Morgunblaðið - 29.02.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.02.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ^yildi jeg að Guð gæfi, að menn- drnir hjeldu lífi.“ Enn allir voru einhuga og sam- mála um eitt, að alt mundi gert bæði á sjó og landi til að bjarga lífi mannanna, sem í skipreikanum og háskanum voru staddir, að all- ir mundu sýna frækilega fram- göngu og cnginn draga sig í hlje, .þótt við ofurefli væri að etja. Sannspurt. er líka, að þessar von ir manna sættust. Fyrir frábæran vaskleik manna þai- syðra, fór svo, ^að eftir langa og sti*anga baráttu tókst að bjarga tíu mönnum af 25, ■er á Forsetanum voru. Lokaþáttur þessa sorgarleiks — hjer í bænum' — var sá, að togar- inn Tryggvi gamli kom hingað inn •eftir með andvana lík fimm manna af Forsetanum nálægt stundu fyr- ir miðnætti; va!r þeim ekið suður í líkhúsið í kirkjugarðinum, þau • afklædd og þvegin og þeim veittur venjulegur umbúnaður. Var þá nokkurn veginn sann- • spurt, að 10 menn af skipshöfn- inni liefðu haldið lífi fyrir vask- leik og frækilega framgöngu þeirra, er tóku þátt í björgunar- tilraununum; en 15 mundu hafa látið lífið. Dagur þessi liafði verið Reykvík- ingum bæði langur og þreytandi; minti hann helst til mikið á mann- skaðadaginn mikla, 7. apríl 1906, þegar yfir 20 íslenskir sjómenn af fiskiskipinu Ingvari druknuðu fyr- ir augum bæjarmanna á slterjunum sunnan og vestan við Viðey, og tvö fiskiskip, Emilía og Sophia ~Withley, fórust með hverju manns- barni á Mýraske'rjunum við norð- anverðan Faxaflóa. Fóru þá yfir '€0 menn í sjóinn á einum degi, og átti þá margur um sárt að. binda. En Reykvíkingar sýndu sorg- þitnum samúð þá; og svo hygg jeg að enn muni verða. Því svo er því báttað með okkur hjer í borginni, •að þó við aðra stundina rífumst °g bítumst sem gráii- seppar eða 'gaddliestar um illt fóður, þá kenn- 'ini við samúðar hver.með öðrum, þegar þungar raunir steðja að bræðrum vorum eða systrum; sýna Reykvíkingai- þá oft í orði og verki, að það er sannur vitnis- burður um þá, að þeir mega ekk- •ert aumt sjá eða bágt heyra. Vildi jeg mega óslta og vona, að sú hugarkend níddist sem sein- •ast. úr þeim. Franí úr miðnættinu í nótt mun- um við flestir hafa farið að hátta *°g sofa. En —• skyldi ekki svefninn bafa verið lítill hjá sumum? Það tel jeg vafalaust, að nóttin hafi verið mörgum vökunótt, sum- um vegna sáriar hjartasorgar og bugartrega, öðrum vegna samúð- ur, hluttekningar og alvarlegra bugsana. Tel jeg það síst óeðlilegt. Þegar jeg kom á fætur í morg- un, kom jeg heim á eitt sorgar- beiniilið frá deginum í gær; hús- bóndinn fluttur hingað andvana í Færkvöldi.Þegar jeg lauk upp hurð ánni, komu tveir ungir og laglegir ■úrengir á móti mjer — 4—5 ára — ■°g sögðu: „Hann pabbi okkar er 'dáinn, og mamma hefir verið að gráta.“ Blessaðir smælingjarnir höfðu auðvitað ekki rjettan skilning á niissi sínum og g'rátsefni móður- innar. Jeg talaði svo bæði við konu og nióður þessa manns, og höfðu báð- ar lítið sofið þessa nótt. En annars báru þær missi sinn og sorg með hugarrósemi og stillingu. — Enda finst mjer það ávalt tíðast hjá okk- Uv íslendingum, að reynast hetjur, begar á þrauta- og raunahólminn kemur, ef menn eru ekki stókbil- a®ir á heilsu á undan. Og undan- þekningarlaust er það nær fimm- ^íu ára reynsla mín, bæði um karla °g konur, að mestu hetjurnar eni ^nlægt þeir, sem standa a föstum tfúargrundvelli. bíatthias vissi, hvað hann söng, hann sagði við raunabarnið: »Því hræðstú ei, þótt hjer sje kalt, °g heimsins yndi stutt og valt, ?g alt þitt ráð sem hverfult hjól, 1 bendi Guð er jörð og sól.“ uHann heyrir stormsins hörpuslátt, ann heyrir barnsins andardrátt, auu heykir sínum himni frá livert hjartaslag þitt jörðu á.“ Við þessar hugsanir hygg jeg, að eitthvert sorgarba'rnið liafi sofnað út frá raunum sínum og angursefní í nótt sem leið, eftir hinn sára og þunga sorgarleik, sem fram fór daginn í gær, og sem í framtíðinni verður efalaust mörg- um manni, minnisstæður. „•1 á! Svona átti Forsetinn að fara‘ ‘, segir margur hver við ann- an í gær og í dag hjerna í bænum. Við Reykvíkingar könnumst flest- ir við Forsetann ; hann var fyTsti togarinn, sem smíðaður var í Eng- landi beint handa íslendingum, fyr ir 20 árum, þá svo fullkomið skip að öllum útbúnaði og smíði, sem frekast var unt. Síðan hefir liann „marga hildi háð“, en jafnan ver- ið liið mesta happaskip, og flutt margan dýran fa'rm að landi og um leið eigendum gagn og gróða. Nú var Forsetinn orðinn nokk- urskonar aldurs og heiðursforseti alls íslenska togaraflotans. En svo ltom dagurinn í gær sem nokkurs- konar lokadagur; þar með er saga Forsetans á enda. „Eitt sinn kemur endadægur allra lýða um síðir.“ Með 15 manna áhöfn livarf hann sjónum vo.rum; þeir fjellu með sönnum heiðri í fylkingu. Hraustum drengjum er gott að falla í valinn með vopn í höndum, eða svo þótti feðrum vorum á gull- öld þjóðarinna'r. Oft liafði Forsetinn, og þeir, er á honum voru, komist í krappan dans. Ein mesta tvísýna hans var það, er hann einu_ sinni á stríðs- árunum komst í heljargreipar Þjóðverja. Hitti liann Þjóðverja fyrir norðan Skotland, og hófu þei'r eltingaleik mikinn; slcutu þeir á Forsetann 12 skotum; en hæfðu hann aldrei, þótt hurð skylli nærri hælum. Forsetinn slapp úr höndum Þjóðverja, eins og Haraldur Sig- urðsson Noregskonungur forðum úr greipum Dana. En svo var nærri stefnt Fo'rsetanum, að brot- in úr sprengikúlum Þjóðverja voru sem hráviður á eftir um alt þilfarið á Forseta. Eiga einhverjir hjer í bænum þær til minja. Satt er það, að mikið og sorg- legt er slys það, sem nú bat að höndum, sem oftar, jelið dimt, sem yfir skall. Þau breiðu spjótin tíðk- ast í hóp íslenskra sjómanna. En vjer tökum því með kjarki og karl- mensku. Látum það kenna oss að fara varlega, þó vjer förum djarf- lega. Þetta alvörutilfelli ætti að minna oss alla á að sinna öllum skynsam- leguin bjargráðum. Nú er hjer ný- stofnað Björgunarfjelag. Yerum nú samtaka og eflum það á allar lundir; af því má margt og miltið gott leiða; hjeh var oss sýnt með alvarlegum atburðum, hve þörfin er brýn fyrir slíkan fjelagsskap. Guð blessi minningu hinna föllnu. Guðslíknarhönd styrki aðstoðar- litlu ekkjui-nar og föðurlausu börnin. Guðsföðurhönd leiði börnin, er verða að segja: „Hann pabbi okk- ar er dáinn og hún manna er að (fpotg * 1 28. febrúar 1928. Ólafur Olafsson. BJ ÖRGUNARSTARFIÐ. Frásögn þeirra Halldórs Þorsteins- sonar og Jóns Sigurðssonar. í gærkvöldi komu þeir skipstjór- arnir Halldór Þorsteinsson og Jón Sigurðsson hingað til bæjarins og náði Morgunblaðið þá tali af þeim, spurði þá um slysið og björgunar- starfið. Þeim sagðist svo frá: Aðfaranótt mánudags kl. 1% barst Hf. Alliance skeyti um það, að Jón forseti væri strandaður á Stafnnes- rifi. Vissum við þá fljótt hvílíkur háski va*r hjer á ferðum, því að flestra kunnugra dómi getur eklri hættulegri og verri strandstað á öllu íslandi heldur en þenna. — Bjuggumst við þegar við því, að skip og öll áhöfn mundi farast þarna, en til þess að reyna að bjarga einhverjum mannanna, ruk- um við þangað suður eftir í bif- reið. Lögðum við á stað hjeðan ltl. 2y2 og hjeldum til Fuglavíkur, bæjar, sem er svo að segja mitt á milli Sandgerðis og Stafnness. — Lengra varð ekki komist í bifreið, því að þar tekur við hinn versti vegur suður á Stafnnes, og verður ta‘plega farið nema fetið þótt bjart sje og góð færð. Er þaðan nær 1% tíma ferð suður á strandstaðinn. Við fengum okkur hesta í Fugla- vík og hjeldum hiklaust áfram. — Komum við að Stafnnesi ltl. rúml. 7 um morguninn. Þegar þangað kom, sáum við hvar skipið lá í brimgarðinum á Stafnnesrifi. Vissi stafn að landi, en skipið hallaðist á sjó. Sáum við þá, að menn stóðu í reiðanum, sem þjettast ,maður við mann. Ekki gátum við sjeð hve margir þeir voru, en aðstaðan var svo að okkur kom eklti til hug- ar að unt mundi verða að bjarga neinum þeirra. Svo liagar til þarna, að 300—400 faðma undan landi er rií* það er nefnist Stafnnesrif. Er grunt á því og sker og flúðir alt um kring og brýtur þar altaf, þótt gott sje veður, en nú var þar brimgarður einn, og alt umhverfis sltipið. En fyrir innan er lón nokkurt, sem nefnist Hólakotsbót, og er þar hyl- dýpi, en var svo lítið að brotsjó- arnir af rifinu og skerjunum fara þar yfir um flóð. Holskeflurnar liömuðust á skipinu og bjuggumst við við því á hverri stundu að sjá sigluna brotna og fara með alla mennina fyrir borð með sjer, eða þá að skipið mundi skrika inn af rifinu og fara á ltaf í hafdýþið þar fýrir innan. Þega'r við komum á strandstað- inn, voru skipin „Tryggvi gamli“, „Ver“ og „Hafsteinn‘“ komin á vettvang til að reyna að bjarga. Lágu þau þar úti fyrir. Seinna kom björgunarskipið „Þór“ og tog arinn „Gylfi“. Reyndu þessi skip með öllu móti að komast í ná- munda við ,Forsetann‘, meðal ann- ars með því að lægja brimgarðinn á þann liátt að hella olíu og lýsi í sjóinn. En það bar engan á'rang- ur. Vindur stóð af landi og hjálp- aðist hann að því með- straum ,að bera olíuna og lýsið frá rifinu og til liafs. Komust skip þessi því ekki í námunda við „Forsetann“ og var sýnt, að aldrei mundi takast að bjarga mönnunum hafsmegin, hvernig, sem að væri farið. Voru nú góð ráð dýr, því að eina vonin, þótt veik væri, val- sú, að takast mætti að bjarga einhverj um úr landi.Brugðum við nú skjót- lega við, og náðum í báta á Stafn- nesi, áttæring, sem þarna ,var kominn á flot og tvo minni. — Samtímis sendum við hraðboða ríð- andi til Fuglavíkur og þaðan með bifreið til Keflavíkur til að ná í lækni. Brá hann (Helgi Guðmunds- son læknir) skjótt við og kom suð- urefti'r. Varð koma hans þangað til hins mesta gagns við björgun- ina, því að hann tók á móti hverj- um manni, sem við náðum, jafn- harðan, og veitti honum alla þá hjálp, sem læknisvísindin eru um megnug. Nú komu tveir vjelbátar frá ; Sandgerði á vettvang. Gátu þeir ' að vísu ekki veitt „Forsetanum“ | neina lijálp, en þeir færðu okkur steinolíu. Var nú reynt úr landi að ; lægja b'rimskaflinn með því að bera olíu í sjóintí úr því að það tókst ekki að utanverðu, en árang- ur varð enginn vegna þess að olían barst með landinu. Annar Sandgerðisbáturinn kom við hjá „Þór“ og fjekk ljeða þar línubyssu, ef vera mætti að hann gæti fremur notað hana en skipið, en hún kom ekki að neinu gagni. ! Það var sýnt þegar í upphafi, að engum manni mundi verða bjargað, nema það tækist með fjör- unni. Skipverjar höfðu um nóttina gert ýmsar björgunarráðstafanir um bðrð ög útbúið sig með ýms tæki, en meðan á flóðinu stóð, og flestir mennirnir fórust, skoluðust og fyrir borð <511 þeirra tæki. En af tilviljun var mjór kaðall bundinn í reiðann og var þar fast- ur. Þegar skipverjar sáu nú að viðbúnaður var í landi að taka í móti þeim, leystu þeir kaðal þenn- an, náðu í dufl og bundu þar við og Dagb6k. vörpuðu svo duflinu fyrir borð. Voru þá bátarnir þrír komnir frá landi. Lagðist áttæringurinn við festar milli lands og skips en minni VeðriC (í gær kl. ð): Lægð yfir- bátarnir fylgdu honum. Tókst þeim hafinu fyrir suðvestan land og vestur að ná í duflið og festa kaðlinum af írlandi. Illýr SA-loftstraumur frá í áttæringinu. VoTu nú bundnir 8 Bretlandsevjum og hingað norður (9 lóðaVbelgir á annan litla bátinn stig á ísafirði og Seyðisfirði, annar- svo að hann gæti ekki sokkið, og staðar 6—7 stig.) hann búinn vit sem dragferja milli Veðurútlit í dag: Snarpur SA-vind- skipsins og áttæringsins. Fylgdu ur. Úrkomulítið og hlýtt. honurn engir menn og var hann Dánarfregn. Síðastliðinn sunnudag oftast nær í kafi meðan hann var andaðist hjer í bænum, ung kona, dreginn á milli. Urðu skipverjar að dönsk að ætterni, Louise Margrete fara ofan í hann fullan af sjó, mar- giff Guttormi byggingarmeistara And- andi í kafi og með holskeflurnar rjessyni á Laufásvegi 54. Andaðist hún yfi'r sjer. af barnsförum, en barnið náðist lifandi Þetta lánaðist svo vel, að 10 með hjálp læknis. pau hjón giftust fyr- menn björguðust heilir á húfi. ir þrem árum í Ivaupmannahöfn, er Hafa minni sögur, sem frægar eru, ‘Guttormur fór heim frá byggingar- verið setta'r í letur en þær sögur listarnámi, en kona lians kom hingað ev segja mætti um afrek ýmsa ári síðar og hafa þau síðan búið þeirra manná, og hinna, sem störf- þarna á sama stað. Frú Louise var um uðu að ])ví að bjarga þeim. þrítugt, fríð kona og glaðlynd. Vann Fyrstu mennirnir náðust á fjórða hjer á skrifstofu danska sendiherrans tímánum. Einn maður, . Steingrím- auk sinna heimilisstarfa. Hún var ur Einarsson frá Lágholti, (bróðir hvers manns hugljúfi er henni kynt- hans Haraldur fórst), henti sjer ust og er sárt saknað af eiginmanni, fyri'r borð og synti út í bátinn. — tengdafólki og vinum.' Kafaði hann undir livert! ólag, er Embættisprófi í læknisfræði hafa að honum reið. Annar maður, sund nýlega lokið hjer við Háskólann: Ein- maður góður, hljóp líka fyrir borð, ar Ástráðsson, með 1. einkunn 176% en útsogið tók hann og hvarf hann stig, Gísli Pálsson, 1. eink. 158 stig, í brimólguna. Jens Jóhannesson, 1. eink. 172% st. í annari ferð, sem báturinn var og Lárus Einarson, 1. einkunn 182% d'reginn frarn að skipinu, brotnaði stig. liann við skipshliðina vegna öldu- Föstugnðsþjónustur: í Dómkirkjunni gangsins. Fór þá úr honum stafn- í dag kl. 6 siðdegis, sjera Bjami Jóns- inn og losnaði bandið, sem hann son prjedikar. — í Fríkirkjunni í var bundinn með. Þeir skipverjar, kvöld kl. 8, sjera Árni Sigurðsson prje- sem eftir voru, fleygðu nú öðru dikar. dufli fyrir borð og fylgdi kaðall. Næturlæknir er í nótt Ólafur P«r- Náðist þetta dufl líka. Var þá feng steinsson, Skólabrú, sími 181. inn annar bátur í stað hins, sem Jafnrjettið. Enn hefir Alþýðublaðið brotnað hafði og björguðust nú ekkert látið til sín heyra um það, fleiri menn. Að lokum voru þrír hVort það vildi nú orðið falla frtá eftir. Gátu þeir dregið bátinn að kröfunni um áframhaldandi jafnrjetti skipinu, en áttu afarerfitt með að íslendinga og Dana, sem það hefir und- halda honum þar, vegna brim- anfarið barist fyrir. Vill ekki blaðið gangsins. Þá slitnaði kaðallinn aft- koma hreint fram í þessu máli? ur. Tveir af mönnunum fleygðu Hafnarfjarðartogararnir. Ver komj sjer í sjóinn og ætluðu að bjarg- inn í fyrrakvöld; var meðal þeirra ast á sundi, en hinn þl'iðji varð skipa er reyndu að aðstoða við björg- eftir og kleif upp í reiðann. un úr „Jóni forseta,“ „Imperialist“ Það er af mönnum þessum að kom í gær og „Júpíter“ frá Englandi. segja, er fleygðu sjer útbyrðis, TogaramÍT. Af veiðum hafa komið að annar þeirra synti langa hríð Hafsteinn (í fyrrakvöld), með 70 tn. og náði loks bátnum. Var bátur- lifrar, Karlsefni í gær, með 50—60 tn. inn alveg í kafi og svam maðurinn p,ord Fischer kom frá Englandi. upp í hann, náði tökuin og bjarg- Enskur togari kom hingað í gær, aðist svo. Hinn náðist líka og var meg veikan mann. fluttur í land. Læknir var í 2 klst. 17 Orgelkonsert Páls ísólfssonar, er að reyna að lífga hann, en það átti að verða fimtudaginn 1. mars, er tókst ekki. Þriðji maðurinn, sem frestað. eftir var um borð, fórst með skip- Qg ísland kom frá útlöndum kl. 1% inu. Var engin leið að bjarga hon- ; gær, Meðal farþega voru: Frú Anna um, því að með aðfallinu óx brim- Bjarnason, Garðar S. Gíslason vershn., ið afskaplega. Fór þá líka myrkur Bjarni Sigurðsson, porsteinn Por- að, en með morgni, um áttaleytið steinSson, Aage Sehöith, Óli Ásmunds- brotnaði skipið í tvent. son, Ólafur Jónsson múrari, Olaf Mad- ------- sen, Johannes Möller, frú Kristín Sig- Mennirnir, sem björguðust, báru urðsson, ungfrú Katrín porgrímsson. sig framúrskarandi karlmannlega Föstuguðsþjónusta í Hafnarfjarðar- og enginn þeirra er mikið meiddur. kirkju, fimtudagskvöld: kl. 8. \ oru þeir otrúlega hressiír, er þeir Guðspekifræðslan. Erindi í kvöld M. komu a land. Læknir tok þar gi^ a venjulegmm stað og tíma. fyrstur nianna a moti þeim, en Dánarfregn. 23. þessa mánaðar and- síðan voru þeir fluttir^ heim til agjst að Felli í Biskupstungum, Einar Stafnness og gistu þar í nótt. Guðmundsson frá Vatnsleysu, 85 ára Voru hafðir fjoril' hestar til að ag aldri, mesti heiðurs- og sæmdar- flytja þá jafnharðan neðan af magur ; hvívetna. klöppunum heim til bæjarins og Fiskilítið hefir verið á togurunnm fylgdu þeim menn, til að styðja þag sem af er vertíðar, enda óvenjn þá. Á Stafnnesi var þeim tekið gtopular gæftir; sífeldir stormar dag framúrskarandi vel og fólkið þar eftjr dag, svo skipin eiga mjög erfitt og á bæjunum í kring gerði alt, er að stunda veiðar. í þess valdi stóð til þess að hjúkra Austanpóstur fór hjeðan í gær. Var þeim sem best. pósturinn fluttur í híl á stað, en bíll- Ekki bera þeir skipstjórarnir inn komst ekki nema nokkuð npp verra orð þeim, sem unnu á sjón- fyr;r Lögberg (að 20 km. steininum), um að bjö'rguninni. Voru þeir all- þaðan Var pósturinn fluttur á hestmn ir boðnir og búnir til þess að hætta austur í Ölfus. Svo átti bíll nð taka lifi sínu fyrir skipverja. Mnnu á þar við og fara eins langt og hægt bátunum liafa verið alt að 20 Væri. pykir sennilegt að vegurinn fyr- manns, og lögðu þeir allir' lif sitt jr austan fja.ll sje fær bílum nú, sje bersýnilega í hættu við björgun- eyri komin aurbleyta. ... ' Útvarpið í dag: Kl. 10 árd. Veður- Fundin ern lík 8 manna sem fór- Bkeyti, frjettm gengi; kl 7 30 síðd ust. „Tryggvi gamli“ kom hingað JeÖurskeyh; kl. ) 40 20 mmu ur fyrir í fyrrakvöld með fimm þeirra, og JfSG * ^jefiðlu (A*e» þau tvö sem elcki höfðn þekst, er kl. 8,30 Upplestur (FruÖitea blaSitf fór i pressuna þá um nótt- Andrjesdottir skaldkona); kl 9 Org- ina, vorn af loftskeytamanninnm, afeitkar <P' Iso5ss,oa) 5 kl- 3’30 ^ Tngva Björnssyni og Haraldi Ein- 'vlnít aTssvni frá Láeholti pmgtiðmdi. I gær hofust eldhusnm- Syðra liafði rekið þrjú lík í gær, rfnr } stóSu >ær er vjer frjettnm seinast: Skúli Ein- fram a.nott' FrJettlr/ra ^ ur*B' arsson, vjelstjóri, Gnðjón Jónsson, vegna rum eysis, að 1 a. liáseti, og Ölafnr Jónsson, kyndari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.