Morgunblaðið - 15.04.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBL A j) IÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi: Vilh. Pinsen. (Jtg-efandi: Fjelag í Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Skrifstofa Austurstræti 8. Simi nr. 600. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. Heimasímar: Jón ICjartahsson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuöi. Utanlands kr. 2.50 - ---- I lausasölu 10 aura eintakiO. Frá 5eyðisfir0i. ErlEndar símJrEgnir. Khöfn, PB 13. apríl. Banatilræði við ítalakonung-. Prá Berlín er símað: Konung- Urinn í ítalíu fór til Milano í gær til þess ’að opna kaupstefnu, sem þar er haldin. Rjett áður en konungurinn kom að kaupstefnn- kvggingunni spraklt sprengikúla þar fyrir utan og enginn vafi á því, að sýna átti konunginum bana- tilræði, Sprengingin varð nákvæm- lega á fyrirhugaðri komustund konungsins, en hann kom örlitlu -seinna en áætlað var. Tilkynt hefir -verið opinberlega, að fjórtán her- menn og áhorfendur hafi beðið bana af völdum sprengingarinnar. Pjörutíu særðust. Mikill mannsöfn- uður, sem menn ætla að hafi verið um hundrað þúsund, safnaðist saman fyrir framan konungshöll- ina í gærltvöldi og hylti konung- irin. Okunnugt er hverjir eru upp- hafsmenn banatilræðísins. Prá Lugano er símað: Milano- blaðið Cörriera della sera, skýrir frá því, að sprengikúla hafi fund- ist í gær á járnbrautarlínunni Róm —Milano, rjett áður en lest, sem Mussolini var á, kom til Milano. Atlantshafsflug. Prá Dublin e'r símað: Þýslta flugvjelin Bremen flaug af stað frá Dublin. í gær áleiðis til Am- -efíku. í henni voru tveir Þjóðverj- ítr, og einn írskur liðsforingi. Khöfn, FB. 14. apr. Atlantshafsflugið. Frá New York borg er símað: Flugvjelin Bremen neyddist til þess að lenda í nótt á Greenly- «yjunni í Canada, nálægt Que- bec. Bensínforðinn var þrotinn. Þjóðverjarnir Koehl og Huene- feldt og Irlendingurinn Fitc Maurice hafa þannig fyrstir hianna flogið yfir norðurhluta Atlantshafs frá austri til vest- urs. Banatilræðið við Italíukonung. Frá Rómaborg er símað: Tvö hundruð menn hafa verið hand- teknir út af banatilræðinu við Ítalíukonung. Flestir þessara hianna eru anarkistar, Agenzia Stefani ber til baka þá fregn, 9ð gerð hafi verið tilraun til tess að sprengja í loft upp lest þá, sem Mussolini var ár ^reskt-amerísk f jármálaf jelag. Frá London er símað: Vold- ugt breskt-amerískt. fjármála- íjelag hefir verið myndað und- h’ foryrstu Alfreds Mond. Er Sagt, að fjelagið ráði yfir hálf- miljarð sterlingspunda. Til- ^angur þess er að styrkja fjár- ^agslega iðnaðarfyrirtæki í ^iueríku og Englandi og ef til VlÞ nokkrum öðrum Evrópulönd en Englandi. Worgunblaðið er 8 síður í dag Lesbókar. Seyðisfirði FB 14. apríl. Niðurjöfnun útsvara nýlokið, upphæð 40 þúsund og 680 krónur. Gjaldendur 379. Pimm þeir hæstu greiða samtals 10 þúsund og 300 krónur. Hæsta útsvar 4000 ltr. Mjög tregur afli á Hornafirði og Djúpavogi. Er búist við bátum þaðan í næstu viku aftur. Reit- iugsafli í norðanverstöðvunum. Sýslufundur Norður-Múlasýslu hefst í dag. Öndvegistíð. Frá Danmörkn. Danmörk og Haiti hafa gert með sjer 10 ára samning um það að öllum deilumálum ríkjanna skuli vísað til sáttasemjara eða gerðardóms. Konungur og drotning í ítalíu ltoma í opinbera heimsólm til dönsku konungshjónanna í Kaup- mannahöfn liinn 16. apríl. 1 för með þeim vörðaCharlesprins, Marie José prinséssa og Hymans utanrík- isráðhei’ra. Þau halda aftur heim- leiðis 19. apríl. Þverár-nndrin. Eldri drengurinn verður sendur hingað suður. Hvammstanga í gær. Rannsóknum í fjárdrápsmál- inu á Litlu-Þverá er nú lokið fyrir nokkru. — Hafa margir menn verið yfirheyrðir, en ekk- ert hefir sannast um það, að neinn hafi verið í vitorði með drengjunum, og engar líkur fundist til þess. Kindur bónd- ans, þær er eftir voru lifandi, voru margar særðar meira og minna og varð að skera tvær þeirra, en hinar munu skrimta af. — Yngri drengnum hefir verið komið fyrir á öðrum bæ, en eldri drengurinn verður sendur suður til Reykjavíkur til rann- sóknar. Hann er mjög undarleg- ur í háttum og hefir það ágerst upp á síðkastið. Fer hann mik- ið einförum og er að öllu líkur því, sem hann sje ekki með rjettu ráði. Jánihrantarmálið og sjerleyfi ,Titans‘ H.afa þingmenn snúist? ■ Umr. um járnbrautarmálið og sjerleyfi „Titans11 stóðu fram á nótt í Nd. s. 1. föstudag .Þykir framkoma hinna 5 Sunnlendinga harla. undarleg, þar sem þeir hafa sent forsrh. skriflega áskorun við- víkjandi þessu máli, sem forsrh. m. a. ber nú fyrir sig sem eina ástæðu fyrir synjun sinni. Kynleg- ast af öllu er það, sem heyrst hef- ir, að það hafi verið þingmenn Arnesinga, er gengust fyrir ásltor- un þessari. Þegar svo Jör. Br. flutti fyrirspurn sína í þinginu, vissi hann mæta vel um svar Tr. Þ. Hefir Tr. Þ. vafalaust verið bú- inn að ákveða, í samráði við stjótn arflokkana, hvað gera skyldi í þessu máli. HeÞjr þar verið ákveð- ið, að sjerleyfið skyldi ekki veitt.' Skyldu sósíalistar ekki eiga simi þátt í því, að þessi niðurstaða hef- ir lijer órðið? Þessi framkoma virðist harla undarleg. Engum þarf að láta sjer lcoma til lmgar, að það hefði nokk- uð tafið fyrir framgangi járnbraut armálsins þótt sjerleyfi þetta hefði verið veitt og ekkert oi’ðið úr fram kvæmdum hjá „Titan“. Pyrir 1. maí 1929 átti Titan að hafa byrj- að á járnbrautarlagningu, svo þeg ? r á næsta þingi var liægt að hef j- ast handa í járnbrautarmálinu, ef það hefði sýnt sig, að „Titan“ gerði ekki neitt. Annars þarf enginn að láta sjer koma til hugar, að ríkið fari á næstunni að leggja járnbraut aust Ur yfir fjall. Er því sennilega óliætt að taka mál þetta út af dag- sltrá fyrst um sinn. Geta Áriiesmga-þingmennirnir nú farið lieim til kjósenda sinna, og skýrt þeim frá hvernig málið er komið. Vafalaust skýra þeir jafnframt frá því, hvers vegna þeir, viljandi eða óviljandi, hafa orðið til þess að leggja stein í götu þessa máls. Per hjer á eftir lirafl úr um- ræðum þeim, er fram fóru á þingi á föstudagskvöld. Jörundur kvaðst hafa tilkynt for- sætisráðh. fyrirspurn sína. Sagði að yfirlýsing sú hefði ekki átt að vera steinn í götu fyrir sjerleyfisveitingu stjórnarinnar. Taldi sig vondaufari nú en í fyrra um að fjelagið mundi geta bygt járnbrautina, úr því f jelag- ið hafi ekki f jeð nú þegar, og/ ef svo væri ætti það ekki að fá sjerleyfi, heldur ætti ríkissjóður að leggja járn- brautina á sinn kostnað. Vildi mótmæla því, að hann hefði snúist síðan í fyrra, eða viljað spilla fyrir málinu, en taldi þó ýmislegt mál- inu til foráttu. Magnús Torfason sagði, að það væri engin tröllatrú á Titan fyrir austan fjall, sem hefði sýnt sig hest í því, að Titan hefði fallið við kosningarn- ar í sumar, þ. e. Klemens Jónsson. P. Otte&en þótti margt skrítið i har- inoníum. Nú ibærust þeir á banaspjót, sem í fyrra hefðu staðið hlið við hlið. 2 þm. Árn. hefði nú lýst því yfir, að hann hefði greitt atkvæði með Titan í fyrra á ábyrgð þáverandi ráð- herra, en nú ætlaði hann að greiða atkvæði á ábyrgð núverandi atvinnu- málaráðherra þvert ofan í fyrri að- stöðu, og yfirl. vildi hann (M. T.) hafa ráðh. ábyrgð fyrir öllu sem haun gerði í þessu máli. Gunnar Sigurðsson: pótti þingm. í fyrra hafa verið næsta mikil börn ef þeir hefðu haldið að Titan kæmi vapp- andi með 4 milj. áður en fjel. fengi sjerleyfi. pess væri ekki að vænta að fjelagið fengi nægilegt fje fyr en það hefði feiigið sjerleyfi.pess vegna hefði hann neitað að skrifa undir yfirlýs- ingu fimm-menninganna. Heimtaði af stjórninni að hún hrinti járnbrantarbyggingu í fram- kvæmd, ef hún eyðilegði þessa tilraun með sjerleyfisneituh sinni. Sigurður Eggerz lýsti ánægju yfir því hve margir menn hefðu * snúist málinu svo forsætisráðherra hefði nú haft kjark til að kveða þenna hættu- lega draug niður, þ. e. sjerleyfið, þakk aði forsjóninni fyrir þennan gleðilega snúning margra manna í málinu. Magnús Guðmundsson sýndi fram á að það væri óliugsandi að fjelagið gæti haft fjeð á reiðum höndum fyr en sjerleyfi væri fengið. Lögin væru að- eins heimildarlög, og með þeim hefði fjelagið engan rjett. Með sjerleyfinu væri hægt að setja svo óaðgengileg skilyrði að enginn fengist til að leggja fje í fyrirtækið, en meðan fjármála- menn vita ekki hver þessi skilyrði eru leggja þeir ekki fje á borðið. Sýndi að öðru leyti fram á að þeir, sem skrifað hefðu undir áskorunina til ráðh. væru að eyðileggja það sem þeg- ar væri búið að gera fyrir þetta mál, þvert ofan í fyrri tillögur sínar. Útsalan stendur að eins yfir í 3 daga enn bá. Enn er nokkuð óselt af mjög ódýrum vörum, t. d. Alfatnaður frá 20,00; Reiðjakkar frá 13,50; Enskar húfur frá 1,00; Karlm. sokkar frá 0,50; Hattar frá 4,50; ullarvesti frá 3,00; Regnkápur frá 14,00; Ullarvetlingar frá 0,60; Ferðateppi sem kostuðu 9,85, nú 4,00; Kvenbuxur frá 1,35; Isgarnssokkar frá 1,00; Baðm. sokkar frá 0,50; Karlm. nærföt frá 4,00 settið. Það, sem til er af áteiknuðum vörum, verður selt fyrir Vá virði. Messingplattar og pottar fyrir Vá virði. Notið tækifærið og gerið góð kaup. Munið, aðeins 3 útsöludagar eftir. VOrnhfisið. „Jeg hefi aldrei vitað hvað harmonium geta haft til að bera, f yrri en jeg kyntist MANNBORG“, / o* er viðkvæði margra. 1II* 1 skí- •fliiwrffiöiii i * Foreldrar, munið eftir MANNBORG-HARMONIUM, þegar þjer veljið börnum yðar fermingargjöfina. — Komið meðan nógu er úr að velja. Fást með hag- kvæmum greiðsluskilmálum. — Einkaumboðsmenn: Sturlaugur Jðnsson & Co. Hafnarstræti 19. Sími 1680. Útboð. Þeir, sem gera vilja tilboð í að reisa verslunarhús á Lækj- artorgi, sem og kaupa húsið nr. 1 við Lækjartorg, til niðurrifs og flutninga, vitji uppdrátta og útboðslýsingar á teiknistofu EINARS byggingarmeistara ERLENDSSONAR, næstk. mánudag. Tilboð verða opnuð þann 21. þ. m. kl. 5. Reykjavík, 14. apríl 1928. PÁLL STEFÁNSSON. i,Ariia og eilíiðinC( Ppjedikanip eftip Harald Nielsson ppófessop, Biafa vei^ið feldar i werði, og kosta nú: í skinnbandi kr. 16.00, shirting kr. 12.00, heft kr. 8.00. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.