Morgunblaðið - 29.09.1928, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1928, Blaðsíða 3
MORGUNBL A Ð IÐ 8 ' MORGUNBLAÐIÐ I Stofnandl: Vilh. Finsen. C tJtsefandi: Fjelag I Reykjavik. Ritstjðrar: Jðn Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Auglýsingastjðrl: E. Hafberg. Skrlfstofa Austurstrætl 8. . Slaal nr. 500. Auglýsingaskrifstofa nr. 700. j Helmasimar: j Jðn Kjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. BS. Hafberg nr. 770. ’ Askriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.50 - --- > I lausasölu 10 aura elntakiB. Rúgmiðl, gott og ódýrt fœst i Verslunin Foss. Laugaveg 25. Siml 2031. Privatbankanum i Höfn iokað. jðnaástir. Eftir Marie C. Stopes, dr. phil. & dr. science. Islenskaö hefir Björg C. Þorlákson, dr. phil. Bók þessi kom fyrst út árið 1918 og hefir átt hinum mestu vinsældum að fagna í Eng- landi. Má meðal annars marka slíkt af því, að í árslok 1927 var seld rúmlega hálf miljón eintaka af ensku útgáfunni. Auk þess hefir bókin verið þýdd á 9 höfuðtungumál og er ís- lenskan tíunda málið, sem hún birtist á. Bókina hefir höfundurinn „tileinkað ungum eiginmönnum og öllum þeim sem unnast hug- ástum“. — Bókin hefir þann mikla kost til að bera, að hún hefir raunverulegt gildi fyrir sakir rannsókna þeirra, er dr. Stopes hefir gert á öldufallinu í ásthneigð kvenna. (Þetta er m. a. sýnt í bókinni með tveim línuritum). Bókin kom út í gær og fæst hjá bóksölum. Hrun bankans hefir sem betur fer eigi áhrif á bankana hjer í gærmorgun sendi Ritzau- frjettastofan í Kaupmannahöfn út tilkynningar á þessa leið: Samningaumleitanir milli full- trúa frá Þjóðbankanum og öðrum aðalbönkum borgarinnar, svo og íulltrúa frá ríkisstjórninni um Privatbankann byrjuðu kl. 10 á fhntudagskvöld, og stóðu yfir þangað til kl. 5 á föstudagsmorg- Un. Á fundi þessum tókst eigi að finna grundvöll fyrir endurreisn á fjárhag og starfsemi bankans. Að svo komnu var ákveðið að opna ekki bankann í dag. Eftirlitsmenn bankans hafa rann sakað ástæður hans, og komist að þeirri niðurstöðu að 12 miljónir væru eftir af hlutafje bankans. Bkýrsla eftirlitsmanna lá fyrir fundinum á föstudagsnóttina. mannahöfn, enda höfum vjer' í dag lagt fje inn í þann banka, og afgreiðum ávísanir á hann á sama hátt og vjer áður höfum afgreitt ávísanir á Privatbankann. Fregn þessi um hrun bankans kom mönnum hjer mjög á óvart. Bankinn var í kreppu hjer fyrir nokkrum árum, en menn álitu að mestu erfiðleikar hans myndu vera uín garð' gengnir. Áður en bankinn lenti í þeirri kreppu hafði hann mikil viðskifti við Islandsbanka, og kom þá frá honum allmikið fje hingað, svo fs- landsbanki skuldaði Privatbank- anum einu sinni yfir 10 miljónir króna. En er þrengdist hagur Pri- vatbankans, lækkaði hann lán sín hingað, svo skuld íslandsbanka við frakknesk-breska flotasamkomu- laginu er bráðlega væntanlegt. Samkvæmt fregn, sem Reuter- frjettastofan birtir, er aðalástæð- an til þess, að flotasamkomulagið hefir gert Kellogg órólegan, að hann óttast undirróður hemaðar- sinna, en það verði þess valdandi, að Öldungadeild þjóðþingsins felli að leggja fullnaðarsamþykt á ó- friðarbannssamninginn. Bruni í Hankow í Kína. Frá Hankow er símað: Tvö þús- und hús í Hankow hafa brunnið. Ein af aðalgötum borgarinnar er gersamlega eyðilögð. Kunnugt um, að sjötíu hafi; farist, en sjö þús- und manns eru húsnæðislausir. ■••» — <s>m .... Dagbðk. Einkaskeyti komu hingað til Manna um bankahrun þetta í gær morgun. Er Mgbl. frjetti þetta snjeri það sjer til bankastjómar Landsbankans og spurði hvort það myndi geta haft áhrif á bankana hjer. Var svarið það, áð svo myndi «kki vera. Landsbankinn hefir al- drei skift við Privatbankann, og Viðskifti íslandsbanka við þann banka eru nú á síðari árum þess áðlis, að hrunið hefir engin áhrif á hann. Vegna þess að Privatbankinn var um skeið aðalviðskiftabanki íslandsbanka, snjeri Mgbl. sjer til Islandsbankastjórnarinnar til þess uð fá nánari greinargerð um við- skiftasamband bankanna. Stjóru islandsbanka skýrði svo frá: Lokun Privatbankans í Kaup- áiannah öfn hefir engin áhrif á fjárhagsaðstöðu eða starfsemi fs- landsbanka. Skuld vor við Privatbankann «r nú 2 miljónir og 700 þús. kr. fJm þessa skuld hefir verið svo Samið um síðastliðin áramót að hún afborgist jafnóðum og Is- landsbánki fær afborganir af sjer- Maklega tilgreindum víxlum við- ^kiftamanna sinna. Þessi samning- ^ er óuppsegjanlegur og gildir áfram hvernig sem fer um **vatbankann og lokun hans get- ^„bví ekki liaft nein áhrif á að- Stöíá fslandsbanka. ^ öðru leyti hefir íslandbanki e ki nein önnur viðskifti við Pri- yatt)ahkann en þau, að hann hefir Ut °rgað fyrir íslandsbanka ávís- ymr> sem íslandsbanki hefir jafn- óðum sent fje til innlausnar á og þau viðskifti nú sljettuð og í Því efni höfum vjer jafn gott sam- and við annan banka í Kaup- hann er nú sem sagt nál. % af hinni fyrri upphæð. Á síðari árum hefir íslands- banki tekið upp viðskifti við Handelsbankann í Höfn, og er það sá banki sem bankastjórnin á við i skýrslu sinni hjer að framan. Privatbankinn var stofnaður ár- ið 1857, og var Tietgen einn aðal- frömuður að stofnun hans. Yar það fyrir atbeina þessa banka að upp komust mörg helstu og öfl- ugustu fyrirtæki Dana á síðari hluta 19. aldarinnar, svo sem Mikla norræna símafjelagið, Syk- urverksmiðjurnar, Sameinaða gufu skipafjelagið, ,Burmeister & Wein' o. fl. Erlendar símfrEgnir. Khöfn, FB. 28. sept. Sænska stjómarmyndunin mis- heppnast. Frá Stokkhólmi er símað: Frjáls lyndir liberalir hafa neitað að taka þátt í borgaralegri samsteypu- stjórn. Tilraunir til þess að mynda samsteypustjórn hafa þannig mis- heppnast. Búast menn við, að annað hvort geri hægrimenn tilraun til þess að mynda stjórn eða Ekman myndi nýjaj frjálslynda. stjórn. Sprenging í vígi. Frá Melilla er símað: Sprenging varð í spánversku vígi í Marokko- bænum Melilla. Vígið og mörg hús í nágrenninu eyðilögðust. Hingað til kunnugt, að fimtíu og sjö menn hafa farist. Tvö hundruð og fim- tíu hafa meiðst liættulega. Verður friðarstarf Kelloggs að engu? Frá Washington er símað: Svar Bandaríkjastjórnar viðvíkjandi Veðrið (í gærkvöldi kl. 5 síðd.) : Hæð fyrir suðvestan ísland, en lægð austan við Jan Mayen á suð- urleið. Yindur er yfirleitt norð- lægur hjer á landi, hvass í Vestm. og á NA-landi en hægur á Vestur- og Norðurlandi. Smáskúrir vestan lands en þurt á Norður- og Aust- urlandi. Hiti víðast 8 stig nema á NA-landi aðeins 5 stig. Veðurútlit í dag: N og NA-kaldi Sennií. þurt og bjart veður. Aðalfundur glímufjelagsins Ár- mann verður haldinn í Iðnð á morgun kl. 1 y2 e. h. Á fundinum verða' afhent verðlaun fyrir' inn- anfjelagsmótið, sem nýlega er af- staðið. Ýms mál og lagabreytingar eru á dagskrá. Messur á morgun: 1 Dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson, kl. 5 síra Friðrik Hallgrímsson. í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 2 síra Árni Sigurðsson. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2 síra Öl. Ólafsson. í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 1, síra Árni Björnsson. Frmtugsafmæli á í dag Ölafur Böðvarsson útgerðarmaður og kaupmaður í Hafnarfirði. Tryggingarstofnun ríkisins. 1 seinasta Lögbirtingablaði er aug- lýst að Halldór Stefánsson alþing- ismaður hafi verið skipaður for- stjóri tryggingarstofnunar ríkis- ins hinn 20. þ. m., og tekur hann við embætti liinn 1. okt. Vigfús Einarsson skrifstofustjóri og Hjeð- inn Valdemarsson framkvæmdar- stjóri eru skipaðir meðstjórnend- ur Tryggingarstofnunarinnar. Steingrímur Steinþórsson hefir verið skipaður skólastjóri bænda- skólans á Hólum frá 1. okt. þ. á. Duflið á Valhúsgrunni fyrir ut- an Hafnarfjörð ónýttist í vetur. Vildi bæjarstjórn Hafnarfjarðar að Reykjavíkurbær hjálpaði sjer til þess að koma þar upp nýju innsiglingarmerki, en Reykjavík skoraðist undan því. Nú hefir ver- ið lagt ljósdufl á grunnið í stað hins og gefur það einnig hljóð- merki. Kjðt og Slátur. I næstu viku verður slátrað hjá mjer dilkum úr Borg- arfirði, Biskupstungum og Grímsnesi. Gjörið svo vel að senda pantanir á kjöti og slátri hið allra fyrsta. Pöntunum veitt móttaka i sima 77. Inyóllur Mvoemlna. Alllr meðllmlr Slúkunnar Morgunstiarnan nr. 11 eru velkomnir að mæta í G. T.-húsinu kl. 9 í kvöld, stundvíslega. Verður þar drukkið „VERÐLAUNA-KAFFH)“ frá síðasta vetri, og eru allir fjelagar „Skemtiflokks nr. 1“ boðsgestir.. Þess er vænst að fjelagarnir f jölmenni, svo þátttakan verði almenn, og mun þá verða reynt að skemta sjer eftir föngum. RITARINN. Tllkynnlng. Jeg undirritaður tilkynni hjermeð að kjöt- og við- metis-verslun mín er flutt frá Frakkastíg 16 á Baldurs- götu 14. Virðingarfylst, J. C. Klein. Baldursgðtu 14. Sími 73. Stúkan Drðfn nr. 55 tilkynnir: Aðgöngumiðar að skemtuninni í kveld verða seldir í IÐNÓ í dag frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 2—7 e. h. —■ Eftir kl. 7 verða éngir miðar seldir. — Þess er vænst afS Dröfnungax fjölmenni. STJÓRNIN. UiElstjáraskólinn verður settur ménudegínn I. október kL 10 ff. h. f Iðnekólanum nlðrf. Skólastjórinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.