Morgunblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1928, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ BuBíísiEíCSdaiSidh II Rósaplöntur (stillca) og tvilípu- blóm, selur Einar Helgason. Fegurstu túlípanar á Amtmanns stíg 5. Sími 141. Útsprungnir laukar fást í Hellu- sundi 6, sími 230. Athugið! Karlmannafatnaðarvör- ur mahgskonar, ódýrastar og best- ar, Hafnarstræti 18. Karlmanna hattabúin. Einnig gamlir hattar gerðir sem nýir. Postulínsmatarstell, kaffistell og bollapör, ávalt best að kaupa á Laufásvegi 44. Glóaldin, góð og ódýr, selur Tó- bakshúsið, Austurstræti 17. IJI 'UHKasaBeKssmvanMBMMKMMBMtasa rgj M Vinna M Góð stúlka óskast frá 1. mars. Ingibjörg Árnadóttir, Nýlendu- götu 15. Geri við alskonar orgelharmon- ium og harmonikur. Stilli tóna og smíða. — Markús Þorsteinsson, Frakkastíg 9. Húsnæði, am s*8 E— Eitt til tvö herbergi og eldhús óskast nú þegar. Upplýsingar á Bergstaðastræti 38, niðri. Hvað er að sjá þetla! Ertu wipkifega orðin svona kvefaður? Þjer batnar strax, ef þú notar RóaúI'NlenthoS og Rósól* Töflur. Vsn Hogfens konfekt og átsúkkulaði er annálað um ailan heÉ* fyrir íræði, 1 heildsðiu hjá Tóbaksver3Íun Isiandsh.f. Einkasaiar á IsIsndL íMbþAÐ BEiTA ER ÆTifl 0DYRA5T 5H& Burrell & Co., Ltd., London. Stofnað 1852 búa til ágætustu máln ingu á hús og skip, trje og málm. Afgreiða til kaupmanna og mál- arameistara beint frá London, eða af heildsöluhirgðum hjá G. IW. Bjöpnsson, Innflutningsverslun og umboðssala Skólavörðustíg 25, Reykjavík. Hunang er öiluisi holt, einkanlega þó nauðsyn* legttfyrip böpn. í heildsölu hjá C. Behrens. Hafnapstpæti 21. Simi 21. Til Vifilsstaða hefir B. S. R. fastar ferðir alla daga kl. 12, kl. 3 og kl. 8. Bifpeidastöð Reykjavikup Afgr. símar 715 og 716. Grænmeti nýkomið: Hvitkál, Gulrætur ogRauðrófur. Matarbúð Sláturfjelagsins Laugaveg 42. Sími 812. dEeiss Okon myndvjelar. Mest úrval. Lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkur. (Einar Björnsson). Bólu-Hjálmar og mynd Ríkarðs Jónssonar. Mbl. hefir snúið sjer til Sigurð- ar Pjeturssonar frá Hofstöðum 1 Skagafirði, og spurt hann um útlit Bólu-Hjálmars. — Er Sigurður sem kunnúgt er greindur maður og greinagóður. Þegár Hjálmar dó, var Sig’úrður kominn yfir þrít- ugt. — Jeg man vel eftir Hjálmari segir Sigurður, því þegar hann var á ferð, gisti hann altaf á Hof- stöðum hjá föður mínum. Jeg get staðfest lýsingu Hann- esar Hafstein á Hjálmari það sem hún nær, og bætt við hana sem hjer segir: Andlit neðan augna var fremur þunt, borið saman við ennið. Skegg kragi samlitur hári var á kjálka og höltu, eins og þá var siður. Hálsinn langur og höfuðið hátt, einkum ennið. Óvanalega mikil hæð af öxl upp á hvirfil. Mvnd hefi jeg sjeð eftir Ríkarð Jónsson, er á að vera af Hjálmari, og finst mjer hún svo ólík, sem frekast má verða, og myndi eng- um, er vel man Hjálmar, detta í hug, að hún væri af honum. Dagbók. VeðriC (í gær kl. 5): Djúp lægð yf- ir S-Grænlandi. Sunnanátt og hlýindi um alt land. Regnskúrir á S og SA- landi. Alldjúp lægð vestur af frlandi og veldur hún sennilega suðaustan hvassviðri sunnanlands ‘á morgun. Veðurútlit í dag: Vaxandi SA. — Sennilega hvassviðri og rigning með kvöldinu. Útvarpið í dag: kl. 10 árd, Veðus- skevti, frjettir, gengi; kl. 7,30 Veður- skeyti; kl. 7,40 Upplestur (Frú Guð- rún Lárusdóttir); kl. 8 Einsöngur (pórður Kristleifsson); kl. 8,30 Fyr- irlestur: Frá Vestfjörðum (Guðm. G. Hagalín rithöfundur); kl. 9 Hljóð- færasláttur frá Hótel ísland. Einar H. Kvaran rithöfundur flyt- ur fýrirlestur í samkomuhúsi Hafnar- fjarðar kl. 9 í kvöld. Samskotin. I gærmorgun afhenti prófessorsfrú Katrín Magnússon Morg unblaðinu 300 krónur til aðstandenda sjómannanna er fórust á Jóni forseta. Um leið og blaðið þakkar gjöfina vill það geta þess, að fje þetta fer í sam- skotasjóð þann, sem getið er um á öðr- um stað í blaðinu. Ungfrú Ruth Hansson kom á skrif- stofu Morgunblaðsins í gær, og skýrði blaðinu frá því, að hún hafi ákveðið að hafa fjölbreytta danssýningu í Gí. Bíó sunuudaginn 11. þ. m., og renni allur ágóði sýningarinnar í samskota- sjóð aðstandenda sjómannanna sem fórust á „Jóni forseta' ‘. Verður sjer- staklega vel til sýningar þessarar vandað. Til aðstoðar ungfrú Hansson verður systur hennar og auk þess munu 17 nemendur ungfrúarinnar einnig" sýna dansa, þ. á. m. 10 börn, og eru sum þeirra fjögra ára. Sýning þessi verður nánar auglýst síðar. Leiðrjetting. Morgunblaðið hefir get- ið um ef'tirlifandi ástvini druknuðu mannanna af „Forsetanum.“ í tilefni þess hefir kunnugur beðið um að láta þess getið, að í ástvinahópnum er öldr- uð móðir, heilsulaus og fátæk. Hún heitir póra Magnúsdóttir, og er móðir Magnúsar Sigurðssonar, Grandaveg 37. póra hefir mæðst mikið. Af 11 börn- um sem hún eignaðist, eru aðeins tvær' dætur á lífi, önnur þeirra hefir verið’ vitskert í mörg ár. Tvo efnissyni misti hún í sjóinn sama daginn fyrir ca. 12 árum, og manninn sinn misti hún á vofveiflegan hátt 3 árum síðar. Enn á ný er hinni sjötugu móður harmur húinn, þegar einasta syninum er svift hurtu iá ógleymanlega sviplegan hátt. Heilsuleysi og fátækt hefir verið henni daglegt brauð. Hún á heima í Ölafsvík G. L. Næturlæknir í nótt: Maggi Magnús, sími 410. Ibsens-hátíðm. Norska utanríkis- stjórnin hefir boðið Blaðamannafjelagi Islands að senda fulltrúa á Ibsens-liá- tíðina. Á fundi fjelagsins í gær, var porsteinn Gíslason kosinn til þeirrar farar. Ennfremnr hefir nprska' stjórn- in boðið Sig. Nordal á hátíðina. Hefir Mbl. ekki frjett með vissu hvort hann eigi kost á sökum annríkis að taka þessu boði. Indriði Einarsson fer fyr- ir hönd Leikfjelags Reykjavíkur. — Öúíst er enn hverjir aðrir Islendingar verða viðstaddir þessa merkilegu hátíð. Hátíðahöldin í Ósló standa dagana frá 14—20 mars, en í Björgvin dagana 22. —23. mars. Eldhúsumræður stóðu enn yfir í gær og var hvergi nærri lokið, þegar blaðið fór í pressuna. Fyrirlestur dr. Bjargar porláksson í Stúdentafræðslunni á sunnudaginn, er nefndist „Pekking, melting, matar- gerð og þjóðþrif“ þótti vera mjög fróðlegur og bera vott um mikinn lær- dóm og góða framsetningargáfu. Gerði frúiil skýra grein fyrir því hversu geysimikilsvert það væri fyrir þroska kynslóðarinnar, að hún fengi mat við sitt bæfi. pví miður skorti nú ærið á að svo væri á seinni tímum, og gæti verið hætta á beinni úrkynjun ef þekking sú er nýjar rannsóknir hafa leitt í Ijós vrði ekki miðluð þjóðinni á rjettum tíma. pví miður er ekki rúm til að rekja efni fyrirlestrarins hjer, i en gera má ráð fyrir að þann komi á prent, og að almenningur fái þá tæki- freri til að fræðast af honum. Vikivaka-sýningu hjelt U. M. F. Vel- vakandi í Iðnó í fyrrakvöld undir stjórji Helga Valtýssonar. Fyrst hjelt Helgi ræðu nm endurreisn þessara gömlu þjóðdansa og taldi hana alls ekki svo erfiða sem margir hafa hing- Lýsl Nokkur föt af ágætu lýsi til skepnufóðurs eru til sölu, ódýrt. Eggert Kristjánsson 8 Co. Simap 1317 og 1400. MORGENAVISEN B E R G E N iiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiimiimiiini iiiiiiiiiiimiiiimimiimiimimiiiimii er et af Norges mest læste Blade og er serlig s Bergen og paa den norske Vestkyst udbredt i alle Samfundslag. MORGENAVISEN er derfor det bedste Annonceblad for alle som önsker Fnrhindelse med den norske Fiskeribe- drifts Firmaer og det övrige norske Forretningsr liv samt med Norge overhovedet. MORGENAVISEN bör derfor læses af alle paa Island. Annoncer til Morgenavisen modtages i Morgenbladid’s Expedition. mm bílagúmmi er það besta, sem til landsins hefi fl’ust. Allar stærðir fyrirliggjandi. Fæst hjá Sigupþóp Jónssyni, úrsmið, Aðalstræti 9. Sími 341, Símnefni: »Úraþór«. FOOTWEAR COMPANY Guvnmi vinnuskór með hvifum séia. með egta DUftUm iMB Einkasali í heildsölu iFntiofd Kiær.K6bhee„rhfva„de 49' Telegr, Adrs, Holmstrom. Brunabðtafjelagið Nye Danskel Brandf orsikrings selskab --- stofnað 1864. -* ejtt af elstu og áreiðanlegustu vátryggingarfjelögum, sem hjer starfa7 brunatryggir allar eigur manna, hverju nafni sem nefnast (þar á meðal hús í smíðum). HVERGI BETRI VÁTRYGGINGARKJÖR. Aðalumboðsmaður fyrir Island er: Sighvatup Bjapnason, Amtmannsstíg 2. Aldinmank, jarðarberja og blar.dað, nýkomið í Heildv. Garðars Gíslasonar. að til ætlað. T: d. hefði Norðmönnum nú á síðustu 25 árum tekist að mynda sjer nýtt þjóðdansakerfi með hliðsjón af Færeyjadansinum. Aðalmergurinn málsins væri í raun og veru ekki sjálf- ur dansinn eða það, hvaða spor væru tekin, híldur lægi sál vikivakanna í kvæðunum og söngnum. Færeyjadans- inn væri t. d. að sporinu til altaf það sama upp aftur og aftur, en þó væri í honum mikil tilbreyting sem kæmi frá anda kvæðanna. Vjer ættum til fjölda kvæða og laga, sem vel væru lösruð til að dansa eftir, og þegar þetta væri orðin tíska, mundu hæðl kvæðaskáld og tónskáld keppa um að bæta við nýjum dansljóðum. Að svo búnu sýndi dansflokkurinn allmarga dansa sem boðsgestum gast vel að. Var dansfólkið í skrautlegum „álfa- búuingum* ‘, sem unnu sitt til að gera 'dansinn viðhafnarmeiri. Er vonandi að það takist að endurreisa þessa þjóðlegu hringdansa, því að úr þeiir má £á bæði holla og góða skemtun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.