Morgunblaðið - 13.11.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ^Hwihhh Þurkuö bláber, Ðlandaöir ávextir, Ferskjur. ÞurkuÖ epli- INiar DSmovefrarkðpur komu med „Goðafoss(< verða teknar upp f dag. Þes:t ar ká nr selfast eins og binar með 25°|0 afsl. Brauns-Verslun. bægsta ueyö landsins: Bollapör frá 0,35 — VatnsglÖs frá 0,25. — Diskar gler, frá 0,25. — Spil stór frá 0.40 — Skálar, gler frá 0.35. — Myndarammar 0.50. — Hnífapör góð, frá 1.00 — Munnhörpur frá 0,25. — Teskeiðar alpacca 0,35 — o. fl. o. fl. — ódýrast hjá K. Einarsson & Björnsson. Timburverslun P.W. Jacobsen & Sön. Stofnuð 1824. Slmnefnit Granfuru — Carl-L undsgade, Kðbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kanpm.höfn. Eik til skipasmíða. — EínTiig heila skipsfarma frá SvíþjóC. Hef irepslað við ísland i 80 éi*. best i Verslunin Fram. Langmrtg II. Síml S2M. ’ Káputauy Kjólatauy Kjólaflauel. FJBIbreytt úrval. Lcb gst ver ð. Manchestir. Laugaveg 40. Siml 894. Engin ntsala en þetta er ódýrt. # Lakaefni þríbr. 2.75 í lakið. Sængurveraefni einl. bleik og blá. 5.50 í verið'. Dd. misl. rósótt 7.90 í verið. Ljereft frá 0.55. líenslun M Mnr. Simi 800. Skot. Rjúpnaskot Cal. 12 og Cal. 16. Diana og Legia. Einnig sjófugla- skot. Alt reyklaust. Lægst verð á íslandi. \ lfon. t Páll Úlafsson prófastur í Vatnsfirði. Sunnudagsmorguninn 11. þ. m. andaðist sjera Páll prófastur Ólafsson á heimili sínu í Vatns- firði rúmlega 78 ára gamall. Sjera Páll sál. var fæddur í Stafholti 20. júlí 1850; þar sem foreldrar hans bjuggu þá, sjera Ólafur prófastur Pálsson, er síð- ar var um alllangt skeið dóm- kirkjuprestur hjer í bænum og prófastur í Kjalarnesþingi, en iauk æfi sinni sem sóknarprestur á Melstað (f 4. ág. 1876), og Guðrún Ólafsdóttir (jústitsráðs Stephensens í Viðey) (f 12. sept. 1899). Fjögra ára gamall flutt- ist sjera Páll til Reykjavíkur og ólst þar upp uns hann, að loknu námi á lærðaskólanum (1869) og á prestaskólanum (1871), flutt- ist norður að Melstað með for- eldrum sínum. Árið 1873 vígðist hann aðstoðarprestur til föður síns, fjekk Hestþing í Borgairfirði 1875, en sagði þeim lausum ári síðar til þess aftur að gerast að- stoðarprestur föður síns og mun hann hafa þjónað Melstað á eig- in ábyrgð eftir lát hans þang- að til sjera Þorvaldur Bjarn- arson tók við því embætti vorið 1877. í fardögum það ár fjekk sjera Páll Stað í Hrútafirði, en 1880 Prestbakka í Hrútafirði, er hann svo þjónaði ásamt Staðar- prestakalli, sem þá lagðist niður sem sjálfstætt prestakall, til vor- daga 1901, er hann fluttist vest- ur í Vatnsfjörð, þar sem hann dvaldist til æfiloka. Vegna þverr- andi heilsu fjekk sjera Páll lausn frá prestsskap í næstliðnum far- dögum og hafði hann þá verið í prestsskap í 55 ár fátt í þrem mánuðum. En prófastsstÖrfum hafði hann gegnt í 16 ár í Strandaprófastsdæmi og í 21 ár í Norður-lsafjarðar. Um eitt kjörtímabil sat hann á alþingi sem þingmaður Strandamanna. Árið 1879 gekk hann að eiga ungfrú Arndísi Pjetursdóttur kaupmanns Eggerz á Borðeyri og fyrri konu hans Jakobínu Páls- dóttur (amtmanns Melsteðs). Lif- ir hún mann sinn ásamt 11 upp- komnum börnum þeirra, 6 sonum og 5 dætrum. Sjera Páll prófastur var mað- ur kynjaður vel í báðar ættir (Þorvalds-ættina Böðvarssonar og Stephensens-ættina) og hafði til brunns að bera ýmis ættarein- kenni beggja þessara merku ætta. Hann var maður fríður sýnum, höfðinglegur í sjón og frár á fæti til ellidaga. í allri framgöngu var hann hinn prúðmannlegasti, hinn alúðlegasti í viðmóti og raunbesti hver sem í hlut átti. Hann var maður gestrisinn og góður heim að sækja, glaðvær og gamansam- ur og fróður um margt. Alla æfi var hann hinn reglusamasti og fyrirmynd gnnara í þeirri grein, enda var hann jafnan mjög ást- sæll af sóknarbörnum sínum. — Prestsskapinn stundaði hann með allri alúð og þótti góður kenni- maður. Prófastsverk fóru honum svo vel úr hendi, að jeg efast um, að nokkur hafi verið honum fremri samtíðarmanna hans í þeirri stöðu, meðan hann var upp á sitt besta. Yfir höfuð að tala var sjer;a Páll alla tíð sómi stjett- ar sinnar. Einnig var hann at- hafnamaður til bústjórnar, enda dugnaðarmaður í hverju því, er hann tók sjer fyrir hendur. Vatns f jarðar-staður ber miklar menj- ar dvalar hans þar. Hann bætti þá vildisjörð á ýmsan hátt og bygði þar bæði steinkirkju og stórt og vandað íbúðarhús. Með sjera Páli prófasti er hnig- inn í valinn einn af mestu sóma- mönnum prestastjettar vorrar, á- gætur fjelagsmaður og hinn ást- úðlegasti eiginmaður og faðir. Dr. J. H. Jón VigMsson fær hetjuverðlaun Carnegies fyrir afrek sitt er hann kleif upp Ofan. leitishamar í vetur sem leið Aðfaranótt hins 14. febrúar s.l. fórst vjelbáturinn „Sigríður'' und- :r Ofanleitishamri í Vestmannaeyj um. Bátverjar, 5 að tölu, gátu stokkið upp á stall í bjarginu,' en þaðan komust þeir hvorki upp nje niður — grenjandi sjávarbrim fyr ir neðan þá og gekk alveg’ upp í bjargið, en fyrir ofan himinhár og þverhnýptur hamarinn, blautur og háll af sævarroki, ísingu og snjó. Þarna lijengu nú mennirnir.á klettaþrónni alla nóttina og voru nær dauða en lífi er dagur rann. Eina lífsvon þeirra var sú. ef ein- hver væri svo frækinn að komast upp hamarinn og sækja hjálp tíl bæja. Varð ]úi Jón Vigfvisson, korn ungur maður, sem aldrei hafði gengið í kletta, til þess að freista þoss að komast upp hamarinn. Er sagt frá frækleik hans í ..Lesbók Morgunblaðsins" 4. mars 1928, og hvernig bonum tókst að klífa ham- arinn og sækja lijálp til bæja. Allir undruðust þetta hrevsti- veik og risu þegar upp raddir um það að Jón ætti skilið að fá viður- kenningu fyrir. Nú er viðurkenningin komiu. því að samkvæmt tilkynningu fra sendiberra Dana í gær hefir Jon fengið hetjuverðlaun Carnegie- sjóð'sins, bronsemedalíu og 800 kr. í peningum. ____ Loftnetastöng' miðunarvitans nýja í Dyrhólaey brotnaði í of- viðrinu á sunnudaginn var. Stöng- in var 45 m. á li.i'ð og brotnaði hún h. u. b. nra miðju, og það sem eftir stendur af stönginni skemdist svo, að það verður varla notað. Verður við fyrsta tækifæri sent austur efni í nýja stöng. — Annárs hefir miðunarvitinn reynst ágætlega, það sem af er, t. d. mældi Lydersen skipstjóri á ís- landi stöðu skipsins samkvæmt vit anum í 300 mílna fjarlægð, og reyndist mælingin nákvæm. Svea ©Idspýtur 1 beildiölu hjá “lobaksverjlun lslandsh.1 Hakkað kjöt, Kjötfars, Fiskfars daglega. Herðubreið. Sími 678. Hiit skyr fæst í Matarbúð Slðturfjelaislns. Laugaveg 42. Sim! 812. Þaö sem uppselt var af vörum og síðan margeftirspurt, er komið aftur. T. d.: Drengja Karlmanna Unglinga Karlmanna- Regnfrakkarnir allar tegundir. Dömu- Regnkápurnar (Rugskinn). Karlmanna Unglinga Drengja Vetrarfrakkar á drengi og fullorðna Hvítu kvensloppamir. Kjólaflauelið, margir litir og f jölda margt fleira. Franska klæðið kemur með næstu ferð. Hsg. G. iunnlaugsson & co. • lfet rar- Skinn- kantar nýkomid. ^ fyÁ/ý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.