Morgunblaðið - 05.06.1928, Síða 3

Morgunblaðið - 05.06.1928, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandl: Vllh. Flnaen. tJtgrefandt: FJelag: 1 Reykjavlk. Rltatjðrar: Jðn KJartansson. Valtýr Stefánsson. Augrlýsingastjðri: B. Hafbers. Bkrifstofa Austurstrœti 8. Slmi nr. 500. AuglJ’sinKaskrifstofa nr. 700. Helmaslmar: Jðn KJartansson nr. 742*. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Askrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánufli. Utaniands kr. 2.60 - ---- I lausasölu 10 aura elntaklO. Erlendar símfrEgnir. Khöfn 3. júní F.B. Chang Tso Lin bíður ósignr. Frá Peking er símað: Norður- herinn hefir beðið mikinn ósigur við Liulibo. Fjellu fjórar þúsund- ir manna af liði þeirra í bardög- unum. Chang Tso-lin er fluttur frá Peking, sennilega til Mukden. — Cferð'i hann fyrst ráðstafanir til þess, að þjóðernissinnar gæti tek- ið Peking á friðsamlegan hátt. Hershöfðingjar þjóðernissinna hafa fallist á, að velferðarnefnd gæti reglu í Peking, þangað til ’þjóðernissinar taka borgina. Serbar beygja sig. Frá Berlín er símað: Stjórnin ! -Jugoslafíu hefir svarað orðsend- ingu ftalíustjó'rnar og segist hafa fyrirskipað rannsókn út af æsing- unum. Lofar hiin því, að hinum seku verði refsað og að greiða Ttölum fullar skaðabætur. | ; i Verkfall í Fmnlandi. Frá Helsingfors er símað: Hafn- urverkfall hófst í gær í öllum ’höfnum Finnlands. Tólf þúsundir manna taka þátt í verkfallinu,1 heimta samning fyrir allar hafn-1 irnar. Nordenskjöld látinn. Frá Gautaborg er símað: Pró- fessor Otto Nordenskjold land- könnuður ér látinn. i Flug milli Ameríkn og Ástralíu. Frá Honolulu er símað: Ástr- ulskur flugmaður að nafni Smith flaug hingað frá Oakland í Cali- forníu. Ætlar hann til Ástralíú. Khöfn, FB 4. jtiní. Suðurherinn tekur Peking. Frá London er símað: Búist er 1 við, að þjóðernissinnar haldi inn- reið sína í Peking einhvern næstu úaga. Þeir ráð'a þá yfir mest öllu Kína norður að Mansjúríu. Frá Tokíó er símað: Herstjórn- úi japanska ber mikinn kvíðboga viðvíkjandi Mansjúríu, en vonar þó að þjóðernissinnar geri ekki til- raun til þess að ráðast inn í landið. Met í þolflugi. Frá Mílanó er símað: ftölsku flugmennirnir Ferra'ro og Prete hafa flogið hvíldarlaust í fimtíu °g átta klukkustundir. Settu þeir heimsmet. Happdrætti Sundfjelagsins. — 1 Wær var dregið hjá bæjarfógeta °g komu upp þessi númer: 1641 (orgel), 2972 (silfurskip) og 10 (reiðhjól). Munanna má vitja til raldimars Sveinbjörnssonar, Skóla 'rörðustíg 38. . Crs. Botnia kom til Leith kl. 3 1 fyrrinótt. Fimtíu ár á isiandi. 6878 — 5. júní — 1928. Thor Jensen. í dag eru liðin 50 ár síðan skip eitt kom til Brydesverslunar á Bokðeyri, og meðal farþega Thor Jensen, 14 ára piltur. Var hann ráðinn í 5 ára verslunarnám við verslun þessa. Hafði Bryde haft „spekulants“-skip á BorðeyVi und- anfarin sumur, en ætlaði nú að byggja þar hús fyrir fasta verslun. Hálfrar aldar saga Thor Jensen hjer á íslandi, er jafnframt saga íslenskra, atvinnuvega til lands og sjávar, íslenskra framfará og fram- taks, vorhugar og sinnaskifta frá svartsýni til bjartsýni. Allar sýnilegar framfarir at- vinnuvega til lands og sjávar hafa komist hjer á þessi 50 ár'. Enginn íslendingur hefir rutt svo stórum björgum, lyft Grettis- tökum sem hahn af framfaraleið- um íslenskra atvinnuvega. Thor Jensen er óvenjulegur maður. Island er óvenjulegt land. Hann á betur við landið, og landið betur við hann en flestalla barn- fædda íslendinga. Landið ónumda. iMajðurinn sem hefir hið ríka skapandi ímyndunarafl, frámfara- hug, djörfung, þrek á sviði verk- legra framkvæmda. Reynslu- og erfiðleika-ár. 22 áj‘ liðu frá því Thor Jensen kom til landsins, og þangað til liann kom til Reykjavíkur. Á Borð evri var hann í 6 ár, rjeðist síðan hjá Norðmanninum Lange, er átti Borgarnesyerslpn, og var hjá hon- um þangað til árið 1894. Jafnfraipt stundaði hann bú- skap á tveim jörðum, Ánabrekku og Einarsnesi, og átti þar 700— 800 fjár. En 1894 undi liann eigi lengur að hafa stöðu hjá öðrum, og seldi um leið jarðirnar, en keypti sauði fýrir eignirnar, og fór með 1000 sauði til Englands. Var hjer feng- ið stofnfje fyrir síðari fram- kvæmdir. Stóð hann mi sem „kóngsins lausamaður“ og gat farið hvert sem vildi, rendi þá augunum vest- nr um haf. En þá hafði hann bund- i ist þeim trygðaböndum við fsland, að hann hvarf að því ráð'i að setj- ast hjer um kyrt. keypti ver'slun- arhús og veiðistöðvar á Akranesi, | þar gerðist hann brátt. stórtækur við byggingar og aðrar fram- kvæmdir. — En grundvöllurinn reyndist og ótryggur; fiskiveiðar ' á skipum og opnum bátum, alt með gömlu sniði. Og svo fór, að fyrir tiltölulega litla skuld varð liann eftir 5 ár að flæmast frá öllu saman, með vonbriðgi og barna- hóp. Skútur og togarar. Aldamótaárið settist hann að hjer í Reykjavík. Þá var hjer skútuöld í algleym- ingi. Hjer gerðist hann brátt um- svifamikill framkvæmdamaður. En hjer skal stiklað á því st.ærsta, því sem lifir lengst, og e'r ómetan- legt. Hann er framar öllum öðrum höfundur togaraaldar. Hann sá hve heimskulegt það var af okkur, að hirða skúturuslið frá Englendingum, sem þeir gátu ekki lengur not.að. Skúturnar fengust. fyrir lítið. En þær voru dýrar í viðgerð, dýrar í rekstri og dýrastar að því leyti að þær voru manndrápsfcollar. Hann dróg ályktun á þessa leið: Englendingar sækja liingað yfir mörg hundruð mílna sjó á togur- um, til að veiða hjer í nokkra daga. Þet.ta borgar sig fyrir þá. En hví skyldi það' eigi borga sig fyrir okkvfr — og það' beturf Hvað hamlaði, að okkur notað- ist sú auðsuppspretta ? Hjer var tvent í vegi. fjeleysi og vankunnátta — og hið þriðja, e. t. v. verst, skortur á bjart- sýni, framtaki; og hjútrúin sú, að við hjer út.i á hala veraldar gtetum aldrei farið eins að r'áði okkar eins og aðrar þjóðir. Thor Jensen hugsaði sem svo: Við höfum bestu sjómenn. Okkur vantar bestu skipin. „Jón forseti“. Fyrsti togari, sem íslendingar láta byggja. Merkilegur þáttur í atvinnu ;— í framfarasögu Reykjavíkur, er undirbúningur Tlior Jensen undir' fyrstu togarakaupin. Á togtírum byggjast framfarir Jiessa bæjar, það vita allir. Þrátt fyrir alt og alt, hefir tog- araútgerðin orðið okkur bjarg- ræðisvegurinn mikli. I tvö ár barðist Thor Jensen fyrir því, að koma upp togara, sterkum, vönduðum, þeim besta sem fengist. Hann fjekk í fjelag með sjer 5 skipstjóra, er gátu fengið lán til að kaupa einn hlut hver í hinu nj'ja fjelagi „Alli- ance“. Maður kemur sjer' ekki að því, að nefna upphæðina, sem þeir Iögðu fram og fengu að láni í Landsbankanum fyrir náð og miskunn í fyrirtæki þetta. En flestir togarahásetar myndu nú á dögum geta lagt fram slikar upp- liæðir, ef á þyrfti að halda — og vel það. Meðal skipstjóranna 5 var Hall- dór Þorsteinsson. Hann sigldi til að aniiast um skipasmíðina. Það var veturinn 1905—06. Skipið átti að vei-a til í árslok 1906. Það lá á Reykjavíkurhöfn 7. jan. 1907. Jón forseti var togarinn ne'fndur. Þá va'rð Thor Jensen að leggja alt það sem hann átti, til trygg- ingar þessu fyrirtæki, sem enginn hafði verulega trú á — nema hann og fjelagar hans. Skipið kostaði 153.000 kr. Otrúin á nýbreytni þessa sjest best á því, live afskaplega það reyndist erfitt að afla þessa fjár. Með Jóni forseta byrjaði tog- araöldin. Er óþarft að lýsa lienni. Yfir henni hefir verið það bjart- sýni er Thor Jensen lagði til í upphafi. Jarðræktin — undirstaðan. En fegurstur er síðasti þáttur- inn í 50 ára framkvæmdasögu Thor Jensen. Á ófriðarárunum kvaddi lands- stjórnin hann í útflutningsnefnd. Þeir feðgar Richard og hann fóru til Lundúna, til að semja við Breta, um viðskifti fyrir hönd landsstjórnarinnar. Þeir tóku sjer far með Ccres. Henni var sökt við Suðureyjar, og komst sKips- höfn og farþegar með naumind- um í bátana. Eftir 54 tíma volk náðu þeir landi. 2y2 ár var Thor Jensen síðan í útflutningsnefnd. Þá ráku syn- ir hans útgerðina. Að nefndar- störfum loknum svipaðist hann eftir nýjum verkefnum. Þá mun hann hafa hugsað á j þessa leið: Fyrir 15—20 árUm, vakti það fyrir mjer, að víð ís- lendingar ættum í útgerð, að semja okkur að sið þeirra þjóða,1 sem þar hafa fullkomnust tæki og best. Landbúnaður vor stend- ur á frumstigi; er enn rekinn með æfagömlu sniði. Hann þarf sömu umbóta við, fje til ræktuna'r, ný- tísku vjelar, nýtísku snið til að standast samkepni annara þjóða. Á hafinu eigum við auðsupp- sprettu, fljóttekna, stopula nokk- uð, en í óræktnðum mýrum og móum eru fólgnir fjársjóðir, er skapa hina tryggu undirstöðu fyr- ir framtíðarafkomu þjóðarinnar. Enn vantar, sem áður í útgerð, fje og þekkingu. Stærsti bóndi á íslandi. Frá upphafi vega hafði hugur Thor Jensen hneigst að búskap. Nú þegar iitgerðin var komin í fast horf, sneri hann sjer með ó- skiftum huga að landbúnaðinum. Þar var' erfiðara verk að inna aí' hendi, en við umbætur útgerðar, því eigi var hægt að semja sig gagngert að siðum erlendra. Stað- hættir, veðrátta landsins o. fl. ei* þess valdandi. En hugsjónin sem fyrir honum liefir vakað síðan, er þessi í stuttu máli: Landkostir eru hjer frá náttúr- unnar hendi til þess, að flestöll kot á landinu geti breytst í herra- garð og höfðingjasetur, ef manns- liöndin vinnur með viti. Þá byrjaði Korpúlfsstaða æfin- týrið. Það er enn ekki fullkomnað. Mýrar og- móar eru að vísu orðnar grasbr'eiður, stæiTÍ en á nokkru öðru býli á landinu. Og þar slógu unglingar tveir með vjelum í fyrra sumar 4000 hesta af töðugresi. Þar og á Lágafelli hefir í stærri stíl en anna'rstaðar á landinu fengist praktisk reynsla í öllum jarðabóta- störfum. En þá fyrst miðar um- bótastarfsemi landbúnaðar áfram, er hugsjónir manna í þeim efnum klæðast í húning veruleikans. — Enginn fslendingur hefir betur en Thor Jensen sameinað hugtökin tvö, sem táknuð eru með sama orð inu, að „yrkja.“ Hann hefir yrkt land hundruð . dagslátta, með þeirri alvið, þeim áhugans eldmóði eins og hann væri skáld. Hann er skáld veruleikans í íslenskum framförum, stærsti bóndi íslands, Islenaingasðgnrnar og fjölda góðra bóka, br jefsef ni, umslttg, ým- iskonar papplr og rlt- fttng, fáið þér alveg i leiðinni er þjer gangið Bankastræti. Einnið má síma i nr. 402. Bókav. Sigurðar Kristjánssonar. sem nú heíir ekki hundruð kúa og hjúa, heldur tvö stór hund'ruð kúa, fátt hjúa, en vjelar sem vinna. Það sem gerir 50 ára starfssögu Thor Jensen merkilegasta, er, að menn vona, að saga hatís sje eins- konar formáli að' framfarasögu at- vinnuveganna íslensku. Áhorfendur vona, að það verði ekki aðeins einstakir menn, held- ur öll þjóðin, er tekur hann sjer til fyrirmyndar. Sæki auðlegð í sjó til þess að leggja í jörðina, yrkja landið, breyta móum, mýr- um í grasbreiður, svo reisulegir bæir rísi samtímis um sveitir og dali. Dagbók. □ r;Edda. Skemtiferð með S/. S.-. verður farin ef næg þátttaka fæst. Listi í □ og hjá S.\ M.\ til »/„. Veðrið (í gær kl. 5): Grunn lægð yfir Norðurlandi á hægri lireyfingu suðaustur eftir. Kaldur norðrænn loftstraumur hjá Norð- urhafinu mun síga inn yfir Norð- urströndina á morgun og valda þykkviðri og súld í útsveitum. Veðurútlit í dags Vestan- og norðangola. — Ljettir sennilega seinni partinn. Togarar sektaðir. SkipstjóTar á rítlendu togurunum sem Óðinn tók fyrir helgina og fór með til Vest- mannaeyja, voru dæmdir í 12.500 króna sekt hver, nema einn, Loftis skipstjóri á enska togaranum. —< Hann fekk 16000 króna sekt. Aflí (og veiðarfæri allra togaTanna var gert upptækt og höfðu allir skip- 'st.jórarnir sætt sig við dóminn, nema sá þýski. Hann mun ætla að áfrýja. Slys. Akureyrarblaðið „Islend- ingur“ skýrir frá því, að nýlega hafi nokkrir ungir menn verið í 1 knattspyrnuleik að Marðarnúpi í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Vildi þá svo slysalega til, að einn leib- andinn hljóp á þann, er knöttinn liafði, með þeim krafti, að hann i'kastaðist um koll og slasaðist svo 'að hann beið bana af innan sól- arhrings. Hjet sá Eggert Jóhanns- son frá Grímstungu. Dánaxfregn. Þann 13. f. m. ljest á Stóru-Breiðuvík í Borgarftrði eystra húsfrú Sigríður Árnadóttir, móðir Jóns Sveinssonar bæjar- i stjóra á Akureyri. Hún var 69 ára að aldrí, mæt kona og vinsæl. 1 Hjúskapur. Hinn 1. þ. m. gaf sjera. Bjarni Jónsson saman í hjónahand, ungfrú Guðrúnu Elís- 'dóttur, Njálsgötu 5 og Adolf Bergsson, fulltrúa bæjarfógeta. — 'Ungu hjónin fórn í briiðkaupsferð 'til útlanda með Goðafossi. Brúarfoss fór hjeðan á sunnu- dag til útlanda. Meðal farþega 'voru Þórður Flvgenring kaupm., og frú, ungfrú Inga Magnúsdóttir skjalþýðandi, Arthur Cook trúhoði, ÍPjetur Eggerz, kapt. Langdon (Hjálpræðishernum). Á leið til 'Ámeríku fóru frú Ingibjörg Lín- dal með barn, Guðmann E. Leví með 2 börn og Ó. G. Guðmunds- i son. Til Hallgrímskírkju frá K. J. 10 krónur. Til Strandarkirkju frá S. K. 10 krónur, Z 10 kr., Kristni 2 br., N. N. 50 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.