Morgunblaðið - 17.05.1928, Síða 8

Morgunblaðið - 17.05.1928, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þvottabalar. Vatnsfötur. Ðlikkdúnkar, Þvottasnúrur. Tauklemmur. Alskonar Þvottaburstar og sömuleiðis alskonar Burstavörur aðrar. Vald. Poulsen. Klapparstig 29. Simi 24. Guðmundur G. Bárðarson; JARÐFRÆÐI (2. útgáfa) með fjölda myndum, nýkomin út Verð kr. 7.50. — Pæst hjá bóksölum. Bókir. Sigf. Eytnundsson. jSteindfir 2 hefir fastar ferðir til j Ejrarbakka og : Stokkseyrar -5 alla mánudaga, mið- 2 vikudaga og laugar- 2 daga. • Fargjald 8 krönur. Rúgmjöl, Hveiti „Homeland", Hálfsigtimjöl, Hafra, Hænsnabygg', Heilbaunir, Viktoríubaunir, Kartöflumjöi, Sago fyrirliggjandi. D>, BeSirens, Síml 21. það er að fá akveg milli Suður- og Norðurlands. Þessi vegur mun gerbreyta ferðnm manna. Ekki einn einasti maður, sem vill kom- ast milli Suður- og Norðurlands, mun fara að kúrast í strandferða- skipi í marga daga, eftir að ak- vegurinn er kominn. Það er því ekki minsti vafi á, að því fje sem verja á nú í nýtt strandferðaskip, hefði verið marg- falt betur varið með því að léggja það í Norðurlandsveginn og flýta honum. Sú samgöngubót gerir margfalt meira gagu en strandferðaskipið. I þessu sambandi má og minna á, að Suðmiand hefir engin not af þessu nýja rándýra strandferða skipi. En á Suðurlandi eru ein- hver blomlegustu hjeruð á land- inu, en vegna samgönguleysis verða þejrra ekki hálf not. —• Eyfell- ingar og Skaftfellingar hafa lengi látið sig dreyma um fýrirlileðslu Þverár og bi*ú á Markarfljót. — Þéssi samgönguhót mundi um- skapa hinar blómlegu bygðir aust- an Markarfljóts. Til bráðabirgða sóttu hjeruð þessi til þingsins í vetur um tvær smábrýr og smá- vægilega lagfæringu vegarins úr Mýrdal að Markarfljóti, svo að liann yrði bílfær. Þetta fjekk ekki áheyrn þingsins. En sama þing ákvað að verja 700—800 þús. í nýt-t istrandferðaskip! Þar sem ákveðið hefir verið að fá nýtt strandferðaskip þegar í stað, hlýtur sá baggi að draga úr öðrum nauðsynlegum fram- kvæmdum ríkissjóðs. Og vitaskuld kemur þessi baggi mjög' niður á samgöngubótum á landi. —• Þess vegna var það misráðið að ráðast í að byggja nýtt strandfebðaskip nú þegar. Landsmenn hefðu haft margfalt meiri not þess, að því fje sem varið verður í strand- ferðaskipið, liefði verið varið til samgöng-ubóta á landi. Það eru þessar samgöngubætur, sem mest eru aðkallandi nú. — Þær verða áreiðanlega stærsta. skrefið til við- reisnar og eflingar landbúnaði vorum. Nýja landbúnaðarlöggjöfln í Rússlandi. Eins og getið hefir ve'r- ið í skeytum, hefir ráðstjórnin í Rússlancli gefið út ný lög um jarð- eignir í landinu. Samkvæmt þeim hafa verkamenn fengið rjett til jarðarafnota alls staðar, en for- rjettindi fá jarðræktar-samvinnu- fjelög og þeir, sem engár fasteign- ir liafa átt. En gömlu jarðeig- endunnm eru bönnuð jarðarafnot í Jieim hjeruðum, þar sem jarðir þeirra voru. Lög þessi eru alveg nýr þáttur í baráthi stjó'rnarinnar gegn bænd- um. Hefir samkomulagið aldrei verið gott, en ýmsir væntu þess, að úr því að Trotski og fylgis- menn hans urðu að ganga úr leiknum, þá mundi samkomulag stjórnarinnar og hænda skána. -— Menn bjuggust við því, að als Stalin var orðinn sama sem ein- valdsherra, þá mundi hann hliðra þannig til, að landbúnaður Rússa næði að blómgvast, en unclir því er það komið að Rússland komi fótum unclir fjárhag sinn. Sjer- staklega hjuggust menn við því, að meiri jöfnuður mundi komast á milli bænda og verkamanna, og bændur fá einhverja hvöt til þess að framleiða sem mest, eins og verkamenn í stjórnarverksmiðjum. En Stalin sá ekki þennan leik á borði. í stað þess að reyna að hæna bændu'r að sjer, hefir hann með þessu sagt þeim opinberlega stríð á hendur. Jarðirnar eru teknar með valdi af bændum og ef þeir lcurra, ])á er gripið til þess ráðs, að reka_ burtu og senda til fjarlægTa hjeraða þá hændur, sem stjórninni þykir of efnaðir. Jarð- irnar eru bútaðar sundur og fengn ar í hendur öréigunum, sem eru auðsveipir þjónar stjórn^rinnar meðan þeir eiga ekki neitt og þeirn er fengið upp í hendurnar það sem aðrir eiga. íslenskt fornbriefasafn VIÍI., 3 og XI. 2—4, óskemd ein- tök, kaupir BókmentafjelagiS altaf fullu verði. Bókavörður fjelagsins, (Talsími 968, Pósthólf 248). Húsgttgn beint fpö Paris í svefnherbergi, Dragkistur, Ljosa- krónur, Lampar selst ódýrt af fyrirl. birgðum. Petersen, Peder Skramsg. 8. 2' o. G. Köbenhavn. er* besf selsf mesf. - i Alheimshvalafriðun ónauðsynleg. Leikið liefir orð á því, að þjóða- banclalagið ætlaði að gangast fyrir livalafriðun um allan heim, vegna þess að hvölum hefði fækkað svo mjög, að hætta væri á, að þeim yrði útrýmt með öllu, ef hvaladráp hjeldi áfram. Nefnd manna í London, í sam- bandi við vísindafjelag hafrann- sókna hefir nú sagt álit sitt um þetta mál. Er niðurstaðan sú, að hvalaveiðar sjeu svo kostnaðar- samar, að menn liætti þeim af sjálfsdáðum löngu áður en hætta sje á því, að livalif útrýmist með öllu. Þurfi því engar ráðstafanir að gera í þessu efni. — Hvernig clettur þjer í hug að gefa sonum þínum hnefaleika- hanska? — Jú — jeg er orðinn of gam- all til þess að berja þá! T ófuskinn og tófuyrðlinga kaupir fsl. refaræktarfjel. h.f., Laugaveg 10, sxmi 1221. K. Stefánsson, 5ími 27 heima 2127 Málning. B. S. R. hefir fastar ferðir alla daga aust- ur í Fljótshlíð og alla daga að austan. Til Vífilsstaða kl. 12, kl. 3 og kl. 8. Til Hafnarfjarðar á hverjum klukkutíma frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. Afgreiðslusímar 715 og 716. Bifrelðastöð Reykjavíkur. Kaupið Morgunblaðið. Sv. lónsson & Go. Kirkjustræti 8b. Sími 420 fitsalan heidur enn áfram. Illt weggfúður selft með hátfvipdí. T ennisspaðar verð kr. 18 til 60 Sportvöruhús Reykjavikur. Bankastr. 11. Sími 1053. F8t Rykfpakkar Hanskap Sokkar bast, ödýpast og í mestu úpvali i Fatabnðinni. b A N D E R S. miskunnsamari en Sanders átti von á. Hann tók líkið í fangið ,og bar það niður á skip . Á leiðinni heyrði hann fótatak að baki sjer, en í sama bili gullu við þrjú skot frá skipinu og hann heýrði að einhver fjell til jarðar veinandi og stynjandi. Hann bar líkið um borð og lagði það gætilega á þilfarið. Þeir sögðu honum að konan vaeri dáin; hann kinkaði kolli og sagði að það væri henni fyrir bestu. Zaire fór aftur á bak út á fljótið. Sanders stóð ' lengi og starði á þorpið. Hann brann í skinninu eftir því að ná í höfð- ingja Lulungoa. Hann langaði mest af öllu til þess að mega svíða úr honum líftóruna við hægan eld. En höfðinginn og menn hans földust í skóginum og gátu flúið inn fyrir landamæri Frakka. LTndir kvöld jarðaði Sanders trú- h.oðann, konu hans og dóttur á lítilli eyðiey í fljótinu. Og svo hjelt hann áfram för sinni heim- leiðis, reiður og sárgramur út af vanmætti sínum, því það er ekki hægt að leggja til bardaga við heila þjóð og hafa aðeins tuttugu IToussamönnum yfir að ráða. í rökkrinu kom hanu til brenni- birgðastöðva og settist þar að um nóttina. Daginn eftir hjelt hann áfram og um hádegi vissi hann ekki fvr til en hann mætti stórum flota hernaðarbáta. Það var engum blöðum um það að fletta, að hjer var farið í hern- að. í flotanum voru um hundrað lierbátar og var þeim róið fjórum og. fjórum sambliða upp eftir ánni. Til hægri handar voru Akasav- ar; bátar þeirra voru auðþektir á því, hvað þeir votu kollóttir að framan. Til vinstri handar voru hinir rauðröndóttu bátar Okori- manna, og í miðjunni mátti þekkja Isisimenn, hvítmálaða í framan, í ljettum og velsmíðuðum bátum. — Hvað gengur nú á? mælti Sanders og sperti brýrnar. Allur flotinn komst á ringulreið er „Zaire" rendi inn í hann. Sander.s Ijet stöðva skipið og kalla höfðingjana til sín. — Hvaða óþokkabrögð ern nú í ykluir? spurði hann byrstur. Osalca, konungur Tsisimanna og elsti ráðgjafi hans litu vandræða- lega á Ebeni, höfðingja Akasava. En Bosambo, böfðingi Okoria, varð fyrstur til svars. — Herra, hver getur komist undan hinu alsjáandi auga Sand- ers? mælti hann. Við hjeldum að þú værir víðs fjarri, en svo kem- urðu eins og ugla-------- — Hvert á að halda, mælti Sanders. — Hái lierra, við ætlum ekld að fara á bak við þig í neinu, mælti Bosamho. Jeg liefi gert bræðralag við þessa liöfðingja vegna þess að Lulungoar hafa gert okkur milt- ið tjón, ráðis; á þorp okkar, rænt og drepið. Og vegna þess að þeir hafa leikið okkur alla svo grátt, höfum við bundist samtökum nm að fara á hendur Lulungoum, því að við höfum mannlegar tilfinn- ingar og hjörtu okkar eru sæi’ð. Bros — kuldabros Ijek um varir Sanders. — Og nú' ætlið þið að hrenna og drepa? mælti Sanders. — Já, herra, við höfum hlakk- að til þess. — Þið ætlið að brenna þorp Lulungoa, drepa höfðingjann og tvístra fólkinu, sem felst í skógun- um, í allar áttir? — Herra, þótt þeir feldust í neðsta, svartasta helvíti, þá skyld- um við ná í þá, mælti Bosambo í einlægni. En ef þú, faðir okk- ar, bannar það, þá skulum við kalla saman menn okkar og segja j að þetta sje ekki ^leyfilegt. Sanders hugsaði um þrjá'r nýj- j ar grafir á eyðiey í fljótinu. — FaiiS, mælti hann og henti { upp eftir fljótinu. Hann stóð á þilfari Zaire og ! horfði á er seinasti báturinn hvarf j fyrir skógarnes. Að evrum hans j halrst ómur af söng, manndrápa- j scngnum, sem Isisimenn syngja áð- i ur eu lagt er til ornstu. E n d i r.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.