Morgunblaðið - 26.09.1928, Page 4
* 4
MORGUNBLAÐIÐ
Ví2feklfti.
Afskorin snmarblóm altaf til
sölu í Hellnsundi 6. Send heim ef
óskað er. Sími 230.
Reykjarpípur, vindlamunnstykki
eigarettumunnstykki, pípumunn-
stykki, tóbaksdósir, reyktóbaks-
ílát og cigarettuveski í miklu úr-
vali f Tóbakshúsinu, Austurstræti
17.
Aliskonar fjelagsmerki útveguð.
Biðjið um tilboð. -— Bjavni Guð-
munsson, Túni, Árnessýslu, Hrg.
m
m
mmmaaaawsumtMumfmBm
Viima
Unglingsstúlka, helst úr sveit,
óskast á fáment heimili.
Fríða Þórðardóttir,
Sólvhólsgötu 12 (næsta hús
fyrir austan Sambandshúsið).
Piltur, sem lauk gagnfræðaprófi
síðastliðið vor óskar eftir atvinnu,
helst við skrifstofustörf, frá 1.
október næstkomandi. Prófskír-
teini ásamt meðmælum til sýnis
hjá A. S. í.
Dugleg stúlka, helst vön mat-
reiðslu, óskast frá 1. október til
L. Kaaber bankastjóra, Hverfis-
götu 28.
-mmKW&amzsm'W'-tt.-távs’.ni&ixx i
HúsnæM.
Lítið herberði til leigu á Mýrar-
götu 1, — með húsgögnum að ein-
hverju leiti ef óskað er.
Skólapiltur óskar eftir húsnæði
(sjerherbergij, fæði og þjónustu á
sama stað. A. S. í. vísar á.
RjðmaMssmjðr
□g ný egg, stor
fást i
Hepðubreið.
Simi 678.
Slðtnr
úr ágætum dilkum og sauðum úr
Biskupstungum, fæstí „ísbimin-
um“ í dag eftir hádegi.
Vetrarkápueini,
Skinnkantar.
Verslunin
Björn Kristjánsson.
Jón Björnsson & Co.
MorgnnblaðiC
fæst á Laugavegi 12
DllfeakjSt
úp Bðrgarfjnrdas'dðluin
fmmt i desg.
ffiatarbðð SíátofiieSa'islss
Laugaveg 42. Simi 812.
hinar stóru birydir af
Karlmannafötum
i
Fatabúðinni
þegar þjer kaupið föt.
TemlsmóS fslands.
Gísli Sigurbjörnsson frá Ási
vinnur meistaratignina.
Úrslitakappleikur tennismóts
ins fór fram á sunnudaginn.
Kepptu þeir fyrst Gísli Sigur-
björnsson gegn Ströjberg ög
Hallgrímur Hallgrímsson gegn
Kjartani Hjaltesteci. Fóru þeir
leikar svo, að Gísli vann Ströj-
berg með 2 „settum“.Það fyrra
með 6—3 en hið síðara 6—4.
Þá vann Hallgrímur Kjartan
með 2 „settunT gegn 1.
Var nú úrslitaorustan eftir,
en hana skyldu þeir heyja Gísli
og Hallgrímur. Voru þeir hini**
einu sem engum leik höfðu tap-
að. Einvígið hófst kl. 2- e. m.
og stóð yfir í röska 2 tíma. Og
endaði með sigri Gísla, sem
vann 3 „sett“ gegn tveimur.
Gísli vann fyrsta „sett“ með 6
—3. Hallgrímur vann það næsta
með 6—4. Gísli vann þriðja
,,sett“ með 6—4 og Hallgrímur
fjórða með 6—4, en hið fimta
vann Gísli með 8—6. Leikmenn
voru báðir snjallir og mjög lík-
ir. Leikur þeirra var öruggur og
hinn skemtilegasti, og höfðu á-
horfendur mjög gaman að horfa
á hina rösku hólmgöngumenn.
Að leikslokum afhenti fo;-
seti í. S. í. Gísla hinn fargra
silfurbikar, sem Schevmg Thor
steinsson gaf í fyrra, en hon-
um fylgir nafnbótin „Tennis-
meistari lslands“. Ennfremur
fengu þeir Gísli og Hallgrímur
hvor sinn minnispeninginn.
Gísli Sigurbjörnsson er fje-
lagi í knattspyrnufjelaginu Vík
ing. Er hann mjög efnilegur
tennisleikari og líklegur til að
verja vel meistaratign sína.
Dagbðk.
Veðrið (í gærkvöldi kl. 5 síðd.):
' Hæð 770 mm. fyrir sunnan Iand en
lægð 760 mm. fyrir norðan, milli
Vestfjarða og Scoresbysunds. Hæg
vestanátt og 8—10 stiga hiti um
land alt. Rigning sumstaðar vestan
lands. Þurt veður á Norður- og
Austurlandi.
Á NA-Grænlandi er kaldur norð-
rænn loftstraumur að síga suður
á bóginn. Má búast við að hann
nái til Norðurlandsins seinni part-
inn á morgun og valdi úrkomu og
kalsaveðri.
Veðurútlit í dag. Vestan kaldi
Þykt loft og rigning. Ef til vill
norðlægur með nóttunni.
Hljómsveitin heldur fyrstu hljóm
leika sína 7. n. m. Þeir er ætla að f á
sjer miða að öllum hljómleikunum
í vetui^ verða að tryggja sjer þá
fyrir mánað'armót. .Sjá augl. hjer í
blaðinu.
Togaramir „Geir“ og „Hilmir“
komu inn af veiðum í gærmorgun.
Morgunblaðið fæst framvegis á
Baldursgötu 11.
.Nýjir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til n.k.
mánaðarmóta.
Leiðarþing- hefir Ólafur Thors
alþm. boðað að Reynivöllum í Kjós
í dag og hefst það ki. 12 á hádegi;
mun hann einnig innan skamms
halda leiðarþing annarsstaðar í
kjördæminu. Björn Kristjánsson
alþm. mun ekki fara á leiðarþing
þessi að þessu sinni, því hann á
e.rfitt um ferðalög. Jóuasi Jónssyni
ráðherra var boð'ið á leiðarþingið
í Kjósinni og er sagt að hann muni
mæta þar, en heyrst hefir jafn-
framt að liann muni taka einhvern
sósíalista með sjer þangað til þess
að fá vitneskju um hvernig bæud-
um í Kjósinui geðjast að k'enning-
um þeii’ra.
Mjólkurbú Flóamanna. Bygg-
ingu þess á að verða lokið 1. júní
næstk., ef hún kemst undir þak
fyrir frost í haustt. Þéir Arinbj.
Þorkelsson og Sig. Bjargmundsson
bafa tekið að sjer að reisa bygg-
ingu þessa fyrir 84.500 kr. 1 þess-
ari upphæð eru ekki innifaldir
flutningar á möl og sandi, gröftur
fyrir grunni, miðstöð, hitavarha.r-
Iög o. fl. Bixist við að byg'gingal•-
lcostnaður verði alls um 120 þús.
krónur.
Bjöm í Grafarholti auglýsir í
síðasta' tbl. Tímans eftir leiðrjett-
ingurn í skýrslu Ríkisgjalda-
nefndarinnar. Einkennileg vinnu-
brögð á bænum þeim. Fyi’st situr
nefndin í nokkra mánuði með
talnaregistur sem hirn fær í Iiend-
ur frá opinberum skrifstofum, og
sýður upp úr því svonefnda„g jörða
bók‘ ‘. Síðan ætlast nefndarmaður
til þess að landslýður taki að sjer
að leiðrjetta „gjörðabókina.“
Hæstirjettur tekur aftur til
starfa í dag í fyrsta skifti eftir
rjettarfríið. Forseti Hæstarjettar
er nú Páll Einarsson, hæstirjettar-
dómari. 1 dag verður sótt og vai’ið
mál er valdsstjórnin höfðaði gegn
Þorsteini Jónssyni bifreiðastjóra
á G.K. 60 fyrir brot á bifreiðar-
lög'uniim, Skoðunarmenn bifreiða
kærðu hann fyrir að liafa tvo far-
þega í framsæti bifreiðarinnar;
voru farþegar alls 7, en skoðunar-
menn fyrirskipuðu að þeir mættu
ekki vei’a fleiri en 6. Undirrjettur
dæmdi bílstjóranu í 15 kr. sekt
fyrir brot á bifreiðarlögunum, en
þeim dómi áfrýjaði dómfeldi til
Hæstarjettar.
Raflýsing- sveitábæja. í sumar
var reist rafmagnsstöð í Varma-
hlíð, undir Eyjafjöllum og voru
skilyrði ágæt; afl nægilegt til
ljósa, suðu og hitunar. Guðmundur
Einarsson í Vík í Mýrdal setti upp
stöðina. í Fagradal í Mýrdal hefir
einnig verið reist rafmagnstöð í
sumar; einnig ágæt sldlyrði.
Bjarni í Hólmi setti upp þá stöð.
í haust verður sett upp rafmagns-
stöð í Kerlingardal í Mýrdal og
sjer Guðmundur Einarsson um
verkið. — Áhugi bænda er sem
óðast að vakna fyrir nanðsyn raf-
magnsins til heimilisnotkunar,
enda umskapast heimilin við
kkomu rafmagnsins.
Þorkell Þorkellsson brá sjer ný-
lega norður á Akureyri og athug-
nði þar laugauppsprettur í Gleráx*-
gilinu. Hefir mönnum dottið í hug
að bora þar fyrir heitu vatni til
þess að nota það til upphitunar
m. a. í barnaskólann nýja sem
Akureyringar ætla að reisa.
20 nemendur er tóku gagnfræða-
próf í Akeureyrarskóla í vor ætla
að stunda þar 4. bekkjarnám í
vetur.
Brödrene Levy“ og Einar 01-
geirsson. Stjórnarblöðin á Akur-
eyri eru enn að reyna að telja
xnönnum trú um að „Brödi’ene
Levy“ í Höfn liafi eigi haft nein
afskifti af . síldareinkasölunni.
Ætla blöðin að fræða lesendur
sína um það, hvernig á því stóð,
að Einar Olgeirsson hafði bæki-
stöð sína fyrst framan af á skrif-
stofu þeirra Levy bræð'ra í Höfn.
Hann fjekk þar púlt til afnota fyr
ir einkasöluna. Menn geta gert
sjer í hugarlund hvernig a því
stóð að Einai* fjekk þar inni með
xithald sitt.
Kiistín Sigfúsdóttir skáldkona
hefir nýlega gefið út síðari hluta
af bók sinni „Gömul saga“.
Sveinbjörn Jónsson bygginga-
meistai’i frá Akureyri kom hingað
með Drotningunni að norðan. Hef-
ir -hann meðferðis talsvert af vik-
ursteinsflögum sínum, sem gerðar
ern til veggfóðrunar og nota á
í staðinn fyrir kork eða annað til
hlýjinda.
Dronning Alexandrine kom frá
Norðurlandi í gærmorgun. Far-
þegar voru milli 400 og 500. Meðal
farþega voru: Jónas Lárusson,
Bjarni Benediktsson, Beinteinn
Bjarnason, Kapt. Broberg, Hösk-
uldur Ólafsson, Stefán Á. Pálsson,
Sigurður Jónasson, Eggei’t Krist-
jánsson, ungfrú Margrjet Thor-
berg, Friða Sæmundsdóttir, Aðal-
heiður Oddgeirsdóttir, Ásta Þórar-
insdóttir, Tórnas Tómasson, Magn-
ús Stefánsson. Skipið fer í kvöld
kl. 8 til Kaupmannahafnar og er
þetta síðasta hraðferðin á þessu'
ári.
Uffe, dýpkunarskipið, er verið
hefir undanfarið hjer við land fór
upp í Borgarnes í dag. Meðþví fer
m. a. Krabbe vitamálastjói’i og
Geir vegamálastjóri. Ætla þeir að
atlxuga möguieikana til bafnarbóta
í Borgarnesi.
Buckheim, liinn þýski blaðamað-
ur, sem verið hefir lijer undan-
farnar vikur, tók sjér far heim-
leiðis með Gullfossi. Hann ætlar m.
a. að rita leiðarvísi fyrir erlenda
skemtiferðamenn er hingað koma.
Býst hann. við að koma lxíngað
1930 til þess að vera bjér á Ál-
þingishátíðinni.
Jón Sveinbjörnsson konungsrit-
ari fer með Drotningunni í dag
áleiðis til Hafnar.
Kn. Zimsen fer í dag utan m. a.
til þess að vinna að þrunabótamál-
inu fyrir bæinu og leita fyrir sjer
með lántöku.
..Jarðarför Gísla Björnssonar frá
Miðdal fen fram í dag. Það var
ósk lxans, að þeir sem kynnu að
vilja gefa kransa á kistu. hans
ljetii Elliheimilið. njóta andvirði
þeirra.
Morgunblaðið er 6 síður í dag.
Veðrið í maí. Mánaðarskýrsla
Veðurstofunnar fyrir maí er ný-
komin út. Vegna þess live veður-
afbrigði liafa hjer verið mikil í
sumar, veita menn veðurskýrslun-
um sjerstaka athygli. Hitinn var
alstaðar í maí langt fyrir ofan
meðallag, 3,2° að meðaltali. Mest
van hann yfir meðallag á Gi’íms-
stöðum 4,8°, niinst í Vestmanna-
eyjum 1,4°. Sjávarhitinn var og
langt fyrir ofan meðallag, að með-
altali 2,5°. Tiltölulega hæstur við
Norðausturlandið 3,5°, við Rauf-
arhöfn, en við Papey 3,4° ofan við
íneðallag. Mestur hiti sem athxxg-
aður var á landinu í þessum mán-
uði var á Húsavík 20,6° (þann 30.
maí). — Svo þurviðrasaxnt var
þennan mánuð, að úrfelli á öllu
landinu var 69% neðauvið meðal-
tal undanfarinna ára. Minst úr-
korna á Akureyri, 1,3 millimetra;
en það er elcki nema ýringur 1/20
af sæmilegum gróðraskúrum. —
Samkvæmt skýrslum þeim, sem
Veðurstófan fær um bxuiaðarmál
\liefir ám vei-ið slept á tímabilinu
28. mars—15. maí, seinast; að með-
taðtali 20. aþríl. 1 Vestmannaeyjum
þó fyr (1. mars). Kýr voru látn-
ar út, að meðaltali 14. maí, eða
>16 dögum fyr en venjnlega (sam-
kv. meðaltali undanfarinna ára).
Hætt að gefa. kúm, að meðaltali
KO. maí. Túnalireinsun byrjar frá
110. maí—3.júní, og kartöflur sett-
ar niður frá 5.—26. maí. Að með-
altali 14. maí. (Á Reykjanesi þó
allra fyrst, 11. apríl.)
nEsjaM
fer hjeðan væntanlega á
mánudag 1. október austur
og norður um land.
Vörur afhendist á morgun
eða föstudag, og farseðlar
óskast sóttir á föstudag.
„Bráarios"
fer hjeðan eftir næstu helgi,
vestur og norður um land, tö
LONDON, HULL og LEITH
og tekur vörur á pessum stöð
um til íslands.
„Seli©ssM
fermir í HAMBORG 1. og 2.
október, og fer þaðan 3. októ
ber um HULL, kemur til
Reykjavíkur um 13. okt.
M.s. Di»«mning$
AlexanelHne
ier i krðlá
kl. 8.
v
C. Zimsen.
Strausykur 65 aura pr. kg.
Hveiti no. 1 50 aui-a pr. kg.
Rúgmjöl ísl. 38 aura pr. kg.
Hrisgrjón 50 aura pr. kg.
Verðið miðast við 5 kg. í einrr
af hverri tegund og aðeins gegn
greiðslu við móttöku.
Halldór Ióbssob,
Sínii 1403 „VÖGGUR“. Sími 1403„
Nýkoicniðs
SkúlatOskur
afar ódýrar.
Verslun
Egll lasQbsen.
/