Morgunblaðið - 21.10.1928, Blaðsíða 4
fitflnttar afnrðir
og atvimmvegTmir.
Morgunblaðið flytur reglulega
raánaðarskýrslur gengisnefndar-
innar um útfluttar afurðir. Halda
margir þessum skýrslum saman,
því að þær gefa ýmsar fróðlegar
bendingar um atvinnulíf og fram-
leiðslu þjóðarinnar. Væntanlega
snýst athyglin einkum um aðallið-
ina sem mestu varða, og gefa þar
af leiðandi smáu liðunum minni
gaum.
En það' eru einmitt smærri vör-
urnar, sem gefa atvinnulífinu til-
breytni. Þar er ýmist um að ræða
vörur, sem þjóðin hefir lengi fram-
leitt, eða nýjar vörur, sem bera
vott um vaknandi viðleitni til
nýrra bjargráða. —
Sem svar við fyrirspurn Mgbl.
um útflutning á smærri vörum hef
ir ritari gengisnefndar sent oss
þessar athugasemdir og upplýs-
ingar: —
Smjörið. Árið 1924 fluttust út
rúm 20 tonn, en svo má heita að
útflutn. hætti um hríð. Næstu ár-
in tvö fara út aðeins fáein kíló
og árið sem leið alls ekki neitt.
Nú á þessu ári sýnist útflutning-
ur aftur vera að byrja og farin út
8 tonn. Þó eru ekki líkur til að
smjör verði útflutningsvara á
méðan framleiðslan 'gerir ekki
betur en fullnægja þörfinni heima
fyrir og útlent smjör er jafnvel
flutt inn í landið.
Mör og tólg er alveg að hætta
að flytjast út. Það fara aðeins
atundum smásendingar frá Austur-
landi til Færeyja.
Prjónles hefir um mörg ár að-
eins verið flutt út.frá einum stað
á landinu, Akureyri. Munu það
mest vera vetlingar ög sokkar,
handavinna ýmissa eldri kvenna
þar um slóðir. Árið 1924 fóru út
rúm 7 tonn af þessari vöru, næsta
ár 4 tonn og tvö árin næstu 3 tonn
fyrir nær 20 þús. kr. hvort árið.
Sýnist það rjett góður skildingur
fyrir starf sem unnið er oftast á
tíma sem annars fer fyrir ekki
neitt, og af konum sem lítið ann-
að geta gert. Því aðeins er vinn-
ingur að hætta við þetta starf að
annað komi betra í staðinn.
Dúnninn er gömul útflutnings-
vara, og fara út af henni 3—4
tonn á ári. Dúntekja fylgir nokkr-
um jörðum sem hlunnindi. En
mundi ekki mega gera æðarfugla-
rækt að sjálfstæðum atvinnuveg
sem borgaði sig vel, rekinn í stór-
um stíl?
Þá eru rjúpumar. Meðferðin á
þeim er hreint og beint hneyksl-
anleg að sögn kunnugra. Á haust-
in og fyrTi part vetrar eru þær
strádrepnar í hundruðum þúsunda.
Á þriðja hundrað þúsund en sent
úr landi á tiltölulega skommum
tíma og á þröngan markað. Að
miklu leyti eru þær seldar sem
hálfskemd vara og meiri hlutanum
úr' sumum sendingunum er fleygt.
Sjálfsagt er að gera enda á þessu
ólagi og bæta vöruna á einhvern
hátt. Grænlenskar rjúpur eru seld-
ar niðursoðnar og eins ætti að
fara með ísl. rjúpur. Sláturfjelagið
s&uð í fyrra niður nokkur þúsund
rjúpur, en þær voru seldar innan
lands.
Útflutningur hrossa er nokkuð
ójafn. Árið 1924 fóru út 2300, árið
1925 um 1000, 1926 aðeins 500, í
fyrra um 1200 og á þessu ári eru
farnir rúmir 1300. Hvort sem svo
má líta á að' útfíutningur hrossa
sje nú aftur að glæðast í bili, þá
má ganga að því vísu að markaður
fyrir þau eigi enga framtíð hvorki
utan lands nje innan. Vjelar eru
smámsaman að útrýma öllum hest-
um nema reiðhestum.
Útfluttur lax nemur nærri 18
tonnum árlega. Verður varla um
aukningu á þeim útflutningi að
ræða að nokkrum mun, nema helst
í sambandi við laxaklak og lax-
veiði í stærri stíl en nú á sjer stað.
Lýsið er orðið' einn af hinum
stærri útflutningsliðum og fer stöð
ugt vaxandi jafnhliða fiskfram-
leiðslunni. Er nokkur hætta á að
sumt af síldarölíunni hafi áður
verið gefið upp sem lýsi t. d. árin
1924—’25, svo að tolurnar sjeu þá
ekki vel áreiðanlegar. Mest af lýs-
inu fer nú til Noregs lítt verkað.
Nú mun sem betur fer vera vakn-
aður áhugi á því að koma upp
efnafræðilegri verkun á lýsi.
Silfurberg hefir ekki verið unn-
ið' úr jörð hjer síðan sumarið 1925.
En síðan hafa verið til dálitlar
birgðir af því, sem hafa Verið að
smáseljast og munu ekki fullseld-
ar enn.
Af vörum sem nýlega eru farnar
að flytjast út má nefna þessar:
SaJtaður karfi er fluttur út í
tnnnum til Noregs. Verður hans
fyrst var't á skýrslunum frá 1924.
Þá fara út 300 tunnur. Árið á eft-
ir fara út um 1400 tunnur, en
næstu ár ekki nema 400 og 200
tunnur. Að útflutningurinn hefir
minkað, er líklega ófullnægjandi
verkun að kenna, því að karfi
kvað vera með bestu matfiskum ef
rjett er með hann farið.
Af þorshausum og beinum hafa
farið út smáfarmar til Noregs. 1
fyrra fóru tæp 450 tonn, og á
þessu ári tæp 700 tonn. Þessi út-
flutningur' hættir sjálfsagt um leið
og farið verður að hagnýta fiskúr-
gang og vinna úr honum fiskmjöl
í stærri stíl en hingað til. Nú
munu vera á landinu 7 stöðvar
sem vinna úr fiskúrgangi, 2 í Vest-
mannaeyjum og ein á hverjum
þessara staða, Eeykjavík, Kefla-
vík, ísafirði, Siglufirði og Norð-
firði.
Síldarhreistur hefir verið sent
út þrjú síðustu árin, og er sagt,
að það sjeu Þjóðverjar sem láti
safna því og noti það til að gera
eftirlíkingar eftir perlum. Sýnis-
horn af þessari iðn, sem hjer hafa
sjest, líta mjög vel út. í hittið-
fyrra fóru út 840 kg., í fyrra 1350
kg. og það sem af er þessu ári
800 kg.
Lifandi nautgripir mun ver'a ný
útflutningsvara. En ekki er það
nema fáeinar kýr, sem pantaðar
hafa verið frá Færeyjum. í hittið-
fyrra fóru 4, í fyrra 5 og á þessu
ári eru famar 8. Bendir aukningin
á að Færæeyingar sjeu ánægðir
með kýrnar.
Lifandi refir hafa sjest á skýrsl-
unum 3 síðustu árin. í hittiðfyrra ‘
67, í fyrra 119 og á þessu ári um
200. Þessar tölur sýna talsverða
aukningu.
Sútaðar gærur hafa lengi ekki
komið fram sem sjerstakur liður
meðal útfluttra afurða. Þó hafa
áður farið smásendingar úr landi.
Á þessu ári hafa þegar farið út
rúmar 5500 sútaðar gærur, enda
eru nú starfandi 3 sútarar hjer í
MORGUNBLAÐTÐ
Reykjavík en aðéins einn áður.
Komið hefir stundum til orða, að
opinberan styrk bæri að veita til
að koma hjer upp fullkominni sút-
unarsmiðju. Þar á sýnast vera þeir
erfiðleikar, að í nágrannalöndun-
um eru mjög stór og fullkomin
sútunarverk, sem keppa innbyrðis
og leysa af hendi mjög ódýra
vinn’u. Er talið óvænlegt að keppa
við þau, nema þá um sölu á þeim
skinnum og því Ieðri sem við
sjálfir notum.
Hákarlsroð hefir ekki sjest sem
útflutningsvara fyr en smásending
■ fór frá Seyðisfirði í september.
Mikið er talað um nýjar aðferðir
sem erlendis hafa fundistvtil að
súta hákarlsroð. Kannske verður
þetta fil þess að hákarlaveiðar fari
nú aftur að tíðkast. — Sumir hafa
trú á því, að gera rnegi líka vel
verkaðan hákarl að markaðsvöru,
vegna þess hvað hollur' matur
hann er. í Lundúnum og jafnvel
víðar kvað vera til veitingahús
sem hafa á boðstólúm hákarl til-
reiddan á kínverska vísu, sem álag
á brauð.
Gráðax>stur sjest hjer á útflutn-
ingsskýrslum frá 1924 og 1925.
Fóru þau ár út rúm 2 tonn og tæp
5 tonn. Síðan hefir hans ekki orð-
ið vart. Þó kvað eitthvað vera
framleitt til innanlands nota.
Is hefir ekki sjest á útflutnings
skýrslum fyr en nú í ágúst að út
fóru 10 tonn til Þórshafnar á Fær-
eyjum. Hitt er algengt að' ís sje
fluttur' til íslands, svo öfugt sem
það kann að sýnast.
Jafnan eru sendar til íslendinga,
sem dvelja erlendis smávegis mat-
arsendingar, einkum þó fyrri hluta
vetrar og fyrir jólin. Islendingar
erlendis og jafnvel útlendingar',
sem hjer hafa dvalið, sækjast mik-
ið eftir áð fá íslénskan mat, en oft
eru þéssar sendingar miklum erfið
leikum bundnar bæði fyrir send-
endur og viðtakendur. Eðlilegast
væri að einkum í þeim bor'gum,
þar sem íslendingar dvelja mest,
væru til staðir þar sem seldar væri
íslenskar mataftegundir, svo sem
saltfiskur, harðfiskur, hangikjöt,
saltkjöt, kæfa, niðurs. rjúpur, há-
karl, síld o. s. frv. — Nú er svo
sagt að einmitt eigi að opna eina
slíka búð í Kaupmannahöfn hjá
Slagteriernes Central11 á Höjbro-
plads, einmitt þar sem landi vor
Sigurður Jóhannesson hafði sína
stóru verslun. Mun einn kunnur
Álendingur, sem áður hefir sýnt
áhuga á að kynna íslenskar mat-
vörur þar ytra, hafa ýtt undir áð
lessi söludéild kæmist á. Ef rjett
er að farið, ætti þetta að geta orð-
ið til að skapa aukinn og að ýmsu
leyti nýjan markað í Danmörku
fyrir íslenskar matvörur, sem sum-
ar hafa verið þar í óáliti og taldar
vera aðeins fæða fyrir fátæklinga,
en eru í rauninni herramannsrjett-
ir ef vel er með þær farið.
Rausnarleg gjöf
frá Rockefeller-sjóðnum.
Roekefeller-sjóðurinn hefir ný-
»a boðið háskólanum í Cam-
idge 700.000 sterlingspund (ca.
. miljónir króna) og skal fjenu
rið til þess að kóma upp véglegu
kasafni við háskólann fyrir eðl-
!ræði, líffræði og skyld fög. —
löfin er bundin því skilyrði, að
skólinn leggi sjálfur fram 299.-
0 sterlingspund.
Þegar yður vantar
á fæturna,
þá er vissast að kom,a til okkar, ef þjer viljið gera góð
kaup, því þar sem úrvalið er mest, þar gjörast kaupin best.
Lárns B. Lúðvígsson
skóverslnn.
DðmureinkðDnroar
eftirspurðu (rugskinn) margir litir.
Drengjaregnkápur, brúnar og svartar.
Telpuregnkápur — brúnar og svartar.
Regnhlífarnar ódýru.
Kjólaflauel, sljett og strífað, margir litir.
Ullarkjólatau frá 3,25 pr. meter. t
Morgunkjólatau, mikið úrval.
Lastingur, svartur og alt til fata.
Ennfremur alskonar
Smávara. IV
nýkomið í Austurstræti 1.
Hsg. G. Gunnlaugsson & Go.
'ntemAtional
mtcbö
Landsins stærsta
úrval
af úrum og klukkum.
Kaupið I. W. C. úrin
hjá Sigurþór.
nýkQmiQ mikii
KaHmannaföium
til 128.0
úrual af gððum
frá
líetrarfrökkum frá 38.00
til IIO.OO.
Ðrauns - Verslun.