Morgunblaðið - 26.06.1928, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1928, Blaðsíða 6
M' O R GITNRLAÐTO Slrni 2? heittia 2127 VJelareimar. Gleymið ekki aS biðja nm rjetta tegnnd af kaffi. Hún er í rauSn pokunnm Hafff&renslu Reykiavíkur Kanp á síMreiðnm. Samningar undirskrifaðir. Rvík, 24. júní FB Samningar um kauptogara- manna á síldveiðum voru undir- skrifaðir í morgun. Lágmarkskaup kr. 211.50 á mánuði, premia 4 a. af tunnu af fyrstu 2000 tn., sem veiðast, eða síldarmálum í bræðslu, 5 a. af hverri tunnu frá 2000— 4000 tn. og 6 a. úr því. Samið var einnig fvrir línubáta og eru kjör þeirra hin sömu og í fyrrra. Keillier’s County Caramels eru mest eftirspurðar og bestu Karamellumar i heildsölu hjá tobaksverjfun fslandskC Einkasalar á íslandi. FerðatOsknr allar stærðir seldar með m|Bg lágu verdi. Leöurvðrudeild Hljóöfærahússins Hreins vðrur fást Namflettar rjúpur og nýtt neutakJBt fæst í Matarbúð Sláturfjelagsins Laugaveg 42. Sími 812. íhp'.v9 All verthif i lásaB rr cn«ð Fiellkena N*gP*N M.f. Elnagnt Reylija*fh* iSm VörubllastSðin, Tryggvagötu (beint á móti Liver- pool) opin frá 6 f. h. til 8 e. h. hefir sima 10 0 6« Meyvant Slgurdsson. Morgnnblalií fæst á Laugavegi 12 Eftir allmikið þjark gekk sam- - an með útgerðarmönnum og sjó- mönnum í fyrradag hinn 24. júní um kaup sjómanna á síldveiðum, og var þá samið til eins ár. Yoru samningar þeir, sem þá voru gerð- ir því útrunnir hinn sama dag, er samningar nú tókust. Það mun hafa verið í maí, að útgerðarmenn og sjómenn tóku að ræða með sjer nýja samninga. — Hjeldu þeir marga fundi, en ekki gekk saman með þeim, og seinast slitnaði alveg upp úr samningum. Þar þá leitað til sáttasemjara í deiiumálum, en þar sem Björn Þórðarson sáttasemjari var ekki við — hann er nú suður í Genf — var Georg Ólafsson bankastjóri fenginn til þess að reyna að miðla málum. Hefir liann áður verið sáttasemjari í deilumálum og tek- ist vel að jafna ágreiningsatriði. Hann hjelt tvo langa fundi með fulltrúum sjómanna og verka- manna, og á seinni fundinum tókst honum að' jafna deiluatriðin. og koma á saminngum þeim, sem sagt er frá hjer að framan. Breytingar á kauptaxtanum frá því í fyrra. eru aðallega þær að „premia“ er hærri en þá. — í fyrra var hún 3 a. af hverri síld- artunnn eða síldarmáli í bræðslu, án tillits til þess hvað botnvörpu- skip vfeiddi mikið. Nú fer hún 4 a. og fer hækkandi upp í 6 a. með hækkandi afla. Skipm leggja út Skip þau, sem ætla á síldveiðar, fara nú að drífa á stað. I gær fóru Kveldúlfsskipin Arinbjörn hersir fara þeir Þórólfur og Snorri goði. I H leynisflgum. ! mínum, og talaði með fyrirlitn- ingu um það, að jeg væri klipt og með málaðar varir. Sjerstaklega ; var það einn frændi Phils — hann var lögfræðingur og sá um, að erfðaskránni væri framfylgt. Hann var mjög kurteis við mig, en jeg fann þó fljótt, að honum valr illa við mig. Hann átti ljóta dóttur og mjer datt í hug, að hann mundi hafa ætlast til að Phil giftist henni. Og það getur vel verið, að einhver úr þessum ættingjahóp hafi spilt á milli okk- ar Phil. — Sir Philip hefði aldrei dottið í hug að leggja eyru við rógburði um þig. — Nei, það hefði hann ekki gert, ef honuin hefði þótt vænt um mig. En þá----- Hún laulc ekki við setninguna. Hún stóð á fætur og kastaði brenni á eldinn. Skallagrímur fer á miðvikudag eða fimtudag. Mikil síld. Síldin veður úti fyrir. Nóg síld fyrir Norðurlandi núna, alla leið frá Lauganesi og vestur að Horni. Símfregnir, sem komið hafa frá Skagaströnd og Blönduósi herma mikla síld þar úti fvrir. Símskeyti frá Skálum á Langanesi herma að þar sje svo mikil síld að vart sje dæmi til þess að bátar afli annað eins. Þaðan stunda bátar nú kast- nótaveiði til þess að afla sjer beitu. Maður sem kom til Akur- eyrar á laugardaginn frá Skálum, sagði að allur sjór hefði verið líkt og krapaður af síld þaðan að aust- an, vestur fyrir Grímsey og alla leið inn á Eyjafjörð. íslenskt smjör, 1.50 pr. i/2 kg. íslensk egg, nýkomin. N iðursuðuv örur, mikið lækkaðar. Súkkulaði frá kr. 1.60. Kex og kökur, margar tegundir. Cristal hveiti, 29.50 pr. 53 kg Lægsta verð bæjarins í stærri kaupum. Gnðm. Jóbannsson. Talsimi 1313. Tricotine- nærfatnaður '|2 WÍPðí Verslun igill lacobsen. myndavjelar filmur. Eftirtektsrverður sfómur. (Tilkynning frá sendiherra Dana) A fimtudaginn feldi hæstirjett- ur Dana í( fyrsta skifti dóm í barnsfaðernismáli, þar sem blóð- rannsóknir voru einn liðurinn í sannanakeðjunni. — Læknaráðið hafði lýst yfir því, að blóðrann- sóknirnar væru svo öruggar, að blóðsifjar gætu verið sönnun í barnsfaðernismálum. Hæstarjetti leist, þó ekki ráðlegt að' byggja dóm sinn eingöngu á blóðsifjum og blóðrannsóknum, en þar sem aðrar upplýsingar í þessu máli bentu til, að viðkomandi eigin- maður væri ekki faðir þess barns, sem málið reis út af, þá yrði að telja blóðrannsóknina fullnaðar- sönnun, og lýsti hann yfir því, að barnið væri ekki hjónabandsbarn. Dómur þessi er merkilegur, en til þess að skýra betur fyrir les- öndum, hvað átt er við með' blóð- rannsóknum og blóðsifjum, hefir Morgunblaðið snúið sjer til Níels P. Dungal læknis og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar: Umsógn Dungals læknis. Blóðrannsóknir þær, sem hjer er um að ræða, byggjast á arf- gengi blóðflokkanna, sem eru 4. Margendurteknar rannsóknir hafa sýnt, að blóðflokkurinn er sá sami alla æfi frá fæðingu, og að hann gengur eftir ákveðnum þekt Nýkomið • ZEISS-IHON: Lægst ’verð. Sportvöruhús ReykjavíKur. (Einar Björnsson). um reglum í arf til afkvæmanna. Ef maður því þekkir blóðflokk beggja foreldranna, er hægt, að' segja í lxvaða flokki eða flokk- um börnin ern, og hinsvegar hægt að aftaka, að þessi eða hinn sje foreldri, ef það kemur ekki heim við blóðflokkinn. Þessar rann- sóknir hafa því í seinni tíð verið teknar til hjálpar í bamsfaðernis- málum, til að ganga vir skugga um vafasamt faðerni. Að svo miklu leyti sem menn þekkja enn, eru þessar rannsóknir óbrigðular, og í Þýskalandi hafa þær fengið , viðurkenningu, þar sem einn dóm stóll dæmdi nýlega unga stúlku | fyrir meinsæri, vegna þess að hún' hafði svarið barn upp á mann, sem blóðrannsóknir sýndu að gat ekki verið faðir barnsins. j Blóðflokkaskiftingin byggist á eiginleikum blóðvatnsins til að leysa upp blóðkorn annara eða a. m. k. hrúga. þeim saman í kekki. Þessi breyting er e. k. tilraun til að eyðileggja blóðkornin, sem blóðvatninu fellur ekki við, og kemur því aldrei fram, ef blóð- vatn og blóðkom eru af sama flokki. Blóðrannsóknirnar hafa líka mikla þýðingu fyrir mannfræðina, og hafa, verið gerðar um allan heim, einnig hjer, í þeim tilgangi. Úlsölianiii hjá St. Jónssyni & Co. Kirkjustrœti 8 B er lokið I. júli Það eru því síðustu forvöð að nota sjer hið sjerstaklega lága verð. ÍMAR 158-19 5 S H. Stefúnsson, laafcnir. Viðtalstími 1—3 og Lamgaveg 49. Voonntnrti ÍS. Sími 2234. Sími 2221. T ófuskinn og tófuyrðlinga kaupir Isl. refaræktarfjel. h.f., Laugaveg 10, sími 1221. K. Stefánsson. — Ekki veit jeg hvernig á því stendur, að jeg er að rifja þetta upp, þjer til leiðinda, mælti hún og hló vandræðalega. Alt, sem þjer við kemur er miklu skemti- legra umræðuefni. VI. Það var komið kvöld. Litta gekk lit að glúgga og horfði þög- ul á himininn og lognsljettan sjó- inn. Henni fanst eins og hún hefði verið langt í burtu. Eftir nokkra stund gekk hún aftur þangað sem Gabriella sat. — Fvrirgefðu mjer, góða vin- kona, mælti hún blíðlega. Hjer hefi jeg verið að masa um sjálfa mig og látið eins og jeg tæki eng- an þátt í kjörum þínum. Jeg þarf að spýrja þig um margt fleira. En Gabriellu Bobrinsky langaði ekki til að tala meira nm þessi efni. Þær höfðu nú talað saman af meiri trúnaði en nokkru sinni fyr. Og liún var einráðin í því að fara til Rússlands, hvað sem það kost- aði, svo að um það efni var ekki meira að tala.. — Viltu ekki gera svo vel að biðja þjónana að segja bifreiða- stjóra mínum, að jeg sje ferðbú- in? mælti liún. Litta kom ekki með nein mót- mæli. Hún ’reis á fætur og hringdi og bað þjóninn að ná í bílinn! Svo gekk hún til Gabriellu og mælti: — Jeg fer að minsta kosti til Lundúna með þjer. — En góða Litta mín! h'rópaði Gabriella. — Jú, jeg geri þetta. Jeg vil vera með þjer eins lengi og unt er. Það getur verið að jeg fái aldrei framar að sjá þig og — og----------- Hún barðist við grátinn um stund, en svo sagði hún: — Þú verður að skrifa mjer oft. — Já, þú mátt reiða þig á að jeg geti það. Nú var komið rökkur og alt var liljótt nema hvað nokkrir smá- fuglar ljetu til sín heyra út í garð- inum. En í sál hinnar ungu konu var sorg og öldurót, sem stafaði af hinni óslökkvandi þrá, sem hreyfir sjer í hverju konuhjarta — þráinni eftir því eina, sem gef- ur lífinu gildi: ástinni milli manna og konu, sem getur breytt lje- legustu kytrum í konungshöll og lieiminum í paradís. Fyrir utan dyrnar heyrðist þrusk og uppgerða'rhósti. — Nú kemur Phil til þess að kveðja þig, mælti Litta og þerraði tár sín í snatri. — Hefirðu sagt honum að jeg ætli að ferðast? — Já, jeg hefði víst gert þaS, iÆ, jeg man það ekki. Sir Philip kom inn og leysti sjálfur lir þessu. — Litta segir mjer, að þjer sjeuð að leggja í langfe*rð, mælti hann hægt og rólega eins og hann var vanur. Mjer þykir fyrir því. Get jeg gert nokkuð fyrir yður? — Þakka yður fyrir, Sir Philip, svaraði Gabriella. En enginn getur gert neitt fyrir mig. Jeg fer til Rússlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.