Morgunblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÐ 3 MOKGUNBLAÐIÐ Stoícandl: Vllh. Pinsen. ðtjföiandi: PJelag I Reykjavlk. ftuetjðrar: Jðn KLjartanaaon, Valtýr Stefánaion. i.aKÍý*lnKaBtjóri: Ei. Hafber*. Mrifetofa Austurstræti 8. 31*1 cr. SOö Auglýaingaokrltst. nr. 730. aeimasfmar: J. KJ nr. 711. V. at. nr. 1119. B. Hafb. nr. 770 4»krlftagjald lnnanlandk kr. 1.00 á nánuBi. UtarJandc kr. 1.60. laucacðlu 10 aura eintakitt. Alrnenn samskot til aðstandenda, sjómannanna er fórust með „Jóni forseta.“ r Yfir 16 þúsund krónur hafa þegar komið í samskotasjóðinn. Erlendar símfregnir. Khöfn, PB 28. febr. Lichnovsky látinn. Frá Berlín er símað: Lichnov- ■sky fursti, fyrtum sendiherra Þýskaland í Englandi, er látinn. Kvikmyndahús brennur. Prá Rómaborg er símað: Kvik- myndaleikhús í smábæ einum í Norður-ítalíu brann og fórust 35 menn í brunanum. Margir særðust hættulega. ítalir og Austupríkismenn. Prá London er símað: Menn bú- • ast alment við því, að deila sú, sem Upp er komin á milli ítala og Aust- Urríkismanna, muni leiða til nánari : samvinnu milli Austu'rríkis og Litlabandalagsins. Sambandslögin. Leiðrjetting. í skeytinu í gær, þar sem getið er ummæla National- tidende, átti eltki að standa „raun- ^erulega11 (faktist), heldur: fo’rmelt, samkvæmt leiðrjettingu, 'sein PB hefir borist í dag. Khöfn PB 29. febr. Týról-málin. Prá Berlín er símað: Æsingam- ar í ítölsku blöðunum gegn Aust- Urríki virðast nú að mestu um garð gengna'r. Þýsk blöð ætla, að Mossolini hafi sje fram á, að heilla 'vænlegast sje að reyna að komast hjá deilum um Suður-Týról vegna alvarlegra afleiðinga. Vjelanotkunin skapar atvinnuleysi. Prá Washington er símað: Por- atöðumaður þeirrar deildar Hag- stofu Bandaríkjanna, ei' vinnnr úr ^kýrslum, er snerta iðnaðarfram- ^iðsluna í landinu, álítur að at- viunuleysið stafi af notkun full- homnari vjela og betri framleiðslu- ^ðferðum. Pramleiðslan vaxi þrátt fyi’ir það, að atvinnuleysið aukist. Almenningur befir vafalaust veitt því atliygli, að ástæður margra aðstandenda sjómanna þeirra, er fórnst með „Jóni for- seta,“ eru ekki góðar. Sjö eiru ekkjurnar og þrjátíu og fimm föðurlaus böm, flest innan við fcrmingaraldur. Þá eru nokkrar mæður, er mistu syni sína, einustu stoðina er þær höfðu til fram- dráttar heimilinu. Mörg þeirra heimila, er nú eiga um sárt að binda, eru bláfátæk. Ekkjurnar standa bjargarlausar með barnahópinn. Hjer þarf því bráðraT hjálpar við. Til þess að bæta úr brýnustu þörfum .gaf ríkisstjórnin, í sam- ráði við fjárveitinganefndir þings- ins, eitt þúsund krónur. Og nú bafa öll dagblöð bæjarins ákveðið að gangast fyrir almennum samskotum til aðstandenda sjómannanna sem fó'rust. Er þess vænst, að almenn- ingur bergðist nú skjótt og vel við. Og eftir þeirri reynslu, sem blöðin hafa, þarf ekki að efa að samskota- umleitun þessi mun bera góðan árangur. Svo er til ætlast, að valinkunnir menn, er gerþekkja ástæðui' að- standendanna, verði fengni'r til þess að úthluta samskotafjenu. v. Hf. Alliance gefur fimmtán þús- und krónur. Þegar verið var að undirbúa samskotin í gær, aflieuti stjórn Hf. Alliance, er átti „Jón £orseta“, fimmtán þiisund krónur í sam- skotasjóðinn. Viljum vjer þakka þessa rausnarlegu gjöf. Samskotum el' veitt móttaka á skrifstofu Morgunblaðsins, sem er opin allan daginn. Iltsala. verðhskkun Baðmullarvörur og fleira liafa hækkað í verði og emi meiri hækkun er fyrirsjáanleg. Þrátt fyrir það byrjar hin árlega stðrkosilega ðtsala okkar í dag, 1. mars og gefur viðskiftavinum vorurn síðasta tækifæri til að gera inn- kaup sín með gamla verðinu, mikið niðnrsett. Engar vörur undanskildatr, alt selst með afslætti! í herradeildinni seljum við um 200 sett karlmanna- og unglingaföt, afar ódýrt, þar á meðal föt frá kr. 25.00. — Vetrarfrakkarnir, sem nú eru eftir, seljast fyrir alt að hálfvirði, frá 35 krónmn. — Kegnkápur og rykfrakkar eru einnig seldir með miklum afslætti. — Taubuxur, sem kosta 8.75, eru seldar á aðeins 6.90 — um 100 Molskinns- buxur, sem kosta kr. 14.00, seljast fyrir kr. 7.50 — Nankinsvinnubuxur og jakkar, seljast fyrir kr. 7.85 settið — ca. 50 Manchettskyrtur fyrir kr. 3,85 — Nærföt frá 4.50 settið — Sokkar frá 58 aurum — Bindi frá 75 aurum — Ullartreflar og margt margt fleira selst afar ódýrt. í dömudeildinni seljum við alt, sem eftir er af Kvenvetrarkápum — Kvanregnkápum og Telpukápum fyi'ir hálfvirði, þar á meðal Regnkápur frá 12.00, og laglegar taukápur (frekar „vorlcápur") fyrir aðeins kr. 23.00. — Regnhlífar eru seldar frá kr. 3.00. Kvenulla’rkjólar frá kr. 15.00. — -Clirepe de chine-kjólar frá kr. 18.00. — Golftreyjur fyrir alt að hálfvirði, — Ullarkjólatau og Ullarmouslin fyrir hálfvirði —. 500 metr. Dömukamgarn fyrir aðeins kr. 7.85 pr. mtr. — Reiðfatatau fyrir aðeins 3,50 pr. mtr. Bútar afp. í Morgunkjóla frá 2,85 í kjólinn, Sjómannateppi frá 1.95, — Kvenbuxur (silki og jersey) sem kosta kr. 6.00 og 5.50 eru seldal' á aðeins kr. 3.90, — Kvennær- fatnaður úr tricotine og ljerefti afar ódýr — liv. Borðdúkar eru seldir með 25% afsl. Divanteppi frá 9.50 — Borðteppi frá 4,85 — Rúmteppi frá 4,25 — Eldliúsliandklæði frá 68 aurum — Kvensokkar frá 75 aurum — Kvenhanskar (hlýir) frá 1.25 — Barna- sokkar afar ódýrir — Drengjafrakkar og föt eru seld með 20—33%% afsl. — Drengja- peysur hafa enn lækkað í verði. — Sjer- stakt útsöluverð á kvensilkisokkum, sem allir ættu að athuga! Allie* á utsöluna i Branns-Verslnn. Uppsðgn Ummæli danskra blaða. Samúðarsbeyti. Eftirfarandi símskeyti hefir h.f. Alliance borist: í’rá skipherranum á „Pylla“ : biðjum útgerðarfjelagið áð m°ttaka vora fylstu hluttekningu í til- tiic- af tapi ”J®ns forseta“ og hinu l:.finnanJega tjóni við missir hinna *n°rgu skipverja. Skipherrann. í’rá útgerðarfjelaginu Black í Þrimsby: Oss tekur sárt að frjetta mn 4takSÍð BiCjum yður hjermeð að mót- VOra hjartanlegnstu samúð í til- m®nn^ff misSir svo marsra dýrmætra Black. (Eftir tilkynningu frá sendiherra Dana). Pyrirspurn Sigurðar Eggerz á Alþingi (um uppsögn sambands- laganna) liefir ekki hleypt á stað miklum umræðum í dönskum blöð- um. Kaupmannahafnarblöðin hafa flest látið sjer nægja viðtal við ýmsa menn, kunnuga íslandsmál- um, er lýst liafa þeirri tilhögun, er sambandslðgin liafa mótað; neita menn þessir því, að danskir ríkis- borgarar muni nokkurntíma mis- nota hið gagnkvæma jafnrjetti þeguanna er lögin ákveða. „Nationaltidende* I var fyrsta blaðið, sem birti sjálf- stæðar hugleiðingar um málið. — Mun það álit manna, að blaðið hafi fylgi almennings, er það í forystu- grein kemst þannig að orði, að ef íslendingar vilja segja upp sam- bandslögunum, og ef uppsögnin á að merkja hreínan skilnað ríkjanna, ekki upplxaf nýrrar endurskoðunar á lögunum, þá sje það íslendinga sjálfra, og þeirra einna, að ákveða þetta. Danir óski ekki að blanda sjer þar í. Sjálfsákvörðunarrjettur þjóðanna, sem Norðurlöndin fyrst alla þjóða liafa k'rafist fram- kvæmda á, mun ekki verða rofinn af Danmörk. „Vjer hvorki getum nje viljum lialda til streiHi því ríkjasambandi, sem hinn aðilinn óskar eltki að hafa.“ Þá minnast „Nationaltidende“ á fjárhagslilið málsins, og fullyfða, að sambandsiögin liafi fært íslend- ingum allverulegan fjárhagslegan ávinning. Og ef hina fyrirhuguðu uppsögn beri að skiija þannig, að íslendinga'r vilji endurskoðun lag- anna, er það álit blaðsins, að frek- ari hlunnindi geti íslendingar varla vænst að fá. Nefnir blaðið skyldur þær er á Dönum hvíli nú, í sambandi við utanríkismálin og landhelgisgæsluna. Hjer sje lítið | samræmi milli skyldna og rjett- inda. Þá vill blaðiS lialda því fram, að hið gagnkvæma jafnrjetti þegn- anna sje til hagsmuna fyrir íslend inga fýrst og fremst. i „Köbenhavn" birtir einnig forystúgrein um þetta mál. Lítur blaðið svo á, að það sje ‘ óhugsandi, að Danir fari að halda fast í núverandi fyrirkomulag, ef íslendingar vilja það eltki. „Hvaða hagnað skyldum vjer hafa af slíku?“ spyr blaðið. Svarar blað- ið sjer sjálft og segiiý að slíkt mundi aðeins vekja sundrung milli Norðurlandaþjóðanna, sem ekki mundi verða til góðs fyrir sambúð- ina. Blöð utan Kaupmannahafnar hafa einnig rætt þetta mál, og taka. þau svipað í það og Hafnarblöðin. — „Östsjællands Folkeblad“, sem ekki tilheyrir neinum sjerstökum stjórnmálaflokki, lítur svo á, að samband ríkjanna, eins og það varð eftir 1918, þar sem margs- konar skuldbindinga'r voru lagð- ar á herðar Dana, sje ekki neitt keppikefli fyrir þá, og ættu, beir þvi að verða þeirri stundinni fegn- astir, sem þeir losnuðu. Er það skoðun blaðsins, að ríkjasamband- ið hafi miklu meir verið til hags- muna fslendinga en Dana. — Svip- að er álit annara blaða. Sendiherra íslands í Kaupmannahöfn hefir ekki vilj- að láta neitt liafa. eftir sjer í blöð- um, fyr en hann liefir fengið nán- ari vitneskju af því sem fram hef- ir farir hjer. Þverár-undrin. Eldri drengurinn heldur því fram, að hann hafi unnið óhappaverkin ósjálfrátt. Hvammstanga 28. febr. FB. Sýslumaður setti rjett í fjár- dauðamálinu að Litlu-Þvefá á mánudagsnótt. Tveir drengir á heimilinu, Sigurður 12 ára og Sig- mundur 10 ára, játuðu að hafa orðið 18 kindum að bana. Sigmund- ur drap 3, Sigurður hinar. Auk þess sæl'ðu þeir 3. Plestar kind- urnar voru rotaðar eða stungnar í höfuðið. Daginn fyrir sást Sig- urður koma. út úr fjárliúsi með blóðugan hamar og höndur. Sig- jurður telur sig undir þeim áhrif- j um, að sjer sje þetta ósjálfrátt, ! það væri eins og skipunum nm (þetta væi’i hvíslað að sjer og yrði j hann að hlýða þeim takmarkalaust. ' Eftir á fengi harm hjartslátt og yrði - máttlítill. Aðkomumenn er voru á Litlu-Þverá síðustu dagana töldu hann stiindum ekki með sjálf um sjer. Hlauphraði lians virtist óeðlilegur. — Sigmundur segist herma eftir Sigurði. Læknir telur Sigurð heilsubilaðan. Rjettarhald- ið stóð yfir í tvær klukkustundir. Frekara prófi frestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.