Morgunblaðið - 17.11.1928, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Búðingsduft,
ýmsar tegundir.
Kökudropar,
Dr. Oetkers.
Persi I
Persil fjarlægir óhreinindi og bletti úr sokkunum
yðar og gerir þá sem nýja, hvort heldur þeir eru úr silki,
silkilíki, ísgarni eða ull.
Það hafa líka í þvottinn sinn
þær, sem bera rós á kinn,
með litlu, kliptu lokkunum,
í ljósu, bleiku sokkunum.
Fyrirliggjandi s
Perur í kössum — Epli, Jonathans — Vínber —
Laukur — Suðusúkkulaði, mjög ódýrt — Átsúkkulaði
margar tegundir — Lakkrís, margar tegundir. .
Eggert Kristjánsson & Co.
Hafnarstræti 15. Símar 1317 og 1400.
Best að auglýsa i Morgunblaðinu.
HOfnðfSt
smekklegast úrval.
Silkihattar, falleg snið. — Harðir hattar.
Linir hattar, nýkomið sjerlega fallegt úrval
á 9.75 pr. stk.
Enskar húfur, fyrir karlmenn og drengi.
Vetrarhúfur, fjölbreytt úrval.
Þegar yður vantar á höfuðið — þá komið þangað,
sem úr mestu er að velja.
Leikhásið.
Brandon Thomas:
Föðursystir Charley ’s.
Föðursystir Charley’s er áreið-
anlega eitt af „frægu“ leikritun-
um. Það hefir verið og er leikið
enn þann dag í dag um allan heim,
og sjerstaklega í enska heiminum
er það vel þekt, og svo vinsælt er
það í Englandi að þar eru víst fá
14 ára börn, sem eklti liafa heyrt
getið um „Charley’s Aunt.“ Eins
og má er ástatt fyrir Leikf jelaginu
er það sennilega rjettast að sníða
sjer stakk eftir vexti og leika
þakkláta gamanleika, en vera ekki
að burðast með Shakespeare og
hans líka, sem allir sjá að eru
því ofurefli og geta ekki orðið
annað en hneyksli, þó ef til vill
geti verið handhægt að gorta af
því eftir á, að hjer hafi svo sem
Shakespeare verið leildnn!
Föðursvstir Charley’s er bráð-
fvndið leikrit, þar sem skiftast á
hnyttileg tilsvör og broslegir at-
burðir. Það er fult af kátínu og
glensi og er það skringilega inn-
rjettaður maður, sem ekki hlær að
því, jafnvel hvernig, sem með það
tr farið. Efnið er auðskilið og skal
það ekki rakið hjer, því bæði munu
margir hafa sjeð það' áður, og fyr-
ir þeim sem ekki liafa sjeð það
en ætla sjer að sjá það, skemmir
það aþeins ánægjuna að vita efnið
fvrir fram.
Um meðferðina frá Leikfjelags-
ins hálfu er nokkuð öðru máli að
gegna. í gamanleikum sem þess-
um eru aðalkröfurnar, sem gera
verður til leikendanna þær, að
þeir komi vel fram og, um fram
alt, að í leiknum sje fjör, og aftur
fjör. Á hvorutveggja urðu mis-
brestir í þetta sinn. Karlmenn-
irnir verða að muna að þeir eru
að leika enska lávarða og fyrir-
menn, og að tíginmannleg fram-
koma á að vera þeim runnin í merg
og blóð', en á leiksviðinu mintu
]jeir flestir frekar á skikkanlega
sniltkara í sunnudagafötum sínum
en lávarða. Hváð fjörinu viðvíkur
þá leggur leikritið sjálft leiðbein-
andanum svo mikið upp í hendurn-
ar, að það virðist annaðhvort
skortur á viðleitni eða gjörsam-
ltg vöntun á hæfileikum að hinir
skringilegu viðburðir leiksins
njóta sín ekki til fulls, að' jeg nú
ekki tala um að við þá sje aukið.
Ef gera á strangar kröfur til
leiklistarinnar, verður að segja um
meðferðina að þarna hafi verið á
ferðinni: gamanleikur -4- „gaman“
áo þess þó að það eiginlega væri
nokkur „leikur“, — og er þá út-
koma dæmisins að mínu stærðfræð-
isviti eitthvað nálægt núll, þ. e. a.
s. það sém fólk slcemti sjer við og
hió að fyrsta kvöldið var aðeins að
þakka smellnum orðum og hlægi-
legum viðburðum frá höfundarins
hendi, en yfirleitt. ekki því sem
leikendur ljeÞi í tje.
Það hlutverk, sem mest ríður á,
og segja verður að leikritið standi
og falli með er Babberley lávarð-
(Indr. Waage). Hann hefir þús-
und tækifæri t,il að láta áhorfend-
ur veltast um í hlátri, og verður
vægast að' segja, að hann hefir
ekki notað þau öll. Leikur hans er
of tilbreytingalítill (monoton) og
þur — svo að gáskinn, sem stafa
á út frá honum verður ekki jafn-
mikill og hlutverkið gefur tilefni
tii. Gerfi hans sem föðursystur var
ait of ,',tarveligt“. Um mittið liaí'ði
hann aðeins mjótt teygjuband í
stað lífstykkis, sem spenna á um
hann eins og skrúfstykki, og alt
tal lians um að sjer líði illa, af
því að búningurinn þrengdi svo að
sjer fellur því dautt og marklaust
niður, því áhorfandinn getur ekki
liugsað sjer þægilegri flík en
peysuna sem hann er í. Auk þess
á þessi ungi leikandi sem fyrst að'
venja sig af ýmsum kækjum, sem
hann hefir vanið sig á, svo sem
stirðnuðum dráttum kringum
munninn o. fl., því þeir skemina
óbjákvæmilega leik hans.
Jaek Cherney (Tómas Hallgr.)
var mesta snyrtimenni og leikur
hans allur vankantalaus, aðeins
hefði liann mátt vera fjörugri.
Tveir leikendur voru þarna, sem
ekki hafa áður leikið með Leik-
fjelaginu, þeir Guðl. Guðmunds-
son (Charley) og Gunnar Bjarna-
son (Brasset). Það var auðvitað
nokkur byrjendabragur á þeim,
sem við er að búast, en annars
spáði leikur jícirra sennilega góðu
um framtíðina. Og það verður að
]>akka formanninum, að hann er
farinn að viða að sjer nýjum mönn
um, því slíkt er lífsskilyrði fyrir
Leikf jelagið.
Valur Gíslason ljek Sir Franeis
heldur leiðinlega og hefir hann þó
áður sýnt, að' hann getur leikið.
Spittique Ijek Brynjólfur Jó-
hannesson. Brynjólfur er tvímæla-
laust nothæfasti kraftur Leikfje-
lagsins af karlmönnum til. Leikur
hans var fjörmikill, gerfið gott,
og ef allir hefðu staðið sig jafnvel
og hann, hefði sýningin orðið
prýðileg. Hann verður aðeins að
gæta sín með að láta „karlana11
sem hann leikur, ekki vera hvern
líkan öðrum, t. d. fann maður oft
þarna, að' þeir ganga aftur Ekdal
í „Villiöndinni" og gamli maður-
inn í „Gluggum“. /
Kvennahlutverkin eru flest o-
merkileg, og er eiginlega fátt um
þau að segja. Það gleður nlla leilc-
húsgesti að frú Kvaran er aftur
komin á leiksviðið. Aðeins vonast
þeir eftir að fá að sjá hana í hlut-
verki, sem meira er við hennar
hæfi en þetta (Kitty) ,og sömuleið-
is að hún leggi sig betur fram en
hún gerði þarna, ])ví jafnvel þetta
hlutverk gat. hún leikið miklu bet-
ur. Frú Guðrún Ijek, ófölsltu föð-
ursysturina snoturlega og bauð af
sjer góðan þokka. Þær Arndís
Björnsdóttir (Annie) og Þóra
Borg (Ella) Ijelur einnig laglega.
Útbúnaður var frekar góður, en
hljóðfæraslátturinn á undan af-
leitur, og væri betra að sleppa hon
um, ef ekki er hægt að hafa hann
betri.
Vafalaust er að þessi sýning
verður sótt, ]iví bæði kannast bæj-
arbúar við leikritið frá fornu fari
og eins virtust ahorfendur skemta
sjer fyrsta kvöldið.
Og þó að hjer sje bent á galla
er það ekki gert til þess að' fæla
fólk frá að sækja leikhúsið heldur
aðeins til að örfa leikendurna til
þess að gera betur næst, því þeir
verða að muna að þeir eru að
leika en#ekki að leika sjer, og þó
að leikurinn sje gamanleikur,
verða þeir að taka hann alvarlega.
A. B.
Umbúðapappir
Ofl
brjefpokar
fyrirliggjandi.
A. J. Bertelseu
& Go. H.f.
Sími 834
Herrar!
Lítið inn í Soffíubúð, ef
ykkur vantar
Föt — Frakka,
Nærfatnað,
Manchetskyrtur,
Hálstau, — Sokka,
eða annað til að klæðast í
S. Jóhannesdóttir.
Austurstræii 14.
Beint á móti Landsbankanum).
Simi P887.
Dfimur athugið:
verslun min hefir að bjóða:
H a t t a,
margar nýjar gerðir.
Silkinærföt,
góð og óclýr.
S i 1 k i s j ö I,
Silkisckka,
Tnikið úrval.
Perlufestar,
marp-ar tegundir.
Ný verslun. —
Nýtísku vörur.
Hattabúð
Iðhðnnu Pálmadðttur.
Lækjargötu 8.
ilÖDD selur:
Fiðurheldan sængurdúk
á 13,90 í sængurverið.
Góð sængurveraefni,
blá og bleik á 4,95 í verið.
Góðar ullar-golftreyjur
sem kostuðu 12,80, nú 7.85.
og alskonar heilar kvenpeys-
ur seljast mjög ódýrt.
Ullarkvenbolir á kr. 1,35.
Efni í undirlök á 2,95 í lakið.
Alföt á karlmenn, mjög
fallegt snið, 44,50 settið. —
Skoðið ilmvötnin og sápurn-
ar, sem nýlega er komið.
K 1 ö p p,
Laugaveg 28.
■l-| Vifllsstaða,
Hafnarfjardar,
| II Keflavikur
og auatur yfir fjall
daglega
frá Steindóri.
Sími 581.
í: