Morgunblaðið - 08.07.1928, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
4
Kappleikar milli Skota og Islendlnga
I. kappleikisr á morgun milli K. R, og Skotanna.
K. R.
Sjö af þessum mönnurn keppa nú í liði K.R. við Skotana og eru þessir,
í fremri röð: F. m. Sigj. Pjeturss., og t. h. Sig. Halldórss. f miðröðinni:
fyrir miðju, Kristján L. Gestsson og til kægri: Daníel Stefánsson.
í öftustu röðinni: fyrir miðju, Guðjón Ólafsson, næst til hægri Þor-
steinn Einarsson og yst til hægri: Guðjón Einarsson.
gj yg 1 Hugiysiniaðagiiök |
jij Viðskifti. 1
Fólksflutningabifreið til sölu. — Einnig 4 hesta bátsmótor, næstum nýr. Uppl. Bergstaðastræti 28, uppi, eftir kl. 8 síðd.
Garðblóm og ennþá nokkuð af plöntum fæst í HeUusundi 6, —■ sími 230.
Ferðalög með sælgæti og tó- baksnesti úr Tóbakshúsinu, Aust- urstræti 17, eru hressandi og skemtileg.
Eammalistar, fjðlbreyttast úr- ▼al, lægst verð. Tnnrðmmnn fljótt og vel af hendi leyst. Guðmundur Ásbjðmsson, Laugaveg 1, sími 1700.
Íi Vinna IBÍ
Stúlka óskast í vist. Skólavörðu- stíg 44. Katrín Jónsdóttir.
Kaupamaður og kaupakona ósk- ast á gott sveitaheimili nálægt Reykjavík nú þegar. Upplýsingar á Afgr. Álafoss. sími 404. Lauga- veg 44.
Alafossskemtunin
i dag. Bo S. R. hefir ferðirnar þangad. Affgreiðslusimar 715 og 716. Bifreiðasföð Reykjavikur..
Reynið viðskiftin wið okkup. Hjötbúðin Hsrðubreið.
Jarðepli góð, valin og ódýr. Heildverslnn Garðars Bíslasonar
Ódýrar Kven- Regnkápur nýkomnar. Verslun Egill lacehsen.
HorgunblaCiQ
fæst á Laugavegi 12
KnattspyrnufjelÖgín hjer í bæ
eiga von á góðum gestum með
Gullfossi, sem væntanlegur er í
dag. 16 bestu knattspyrnumenn
meðal skoskra stúdenta, munu á
næstunni reyna sig við íslensku
knattspyrnufjelögin og tvö ís-
lensk úrvalslið. Hefir nú móttöku-
nefndin, sem sjá á um móttök-
urnar og kappleikana, komið sjer
saman um hvernig móttökum og
kappleikum skuli hagað, og verða
Skotarnir ekki iðjulausir á með-
an þeir dvelja hjer.
Varpað var um það hlutkesti í
hvaða röð knattspyrnufjelögin
hjer keptu við Skotana, og fjell
það í hlut sterkasta knattsp.fjel.
landsins, K.R., að etja fyrst kappi
við gestina. Sá kappleikur verð-
ur á morgun, mánudagskvöld kl.
8% á íþróttavellinum. Næst kepp-
ir Valur, þá Víkingur og síð'an’
Fram, en dagur líður svo á milli
hvers kappleiks, að ekki er kept.
Verður þá farið með gestina til
Þingvalla, en þangað býður bæj-
arstjórnin þeim, inn að Alafossi
til þess að skoða sundlaugina og
íþróttasvæðið, sem hinn merki
íþróttafrömuður, Sigurjón Pjeturs-
son^ hefir látið gera þar. Síðar
verður farið með Skotunum austur
í Þrastaskóg og áð að’ hinu nýja
gistihúsi, sem frk. Elín Egilsdóttir
hefir látið reisa þar í sumar.
Eftir að „Glasgow University
Football Club“ er búið að keppa
við öll fjel. fara aðalkappleikarnir
fram þriðjudag og fimtudag í
næstu viku, og keppa þeir þá við
tvö úrvalslið, B-lið á þriðjudags-
kvöld og A-lið á fimtudagskvöld.
Á föstudaginn í næstu viku fara
svo Skotarnir aftur.
i
1. kappleikurinn
Hlutkesti rjeð því, að það verð-
ur K. R., sem mætir Skotunum
fyrst, en það er eins og það sje
dálítið meira en tilviljunin ein, að'
einmitt knattspyrnufjelagið, sem
sigur bar af hólmi í nýafstöðnu
íslandsmóti, verður fyrst að verja
lieiður ísl. knattspyrnumanna út
á við að þessu sinni. Það er þess
vegna áreiðanlegt, að K. R. mun
gera sitt ítrasta til þess að fara
eigi halloka annað kvöld. Lið K.
R. er og betur skipað en nokkru
sinni áður og mjög líklegt til þess
að standa í Skotum.
K. R.-liðið verður þannig skip-
að ; Sigurjón, Pjetursson mark-
vörður, bakverðir: Sig. Halldórs-
son, Sigurjón Jónsson, framverðir:
Daníel Stefánsson, Kristján L.
Gestsson^ Jón Oddsson; framlierj-
ar: Guðjón Einarsson, Þorsteinn
Einarsson, Guðjón Ólafsson, Hans
Kragh (varpað var hlutkesti um
hann og Gísla Guðmundsson og
varð Hans hlutskarpari) og Sig.
Sigurðsson.
Eins og sjá má á kappliðinu,
þá mun það öllu sterkara en kapp-
lið fjelagsins á íslandsmótinu^ þar
eð sú breyting hefir á orðið, að í
þessu liði keppa þeir: Kristján L.
Gestsson, Guð'jón Einarsson og G.
Ólafsson.
Eins og kunnugt er, eru Skot-
ar meðal bestu knattspyrnumanna
heimsins, og verður það því áreið-
anlega hin besta skemtun að sjá
þessa fulltrúa þeirra keppa hjer
næstu daga. Gefst þá og hið besta
tækifæri til þess að gera saman-
burð á leikni og lipurð fslendinga
og Skota.
Gera má ráð fyrir að kappleik-
arnir verða afarfjölsóttir, þareð svo
einstakt tækifæri býðst til þess að
sjá framiirskarandi góða leika.
Sananar,
Kartöílur
og
Epli
* >o
Prófessor
Georg v, Wendt
Helsingfors segir:
Bananar eru okkar næring-
armestu ávextir, þeir eru
næstum eins næringarmiklir
og hollir og kartöflur, en
meir en helmingi næringar-
meiri en epli.
J
Reildsölubirgðir fyrir kaupmenn og kaupfjelög hjá
0. Johnson & Kaaber.
Hreinn"
framleidir þessar vörun
Kristalsápu
Gransðpu
Handsápur
Þwottasápur
Þvottaduft
(Hreinshvítt).
Gólfáburð
Skósvertu
Skógulu
Fsagilög (Gull)
Baðlyf
Kerti
Vagnáburð
Baðsápu
60
Þessar vSrur eru islenskar.
ritryggj* alskonar vðrur og innbú gegn eldi með bestu kjorum
Aðalumboð8imaður
Garðar Gislason.
SÍMI 281.
+
Best að auglýsa í Morgunblaðinu.