Morgunblaðið - 14.06.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ )) feTffllNl I ÖLSElNlI Höfum tii: Gaddavír: Gauchaða stálvírinn alkunni. Girðingarstólpa úr trje. Sáðhafra. álningarvöruF bestu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína, Blackfernis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copal- lakk, Krystallakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi litum, lagað Bronse. ÞURRIB LITIR: Kromgrænt, Zink- grænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kassel- hrúnt, Ultramarineblátt, Bmailleblátt, ítalsk rautt, Bnsk-rautt, Fjalla- rautt, Gullokkar, Málmgrátt, Zinkgrátt, Kinrok, Líin, Kítti, Gólffern- is, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægikústar. Vald. Poulsen. Fólksfiutfiinga-Bifreiðar eru nú fullkomnari en nokkru sinni áður og bera nú af öllum öðrum bifreiðum af sama flokki, hvað útlit og gæði snertir. Þeir sem hafa í hyggju að eignast bifreið, ættu sjálfs sín vegna að kaupa Rugby. Sá sem kaupir Rugby, fær mest fyrir peninga sína. Rugby-bifreið (Sedan) til sýnis og sölu hjer á staðnum. Umoðsmenn Hjalti Björnsson & Co. Sími 720. Frifz Dietzmann og Folmer-Jensen. 1. Hljómleikar. Hljómleikar Dietzmanns voru iakar sóttir en búast mátti við. — Sennilega er því um að kenna, að' fólk er óvant að heyra bjer list- fengan, fullgildan knjefiðluleik. Mönnum er tæplega ljóst orðið, hvers megnug knjefiðlan er í hönd um þeirra, sem kunna tökin á lienni til hlítar. Eða hafði ekki verið gerður nægilega mikill hvell- ur út af komu þessara listamanna. Fyrsti liðurinn á efnisskránni var eftir Saint-Saens, frakkneska tónskáldið bragfima og hugsjóna- aríka. Það var fyrsti konsert hans, op. 33, sem kunnur er hva'rvetna, þar sem um verulega tóníistar- menning er að ræða — eftirlæti allra dugandi kn.jefiðluleikara. — Dietzmann tók á honum með yfir'- burða-kunnáttu liámentað's „kon- sertmeistara“, með öruggri festu hins snjalla, þaulreynda einleik- ;ara. — Knjefiðlusónata Griegs, op. 36, var næst, full af sjerkennileg- um, smellnum hugmyndum úr norsku þjóðlífi og söng, blandin ljóðrænum stefum, sem læsast inn i hugsa manns, ekki síst þegar þau •eru jafn-fallega sungin eins og þau voru nú. Þriðji þátturinn var „saga frá umliðnum öldum“ — Ballade, op. 23, eftir Chopin. Folmer-Jensen hafði sýnt það áður í samleik að hann er býsna slyngur pianoleik- ari. Færði hann mi frekari sönnur á það mál. Hin rólega frásögn G-moll-stefsins, liinn óvenju,hugð- nanni Es-dúr-söngur (2. tema), liinir ástríðufullu innskots- og framhaldskaflar, hið „tragiska“ niðurlag — það var alt leikið' og skilið á sjálfstæðan hátt og af all-mikilli skáldlegri andagift. — Folmer-Jensen er afbragðs lista- maður, fimur og söngvinn. Að síðustu Ijek Dietzmann lög eftir Popper og Chopin (hina al- ltunnu, en óslítandi Noctnme í Bs-dúr). Aukalög urðu báðir að spila, elhs og að líkindum lætur. Þessi skemtun var ein af þeim, sem unnendur tónlistar mega ekki án vera. Á slíkum stundum gerist líf þeirra auðugra og bjart- ara, en venjan er hversdagslega. Sigf. E. Kvikmyifdir frá Svfþjðð Á morgun sýnir Guðlaugur Rós- enkrans frá Tröð í Önundarfirði kvikmyndir frá Svíþjóð og heldur fyrirlestur til skýringar. Guðlaug- ur hefir undanfarin ár stundað nám við „Socialpolitisks Institut- et.“ í Stokkhólmi og kynst landi og þjóð mjög vel. Hefir hann margt að segja og sýna, sem þeir, er heima sita, munu hafa gagn og gaman af að lieyra og sjá. — Myndirnar, sem Guðlaugur sýn- ir eru þrjár. — Ein frá Stokkhólmi; fyrst þýtur nætur'- lestin með 90 km. hraða inn á járnbrautarstöðina; þá er sýnt hið mikla og veglega ráð'hús borgar- innar, sem er ein hin veglegasta bygging síðari tíma, xitsýni yfir bæinn frá Katarina-lyftunni, safna liúsið, þjóðleikhúsið, konungshöll- in o. fl. Önnur myndin er af trjá- viðarflutningum; ti’jábolirnir fljóta í vorleysingunni niður árn- ar, flotkarlarnir standa á trjá- stofmmum í stríðum straumi og að lokum er trjeð unnið í verk- siniðjum og breytt i pappír. — Þriðja myndin er frá Vermlandi, fegursta hluta Svíþjóðar; þar eru sýnd lieimili Frödings og Selmu Lagerlöf, þjóðbúningar, sveitin þar sem sagan af Gösta Berling gerðist, kaupstefnur, sveitakirkj- nr og bóndabýli og útsýnið yfir skógivaxnar bygðir Verinlands, fljettaðai’ ám og vötnum. Þeir sem hafa farið nm Svíþjóð fá tækifæri til að rifja upp endur- minningarnar og liinir, sem fá tækifæri hafa til ferðalaga, til að „sitja kyrrir á sania stað og samt að vera að ferðast.“ (slenska sildin Ofl „Brttdrene Lewy11. Feluleikur einokunarmanna undir vemdarvæng danskra Gyðinga. Sú frjett barst hingað til lands- ins meðan Ingvar Guðjónsson var ytra, að hið alþekta heildsölu- firma í Kaupmannahöfn, „Brödr- ene Levy“, hafi fengið í hendur einkaumboð fyrir íslensku síldar- einkasöluna. Er óhætt að fullyrða að fæstir trúðu þeirri fregn og þurfa að láta segja sjer þrisvar áður en þeir trúa. Eins og nærri má geta keptust einokunarblöðin Alþýðublaðið og „vikuútgáfurnar“, við að bera þetta til baka. Notaði Haraldur tækifærið er Ingvar kom hingað til Reykjavíkur, til þess að spyrja hann um hvað hæft væri í þessu. Svör Ingvars vo'ru ákaflega loð- in, eins og þau birtust í blaðinu. En rjett er að taka það fram, að ástæða er til að halda, að um- in,æli Ingvars er blaðið birti, hafi að' einhverju leyti verið færð úr lagi. Að minsta kosti telja kunn- ugir menn, að sjálfsálit Ingvars sje minna en ætíað var, ef hann hefir jafn inngróna óbeit á lepp- mensku, eins og Alþýðublaðið seg- ir hann hafa. Um umboð „Brödrene Levy“, segir Alþbl. að Ingvari hafi farist orð á þessa leið. Sá kvittur gaus nefnilega upp í Svíþjóð, að danskt fjelag, Brödr- ene Leví í Kaupmannahöfn, hefði fengið fullkomið einkaumboð fyr- ir einkasöluna og að til þeirra yrðu allir kaupendur að snúa sjer. Kvittur þessi var með öllu til- hæfulaus og var kveðinn niður með yfirlýsingu herra Hugo War- burgs í Göteborgs Morgenpost. — Bræðurnir Leví aðstoðuðu okkur Einar við erindrekstur okkar, hjálpuðu okkur til að ná saman mönnum, sem við þurftum að hafa tal af o. s. frv. Sennilega verða þeir sendimanni einkasölunnar til aðstoðar ytra og þá sjerstaklega í Danmörku og taka ef til vill eitthvað af síld í umboðssölu, en vitanlega verða engar hömlur á það lagðar, að einkasalan selji beint. til sænskra innflytjenda, eða jafnvel* noti sænska umboðs- menn ef þess gerist þörf.“ Þessi loðnu ummæli Ingvars eru eftirtektarverð. Hann byrjar með því að segja, að „kvitturinn um Brödrene Levy“, sje tilhæfulaus. En um leið viðurkennir hann, að þessir menn eiga að vera Einari Olgeirssyni til aðstoðar, og þeir taki e. t. v. síld í umboðssölu, og þá sjerstaklega í Danmörku. En því þá þetta „sjerstaklega“. M. ö. o. komið getur til mála að verk- svið þeirra nái lengra. i Er Ingvar þá kominn vel hálfa leið í því að jeta það ofan í sig sem hann sagði í upphafi máls-' greinarinnar. Tímaritstjórarnir, sem vitanlega ! hafa enga hugmynd um sjálfir j hvað hjer er að gerast, en skrifa ! „eftir t'orskrift“ frá jafnaðar-J mönnum, nota þessi ummæli Ing- j vars til þess að skrökva því upp j að Morgunbl. hafi fengið áminn- ingfn. Sjer er nú hver áminningin! Er þá rjett að athuga hve tilhæfulaus kvitturinn er, við hvað hann hefir að styðjaat. Það er hægðarleikur. Eftir að sendimenn einkasölunn- ar, Ingvar og Einar1 koma til Hafnar, fá sænskir síldarkaup- menn brjef frá „Brödrene Levy“ í Khöfn, þar sem sú verslun tilkynnir með berum orðum að hún hafi fengið stjórn á söludeild síld- areinkasölunnar íslenskn. Jafnframt biður verslunin sænsku kaupmennina, að koma á fund þeirra Ingvars og Einars, er haldinn verði í Gautaborg á til- teknum degi. Sá fundur var haldinn. Þar komu þeir íslendingarnir tveir Ingvar og Einar, og aðalmaðurinn í verslun „Brödrene Levy“, Warburg. Svíarnir hefja þegar máls á því, að þeir vilji ekki hafa danskan millilið milli sín og einkasölunnar. Ingvar og Warburg taka vel í það. Þá er þessi nokkra daga gamla tilkynning lögð fram á fundinum, þar sem „Brödrene Levy“ segjast hafa tekið að sjer söln síldarinnar. Ingvar og Warburg gera sjer liægt nm hönd og segja, að þessi tilkynning sje lýgi. Warburg, sem skrifar brjefið í Höfn, fer til Gautaborgar og rennir því niður. Hvað er sannleikur, hvað eru ósannindi, spyrja Svíarnir, spyrja menn hjer heima. En það eitt er víst, að þegar Ing var Guðjónsson kemur hingað lieim, og „traktérar“ íslenska blaðalesendur á því, að kvitturinn nm uniboð „Brödrene Levy“ sje tilhæfnlaus, þá segir hann ekki sat.t. En sagan er ekki úti enn; hún er aðeins í byrjun. Henni verður ekki lokið í þessu blaði. Sænskir kaupmenn hafa með þessu framferði erindrekanna feng ið óbeit á viðskiftum við ]iá. Svo mikið er víst. Og þó hið „hysteriska" stjórnar- b!að Tíminn, nefni það landráð, að minnast á ráðlag einokunar- manna, þá mun hann vart fá rnarga í lið með sjer. Því það mun holt framtíðar- viðskiftum okkar við Svía og Dani, að þeir fá að vita, og það nú þegar, að vart mun meirihluti íslensku þjóðarinnar bera þá ofnr- Aldlni Ittgud (i dósum) Best og ódýrust i Kvenuafræðarinn hin ágæta matreiðslubók, 4. útgáfa, aukin og og endurbeett, bæði heft og innbundin. Ðókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar * Leturbr. hjer. E.s. Lvra fer héðan i kvttld kl. B tíl Bergen um Vevimsnna* eyjar og Færeyjar. Nic. Biarnason. Iielst vön verslun, getur feng- ið atvinnu nú þegar. Þarf að geta talað dönsku. Eiginhand- ar umsókn ásamt meðmælum og mynd, merkt: „16“, send- ist fyrir 16. þ. m. til A. S. f. Stóp útinln í Laugavegs Apóteki 33% 20°/o og 10% afsláttur frá hinu lága verði á hinum ágætu hreinlætisvör- um lyfjabúðarinnar, svo sem: Andlitscream, púður, tann- pasta, sápur, svampar, greið- ur, burstar, púðurkvastar, Cutex vörur, hárvötn, ilm- vötn frá kr. 1.00 og margt fl. Komið og gerið góð kaup. ást í brjósti til Brödrene Levy í Khöfn, að telja rjettmætt, að setja hjer upp síldareinkasölu, með öll- um þeim kostnaði og þeirri fyr- irhöfn er því fylgir, til þess eins að sigla með alla síldina beina leið í faðtn þessarar Gyðingave'rslunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.