Morgunblaðið - 21.10.1928, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Flugferðin
Barnasaga meö 128 mynðum eftir
m i k
G. Th. Rotman.
114. „Sjáið nú hvað jeg ætla að“
smjúga laglega á milli bitanna,"
mælti Emmen. „Það gengur!“ Nei,
það gekk ekki. „Pegasus“ krækti ein-
um fætinum um eina þverslána og
Emmen stakst á hausinn fram yfir
stýrishjðlið, beint á hausinn.
118. Bang! Hlekkjafestin hrökk
í sundur. Emmen tók kollhnýs í loft-
inu en náði í bitann og um leið kom
blýkúlan beint í hausinn á slökkvi-
liðsforingjanum. „Æ, typpishúfan
mín!“ veinaði slökkvíliðsstjórinn og
. virti fyrir sjer hjálminn sinn, sem
typpið var brotið af.
115. Hann hefði auðvitað farið í
klessu, ef hann hefði dottið niður á
gangstjettina.-------En blýkúlan og
hlekkjafestin bjargaði honum. Kúl-
an slóst um einn bitann og þarna
hjekk nú Emmen á öðrum fætinum
og vissi höfuðið niður. Þetta var ekki
þægilegt, en honum var þó borgið í
bili.
„Pegasus" og settu á hann reipi og
ljetu hann svo síga til jarðar. Fjekk
Emmen leyfi til þess að geyma hann
í slökkvistöðinni, en hann og dreng-
irnir fóru til veitingahúss. Svo skrapp
Emmen út sem snöggvast og kom aft-
ur með guitar og sælgæti.
116. Þarna hjekk nú Emmen og
dinglaði í lausu lofti, „en „Pegasus“
hjelt áfram og lenti á þakinu á kirkj-
' unni. Fjöldi fólks þyrptist í kringum
kirkjuna til að horfa á þessa ein-
kennilegu og ægilegu sjón, og brátt
kom slökkviliðið alt á vettvang.
120. Þeir settu nú alt sælgætið
inn í guitarinn og skrifuðu svo utan
á „Til hr. Untermeyer, Blaubacher-
strasse, Zwiebelhafen". — „En hvað
honum þykir vænt um að fá þetta!“
mælti Emmen og brosti. Svo bað hann
um góðan mat handa þeim og um
nóttina sváfu þeir í bestu rúmum
gistihússins.
117. Hinir hugrökku slökkviliðs-
menn rjeðust þegar til uppgöngu á
kirkjuna, og stigi var reistur uþp við
bitann, sem Emmen hjekk á. Einn
slökkviliðsmaðurinn kle'if þangað
upp og byrjaði þegar á því að reyna
að höggva sundur hlekkjafestina, er
Emmen hjekk á.
121. Morguninn eftir hjeldu þeir
áfram för sinni. Landslag breyttist nú
óðum og líktist því, sem er í Hol-
landi. Þeir könnuðust við engjarnar
og kýrnar og VQru vissir um að ná
heim fyrir kvöldið. Emmen ákvað að
lenda hjá bóndabæ nokkrum. „Þetta
er seinasti áfangastaður okkar,“ sagði
hann.
II leynistigum.
borðröndina og hjelt sjer þar. —.
Hún vissi ekki hvað var að ger-
ast. Einhver rauðleit móða var
fyrir augum hennar og hárið hekk
líka niður fyrir augun eins og
slæða. Ósjálfrátt strauk hún það
frá augunum og reyndi að sjá.
En hún sá ekki annað en einhverja
iðandi og ólögulega hrúgu á gólf-
inu. Það voru hinir tveir menn,
sem áttust þar við og börðust upp
á líf og dauða. Littft hafði sjeð
menn fljúgast á í illu; það var
meðan hún var lítil og átti heima
í Pierson Street. Þá flugust þeir á
á laugardagskvöldum, er þeir
kómu af knæpunum. En hún hafði
aldrei sjeð bardaga neitt líkan
þessu. Þeir byltust um á hæl og
hnakka, handkræktir og fótkrækt-
ir og voru til skiftis undir eða
ofan á. Annar þeirra var liðugur
eins og áll, hinn sterkur eins og
skógardýr. Hún gat ekki sjeð
framan í þá. Og ekki mæltu þeir
orð af vörum — blótuðu ekki einu
sinni. Og ekki ráku þeir heldur
upp óp af sársauka nje reiði.
En hún heyrði að þeir bljesu
þungan.
Þótt Litta væri máttfarin og
hana svimaði, gekk hún tveim
skrefum nær þeim. Hún fór að
jafna sig — hún gat ekki staðið'
aðgerðalaus og horft á tvo menn,
sem reyndu að drepa hvor annan.
Hún staulaðist þangað sem þeir
voru og sá þá að annar þeirra lá
á grúfu. Annar handleggurinn
var undir honum, en hinum hjelt
mótstöðumaðurinn, sem lá ofan á
honum, eins og í skrúfstykki og
sveigði hann vægðarlaust aftur
á bak, en hjelt 'með hinni hend-
inni í hárið á honum. Litta sá að
höfðinu var nuddað eftir gólfinu
og stundum lyft upp svo að and-
litið sást, húðin gul og strengd,
augun starandi og bólgin, munn-
urinn opinn, til þess að svelgja
loftið og hálssinarnar sem strengir
— það var Páll Sergine. Yfir hon-
um sá hún mann með úfið brúnt
hár. Úr augum hans brann eldur,
nasirnar voru vítt þandar; hann
beit á vörina og var skeggjaður
— hafði áreiðanlega ekki rakað
sig í viku.
— Phil!
Það var bæði gleði og hræðsla
í rödd hennar, er hún hrópaði
þetta éina orð', hugarljettir, sárs-
auki, viðvörun, allar tilfinningar
sem hreyfa sjer í kvenmanns-
brjósti. Honum varð litið upp. —
Hann leit á hana sem snöggvast,
konuna sína, sem hafði látið hann
vita með þessari einu upphrópun
hvers virði koma hans var fyrir
hana. Og um leið slepti hann taki
sem snöggvast — en það var nóg.
í bardaga upp á líf og dauð'a er
hver sekúnda mikils virði. Liðug-
ur eins og áll smeygði Rússinn
sjer úr höndunum á honum, sneri
sjer við og rak knýttan hnefann af
öllu afli beint framan í Philip
Chartley. En Philip munaði ekk-
ert um það og hann var jafn fær
um það eftir sem áður' að mola
hvert bein í skrokk Rússans. En
hann var ekki nógu viðbragsfljót-
ur og þær fáu sekúndur breyttu
bardaganum algerlega. Páll Ser-
gíne bylti sjer enn og komst við
það á fætur. Hann stökk að borð-
inu, þreif þar hníf með annari
hendi, en hinni greip hann um
úlfliðinn á Littu. Svo setti hann
hnífinn við hálsinn á henni og
öskraði:
— Upp með hendurnar; annars
’ sker jeg hana á háls!
Philip fjellust hendur', en Páll
; öskraði aftur: Upp með hendurn-
• ar! og Litta fann að hnífurinn
j kom við háls sjer og blóðdropi fell
j ofan á brjóst hennar. Philip rak
j upp gremjuóp.
— Já, þjer sjáið að mjer er al-
! vara, mælti Páll og var nú nokkuð
■ rólegri. Farið þjer til fjandans,
hver svo sem þjer eruð! — Ef þjer
. hreyfið yður þá er hún dauðans
; matur!
Nú varð þögn. Þarna stóðu þau
þrjú og störðu hvert á annað,
hreyfingarlaus eins og þau væri
úr steini. Páll Sergine hjelt stöð-
' ugt um úlflið Littu og miðaði
hnífsoddinum á háls hennar. Hann
fór að gruna, að þetta mundi vera
maður hennar, sem þarna vaí kom
inn. Philip Cartley horfði í örvænt
ingu á blóðið, sem lagaði úr hálsi
Littu, en þorði ekki að hreyfa sig.
Það var eins og tíminn stæði
kyr.
Var það ein mínúta eða tvær ?
Annars hefði tíminn getað staðið
kyr til eilífðar vegna þeirra Phil-
ips og Littu, því að hvorugt þorði
að hreyfa sig. Páll náði sjer fljótt.
Hann bandaði með höfðinu í átt-
ina til gluggans.
— Þjer getið farið hvenær sem
þjer viljið, mælti hann við Sir
Philip Chartley, og farið þá sömu
leið og þjer komuð. En hendur á
lofti — annars-------
Hann hló tryllingslega.
Philip hreyfði sig ekki og Litta
ekki heldur. Tíminn stóð kyr.
En alt í einu var kyrðin rofin
með háum hvelli og ljósgrár reyk-
ur kom inn í herber'gið. Þau fxmdu
púðurlykt. Páll Sergine rak upp
vein, fórnaði höndum, snerist
hálft á hæli, gekk nokkur skref,
snerist aftur og datt á gólfið.
— Jæja, hæfði jeg ekki laglega,
telpa mín?
Það var rödd Bills. Og rjett á
eftir klofaði hann inn um glugg-
ann. Og þegar hann var kominn
inn í stofuna stakk hann rólega
marghleypu sinni í buxnavasann.
Littu varð það fyrst fyrir að
hlaupa til Philips. Hún fleygði sjer
í fang hans og vafði handleggjun-
um um hálsinn á honum. Bill
horfði á hana um stund. Hann sá
aðeins hnakkann á henni, brúnu
lokkana, því að hún grúfði ana-