Morgunblaðið - 07.01.1928, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1928, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Allskanar nmbáðapapplr og brjefpokar, stórt úrval áf umslögum og öðrum pappírstegundum. Heildvei*sl. Garðers Gl^lasonar. og er hjer 17. jan. „Dronning Al- exandrine“ fór frá Kaupinanna- höfn í gær og kemur hingað 14. jan. Lyra kemur hingað eftir lielg- ina og' fer aftur á fimtudag. Wloira og beira úrval íslenskra, danskra og enskra bóka en nokkru sinni fyr í Oókav. Sígf. Eymindssoaar. IPiÉflHsffinsa I sfiaBi Viðskifti. Duglegur drengur óskast til séildiferða, strax. Sími 171. Ábyggileg stúlka óskast fyrri- Hluta dags. Verður að sofa heima. Hþplýsingar í Kirkjustræti 8 B, i^rpi, eftir kl. 1. Húsnæði. Stofa til leigu á Urettisgötu 45. T%)plýsingar þar kl. 6—7. □ □ □ □ Herbergi til .leigu nú þegar á Hallveigarstíg 6 A Va Hontsns konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan hein fyrir gæði. 1 heildsölu hjá Tóbaksverjlun Islandsh.í. Einkasalar á íslandi. TrjevÖPUPi jd«konar seljast með lægsta mark- aGsverði eif. á allar íslenskar hafn< ic, af fjölskrúðugum birgðum í Halmstað í Svíþjóð. — Biðjið um éilboð. A.B. GUNNAR PERSSON, Halmstad, Sverige. Besiu kolakaupin gJBrc pelr, sem kaupa þessi þjódfrssgu togarakol hjá H. P. Duus. Áwalt þur"úr húsi. Simi 15. Dagbúk. Veðrið (í gærkvöldi ltl. 5) : — Lægðin, sem á fimtudagskvöldið var bjer suðvestur í bafinu hefir hreyfst með geysihraða til aust- suðausturs og er nú yfir Norður- Þýskálandi. Hefir verið hvassviðri j og asahlálta í dag á Bretlands- ! eyjum. í kvöld ér ný lægð að nálgast ■ oss úr suðvestri. Per hún austur með suðurströndinni og er því hætt við hvössn austaUveðri víða j um land á morgnn. ! Veðurútlit í Reykjavík í dag: Evass austan. Snjó- eða krapahríð. Norðaustan með nóttunni. Messur á morgun: í Dómkirkj- unni M. 11 Oláfur Ólafsson cand. theol; kl. 2 Barnaguðsþjónusta (sr. Pr. Hallgr.): kl. 5 sjera Frið- rik Hallgrímsson. í Príkirkjunni í Reykjavík kl. 2 sjera Arni Sigurðsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 f. hád. og kl. 6 e. h. guðsþjón- usta með prjedikun. í Spítalakirkjunni í Hafnar- firði: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta með prje- dikun. í Aðventkirkjnnni kl. 8 síðd. O. •L Olsen (sjá augl. á öðrum stað í blaðinu.) í Hafnarfjarðarkirkju bl. 1, sjera Arni Björnsson. Jarðarför Þorbjargar dóttur dr. Ólafs Daníelssonar verður í dag og hefst kl. 1V2 að heimili for- eldranna á Skólavörðustíg 18. Siglingar: Goðafoss og Lagar- foss eiga að fara frá Kaupmanna- höfn í dag, en Gullfoss á morgun. Goðafess fer til Leith og Anstur- landsins og síðan norður um land til Reylcjavíkur. Á að koma hing- að 1. febr. Lagarfoss fer til Ham- borgar og Hull —• þaðan til Vest- mannaeyja og Reykjavíkur og kemur hingað 19. jan. Gullfoss fer til Leith og síðan beina leið bing- að (kemur við í Vestmannaeyjum) Verðlaun fyrir ritgerð. Með gjafabrjefi, staðfestu 29. des. 1837 stofnaði Guttormur prófastur Þór- steinsson sjóð og á að verja vöxt- um af lionum til verðlauna fyrir „góðar og almúganum gagnlegar ritgerðir um eðlisfræði, náttúru- sögu, landbúnað og bústjórn og um kristileg fræði.“ Verða í ár veittar 300 krónur fyrir slíkar rit- gerðir og eiga þær að vera komn- ar til biskups fyrir árslok 1928. Nánar er þetta auglýst í Lögbirt- ingablaðinu 5. jan. ísfisksala. Belgaum seldi nokk- uð af afla sínum í Englandi í gær fyrir tæp 1400 stpd. Frá höfninni. 1 gær komu þeir af veiðum Tryggvi gamli og Apríl, báðir með góðan afla. Póru báðir samdægurs til Euglands. Skalla- grímur kom í gærmorgun frá Eng- landi. —• Pisktöknskip er væntan- legt til Coplands í dag. — Kola- skip er væntanlegt til Guðmnndar Kristjánssonar á næstunni. Kári Sölmundarson fór ekki á veiðar aftur, heldur beint til Eng- lands og selur í Aberdeen. Kom það upp úr kafinu, þegar farið var að rannsaka skemdirnar á botnvörpuvindunni, að ekki var hægt að gera við þær hjer, og verður skipið að fá sjer nýja vindu í Englandi. Úr Öræfum. í hanst vorn fimm heimili raflýst í Öræfum, Tvísker, HafsUes og 3 heimili á Hofi. Eru þá aðeins 8 heimili í allri sveit- inni, sem ekki ern raflýst. Má það kalla stórmerkilegt, og þetta cr þó afskelctasta sveit landsins. Húsaskipun sögustaða. Dóms- málaráðherra og húsameistari rík- isins fórn á miðvd. með „Suðnr- landi“ í Borgames og þaðan að Borg og Reykholti. Að sögn var erindið að athuga skilyrðin fyr- ir endurbyggingu þessara staða, og skoða mannvirki þan, er gerð voru í sumar í Reykholti, á rík- isins kostnað; en það voru pen- ingshús. Minning Björns Ólsens. Nokkrú eftir lál próf. df. B. M. Ólsens var mynduð nefnd til að gangast fyrir samskotum, sem verja átti á ein- bvern liátt til minningar um hinn látna vísindamann og ágæta kennara. I nefndínni voru: Ágúst H. Bjarnason, Sigurður Nordal, Jón Jakobson, Þorl. H. Bjarnason og G. T. Zoega. Þegar samskqtunum var lokið, kom nefndinni saman um að láta mála vandaða olíumynd af honum. Yar listmálari Gunnlaugur BÍön- dal fenginu til að gera myndina og hún svo hengd upp í háskólanum. En með því að samskotafjeð varð nokkrum hundruðum króna meira en myndin kostaði, var sama listamanni (eftir að hann kom heim aftur úr Parísarferð sinni) falið að gera aðra sams- konar mynd, og hún svo hengd upp í hátíðasal Mentaskólans, þar sem hann hafði starfað sem kenn- ari og rektor nærfelt hálfan þriðja áratug. Nú hefir alt samskotafjeð verið notað upp og verður ekki frekari samskota leitað í þessu skyni. Þakkar nefndin fyrir góðar Undirtektir. Skemtifjelag Góðtemplara held- ur dansleik í kvöld (sbr. augl. í blaðinu í dag.) Sögnsafnið heitir nýtt rit, sem ei að byrja að koma út. Kemur út. eitt hefti á hverjum laugardegi og — eins og nafnið bendir til — verða aðeins skáldsögur í ritinu. Byrjar það með ágætri sögu eftir Charles Garvice, sem nefnist ,Ætt- arskömm, og hefir ekki komið út á íislenskn áður. Fyrstá 'heftið verður selt hjer á götunum nú um helgina. Með því að kaupa lieftin jafnóðnm og þau boma út, geta menn eignast góðar skáldsögur án tilfinnanlegra útgjalda. HvOð er að sjá' þetta! Hvað gengur þó að þjer maðurt Já — en hversvegna notar þú ekki Rósól-Menthol og Rósól- Töflur. — Pæst í liverri búð í öskjum á 35 aura. Til Vifilsstida í«r biírelS alla vtrka dagra kl. * b<I. Alla lunnudaga kl. ifc A h&O. o'K kl. S »18d. trá BlfrelT?aM»n Steinððrs. StatilS viö helmsðkuartliasann. Slmi 681. Faktðrnbiudi nýkomin. Reikningsfærslitbækur með níðursettu verði. Ukannlu IsalcUar. Morgan’s DoubSe Diamond Portvín er viðurkent best. Kaupið Morgmiblaðið. SANDERS. þar utan yfir var hann í kápu, sem var ofin gullnum og rauðum þráðum. Hann átti þrjú bundrnð konur og hermenn hans voru 40 þúsundir. Yiðkynning hans og hvítra manna hófst með því, að á fund bans kom sendinefnd frá Prökkum, sem gaf honum pípu- katt, lírukassa og hundrað þús- undir franka í gulli. Þetta var Limbili, hinn mikli konungnr í Yitingi. Smákonung- arnir þar í kring þorðu ekki að nefna nafn hans nema í hálfum hljóðum. Hann var í þeirra aug- nm ímynd valds og guðdóms. Já, jafnvel Isisiþjóðin, sem ekki get- ur kallast nein smáþjóð og er af- ar mikillát, talaði með fyrirlitn- ingn um sig fer hón bar sig saman við konungsrílcið Yitingi. Skömmu eftir að Prakkar vorn þarna á ferðinni, kom Sanders til Limbili og færði honnm gjafir og ioforð um vináttu Breta. Hann hafði með sjer flokk hermanna. í tvo daga varð hann að bíða þang að til konungur vildi veita hon- um áheym. Sanders sá þegar, að þetta var gamall og geðillur karl, enda rauk lann upp í vonsku þegar Sanders bar fram gjafir sínar. — Hvað er þetta, hvíti maður ? mælti hann. Eru það leikföng handa konum mínum, eða gjafir handa höfðingjum mínum ? — Það eru gjafir til hins mikla konungs, mælti Sanders, gjafir frá þjóð, sem ekki mælir vináttn eftir dýrleika gjafa. Konungur dæsti fyrirlitlega. —• Segðu mjer hvíti maður, mælti halm, hefirðu nokkuru sinni fyrir hitt ríkari konung en mig? —• Já, herra konungur, svaraði Sanders. Konungur hleypti brúnum og menn hans kurruðu illilega. —• Nú lýgur þú, mælti konung- ur, því að aldrei hefir verið uppi jafn voldugur konungur o" jeg. — Látum hvíta manninn nefna einhvern konung, sem er þjer meiri, mælti gamall ráðgjafi og samsintu því allir. — Herra, mælti Sanders og horfði hvast í augu konungs, jeg hefi sjeð „Lo-Ben“. Konungur hleypti brúnum aft- ur og kinkaði kolli. — Jeg hefi heyrt hans getið, mælti hann. Það var voldugur konungur og lagði undir sig þjóð- ir. Hefirðu sjeð fleiri? — Jeg hefi sjeð Cetewayo*, laug Sanders og um leið settí alla hljóða, því að Cetewayo var nafn- frægur Iangt norður eftir Afríku. —- En hvíta konunga? spurði karlinn þrákelknislega. Er nokkur hvítur konungur svo voldugur að menn skelfist hann? Sanders lá við að brosa, en þó sagði hánn að bann befði aldrei á æfi sinni hitt svo voldugan hvít- an konung. * Zúlúakonung. —• En hefirðu nokkurntíma sjeð svo ægilegan her eins og herinn miiin? spurði konungur og þannig hjelt hann lengi áfram og Sanders fann að það mundi best fyrir sig að segja ósatt og viðurkendi í einu og öllu að Limbili konnngnr ætti engan sinn líka í víðri veröld og ekkert konungsríki kæmist til jafns við ríki hans. Það var einn dag um vorið, rjett eftir rigningatímann, þegar loftið var hressandi og þrungið blómangan,'að Sanders fór í eftir- litsferð um „smáríkin“, en svo eru nefnd hjeruð þau, sem eru hinum megin við vötnin miklu; það eru þessi smáríki, sem landa- brjefin sýna með ýmissa þjóða litum, og eru dreifð við takmörk „vijta landsins/, sem einu nafni nefnist enskt hagsmunasvæði. Ferðalög þessi voru altaf skemti leg — Sanders fór eina slíka ferð á árí — því að leiðin lá eftir óbendum fljótum, um ókunn bjer- uð og fram bjá þorpum, þar sem íbúarnir höfðu aldrei sjeð' neinn hvítan mann nema Sande^.. Eftir mánaðar ferðalag var haúns kominn til Ikeli, sem er rjett hjá. landamærum „hins mikla kon- ungs.“ Tók höfðinginn og ráðgjaf- ar hans á móti honum með mestui virktum. —. Herra, þú kemur á heppileg- um tíma, mælti höfðinginn, því að í nótt ætlar Dailili að dansa. — Hver er Daihli? mælti Sand- ers. Þeir sögðu honum það og síðanti var stúlkan sjálf leidd fram fyrir hann. Þetta var 15 ára yngismær, framúrskarandi fögur —• jafnvel eftir mælikvarða okkar á fegurð — og allar hreyfingar hennar voru dásamlegar. — Mjer er sagt að þú kunnir að dansa, stúlka mín, mælti Sand- ers. — Það er satt herra, mælti hún jeg dansa best af öllum í heimi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.