Morgunblaðið - 19.01.1928, Page 4

Morgunblaðið - 19.01.1928, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ HHD w lugípiayailððiiik llgj. mmsmssmmmmoammm^issssusiSifs-Wm, e Viðskifti. ijí Útsprungnir laukar fást í Hellu- sundi 6, sími 230. ódýicast i Versl. Framnes. Simi 2266. i E. Tapaö. — í'undið. ® Til Vífiisstaða Lyklakippa tapaðist í gær, ann- aðhvort í áfgreiðslustofu Lands- bankans eða á leiðinni frá bankan- urn að húsi Búnaðarf jelags Islands við Lækjargötu. Skilist á af- greiðslu hlaðsins gegn fundarlaun- um. heíir 3. S. 3. fastar ferðir alla daga kl. 12, ki. 3 og kl. 8. Bifreiðasiöð Reykjawikur Afgr. símar 715 og 716. Tilkyrmingar. "0 -0 Dansskóli Sig. Guðmundssonar. Bansæfing í kvöld kl. 9 í Hótel Heklu. Sá, sem tólc í misgripum í gær, skóhlífar merktar K. K. T., er vin- j samlega beðinn að skila þeim í Þingholtsstræti 28, hjá sjera Fr, Hallgrímssyni. GilletteblBð ávalt fyrirliggjandi í heildsölu líilh. Fr. Frímannason Sími 557 Þórður Kristleifsson söngvari frá Stóra-Kroppi hefir sungið all-víða lijer í lijeraðinu í sumar og haust. í Hvanneyrarkirkju söng hann 20. nóvember síðastliðinn. Yar söng- skemtunin prýðilega sótt og söngv aranum klappað óspart lof í lófa. Síðast þegar Þórður var hjer heima söng hann líka á Hvann-' eyri. Hafði jeg gaman af að bera saman söng hans mx og þá. Var mjer þegar ljóst, að um mikla framför væri að ræða. Teknildn miklu öruggari nú og raddrýmið voldugra. Raddblærinn hafði og breytst, mætti ef til vill um það deila að hve miklu leyti sú breyt- ing væri til bóta. En allur var söngur hans nú miklu skörulegri og tápmeiri en síðast. E. A. Dagbók. Veðrið (í gær kl. 5): Storm- sveipurinn, sem olli þriðjudagsrok- jnu er nú kominn norður fyrir og vindurinn orðinn suðvestan um alt land með jeljavéðri á Vestur- landi. Suðvestan stormur er sagð- ur á Halamiðum. Nýr stormsveipur, sem aðfara- nótt miðvikudagsins var suður af Nýfundnalandi, er nú um 1000 ldlómetra suður af Hvarfi (á Grænlandi). Er líklegt að hann valdi hjer SA-hvassviðri á morg- Veðurútlit í dag: Vaxandi suð- austan, hvass úr hádeginu. Senni- lega úrkoma. Aðaldansleikur Knattspymufje- lags Reykjavíkur verður í Iðnó 4. febrúar. Sjá nánar augl. í blaðinu. Fimtud. 19. kl. 10 veðurskeyti, frjettir, gengi; kl. 7,30 veður- skeyti; kl. 7,40 upplestur (frú Guðrún Lárusdóttir) ; kl. 8,10 ein- söngur (Símon Þórðarson) ; kl. 8,45 grammófón; kl. 9 hljóðfæra- sláttúr frá Hótel Island. Þýsk ferðamannaskip. Árin fyr- irfarandi hefir fjelagið „Nord- deutsche Lloyd“ sent hingað eitt skip á sumri. Norsk blöð segja, að nú ætli „Hamburg-Amerika-línan“ að senda til Noregs og Svalbarða fjögur skip að sumri og eigi tvö þeirra að koma við á íslandi. —- Annað þessara skipa heitir „Reli- ance“ og á að hefja för sína í New-York. Hitt heitir „Orinoco“ og á að koma hingað frá Hamborg á leið sinni til Svalbarða. Þetta síðarnefnda kvað véra mótorskip. Attk þess munu koma skip frá „Norddeutsche Lloyd“ eins og áður. Hj álpr æðisherinn. Samkoma í kvöld kl. 8. Lárus Jóhannsson, trúboði talar. Okeypis aðgangur. i Fisk.iþingið verður sett í dag kl. 4 í Kaupþingssalnum (sjá augl. í blaðinu). Liggja fyrir þinginu mörg merk mál, og ættu sjávar- útvegsmenn, sem hjer eru staddir að fylgjast vel með því sem þar gerist. Þessir fulltrúar utan af landi sitja þingið: Arngrímur Fr. Bjarnason, Kristján Jónsson, Mar- teinn Þorsteinsson, Páll Halldórs- son og Stefán Jakobsson. Páll ísólfsson heldur fimtánda orgel-konsert sinn í Fríkirkjunni i kvöld kl. 9. Willy Hörting að- stoðar. Menn ættu að fjölmenna á þessa ódýru en góðu hljómleika okkar ágæta listamanns; einkúm ætti fólk utan af landi er hjer dvelur nú um stundarsakir, að nota tækifærið og hlusta á Pál. Aðgöngumiðar fást hjá frú Kat- rínu Viðar. ,,H“ -yfirdómarinn er í Alþbl. í gær að gorta yfír því, að eigi hafi náðst samkomulag meðal andstæð- inga sósíalista u,m það, að hafa aðeins einn lista við bæjarstjóm- arkosningarnar er í hönd fara. — Hann finnur það „H“-yfirdómar- inn, að þetta er vatn á myllu só- síalista, svo þeir hafa nú von um að koma að tveimur, sem þeir hefðu ekki haft, ef aðeins einn listi hefði verið á móti. En of snemt er að gleðjast ennþá. — Annars liggur það nær verksviði „H“ -yfirdómarans, að gera hreint fyrir sínum eigin dyrum áður en hann fer að skifta sjer af livað aðrir gera. Vildi hann elcki skýra flokksmönnum sínum frá sam- komulaginu í „Alþýðuhúsinu' ‘ ? —- Er mælt, að þar sje ósamlyndi mikið síðan ritstjóraskiftin fóru fram; þyki ýmsum flokksmönnum hart að láta Danskinu ráða öllu ura starfstilhögun við blaðið, jafn vel þótt styrkurinn hafi verið hækkaður að mun. Endurskoðendur bæjarreikninga Reykjavíkur, tvo menn, átti að kjósa samtímis bæjarstjórnarkosn- ingunum. En þar sem aðeins komu fram 2 listar, með einum manni hvor, þarf kosning eigi að fara fram, en mennirnir á listunum rjettkjörnir endurskoðendur næstu 6 ár. Mennirnir eru: Árni Jónsson, kaupmaður, Laugaveg 37 og Pjet- ur Lárusson, Hofi. Trúlofun sína liafa opinberað ungfrú Guðrún Einarsdóttir frá Neðri-Mýrum í Austur-Húnavatns- sýslu og Háldán Bjarnason, versl- unarmaður, Laugaveg 44. Skattaframtalið. Nú fer að líða að þeim tíma, er skattskýrslum á að vera skilað á Skattstofuna. — Þeir, sem þurfa að fá aðstoð við útfyllingu skýrslnanna, ættu að koma sem fyrst á Skattstofuna, því síðustu dagana er oft mikil ös þar. ísfisksala. 1 gær seldu afla sinn i Englandi, Ver, 700 kit, fyrir 1602 stpd. Togararnir. Gulltoppur ltom af veiðum í gær, með 108 tunnur | lifrar, Otur fór til Englands og j sömuleiðis Snorri goði. „Heimdallur.“ — Aðalfundur verður lialdinn í fjelaginu í dag kl. 8% síðdegis. Á dagskrá eru venjuleg aðalfruidarstörf, laga- breytingar og að lokum verður rætt um bjarstjórnarkosningarnar. Fjelagar fjölmennið og mætið stundvíslega. ,Dr. Alexandrine* varð að fresta brottför sinni hjeðan, þar til kl. 5 í gærmorgun. Af íslenska gullsmíðinu á sýn- ingunni í Höfn, var mjög lítið til sölu. Af því, sem til sölu var seld- ist ein ljómandi falleg brjóstnæla eftir Jónatan Jónsson. ] Með Óðni kom fjöldi farþega á dögunum. Meðal þeirra var Olafur í Jóhannesson konsúll á Patreks-' firði, Hafsteinn Pjetursson bóndi á Gunnsteinsstöðum, og Krstinn Magnússon frá Blönduósi. Með Esju var og margt farþega. Þar á meðal Guðmundur Jóliannes- son kaupmaður í Eskifirði, Davið Jóhannesson póstafgreiðslumaður sama stað, Markús Jensen kaupm., Páll Magnússon lögmaður, Mar- teinn Þorsteinsson og Stefán Jak- obsson í Fáskrúðsfirði, Jón E. Vóaage frá Seyðisfirði og Guðni Kristjánsson frá Vopnafirði. i Hvað er að sjá þetía! Ertu virkiieíjs orðin svona kvefaður? Þjer batnar sírax, el þú notar RóséþM&nlhðS og Rémði- TSfiur*. Bssiu koiakftypiii g|3s*a sasií H. P. Buus. Áwa=?t jþasr* úp húsi. Simi !5. Til Vífilsstaða fer bifreið alla daga kl. 12 á hád,„. kl. 3 og kl. 8 síðd. frá Bifreiðastöð Steindórs* ; Staðið við heimsóknartímaun. Símar 581 og 582. Sími 27 tmima 2127 konfekt átsókknlað! er annálað um aílan Iúújjís fyi’ir gtöði. í heildsöln hjá Tóbaksverjlun Islands h.í. Einkasalar á íslandh BBö'S.t úí’waS. Amerikskir stálskautar. Loe@st werd- Sportvorultús Reykjavíkur. (Einar Björnsson). &ANDEBS. Sanders brosti: — Það er ekkí um talsvert að ræða, mælti hann; þetta er borgaraleg skylda mín. Hvítur maður hjálpar hvítum rnanni, eins og þjer vitið. Við cr- um. einu hvítu mennirnir hjer Og enginn hvítur maÚur annar er nær en í 500 mílna fjarska. Sofið þjer nú vel og mnnið eftir því að taka inntöbluna. Mainward lá kyr og hlustaði á brottför Jmirra. — Hann heyrði bjölluhringing og þóttist vita, að þá væri ge^jð merki niður í vjela- rúm skipsins. Svo heyrði hann hvásið í hjólunum: þuk a þuk! Nú, það var þess vegna að skipið hafði fengið þetta nafn. Abibo færði honum mjólk. —. Þú hefir tekið inn læknislyf- io, herra? mælti hann. —» Je^ tekið það, tautaðí Main- waúd, m tablan græna. lá enn und- ir kodda hans. Honum fór að líða undarlega vel. En hann hugsaði ekkert um hvernig á því stóð. Hann fann að- eins að sjer fór að líða ágætlega og honum þótti innilega vænt um það. Hann lauk upp augunum og dró flugnanetið til hliðar, svo að hann hefði betra útsýni yfir hinn fagra blett, sem þakinn var þjettu og háu grasi. Og yfir rjóðrið sá hann lítinn mann koma gangandi og hraða sjer mjög. Mainward rak upp undrunaróp: Átti! hrópaði hann, á dauða, mínum átti jeg von, ■n ekki því að sjá þig! Þarna var Atty kominn ljóslif- andi, jafn visinn og hrnklcóttur og áður. Hann var í stuttbuxum og stígvjelin hans voru öll slett- )tt. Föt hans báru líka vott nm bað, að hann hefði riðið geyst. Hann lyfti svipunni til kveðju og 'iafði handaskifti á veðreiða- hnakknum, sem hann hjelt á. — Hvern skrattann ertu að gera brosti. — Jeg er að stytta mjer leið til búningsherbergis knapanna, mælti Atty. Jeg hefi þegar verið veginn. Jeg þóttist viss um að „Álfadrotningin“ mundi sigra — og hún gerði það líka með prj'ði. Mainward kinkaði kolli. — Já, jeg þóttist einnig viss um það. Var ekki gaman að sitja á henni? — Það er nú aldrei gaman, mælti knapinn. En hún hljóp þrýði lega. Fyrst varð hún dálítið á eftir, en um leið og jeg sýndi henni svipuna, tók hún rokuna. Um stund hjelt jeg að ,„Sprettur“ mundi bera hærra hlut, en jeg gat sneitt fram hjá honum. Jeg hefði hæglega getað unnið með tíu hest- lengdum. — Hefðirðu getað unnið með tíu hestlengdum? endurtók Mainward forviða. Þú hefir reynst mjer vel núna, Atty. Þetta bjargar mjer út íir öllum vandræðunum, sem nú foru verri en nokkuru sinni áð- ur. Jeg skal, svei mjer, muna þjer þetta Atty. — Já, jeg treysti því fyllilega, að þjer munið gera þaö, mælti knapinn, En nú verðið þjer að afsaka að jeg er að flýta mjer. Mainward kinkaði kolli og horfði á eftir honum þangað til hann hvarf inn á milli trjánna. Og nú var kominn fjöldi fólks inn í rjóðrið. Mainward sárnaði livað hann var illa til fara. — Mikill asni var jeg að koma liingað í þessum fötum, mælti hann við sjálfan sig. Jeg hefði mátt vita það, að jeg hitti þetta fólk lijer. Þarna var einn maður, Venn að nafni, sem Mainward vildi allra síst hitta og reyndi hann að fela sig svo að Venn sæi sig ekki. En Venn sá hann og kom lilaupandi til hans og rjetti honum höndina, — Ilalló, halló! hrópaði liann. Jeg hefi alstaðar verið að leita að yður. Mainward tautaði eitthvað sem átti að vera svar. — En mjer hefði síst komið til hugar, að jeg mundi hitta yður hjer, mælti Venn, og tók ofan pípuhatt sinn og þerraði svitann af enni sjer með stórum vasaklút úr silki. — Heyrið þjer nú, gamli vin- ur, mælti hann enn, viðvíkjandi þessum peningum--------- — — Þjer megið vera óhræddur,, varaði Main'ward, jeg get borgaú yður þá- nú. — Nei, jeg átti ekki við þafL greip hinn fram í. Hvort skuldih er nokkrum hundruðum punda meiri eða minni, þá gerir það ekk- ert til. Þjer voruð að tala um a$ þjer þyrftuð að fá meira Ián?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.