Morgunblaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1928, Blaðsíða 2
2 MORGUNB LAÐIÐ hjeruðum íslands bygðum á kom- andi öld? Mun ekki hitt, að lands- ’lýðurinn færist saman í megin- hjeruðin, en útkjálkarnir að minsta kosti fari í auðn? Engum mun sú hugsun ljúf, að nokkur bygður blettur þessa lands verði .að þúst. En hvers er að vænta, þar sem hlutfall landmegins og ’þjóðmegins er í svo háskalegu mis- ræmi, sðm hjer á íslandi?-------- Um framsóknarvilja og orku þjóða rinnar á þessum áratugum mætti rita langt mál. Vjer erum ibyrjendur, landnámsmenn í gömlu sögulandi og ráðnir í því að skapa mýja sögu, námfúsir nýsveinar í :skóla Evrópumenningarinnar, en fornlyndir' og fastheldnir á gömul verðmæti. Eða svo ættum vjer að vera! Einskis er betra að minn- ast en þess, hve mikið vjer höfum ■numið af Evrópuþjóðum á síðustu stímum. Vjer eigum nú Evrópu- mentaða söngmenn og tónlistar- menn, myndhöggvara og málara, x)g hafa sumir þeirra hlotið mikla viðurkenning í öðrum löndum. Jeg «r óviss um, að margir íslend- úngar kunni að meta þann sigur, sem íslenskir málarar unnu, er 7>eir sýndu verk sín í Danmörk og á Þýskalandi síðastliðið ár. Hinum útlendu dómurum kom •nokkurn veginn saman um. að iistamenn vorir væri að vísu læri- sveinar útlendrar listmenningar, «n þó brytist fram í verkum sumra þeirra eitthvað nýtt, — náttúra nýs lands og nýrrar þjóð- ar, — eitthvað, sem væri áður ósjeð og óþekt. Hinir snjöllustu þeiiTa hafa kunnað að læra. En allur rækilegur og djúptækur lær- ■dómur gerir mennina sanna og -sjálfstæða, — kennir þeim aði ruppgötva það', sem mest er um vert: sjálfa sig. — Einnig má minnast þess í þessu sambandi, að mýlega fór flokkur íslenskra leik- fimisltvenna til annara landa, og vakti þó nokkra eftirtekt, svo að jafnvel útlendir kunnáttumenn á því sviði dáðust að æfingunum og töldu sig geta lært nokkuð af þeim. Margir munu láta sjer fátt mm finnast, að slíkra hluta er miinst. En þeir menn, sem enn eru á ljettasta skeiði, og kunna þó að minnast þess, hvílíka óvirðing ís- lendingar enn þá lögðu á sjálfa sig fyrir 20—30 árum, láta ekki slík tíðindi sem vind um eyrun þjóta. -Jeg minnist þess, að þegar jeg var í skóla vorum við skólapiltar sum- ir allhreyknir yfir því, að' einn nafnkunnur sjómaður að vestan hafði orðið háseti á „Láru.“ Börn vorum við að vísu, en eldri kyn- slóðin var ekki miklu stoltari eða ■djarfsýnni. „Miklu tíðkast það nú meir en áður, að Islendingar fari utan,“ sagði einn skólakennarinn, «r Davíð' frá Stöðlakoti var sendur •með f járfarmi til Englands. Slíkur var þá þjóðarmetnaður íslendinga, — stundum að vísu hlægilega mik- ill í orði, en altof hlægilega lítill á borði.Allir hinir eldri menn voru 1 rauninni hjartanlega sannfærðir <og sammála um, að enginn maður ,af íslensku bergi brotinn gæti staðist útlendum manni snúning, allra síst í andlegum viðskiftum. Þetta var raunar þungbærasti og ískyggilegasti arfurinn frá liðn- um óláns öldum. Danir höfðu geng ið svo frá okkur, að við þorðum v&rla að líta á sjálfa okkur sem menska menn. 3. Hefir nú viðurkenning hins ís- lenska fullveldis knúð fram eða örvað þá framsókn, sem gert hefir vart við sig í svo mörgum efnum? Sumir lslendingar vilja helst vera þeirrar skoðunar. En þó er sann- ast að segja, að viðurltenning sjálf stæðisins hefir ekki út af fyrir sig valdið neinum straumhvörfum eða stefnubreytingum, nje haft nein veruleg áhrif á þroska og sjálfs- traust þjóðarinnar. Hinn sami viiji og metiiaður, sem leiddi til stjórnmálasjálfstæðis, liafði gert vart við sig áður á nálega öllum sviðum jijóðlífsins. A næstu árum eftir 1874 þóttust menn verð'a var- ir við óvenjulega mikinn og al- mennan áhuga til unibóta og framsóknar ,eftir því sem menn höfðu átt að venjast og efni stóðu til. En hjer varð1 engin nýbreytni eftir 1918, enda urðum vjer fyrir því óhappi, að óvenjulega erfið ár fóru í kjölfar sjálfstæðisins og bar því meir á önn og áhyggju á þeim árum, en fögnuði yfir fengnum sigri. En eins munu þó flestir hafa vænst: að stjórnmála- líf vort vrði lieilbrigðara og frið- samlegra eftir en áður. Sambands- málið hafði fram af þeim tíma kasað nálega öll önnur mál vor undir sjer, og bjuggust menn nú við, að íslensk flokkaskifting yrði mun eðlilegri og sæmilegri. Margir voru orðnir leiðir á hávaðamönn- um sjálfstæðisbaráttunnar og víg- orðum þeirra, og vonuðust nú eft- ir að betri og bjartari öld myndi rcnna upp. Hafa þær vonir rætst? Björnson sagði einu -sinni, að aldrei væri logið meir í löndunum en á sunnudögum. En ef sunnu- dagjarnir eru nú orðnir svo rúm- helgir, þá væri ekki illa til fallið að velja einliverja daga, — og þótt ekki væri nema einn dag á ári — til þess að segja satt.Ættum vjer fslendingar að gefa ölclum og óbornum það boðorð, að aldrei mætti ljúga á fullveldisdaginn, — síst prjedika lýgi í ræðu eða riti. Nú í dag er því best að segja ■iatt og er þá einsætt að svara spurningunni hjer fyrir ofan neit- indi. Sjaldan eða aldrei liafa verið eitraðri flokkaclrættir á fslandi, en síðan fullveldið var viðurkent. — Það má fullyrða, að vanstilling vor í umræðum um stjórnmál hefir aldrei verið eftirtektarverðari og iskyggilegri heldur en á þessum síðustu árum. Og stundum hefir liún náð slíku hámarki, að ekki Jón Magnússon. hefir mátt tæpara standa. Sumir vor á meðal hafa gert, alt sem í þeirra valdi hefir staðið, til þess að egna stjett á móti stjett, sveit- ina móti sjávarsíðunni, verka- manr.inn móti verkafrömuðinum Og þjóðinni hefir verið prjedikað það eins og heilagt evangelíum, að stjettabarátta Aræri bæði nauð- syn og siðferðisleg skylda. Nú mun engum koma til hugar að neita, að samtök verkamanna sjeu eðlileg og hafi jafnvel verið óhjá- kvæmileg, eftir að sjávarútvegur- inn komst í það' horf, sem hann er nú í. En hvaða vit hefir verið í því að egna bóndann móti sjávar- manninum? Hvað græðir bóndinn á því að hata útgerðarmanninn, án þess þó að geta náð sjer niðri á honum, þ. e, a. s. keppt um vinnukraftinn við hann? Það er ekki auðsjeð, einkum þegar þess er gætt, að' forvígismenn sjávarút- vegsins hafa margsinnis sýnt og sannað, að þeir Iiafa glöggan skilning á þörfum og nauðsynj- um landbúnaðarins og engu minni rækt til sveitanna, lieldur en þeir bændaforingjar, sem hámæltastir eru og mikillátastir. Þetta er eitt liöfuðeinkenni fullveldisáranna, að ákafar tilraunir hafa verið gerð- ar til þess að ala á stjettagrein- ing meðal þessarar vesælu þjóðar, þar sem fátækt og mannfæð hafa öldum saman sljettað alt þjóð'fje- lagið, svo að varla hefir risið hundaþúfa upp úr þeirri óræktar- flöt. Og stundUm liafa þessar til- raunir verið svo ofstækisfullar og öfuguggalegar, að sæmd og full- veldi andans, — fullveldinu, sem í dag er einna tíu ára gam- alt, — hefir staðið háski af þeim. Jeg vil nefna aðeins eitt dæmi tii þess að færa sönnur á þetta. Arið 1925 lagði Jón heitinn Magn- ússon frumvarp fyrir ]>ingið, þar sem farið var frsyn á, að stofnuð yrði ríkislögregla á íslandi. Frum- varpið var eltki svo vel úr garði gert, sem venja var til um frum- vörp Jóns Magnússonar. En hvað gerðist? Andstæðingar stjórnarinn- ar, — Framsóknarmenn og Jafn- aðarmenn, -—- risu gegn frumvarp, inu eins og sjálfur djöfullinn befði birtst í deildinni í eigin persónu og líkamlegri mynd. Þeim kom ekki til liugar, að ljá lið sitt til þess að umbæta frumvarp- ið, enda sáu þeir ofsjónir eða ljet- ust sjá ofsjónir. Þeir ærðust að Jón Magnússyni vegna þess, að hann hefði með þessu frumvarpi egnt „yfirstjettina" í höfuð al- múganum og stofn.að til vígaferla og blóðsúthellinga. Slíkar ásakanir ljetu menn sjer sæma að bera á einn hinn frið'samasta og væru- gjamasta mann, sem nokkru sinni liefir lifað í frið'sömu og væru- gjörnu þjóðfjelagi. A þennan hátt var frumvarpið myrt. En sá ís- Jendingur, sem nú er spurður, hversvegna við eigum engan vott 'ða vitund landvarna, — nema Sambandslaganefndin 1918 Sitjandi umhverfis borðið, talið frá vinstri: I. C. Christensen, Einar Amórsson, Jóhannes Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Bjami Jónsson frá Vogi, Christopher Hage, Erík Arup og Borgbjerg. Að baki þeirra standa skrifaramir. Myndin er tekin i lestrarsal Háskólans, þar sem nefndin hjelt fundi sína. þessa tvo fallbyssubáta, — og ekki einu sinni lögreglulið, sem geti haft hemil á götu-uppþotum útlends eða innlends skríls, — hann verður að svara: „Vjer get- um eldd átt ríkislögreglu, svo mjög stöndum vjer öðrum þjóðum að baki að skapfestu og dreng- lyndi. Oss er að visu kunnugt, að öll önnur ríki, bæði hvít, svört og gul, telja sjer skylt að eiga að minsta lcosti svo miklum vopnuð- um mannsafla á að skipa, að þau geti ráðið við óvopnaða óróaseggi og upphlaupsmenn. En vjer ís- lendingar treystum oss ekki til þess að færast slíkt í fang. Stjetta- hatrið er svo magnað hjer á landi, að stofnun ríkislögreglu hlyti óhjá kvæmilega að leiða til hinnar mestu ógæfu, — mannvíga og annars ófarnaðar.“ Slík orð og ummæli væru fullkomlega í anda stjórnarandstæðinga 1925, en ekki bera þau vott um mikið traust til þjóðarinnar eða mikla virðingu fyrir fullveldi liennar. 4. í dag höldum vjer fullveldishá- tíð og minnumst um leið, hvað vel okkur liafi tekist að vera hús- bændur á voru eigin heimili um síðustu 10 ára skeið. Ef heitstreng- ingar tíðlcuðust enn vor á meðal, færi vel á, að fullveldisdagurinn væri almennur lieitstrengingardag- ur. Vjer skyldum þá strengja þess heit: að láta aldrei stjettagreining sprengja þetta_ fámenna og ein- steypta þjóðfjelag, þar sem ættir flestra manna koma saman, ef rak- tar eru 7—8 liði aftur í tímann; að gjalda jafnan varhuga við útlend- um yfirgangi og rangindum, eftir því sem við höfum vit og mátt til, en þola aldrei innlendum mönnum, hvort sem þeir eru valda- menn eða ekki, að fótum troða lög landsins eða rjett einstaklings- ins, því að oss er í sjálfsvald sett, að kenna slíkum mönnum betri siði og sæmilegri hegðun; að halla aldrei rjettum dómi, hvort sem í hlut á meiri maður eða minni; að gleðjast aldrei yfir óförum íslend- ings, en fagna í hvert sinn, er fs- lendingur vinnur sjer eitthvað til ágætis, og sýna þann fögnuð í orði og gerð! Árni Pálsson. Hátfðahðldin í dag. Eins og að undanförnu gengst Stúdentaráð Háskólans fyrir há- tíðahöldum 1. desember, og verð- ur nokkuru meira til þeirra vand- að nú en áður, vegna þess, að nú er jafnframt 10 ára afmæli hins íslenska ríkis, og verður þess minst sjerstaklega í dag. Ætti enginn, sem getur því við komið, að sitja sig úr færi til þess að fylgjast með því, sem til skemtun- ar verður og sýna með því góðan hug sinn til þess merkilega dags, er helgaður er íslensku sjálfstæði, og stúdentar hafa kjörið sjerstak- lega til þess að vinna að sínum eigin áhugamálum og jafnframt að' mikilsverðu menningarmáli, sem snertir alla þjóðina. Skrúðganga og ræða af svölnm Alþingishússins. Hátíðahöldin hefjast kl. 1 með því að stúdentar ganga í skrúð- fylkingu frá Mensa og niður að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.