Morgunblaðið - 08.07.1928, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.07.1928, Qupperneq 8
8 MOBGUNBLAÐIÐ Flugferðin mikla. Barnasaga meö 128 mynöum eftir Q. Th. Rotman. 17. tJti á bryggjuhausnum var veitingaskáli og á borði fyrir utan skálann st.óð listamaður nokkur, Ijek á strengjahljóðfæri og söng. Það var Þjóðverji, nýkominn frá Þýskalandi, og nú söng hann um það, hvað sig langaði heim aftur. Hann söng með klökkri röddu: „Heim jeg þrái, heim jeg þrái, heim í ættja^ðarskaut!“ 21. Svo sem miðja vega milli meg- inlandsins og Englands drógu þeir uppi póstflutningaskip, sem var á sömu leið. Emmen kallaði eins hátt og hann gat, til þess að vara. skipið við: „Jeg ætla að fljúga beint yfir ykkur!“ Og svo stýrði hann beint yf- ir skipið, beint á reykinn, sem þyrl- aðist kolsvartur eins og gosmökkur upp úr reykháínum. 18. I sama bili slöngvaðist akk- erið á Pegasus á hann og krækti öðr- um arminum um hann miðjan, og veslings skáldið með heimþrárhuginn var hafið hátt á loft og borinn út yfir hafið. Það má nærri geta, hvernig honum hefir liðið, og verst af öllu var þó, að Pegasus var ekki á leið heim í hans „ættjarðarskaut“, held- ur í þveröfuga átt. 22. Pegasus sveif Ijett og glæsi- lega yfir skipið. Allir farþegarnir stóðu á þiljum uppi, veifuðu höndum, höttum og húfum og hrópuðu húrra. En veslings þýski listamaðurinn, sem var rennblautur úr sjónum, var dreg- inn þvert í gegnum kolsvartan kola- reykinn, þar sem hann var allra mest- ur, rjett fyrir ofan reykháfinn. Og úr reyknum kom hann kolsvartur eins og negri. 19. En þessi þýski listamaður var bæði hugrakkur maður og fjörlynd- ur og ljet aldrei hugfallast, hve'rnig sem á stóð. Hann kom sjer haglega fyrir í akkerinu, þannig að hann sat í bugðunni og hallaðist makinda- lega upp að leggnum. Og svo sló hann hörpu sína og söng, eins og ekkert hefði í skorist, og það var leiðin- legt, að þeir Emmen og drengirnir skyldu ekki heyra til hans. 23. Rjett á eftir hylti Englands- strönd í fjarska. „Lítið á!“ hrópaði Emmen til drengjanna. „Þarna sjáið þið kalk- hæðirnar hjá Dover. Sjáið, hve fallegt það er, þegar sólin glitrar á þeim!“ Það skifti nú ekki nema nokkrum togum, að þeir voru komnir inn und- ir land og stefndu inn yfir hæðirn- ar og hólana á Englandsströnd. ans, sem sje það, að hvað eftir ann- að datt hann í sjóinn og fór í bóla- kaf, þegar Pegasus tók dýfur. En ann- ars leið honum vel og hann hafðL ljómandi útsýni. Naut hann hins hreina sjávarlofts með unaði og tók smám saman kaffæringunum eins ogr skemtilegri tilbreytingu á þessu æfin- týralega ferðalagi. 24. Eftir svo sem tíu mínútur komu þeir að dálitlu sveitarþorpi. — Hjartað barðist ótt og títt og milli vonar og ótta í brjósti þýska lista- mannsins. Ætluðu þeir að staðnæm- ast hjer? Á fyrsta húsið, sem þá bar- að, sá hann letrað með stórum stöf- um „INN“ og hann vissi að það þýddi veitingahús. Hann var orðinn ákaflega. þyrstur, bæði af sjóvolkinu og kola- reyknum, er hafði farið ofan í hann. H Mstiguni. — Þú vilt nú máske vera svo væn að segja mjer, hvers vegna jeg ætti að gera það? — Ó, pabbi! Bobrinsky prinsessa er vinur minn, eini sanni vinur- inn, sem jeg á í heiminum. Það var illa gert að vekja hjá henni falskar vonir um það að maður hennar sje enn á lífi, maðurinn sem hún unni heitt. En þetta hefir þú ekki vitað, faðir. Þú hefir ekki athugað, hve ógurleg vonbrigði það verða fyrir hana, er hún fær að vita, að fregnin um, að maður sinn sje á lífi, er ósönn. — Það er svo sem ekkert nýtt fyrir hana að heyra það, mælti Bill og hló. Hún hlýtur að vera farin að venjast því að' heyra að maður sinn sje dáinn. — Hann var meðal horfinna manna og hún vissi aldrei, hvað um hann hafði orðið. En nú hefir þessi von gerbreytt henni. Hún mundi ekki hika við að gera neitt, sem í hennar valdi stendur, til þess að bjarga honum og hún liygst munu geta það með gim- steinunum. — Já, honum verður nú ekki bjargað, en hún á að sýna okkur, hjvar hún hefir gimsteinana geymda. Þeir eru 200 þús. ster- lingspunda virði. Og úr því að hún er vinkona þín, skal jeg sjá um, að hún fái eitthvað af þeim og komist óhult til Englands aftur. Og svo leit hann til fjelaga sína. — Nei, þetta dugir ekki, pabbi, mælti Litta. — Hvað segirðu? Dugir ekki? — Þú verður að hætta við þess- ar fyrirætlanir, og ef þú gerir það ekki, þá segi jeg prinsessunni upp alla sögu. Rússinn hló, en Bill ypti öxlum. — Og hvað ætlarðu svo að segja henni? Að maður hennar sje dauð- ur ? Þú getur aldrei talið' henni trú um það. Eða ætlarðu að segja henni að við ætlum að láta hana vísa okkuí á gimsteinana, en hún fái ekkert af þeim sjálf? Þvx trúir hún heldur ekki. — Jeg ætla að segja henni, að hixn hafi lent í klónum á þjófa- fjelagi, mælti Litta og brýndi raustina. Gamli maðurinn hló aftur. — Það væri til mikils! mælti hann. Réyndu bara að telja henni trú um að Páll, fyrverandi þjónn þeirra og vinur hennar, maðurinn sem færði henni brjefið frá prins- inum, sje ]xjófur og ekkert annað! Reyndu það! Hún mun bara hlæja að' þjer. — Jeg skal fá hana til að trúa mjer, mælti Litta einbeitt. Mjer dettur ekki í liug að láta hana lenda í klónum á ykkur! Nei, það skal aldrei verða! Bill ypti öxium. — Reyndu það, telpa mín, reyndu það bara! endurtók hann. Hún trúir þjer ekki. Hún er sann- færð um að maður sinn sje á lífi. Jeg fullvissa þig um að hún mun ekki trúa þjer! — Jú, hún skal trúa mjer, mælti Litta, þegar jeg segi henni frá því, að------ — Segir henni frá hverju? greip gamli maðurinn fram í og var nú ekki blíður lengur, heldur líkastur grimmum hundi, sem vaknar með andfælum .Hvað ætlarðu að segja lienni ? Að þetta sje alt saman fals og lýgi og þú vitir það' vel vegna þess að aðal maðurinn sje hann faðir þinn? Ætlarðu að reyna að sannfæra hana með því? Litta rjetti úr sjer og horfði óekelfd í augu hans. — Já, jeg vil heldur vinna það til að segja henni frá því, mælti lmn, heldur en láta hana ganga í gildru ykkar! Þau hvestu augun hvort á annað um stund, eins og einvígismenn, sem reyna að gera sjer grein fyrir styrkleika hvor annars, áður en viðureignin byrjar. En Rúsinn, hinn undirföruli og samviskulausi Rússi, stóð álengdar og horfði á þau og strauk hökuna. Svo fór Bill ofan í vasa sinn og tók upp litla skammbyssu. — Sjerðu þennan grip, telpa mín? spurði hann. Og nú slral jeg segja þjer eitt. Yið fjelagar erum orðnir fjelausir. Við liöfum ekki gert eitt einasta gróðabragð í tvö ár og varla grætt neitt síðan þú hljópst að heiman fyrir fimrn ár- um. Við erum alveg komin á kúp- una. Alt hið litla sem við áttum eftir, höfum við lagt í þetta gróða- bragð. Jeg er ekki einn um þetta,. eins og þú veitst. Væri jeg einn. um það, þá mundi mjer vera svo> sem sama þótt jeg hætti við það.. En við látum eitt ganga yfir alla, og ef þetta mistekst, þá er það að'eins þessi hjerna — hann bentl á marghleypuna — sem getur bjargað. Skilur þú mig nú? Litta starði á morðvopnið og kinkaði ósjálfrátt kolli. — Þú þekkir mig, mælti faðir liennar enn. Hvenær hefi jeg ekki staðið við orð mín? Hvenær? Litta hristi höfuðið. Fyrir stuttu síðan, þá er hún uppgötvaði það, að faðir hennar var með í þessum svívirðilegu svik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.