hennar fyTst eða síðast. Hólaprentsmiðjan Hafnarstræti 18. Sími 1998. Box 675. Ásbyrgi. Ásbyrgi í Kelduhverfi er eítt af dýrustu gimsteinum íslenskrar nátt úrufegurðar, og [)að er sanukallað- ur gim,stemn. því að mest af fegurð þess er þess eðlis, að hún verður ekki af máð, en sumt er í liættu sett, nema bætur verði á ráönar. Þessi gimsteinn hefir verið van- hirtur með öllu; ber skógurinn, hin eina lifandi fegurð staðarins, þess ijóst vitni. Skógurinn er ófriðaður, og aldrei hefir liönd verið hreyfð honum til lögunar. Hann hefir einu sinni ekki verið látinn óáreittur — hann hefir verið rændur. Um Ás- byrgi er á sumrum allmikill straum ur ferðamanna, sem koma til að ,skoða fegurð staðarins; þangað fara og hjeraðsbúar skemtiferðir, en margir þessir gestir skilja ekki bet- ur en svo friðhelgi hinnar van- liirtu og vanmetnu fegurðar, að þeir hafa í brott með sjer hríslur stórar eða vendi af greinum, er þeir brjóta af reyniviðnum, sem mikið er af innan um birkiskóginn í Byrginu. Auk þess var alsiða fyr meir og mun eigi örgrant um enn, að skógurinn þar sje höggvinn til eJdsneytis. Slík eru skifti mann- anna við [>ennan fagra stað; þar er notið og rænt, en aldrei launað. Er ilt til þess að vita, því aö þótt skógurinn teljist ekki til hinnar tignarlegustu fegurðar Ásbyrgis, er liann ómetanlegur þáttur í sköpun þess, og meðferð lians því hin mesta skapraun öllum þeim, er fá hann augum litið. Ásbyrgi tilfieyrir samnefndu eyði koti, sem jafnan hefir verið í ein- stakra manna eigu. Það hefir nú á seinni tíð gengið kaupum og söl- u.m manna á milli við liærra verði en handbær fjármunaleg verðmæti þess vírðast gefa tilefni til. Jiirð- in Ásbyrgi er rýr á fjármunalegan mælikvarða. Helstu bjargarskilyrði þar eru tvin, sem gefur af sjer ca. 50 hesta. af töðu, og allgóð vetrar- beit fyrir sauðfje. Hús á jörðinni eru lítilsvirði. En ræktunarskilyrði eru þar með afbrigðum góð, eftir því sem gerist þar um sveitir. Því miður hefir jörðin eigi enn komist í eigu þeirra manna, er hafa sýnt Byrginu nokkurn sóma. Nauðsynlegustu umbætur á Ás- byrgi eru girðing til friðunar og grisjunar á skóginum. Er hún mjög* fcráðnauðsynleg. í Ásbyrgi er skóg- ur stórvaxnari en annarsstaðar í Kelduhverfi eða Oxarfirði og veld- ur því hamraskjólið þar, en liann vex of þjett. Fyrir skömmu síðan var jörðin Ásbyrgi gerð föl til kaups af Ts- landsbanka, senx þá hafði rjett til umráða yfir henni. Kelduneslirepp- ur neytti sinnar aðstöðu og keypti jörðina, að vísu við lværra verði en hæfilegt þykir, miðað við af- komuskilyrði á jörðinni, en bros- lega lágu miðað við raunveruleg verðmæti jarðarinnar. Tilgangur- inn með kaupum þessum var sá, að hafa jörðina fala um það bil að þing loemi saman í vetur og bjóða hana þá ríkinu til kaups og eignar. Nú mun það tilboð hafa verið gert. Keldun&shreppur á nú þátt í kaup- um annara jarða, sem fyr voru ráðin en þessi, og telur sig því naumast hafa bolmagn til að eiga Ásbyrgi og því síður að gera nokk- uð fyrir staðinn í fýrirsjáanlegri framtíð; mun hann því að líkind- um telja sig neyddan til að selja jörðina öðrum umsækjanda, ef rík- ið vísar tilboðinu á bug. (Kaupin voru samþ. í Nd. í gær). Af því, er hjer að framan hefir verið ritað, má það vera öllum ljóst, að það er bæði eðlilegt mjög og sjálfsagt, að Ásbyrgi sje í eigu og umsjá ríkisins. Höfuðástæðurnar fyrir því eru þessar: Ásbyrgi er einn af fegurstu stÖðuin landsins. Verðfliæti þess staðar eru ómetan-. leg, en þau eru ekki fjármunalegs eölis, þau eru ekki peningar. Þess vegna hafa ekki eigendur eða að- standendur þessa fagra staðar trevst sjer til eða viljað leggja fram fje til verndunar eða aukn- ingar á þessuin verðmietum. Verð- mæti þessi eru með þeim varanleg- ustu þeirra er jarðnesk eru; það er því eðlilegt, að þau sjeu eign þeirrar stofnunar, er varanlegasta má telja hjer á landi, en hún er þjóðfjelagið sjálft. : Verðmæti Ásbyrgis eru og [iess eðlis, að þau verða aldrei eins manns eða fárra rnanna eign, nema að nafninu til; þau eru og verða jafnan almennings eign. eign allra þeirra, er fá þau augum litið, Þar er fólgin veigamesta ástæðan fyrir því, að það er bæði eðlilegt og rjett, að Ásíbyrgi verði eign rílds- ins. Það á að verða eign allrar þjóðarinnar. Á öskudaginn 1927. Björn Haraldsson. Merkilegur fornleifafundur í Grikklandi. Aldrei eða sjaldan hefir verið unnið eins kappsamlega að því eins og.á síðustu áratugum, a.ð rann- saka hvað jörðin geymdi af fomum og merkilegum leyfum gamallar menningar. Má svo lieita, að liver | fornleifafundurifln hafi rekið ann- I an nú síðustu árin, og er sú fræðsla, sem við það hefir fengist um menningarhætti og þroska löngu liðinnía. kynjslóða, mikilsverð og márgháttuð. En þessir tíðu fornleifafundir hafa valdið því, að almenningur hefir mist áhugann, þetta hefir orð- ið hversdagslegt. En nýlega fundust fornleifar á Grikklandi, sem vöktu almenna at- hygli um allan heim, því þær voru nokkuð sjerstaks eðlis. Prófessor Axel Persson frá Upp- sölum í Svíþjóð á heiðurinn af þessum fundi. Er það konungs- gröf, svonefnd hvolfgröf; hún er nálægt Argolis í Grikklandi. I gröfinni fundust ógrynni af gripum úr gulli og öðrum dýrum málmum, listaverk margskonar og ýmsir merkilegir munir, svo talið er, að ekki Iiafi síðustu 50 árin fundist merkilegri eða verðmætari fornleifar. En það, sem einkum hefir vak- ið' sjorstaka althjygli áj þessum fornleifafundi,, er það, að þetta er fyrsta hvolfgröfin, sem fundist hef ir og ekki hefir verið rænd þegar í fornöld. Menn vita um alt að 50 hvolf- grafir í Grikklandi. Níu eru t. d. við Mykene, og eru þær allar frá 1500—1100 árum f. Kr. Þær eru einskonar neöanjarðarhvelfing, bygðar í hring af grjótlögum, og dragast að sjer í toppinn, svo að aðeins einn steinn lokar hvelfing- unni. Hæðin undir þakið er frá 7—15 metrar, og þvermál við gólf er svipaðrar stærðar, svo þetta eru ekki neinar smáræðis byggingar. Inn í livelfinguna liggur gangur milli steinveggja, oftast 15—25 metra langur. I þessari lconungsgröf við Dlien- dra í Argolis fundust þrjár grafir undir gólfinu, með beinagrindum í og ýmsum skartgripum. Hringinn í kringum þessar grafir voru minni gryfjur, fyltar með kolblandaðri jörð og brendu fílabeini, glerperl- um, broncestykkjum og ýmsu öðru. Meðal dýrindismuna þeirra, er fundust í byggingunni má nefna gullskál eina með upphleypt.um myndum af hafmeyjum og kröbbum milli sælvóralla og skelja; ennfrem- ur hringi úr gulli og silfri, meist- a tyiílega út|liöggna steina, miMð safn af vopnum úr bronse, þar á meðal 5 sverð gullbúin, eitt með handfangi úr kristalli, rýtinga, Iinífa, spjótsblöð og fleira. Mikið úrval af konfekt skrantöskjum nýkomid. HND&TOHtMM Ljereft og tvisttai i atópu úpvali Martelnn Einarsson t Go> GilletteblSð ávalt fyrirliggjandi í heíldsölu Uilh. Fr. Frimannssoit Sími 557 Guðnie B. Vikai*r klæðskeri, Laugaveg 21. 1. fl. saumastofa. Nýkomí^ úrval af vor- og sumarfata- efnum. — Komið sem fyrst* Framköllun og Kopíering- Lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkuf' (Einar Björnsson). VOR UM HAUST. — Jungfrú! kallaði hann. Hún staðnæmdist, sneri sjer við og leit á hann. En svo leit hún þegar umlan af'tur, eins og hún væri feimin. — Landstjórinn hefir auðvitað þegar fullvissað yðnr um það, að jeg sje sá, sem jeg segist vera. En það er sam; rjettara að þjer gangið úr skugga uin það að .jeg sje sendi- maður drotningar, áður en þjer felið yður minni forsjá. Viljið þjer gera svo vel að líta á þetta? Hann dró upp úr vasa sírunn brjef það, er drotnlng hafði sjálf skrifað og breiddi það á borðið fvrir framan stúlkuna. Hans hágöfgi, landstjórinn, stóð skamt frá óg gaut hornauga til þeirra. — pað er sjálfsagt fyrir yður, jungfrú, að ganga úr skugga um það, að þessi maður sje ekki annar en sá, er hann þykist vera og jeg hefi sagt yður, mælti hann. Hún tók skjalið, leit snöggvast á Garnaehe og var þá sem hrollur færi um hana. Svo tók hún að virða fyrir sjer skjalið og horfði Garnaehe stöðugt á hana á meðan. Svo rjetti hún það að honum. — pakka yður fyrir, monsieur, mælti hún aðeins. — Eruð þjer nú viss um að þetta sje rjett, jungfrú, mælti hann með semingi. — Já, jeg er viss um það. þá sneri Garnaehe sjer að Tressan. Hann glotti kulda- lega og er hann tók til máls, mátti fieyra það á rómi fians að óveður var í nánd. — pessi jungirú hefir f'engið ágætt uppeldi, mælti hann- — Híi ? hraut úr Tressan. — Jeg hefi heyrt talað um það, herra minn, að einhvers staðar í Austurlöndum sje til menn, er lesa frá hægri til vinstri og rita einnig þannig. En jeg hefi aldrei heyrt getið um neinn — og síst í Frakkíandi — sem er svo vel ment- aður að lesa alt á höfði. Tressan vissi þegar hvaðan vindurinn bljes. Hann föln- aði. og gaut augum til stúlkunnar, sem sýnildjpi botnaði ekki neitt í því, sem var að gerust. — Gerði hún það ? mælti Tressan alveg ósjálfrátt. — Honum var það eitt Ijóst, að hann yrði að reyna að skýra þetta. — pað er alveg satt, að það hefir alveg verið vanrækt að menta jungfrúna — ,og er það ekki einsdæmi h,jer í fásinninu. Henni sárnar það og hún reynir að draga dul á það. pá brast hann á! pað var eins og þrumur og eldingar færi um herbergið. — Lygari! Fordæmdi, ósvífni lygari! grenjaði Garnache. gekk fast að landstjórainini og skók framan í hann knýtt- ari hnefann. Skriíaði jungfrúin drotningu margra arka brjef aðeins til þess að dylja það, að hún kynni ekki að skrifa? Hver er þessi stúlka? Hann henti á stúlkuna og hönd hans skalf og nötfaði af geðshræringu þeirri er hann var kominn í. Tressan reyndi að láta sem sjer væri misboðið. Hann rjetti úr sjer, reigði höfuðið og hvesti augun á Garnache. AIs, þjer ávarpið mig í þessum tón, herra m*.;lV þá. — Jeg ávarpa yður og alla menn eins og mjer sjálffl1'1 sýnist. Heimskingi! Fyrir þetta skuluð þjer sviftur e’.11 bætti! pjer gerið ekkert annað en safna spiki og jafnhH^ verður heilinn í yður ai sljórri. Að öðrum kosti mundF’ þjer eigi hafa ætlað að leika þannig á mig. — En jeg þc^1 sitt af hverju og þjer getið eigi talið mjer trú um að þeS,< vinnukona sje ungfrú Vauvraye. pað leggur af henni lykt, eins og þriðja flokks veitingahúsi og á göngulag1"'1 er hægt að sjá að, að hún hefir aldrei gengið á stígvjri"11.1 fvr! Segið m.jer eitt, herra minn, hjelduð þjer að jeg víC asni f Tressan fjell allur ketill í eld og hann glúpnaði " fvrir augnáráði Garnaches. Hann gapti og kom ekki einu ox’ði. Garnache sneri sjer þá að stúlkunni, tók hrnn11 lega undir hiiku henni og neyddi hana til þess að ho*- framan í sig. — Hvað heitið þjer? spurði hann. — Margot, ^tamaði hún og fór að gráta. — Farið þjer í burtu, mælti hann hranalega. Hv'el aftur í eldhúsið eða laukagarðinn þar sem þ,jer hafið vex'i' .iú- Stúlkuauminginn varð lifandi fegin að sleppá, og r rl-Ýttl Jl sjer á burtu eins og hún gat. Tressan sagði ekkert og rey11 ekki til þess að stöðva hana. Hann sá, að taflið var tapa ^ ' — Jæja, herra minn, mælti Garnache, krosslagði bcn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.